Dagur - 07.04.1981, Blaðsíða 4

Dagur - 07.04.1981, Blaðsíða 4
DAGUE Utgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaðamaöur: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Stjórnarskrármálið í stjórnarsáttmála núverandi rík- isstjórnar er gert ráð fyrir því, að á kjörtímabilinu verði gerðar breyt- ingar á stjórnarskrá og kosninga- lögum. Þessar fyrirhuguðu breyt- ingar hafa lengi verið á döfinni og í því sambandi má geta þess, að á flestum aðalfundum miðstjórnar Framsóknarflokksins allt frá 1977 hefur verið ályktað um breytingar á kjördæmaskipan og kosninga- lögum, m.a. að vægi atkvæða milli landshluta verði endurskoðað. Aðalfundur miðstjórnar hefur þannig markað þá stefnu, að Framsóknarflokkurinn taki þátt í að ákveða þá breytingu á stjórn- arskrá og kosningalögum, sem ótvírætt virðist vera framundan. Á aðalfundi miðstjórnar Fram- sóknarflokksins, sem haldinn var um helgina í Reykjavík var sam- þykkt ályktun um stjórnarskrár- málið. Samkvæmt henni felur miðstjórnin þingflokki og fram- kvæmdastjórn að vinna að endur- skoðun stjórnarskrárinnar. í því sambandi leggur miðstjórnin áherslu á eftirfarandi atriði: 1. Miðstjórnin telur fjölgun kjördæma koma til greina. Þó verði í aðalatriðum haidið sömu kjördæmaskipan og verið hefur síðan 1959. 2. Vægi atkvæða verði leiðrétt með hliðsjón af því hlutfalli sem var, þegar núverandi kjördæma- skipan var ákveðin. Þetta verði gert með fjölgun kjördæmakjör- inna þingmanna og breyttum reglum um úthlutun uppbótaþing- sæta. Fjölgun þingmanna verði þó takmörkuð eins og frekast er unnt. 3. Kjördæmakjörnum þing- mönnum verði ekki fækkað í neinu kjördæmi miðað við núver- andi kjördæmaskipan. 4. Kosningar verði gerðar per- sónubundnari en nú er. 5. Kosningaréttur miðist við 18 ára aldur. 6. Alþingi starfi í einni máls- stofu. 7. Sjálfstæði sveitarfélaga verði aukið. Þá er gert ráð fyrir því að mið- stjórnin verði kölluð saman til sérstaks fundar um málið, strax og tillögur liggja fyrir. Eins og áður sagði liggur því sem næst Ijóst fyrir að breytingar verða gerðar á kjördæmaskipan og kosningalögum. Lands- byggðafólk verður að standa saman um það að samhliða aukn- ingu á vægi atkvæða á suðvestur- horni landsins, verði sjálfsagðar kröfur íbúa landsbyggðarinnar um jafnrétti á öðrum sviðum teknar til greina. Náttúrugripasafnið á Akureyri þrítugt Náttúrugripasafnið á Akureyri er 30 ára um þessar mundir. Það er stofnað í apríl 1951, með gjöf Jakobs Karlssonar er lengi var forstjóri Eimskipafélagsskrif- stofunnar á Akureyri. Á þrjátíu ára starfsæfi sinni hefur það þróast úr sýningarsafni upp í al- hliða fræðslu- og rannsókna- stofnun. Safnið minnist afmæl- isins um páskana með kynningu á vísindalegum viðfangsefnum sem mest eru á döfinni. Um þessar mundir eru liðin 30 ár síðan Jakob Karlsson forstjóri á Akureyri (hann stofnaði einnig býlið Lund, sem Lundarhverfi er við kennt) bauð Akureyrarbæ fugla- og eggjasafn sitt að gjöf „með það fyrir augum, að það yrði vísir að almenningsnáttúrugripasafni hér í bænum," eins og segir gjafabréf- inu. Fuglasafn Jakobs var stærsta einkasafn af því tagi sem þá var til í landinu, innihélt um 100 tegundir fugla, þar af nær alla íslenzka varpfugla, og egg þeirra. Enn er það aðalstofninn í