Dagur - 02.04.1981, Page 8

Dagur - 02.04.1981, Page 8
DAGUR Akureyri, fimmtudaginn 2. apríl 1981 ÞJÓNUSTA FYRIR r r HAÞRYSTISLONGUR OLÍUSLÖNGUR og BARKA PRESSUM TENGIN Á FULLKOMIN TÆKI VÖNDUÐ VINNA Afhentu verkamanna- bústaði á Blönduósi Blönduósi 30. mars. Síðasta íbúðin af 6, við Skúla- braut 11 til 21, var formlega af- hent fyrir skömmu. Upphaf þessa var það að stjórn verka- mannabústaða var skipuð 16. apríl 1979 og fyrsta verk nefnd- arinnar var að gera könnun á þörf fyrir húsnæði í bænum. í framhaldi af því var ákveðið að ráðast í byggingu 6 íbúða í rað- húsi. Gerð var kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á rúma 141 milljón gkróna og gengið var út frá 30% verðbólgu. Framkvæmdir hófust í október 1979. Boðnir voru út einstakir verkþættir í byggingu húsanna. Öll tilboðin sem bárust voru að meðaltali 85% af kostnað- aráætlunum þeim sem komu frá Húsnæðismálastjórn ríkisins. Gerir þetta að verkum að Blönduós- hreppur kemur til með að borga aðeins sem nemur 2ja og hálfs árs framlagi í stað 4ra ára til verksins eins og ráð hafi verið fyrir gert. En húsnæðismálastjórn taldi að hámarksframlag sveitarfélagsins gæti verið 10.500 gkrónur á íbúa næstu 4 árin. Þessar 6 íbúðir kosta núna um 170 milljónir gkróna sem gerir um 86.200 gkrónur á hvern rúmmeter. Kosta því stærri íbúðirnar, sem eru 2, um það bil 33,4 milljónir gkrón- ur. Hvor íbúð er um 97 m2. Minni íbúðirnar, sem eru 4, kosta um 27,8 milljónir gkrónur og eru 75 m2. Þessar íbúðir hafa tekist mjög vel og eru ódýrar, ef miðað er við markaðsverð í dag. Allflestir verk- takar hússins voru innan sveitar- félagsins. Eftirlitsmaður með byggingu íbúðanna var Rafn Kristjánsson, tæknifræðingur. Formaður stjórnar verkamanna- bústaða á Blönduósi er Grétar Guðmundsson, húsasmíðameist- ari. Það er Ijóst að Blönduósingum hefur tekist vel við þetta verkefni og er öruggt að þessar 6 íbúðir er aðeins upphafið á öðru meira á þessum vettvangi. S.H. Þær frönsku renna út Það er kunnara en frá þurfi að segja að á dögunum tók til starfa á Svalbarðsströnd verk- smiðja sem framleiðir „franskar kartöflur“ úr kartöflum sem teknar voru upp s.l. haust. Framleiðslan hefur líkað af- skaplega vel og sagði Sveinberg Laxdal, fréttaritari DAGS að menn hefðu ekki undan að framleiða. „Þær frönsku renna út eins og heitar lummur og nú er ætlunin að fara að setja á vaktir svo hægt verði að hafa undan eftirspurninni“, sagði Sveinberg. „Samkvæmt könnun sem verið var að gera er enn óselt af kartöflum á Eyjafjarðarsvæðinu meira en tveir þriðju — eða yfir 2000 tonn — af kartöfluframleiðslu síðastliðins sumars. Það má segja að nýja verksmiðjan bjargi miklu, en því miður eru kartöflur ekki eins og viðbitið okkar — það er ekki hægt að geyma þær í frystihúsi milli ára. En það hefði ekki verið neitt til í vor af kartöflum ef verksmiðjan hefði tekið til starfa s.l. haust, því slíkar eru vinsældir framleiðslunnar," sagði Sveinberg Laxdal. Skátarnir fyrir framan bækistöðvarnar við Kaldbaksgötu. F.v. Magnús Arnarson, Halldór Torfason, Hreinn Pálsson, Svein- björn Dúason, Baldvin Birgisson, Jóhann Möller, Hörður Karlsson og ögmundur Knútsson. Á myndina vantar Bjargeyju Ingólfsdóttur, sem einnig fór á Úlfljótsvatn. Mynd: á.þ. Lærðu að kenna skyndihjálp „Við fórum suður að Úlfljóts- vatni til að læra að kenna skyndihjálp, en fram til þessa hefur skort kennara í þeirri grein á Akureyri. Alls fóru níu frá Akureyri í skólann, en héðan hefur aðeins einn farið áður í þetta nám,“ sagði Jóhann Möller, félagi í Hjálparsveit Skáta í samtali við DAG. Skátarnir fóru í svonefndan Björgunarskóla Landsambands skáta að Úlfljótsvatni og dvöldu þar í 10 daga og luku prófi í Skyndihjálp I og Skyndihjálp II. Skátarnir sem DAGUR ræddi við sögðu að nú myndu þeir fyrst og Hugsanleg samvinna Iðunnar og tékknesks fyrirtækis: Ekki lausn á vanda Iðunnar „Þessi athugun er mjög stutt á veg komin og menn hafa ekki trú á því að þetta mál hafi nein áhrif á afkomu verksmiðjunnar svo máli skipti, því miður,“ sagði Ríkharður Þórólfsson, verk- smiðjustjóri í skóverksmiðjunni Iðunni, er hann var spurður um hugsanlega samninga um sam- setningu á skóm fyrir tékkneskt fyrirtæki og sölu á Bandaríkja- markaði. Hann sagði að af hálfu iðnaðarráðuneytis hafi ekki verið litið á þetta sem neina lausn, þegar fulltrúar þess kynntu sér aðstæður í Iðunni, vegna hugsanlegrar aðstoðar við verksmiðjuna. Eins og greint hefur verið frá í útvarpsfréttum hefur tékkneskt fyrirtæki, Exico, farið þess á leit við Iðunni, að athugað verði hvort verksmiðjan geti sett saman 40-60 þúsund pör af karlmannaskóm fyrir fyrirtækið. Allt efni yrði flutt frá Tékkóslóvakíu og skórnir yrðu síðan fluttir héðan á Banda- ríkjamarkað. Fulltrúi frá Exico hefur skoðað aðstæður í Iðunni og prufur af skónum hafa borist frá Tékkóslóvakíu. 