Dagur - 07.04.1981, Blaðsíða 1

Dagur - 07.04.1981, Blaðsíða 1
Það fer hver að verða sfðastur að leika sér f snjó i bæjar- I börn, sem eru ncmendur f Glcrárskóla, undu sfnum hag landinu — svo ört hefur hann tekið upp síðustu daga. Þessi | bærilega f snjónum í síðustu viku. Mvnd: V.A. 64. árgangur Akureyri, þriðjudaginn 7. apríl 1981 29. tölublað KISILMÁLM- VERKSMIÐJA Á REYÐARFIRÐI - TIL AÐ RÉTTLÆTA ÞAÐ AÐ FLJOTSDALS- VIRKJUN VERÐI NÆSTA STÓRVIRKJUN? KEMUR HJALTEYRI TIL GREINA? Grenlvík: Öllum sagt upp í gærmorgun fengu sextíu starfsmenn frystihússins Kald- baks uppsagnarbréf, og taka uppsagnirnar gildi eftir viku. Uppsagnirnar ná til starfs- fólks, sem hefur unnið í tíma- vinnu, en ekki tii verkstjóra og vélstjóra fyrirtækisins. Knútur Karlsson, fram- kvæmdastjóri, sagði í samtali við DAG að þessar uppsagnir væru fyrst og fremst öryggisatriði, en bátarnir tveir, sem hafa aflað fyrir Kaldbak eru nú farnir suður á vertíð. Fyrir nokkrum misserum sáu fjórir dekkbátar um fisk- öflun fyrir frystihúsið, en búið er að selja tvo þeirra frá Grenivík og tveir fóru suður eins og áður sagði. Von er á bátunum, Frosta og Sjöfn, norður á ný þegar vetrar- ( vertíðinni líkur, en þá lenda þeir væntanlega f þorskveiðibanni. Takist ekki að útvega frystihúsinu hráefni til að vinna úr fram að þeim tíma blasir ekkert við nema atvinnuleysi hjá þeim sem byggðu afkomu sína á vinnu hjá Kaldbaki. Knútur sagði að áhersla yrði lögð á að útvega fisk til að vinna og hafa t.d. forráðamenn Ú. A. heitið því að senda umframfisk til Grenivíkur, en ekki er fyrirsjáan- legt að neinn bátur landi stöðugt á Grenivlk næstu vikurnar. Urðu af togaranum „Ég álít að norsku aðiiarnir séu hættir við að selja okkur togar- ann,“ sagði Ólafur Kjartansson, framkvæmdastjóri Jökuls h/f á Raufarhöfn, en það fyrirtæki, ásamt Þórshafnarbúum, hafði í hyggju að kaupa norska togar- ann margnefnda. „Það hefur verið reynt að leita fyrir sér með önnur skip, en það virðist ekki vera um auðugan garð að gresja í þeim efnum," sagði Ólafur og aðspurður hvort ekki mætti reikna með dyggri aðstoð opinberra aðila, ef ráðist yrði í kaup á öðru skipi, sagði Ólafur að hann vildi engu spá um það, og menn skyldu hafa í huga „aðstoð- ina“ í sambandi við kaupin á norska skipinu. „Því skipi töpuðum við fyrst og fremst fyrir vanefndir. Það sagði í samningum að við skyldum yfir- taka skipið í lok síðasta árs og við fengum tilkynningu frá Noregi 11. janúar um að ná í skipið. en frest- urinn rann út í lok janúar. Það er varla hægt að ætlast til að seljendur skipsins skilji svona hluti og þeir voru steinhættir að taka niark á okkur." AUGLYSINGAR OG ÁSKRIFT: 24167 - RITSTJÓRN: 24166 OG 23207 Nú er unnið að frumvarpi um næstu stórvirkjanir og er gert ráð fyrir að það verði lagt fram fyrir páska. í drögum að grein- argerð með frumvarpinu, sem Hjörleifur Guttormsson, iðnað- arráðherra er að láta vinna, kemur fram, að hann telur að fyrst eigi að virkja 1. og 2. áf- anga Fljótsdalsvirkjunar og síð- an komi Blönduvirkjun og því næst Sultartangavirkjun. Kemur þessi ráðgerð ráðherrans ekki á óvart, þar sem mikill þrýst- ingur mun vera meðal kjósenda hans fyrir austan að Fljótsdals- virkjun verði fyrst fyrir valinu. Þar sem Fljótsdalsvirkjun er mjög stór þarf stóran orkukaupanda, þannig að stóriðjufyrirtæki þarf að koma strax í kjölfar virkjunarinnar. Nú hefur ráðherra skipað vinnuhóp um kísilmálmverksmiðju, sem ekki hefur farið hátt, því ekki hefur enn verið tilkynnt um skipan vinnu- hópsins. í honum eru Finnbogi Jónsson, starfsmaður iðnaðarráðu- neytisins, Hörður Jónsson hjá Iðn- tæknistofnun og Jón Steingríms- son, verkfræðingur hjá Járnblend- inu á Grundartanga. Talið er víst áð ráðherra muni leggja fast að staðarvalsnefnd um orkufrekan iðnað, að gera veg Reyðarfjarðar sem mestan, þegar mat verður lagt á það, hvar heppi- legast sé að reisa slíka kísilmálm- verksmiðju, því slík verksmiðja eða einhver álíka iðjurekstur er for- senda þess að réttlætanlegt sé að ráðast fyrst í Fljótsdalsvirkjun. Dagur fékk þær upplýsingar hjá Pétri Stefánssyni, framkvæmda- stjóra staðarvalsnefndarinnar, að gert væri ráð fyrir að grundvallar- upplýsingasöfnun vegna staðarvals fyrir stóriðju lyki í apríl 1983. Fyrsti