sýningarsafni Náttúrugripasafnsins. Annar Ak- ureyringur, Kristján Geirmunds- son, hafði sett upp alla fuglana, en hann hafði þá fengist við fugla- stoppun í um 20 ár og náð ótrúlega mikilli leikni í þeirri iðn. í febrúar 1951 gekkst Dýra- verndunarfélag Akureyrar fyrir sýningu á fuglasafni Jakobs, en þáverandi formaður félagsins var séra Pétur Sigurgeirsson. Var sýn- ingin haldin í Barnaskóla Akureyr- ar, 17. febrúar til 4. marz, og var mjög fjölsótt. Hafði Elísabet systir Kristjáns, málað stórar veggmynd- ir, sem stillt var upp á bak við fugl- ana. Hafa þær fylgt safninu síðan og getur enn að líta nokkrar þeirra í sýningarsalnum. Einnig vann Jón Sigurjónsson trésmiður með þeim systkinum að uppsetningu sýning- arinnar. Á aðalfundi Dýravernd- unarfélagsins 4. marz, var sam- þykkt „að óska þess að Bæjarstjórn Akureyrar tæki til athugunar möguleika á því að koma upp al- mennu náttúrugripasafgni í bæn- I.ftið sýnishorn af munum safnsins. um“ og 5. apríl ritar Jakob Karls- son umrætt gjafabréf, sem var lesið upp á fundi Bæjarráðs þann 12. apríl og samþykkt að veita því móttöku og votta gefandanum þakkir. Má segja að þar með hafi Safnið verið komið á fót, þótt ekki væri það opnað almenningi fyrr en 3. ágúst 1952, en þá hafði því verið komið fyrir í smekklegum hirzlum sem Jón Sigurjónsson hafði smíð- að, 1 húsakynnum Slökkvistöðvar- innar (Skrifstofuhúsi bæjarins við Geislagötu). Myndir Elísabetar voru þá settar á veggina yfir skáp- unum og mynduðu þar eins konar panorama-mynd. Að tillögu Jakobs Karlssonar var Kristján Geirmundsson ráðinn umsjónar- maður safnsins og gegndi hann því starfi til þess er hann fluttist til Reykjavíkur um 1960. í árslok 1955 var Safnið flutt í neðstu hæð húss- ins við Hafnarstræti 81a og 1959 upp á 4. hæð í sama húsi. Árið 1975 var sýningarsafnið svo enn flutt niður, en Safnið hefur nú báðar hæðirnar til umráða, og er 4. hæðin notuð fyrir geymslur og vinnustof- ur. Núverandi safnvörður er Helgi Hallgrímsson. Safnið er eign Ak- ureyrarbæjar og rekið af honum með smávegis ríkisstyrk. Safnið hefur sérstaka stjórn og eigin fjár- hag. Núverandi formaður safn- stjórnar er Hafn Kjartansson, menntaskólakennari. Starfsemi Safnsins Framan af var Náttúrugripa- safnið á Akureyri aðeins sýningar- safn, eins og flest söfn hafa reyndar verið, en með tímanum hefur það þróast upp í nokkuð fjölþætta fræðslu- og rannsóknastofnun. Fræðsluhlutverkið rækir það sem fyrr einkum með föstum sýningum í sýningarsalnum, sem er opinn al- menningi á sunnudögum yfir vet- Aldarafmæli Guðrúnar Guðnadóttur frá Villinganesi Sunnudaginn 29. mars s.l. var þess minnst í Kristneshæli, að þann dag átti Guðrún Guðnadóttir, sem þar hefur dvalist allmörgsíðustu ár, öld að baki. Allmargir úr hinum stóra hópi ættliðs og vandamanna Guðrúnar voru þarna saman komnir í tilefni dagsins. Var safnast saman umhverfis af- mælisbarnið í borðstofu hælisins og höfð þar helgistund. Sóknar- prestur Grundarþinga, sr. Bjartmar Kristjánsson á Laugalandi flutti hugleiðingu og kór Grundarkirkju söng. Áður en messan hófst ávarp- aði sr. Bjartmar afmælisbarnið með einkar hlýjum og vel völdum orð- um og flutti því, svo og ættliði þess og vinum góðar óskir og kveðjur. Á þeirri stundu voru hugir samstilltir