1 vor er svo vænt- anleg eitt þúsund para sending og eftir það ætti að vera ljóst hvort hagkvæmt er fyrir Iðunni að taka verkefnið að sér. Iðunn mun vinna þessi þúsund pör á eigin reikning og selja á innanlandsmarkaði. Megum ekki missa þekkinguna „Aðalatriðið er að Iðunn geti geng- ið með sæmilegum hætti og ef nauðsynlegt reynist, ætti ríkið að fremst leggja áherslu á að kenna öðrum félögum sveitarinnar og stefnt væri að því að sveitin yrði sú besta á þessu sviði áður en yfir lyki. Jóhann Möller sagði að ætlunin væri að stórbæta útbúnað sveitar- innar svo meðlimir hennar fengju sem. besta þjálfun. Nefndi hann sem dæmi að búið væri að festa kaup á „gerfisárum" og dúkku, sem ætluð er til öndunaræfinga og fyrir hjartahnoð. „Þeir sem hafa útskrifast úr björgunarskólanum verða með þing hér á Akureyri þann 23. maí, og þar verður m.a. rætt um sam- ræmingu á kennslugögnum og með svona samtökum verður auðveld- ara að fylgjast með nýjungum,“ sagði Jóhann Möller að lokum. Verksmiðjur S.I.S. hlaupa undir bagga, en að sjáif- sögðu er það ekki æskilegt að grípa til slikra ráðstafana,“ sagði Stefán Valgeirsson, alþingismaður um Skóverksmiðjuna Iðunni. Hann minnti á að nú virtist vera veruleg hætta á að landsmenn töp- uðu þeirri þekkingu, sem áunnist hefur um árabil og það bæri að hindra með öllum tiltækum ráðum. „Ef Skóverksmiðjunni Iðunni yrði lokað yrði það okkur til skammar, en málefni fyrirtækisins munu skýrast innan tíðar,“ sagði Stefán. „Stjórnvöld hafa tekið málaleitan Iðunnar vel og nú bætast við þeir samningar sem munu e.t.v. takast við útlendinga um samsetningu á skóm, en það er með öllu ómögu- legt að segja hvernig þeir samn- ingar þróast á þessari stundu.“ >T MT í '~r m (v r dJ] lii /11. Jjj. % Hvernigí ósköpunum? Á forsíðu DAGS kemur fram að Sjöfn er nú að senda frá sér 800 tonn af málningu, en hér er um að ræða hluta af 2000 tonna samningi sem gerður var vlð Sovétmenn. Búlð verður að framleiða upp í samninginn í lok mánaðar- ins. ( forsíðufréttinni segir einnfg að Svarthöfði Vísis hafi > séð ástæðu til að halda því fram að Sjöfn stórtapaði á samningnum; að Sjöfn hefði leitað til annarra málninga- verksmiðja um aðstoð, því fyrírtækið hefði ekki getað framleitt alla málninguna, sem búið var að semja um við Sovétmenn. Svarthöfði held- ur því fram að þeir sem leitað var til, hafi neitað sam- vinnunni, vegna þess hve lágt verð hafi verið í boði. Ekki er til þess vitað að Svarthöfði hafi séð ástæðu til að afla sér réttra upplýsinga, enda mun sannleiksást vera honum ansi fjarlæg. Tilfellið er að hægt er að kaupa hrá- efni á lágu verði sé eftir því leitað og því hægt að gera lægri tilboð en ella. 0 Aðfarameð staðlausa stafi Aðalsteínn Jónsson, fram- kvæmdastjóri Sjafnar, segir í umræddri forsíðufrétt að lok- ið verði við að framleiða 2000 tonnin í lok aprfl; það hafi aldrei verið leitað til annarra aðila um aðstoð, enda hafi þess ekki gerst þörf — Sjöfn hafi til þessa getað staðið hjálparlaust þegar um samn- inga við erlenda aðila hafi verið að ræða. Af hvaða hvöt- um skrifar Svarthöfði? Eflaust ræður hér fyrst og fremst inngróið hatur á samvinnu- hreyfinguna og ást á þeim sem blanda málningu fyrir sunnan og teljast til einka- framtaksins. • Aðgefaí skyn — en segjja ekki neitt f Svarthöfðagreininni er rætt um að sé stöðugt tíðara að fyrirtæki „sem telja sig starfa á félagslegum grunni, séu að gera samninga, sem seinna meir leiða til kvartana og fyr- irbóna um fyrirgreiðslur, sem ætíð eru teknar af skattgreið- endum landsins á endanum" svo vitnað sé orðrétt í þann svarta. Hér gerir Svarthöfði ráð ffyrir því að Sjöfn hafi tap- að á samningum og þurfi innan tíðar að leita á náðir hins opinbera. Tilfellið er að Sjöfn hagnaðist á samningn- um við Sovétmenn, enda er það yfirlýst stefna þeirra Sjafnarmanna að láta öðrum eftir að gera tapsamninga, en sitja sjálfir að hinum.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.