áfangi þessa starfs er hafinn og hafa milli 60 og 70 bréf verið skrif- uð sveitarstjórnum til að fá upplýs- ingar. Á grundvelli þessara og annarra upplýsinga verður reynt að velja staði sem skara fram úr á ein- hvern hátt og er gert ráð fyrir að fyrsta áfanganum ljúki í sumar. Bréfin voru skrifuð sveitarfélögum með um og yfir 500 íbúa og þeim sem eru innan 20 km frá þeirn. Þannig hefur t.d. Arnarneshreppur (Hjalteyri) fengið slíkt bréf. I öðrum áfanga er gert ráð fyrir mun ítarlegri könnun og á honum að ljúka að 3. áfanga, hag- kvæmnisrannsókn, verði lokið í apríl 1983. Kodak FermingarÁ gjafir í MIKLU ÚRVALl QULLSMIÐIR , SIGTRYGGUR & ' AKUREYRI Alit nefndar um steinullarverk- smiðju andstætt Sauðárkróki? „Ég tel aliar forsendur fyrir arðsemisútreikningum vegna útflutnings á steinull mjög vafa- samar, enda lagði steinullar- nefndin á það áherslu, að það væri annarra að meta hvort þær væru raunhæfar. Þess utan hafa forsendur útreikninganna breyst, sem gerir útflutning enn vafasamari,“ sagði Þorsteinn Þorsteinsson, bæjarstjóri á Sauðárkróki, í viðtali við Dag um álit steinullarnefndar, en hann skilaði séráiiti í nefndinni. „Arðsemisútreikningarnir eru miðaðir við sölu til bresks fyrir- tækis á ákveðnum tegunduri stein- ullar. í bréfi frá fyrirtækinu 9. mars sl. kom hins vegar fram, að það væri tilbúið til að kaupa nánast allar aðrar tegundir en útreikning- arnir eru miðaðir við, þ.e. mjög létta steinull, en það eru tegundir sem alls ekki er talið arðbært að flytja út og því voru þær ekki tekn- ar með í útreikningunum. Þarna hafa forsendur breyst mjög veru- lega. Hins vegar gerðist það ekki fyrr en álit nefndarinnar var nær fullbúið og þessa var því aðeins getið í greinargerðinni, en ekki tekið mið af því í niðurstöðunum. Að öðru leyti eru forsendurnar Steinuilarnefndin sem Iðnaóar- ráðuneytið skipaði til að fjalla um byggingu steinullarverk- smiðju, hagkvæmni hennar og staðsetningu hefur nú skilað áliti. Verður ekki sagt að álitið sé norðanmönnum hagstætt, því nefndin kemst að þeirri niður- stöðu að steinullarframleiðsla til innanlandsnotkunar og til útflutnings geti orðið arðbær og þjóðhagslega hagstæð. Hag- kvæm stærð verksmiðjunnar er talin svara til 14-15 þúsund tonna ársframleiðslu. Éins og kunnugt er hafa aðilar á Sauð- árkróki lagt áherslu á að aðeins vafasamar, þar sem reiknað er með fullum afköstum þessarar stóru verksmiðju næstu 15 árin. Skilyrði fyrir arðsemi hennar eru þau, að sölusamningarséu tryggðiröll þessi ár, en það er ekki hægt, því Norð- urlöndin sækja sífellt fastar á markaðinn í Bretlandi og önnur Evrópulönd auka framleiðslugetu yrði framleitt til innanlands- notkunar og ársframleiðslan yrði 3-5 þúsund lestir. Þá má geta þess, að hafin er söfnun hlutafjár til reksturs stein- ullarverksmiðju í Þorlákshöfn. en í áliti nefndarinnar er lagt til að rík- isstjórnin gefi þeim, sem hún velur til samstarfs, kost á að safna 60% hlutafjár, og fái sá til þess þriggja mánaða frest. Að frestinum liðnum leggi hann fram áætlun um hvernig hann vilji að staðið skuli að rekstri verksmiðjunnar. Reynist þeim sem valinn er til samstarfs ókleift að standa við ofangreind skilyrði gefi ríkisstjórnin hinum aðilanum kost á því sama. Af ofangreindu má sjá sína í stórum stíl. Því gæti farið þannig, að stór verksmiðja yrði reist í Þorlákshöfn. sem gæti fram- leitt mikið meira en á innanlands- markað, og þvi yrði að reka hana í nokkurskonar vertíðarformi, þ.e. aðeins hluta af árinu. Ljóst er að slíkt yrði ekki arðbært," sagði Þor- steinn Þorsteinsson. bæjarstjóri að stuðningsmenn verksmiðju í Þorlákshöfn ættu að geta verið búnir að ná góðu forskoti í hluta- fjársöfnunarkapphlaupinu. þegar ríkisstjórn tekur ákvörðun um staðarval. Gert er ráð fyrir að stofn- kostnaður 14-15 þúsund tonna verksmiðju verði 106,8 milljónir króna, framleiðsluverðmæti 55-60 milljónir á ári miðað við full afköst. starfslið 68 manns og aflþörf 5.5 megawött. Nefndin leggur til að hlutafé í fyrirtækinu verði að lág- marki 30% af stofnkostnaði. ríkis- stjóður leggi fram að hámarki 40% af hlutafé en rekstraraðilar 60 %. eins og áður sagði. Forsendur útflutnings á steinull hafa breyst

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.