og skópust virk áhrif. Að lokinni þessari athöfn fóru fram kaffiveit- ingar. Blóm og fleiri gjafir bárust Guðrúnu og bænum og blessunar- óskum var um hana vafið. Heil öld er mikið álag á eina manneskju, og heilsufari hinnar aldurhnignu konu er nú þannig háttað, að þetta mun að öllum líkindum ekki hafa náð til hennar nema að mjög takmörkuðu leyti. Margt er nú fyrir henni í móðu hulið. En öðru hverju rofar til í hugarhéiminum og birtu bregður fyrir, og vel er nú við hæfi að biðja þess, að þær mörgu góðu óskir, sem Guðrúnu hafa borist við aldarskil á æfileið, megni að gefa, að geislar hnígandi sólar verði auðugir að mildri birtu. Guðrún Guðnadóttir er fædd 29. mars 1881. Foreldrar hennar, Guðni Guðnason Vilhjálmssonar hins draumspaka að Hellum í Blönduhlíð, og kona hans, Ingiríð- ur Eiríksdóttir bjuggu í Villinganesi í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði. Faðir Guðrúnar andaðist árið, sem hún fæddist, og ólst hún upp hjá móður sinni, en var þó einnig nokkuð á vegum eístu systur sinn- ar. Einn vetur var Guðrún við nám í Kvennaskólanum í Ytri-Ey. Á þeim tíma þótti slíkt nokkurt með- læti og menntun góð. Þann 18. okt. 1903 giftist Guðrún Brynjólfi Eiríkssyni frá Skatastöðum í Aust- urdal, mjög vel gefnum manni og búfræðingi að mennt. Bjuggu þau um tíma í Breiðargerði, en voru síðan á ýmsum stöðum í Lýtings- staðahreppi, ýmist búandi eða í húsmennsku. Munu þetta hafa verið erfið ár fyrir margra hluta sakir. Brynjólfur stundaði barna- kennslu í Lýtingsstaða- og Akra- hreppum. Mun það starf hafa tekið mjög upp tíma hans, en ekki að sama skapi gefið mikið 1 aðra hönd. Laun kennara á þeirri tíð voru engin umtalsverð fjárfúlga. Þá munu hinir tíðu flutningar á milli staða, sem þau Guðrún og Brynjólfur urðu að standa í, síður en svo hafa verið til þess fallnir að styrkja efnahaginn. Auk þess áttu þau fyrir börnum að sjá, og þá voru fæðingarorlof og barnalífeyrir óþekkt fyrirbæri. Árið 1914 fluttust þau hjónin að Gilsbakka og dvöld- ust þar um sinn. En 1931 brugðu þau á það ráð að hverfa til Eyja- fjarðar. Urðu Stokkahlaðir í Hrafnagilshreppi samastaður Brynjólfs næstu árin og stundaði hann kennslustörf í Saurbæjar- Hrafnagils- og Öngulsstðahrepp- um. Guðrún réðist til i starf^ í Kristneshæli. Var hún þar sauma- kona í allmörg ár og átti þar heim- ili. Síðar fluttist hún ásamt manni sínum til Akureyrar og ídvöldust þau á heimili dóttur sinnar, Guð- ríðar, að Brekkugötu 31. Eftir and- lát Brynjólfs var Guðrún þar á- fram, uns hún árið 1965 fór á Kristneshæli, þar sem hún hefur dvalist samfellt síðan og notið góðrar hjúkrunar. Síðustu árin hefur hún verið rúmföst að mestu. 4•DAGUR Jakob Karlsson. urinn en daglega yfir hásumarið, og sérsýningum (myndasýningum) um afmörkuð efni, sem eru til sýnis stuttan tíma í einu, stundum tengd erindaflutningi og skuggamynda- sýningum. Húsnæðisskortur hefur mjög háð þessum hluta starfsins. Einnig má nefna skoðunarferðir og útgáfu tímaritsins Týli, sem Safnið stendur að í félagi við Prentverk Odds Björnssonar. Hinn fræðilegi þáttur eða rannsóknastarfsemin hefur farið vaxandi á síðustu árum, ef til vill nokkuð á kostnað fræðslunnar. Þar er fyrst og fremst um að ræða söfnun náttúrugripa í vísindalegum tilgangi, rannsókn þeirra og varð- veizlu. Rannsóknasöfnin eru geymd á 4. hæð safnhússins. Þar eru jurtasöfnin lagstærst, með um 50 þúsund eintökum og innihalda þau þörunga, mosa, sveppi og fléttur, auk blómjurta og byrkn- inga. Af dýrasöfnum eru skordýra- safnið og skeldýrasafnið merkust, en auk þess er til töluvert safn annara sjódýra, og svo fuglasafnið sem fyrr var getið. Danskur maður, Pétur Holm, búsettur í Reykjavík, hefur gefið Safninu stórgjafir m.a. mikið skeldýrasafn. Rannsókna- söfnin eru ætluð til rannsókna og að jafnaði ekki opin almenningi. Þá hefur Safnið stundað skipulegar rannsóknir eða könnun á vissum þáttum náttúrunnar eða vissum en við bærilega líðan. Minni sínu og umhugsun um lífið hélt Guðrún lengi mjög vel og sinnisrósemin hefur ekki brugðist henni til þessa. Hér skulu nefnd börn þeirra Guðrúnar og Brynjólfs. Þau eru: Jón Dísmundur, f. 31. maí 1904, lausam. og bóndi síðar iðnverka- maður. d. 26. ágúst 1970. Eiríkur Gísli f. 3. ágúst 1905, ráðsmaður á Kristneshæli 1927-1977. Guðríður Guðný Ingiríður f. 1907, dáin sama ár. Barði Guðmundur f. 19. des. 1909, málarameistari, d. 26. ágúst 1970. Guðríður f. 15. mars 1911, húsfreyja Akureyri, nú við störf á Vífilsstaðaspítala. Ingvar Guðni f. 8. mars 1914, menntaskólakennari, d. 28.jan. 1979. Guðborg Jórunn, f. 11. júlí 1918, skrifstofum. Heilsu- hælinu Hveragerði. Eins og sjá má af því, sem hér er skráð eru fjögur af þessum sjö syst- kinum horfin af jarðlífssviði. Bræðurnir Jón og Barði voru sam- an á ferðalagi, er þeir létust af slys- förum. Þeirri sorgarfregn tók hin aldurhnigna móðir af einstöku æðruleysi. Eins var þegar yngsti sonurinn Ingvar hneig að foldu. Hún átti næga lífsreynslu til að vera minnug þeirrar staðreyndar — að, „sem næturís, sem veðrabrigði á vori/svo valt er lífið hér í hverju spori,“ og næga hófstillingu lundar til að taka slíku þannig, að það leiddi til þroska, en yrði ekki að beiskjublandinni æðru. Alla stund mun Guðrún hafa fundið til með Kristján Geirmundsson. landssvæðum, oftast með sérstök- um styrkjum frá öðrum aðilum, eða beinlínis fyrir aðrar stofnanir. Má þar nefna t.d. mengunar- rannsóknir í innanverðum Eyja- firði, náttúruverndarkönnun á Blönduheiðum o. fl. Þess er enn að geta að Náttúrugripasafnið hefur komið sér upp bókasafni um nátt- úrufræðileg efni, með um 5 þús. bindum. Þangað koma að staðaldri um 150 tímarit og seríur, aðallega grasafræðirit. Flest tímaritin eru fengin í skiptum fyrir rit sem Safnið gefur út sjálft, svo sem grasafræði- tímaritið Acta botanica islandica og Fjölrit Safnsins. Loks má nefna allmikið safn af ljósmyndum og heimildasöfn ýmiss konar. í tilefni af þrítugsafmælinu, efnir Náttúrugripasafnið til kynningar á starfsemi sinni núna í Páskavik- unni, þ.e. dagana 12.-16. apríl. Þessa daga verður „opið hús“ í Safninu kl. 2-5 og fyrirlestrar um margvísleg efni verða aðjafnaði kl. 5-7, og verða þar einnig sýndar lit- skuggamyndir. Sérstök sýning á veggspjöldum um umhverfi Akur- eyrar verður uppi í sýningarsalnum þessa daga, auk hinna föstu sýn- inga. Þeir sem hafa áhuga geta fengið að hnísast í rannsóknasöfnin með leiðsögn starfsmanna Safns- ins, eða skoða smáverur í rann- sóknatækjum o. s.frv. þeim, sem minna máttu sín í lífinu og áttu dvöl í svölum skugga ein- hverra orsaka vegna. Mun hún hafa talið gott hlutskipti hvers, sem megnaði að verða slíkum að liði. Hún hefur verið rík af velvilja til samferðafólksins, yfirleitt og ógleymin á gjörða greiða, — vin- föst og ættrækin. Afkomendahópur Guðrúnar er orðinn stór og hefur vakið henni gleði og óþrotlega umhugsun. Og frá þessum hópi og þeim, sem eru í tengslum við hann hefur líka mikil hlýja til hennar streymt og borið henni birtu á kveldi æfinnar. Margt hlýtur sá að hafa reynt, sem á heila öld að baki sér. Hann hefur reynt að „örstutt er bil milli bílðu og éls: og brugðist getur lánið frá niorgni til kvelds“/ að „lengi skal manninn reyna,“ og að „lífið er mislynt á margt.“ En hann hefur líka orðið vitni að mörgum góðum hlutum og glöðum geislum, sem fylgt hafa löngum degi. Og „gott á hver sál, sem guð veitir frið,“ sá, sem við sólarlag getur rétt hörðum og misvitrum heimi sáttarhendi. Ég óska Guðrúnu Guðnadóttur til hamingju með að hafa á sinni aldarlöngu göngu um lífsins veg, numið þann lærdóm, sem mun gjöra henni þetta auðvelt og ég bið henni og öllum hennar blessunar guðs. Jórunn Ólafsdóttir, frá Sörlastööum. STJÖRNUHLAUP F.R.I. Á laugardaginn gekkst frjáls- íþróttaráð Akureyrar fyrir víða- vangshlaupi og var hlaupið um götur bæjarins. Hlaupið var liður í Stjörnu- keppni FRÍ, en mikil áhersla hefur f vetur verið lögð á lengri hlaupin, og margar keppnir verið haldnar víðsvegar um landið. Keppt er í þriggja manna sveit- um, karla- og kvennaflokki. Sveit ÍR vann í karlaflokki og fékk til varðveislu bikar sem gefinn var af Stefáni Jónssyni bóksala. I kvennaflokki sigraði sveit KA og fékk bikar gefinn af gullsmíðastofunni Skart. Úrslit urðu þessi: Karlaflokkur: 1. Mikko Háme ÍR 16.35 2. Ágúst Ásgeirsson ÍR 17,02 3. Gunnar Páll Jóakimsson ÍR 17,06 Kvennaflokkur: 1. Laufey Kristjánsdóttir HSÞ 9.36 2. Valdís Hallgrímsdóttir KA 10.50 3. Linda B. Ólafsdóttir FH 11.35 Unglingaflokkur: 1. Viggó Þórarinsson FH 4.24 2. Magnús Stefánsson UMSE 4.36 3. Árni Árnason UMSE 4.37 Stórleikur 12. ágúst UMSJÓN: Ólafur Ásgeirsson Kristján G. Arngrímsson Manchester City til Akureyrar! Það er nú ákveðið að enska fyrstu defldar liðið Manchester Clty leiki hér á Akureyrarvelli miðvikudaginn 12. ágúst við fyrstu deildar lið Þórs. Það er KSI og Þór sem standa að þessu myndarlega framtakl að fá þetta heimsfræga lið hingað, en búast má við að mlklll f jöldl knattspyrnuáhuga- manna vilji sjá þessa snillinga hér á Akureyrarvelli. Iþróttasíðan mun skýra nánar frá þessarl heimsókn síðar í vor. eeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeee Kcppcndur f skfðamóti öldunga. Öldungar í alpagreinum Um helgina stóð Skíðaráð Akureyrar fyrir keppni í svigi og stórsvigi fyrir 35 ára og eldri. Keppt var í flokki 35-40 ára og 40 ára og eldri, karla og í kvennaflokki 35 ára og eldri. Keppendur komu frá nokkrum stöðum af landinu, en þeir flestir gerðu garðinn frægan fyrir 10 til 20 árum. Mikil leikgleði ríkti í þessari keppni, eða hinn sanni ólym- píuandi, að vera með, en margir af þessum keppendum hafa keppt fyrir íslands hönd á Ólympíuleikjum. Úrslit í keppninni urðu þessi. Arthur keppir fyrir Akureyri Bogi Pétursson faðir lyftinga- kappans Arthurs Bogasonar hafði samband við íþróttasíðuna og óskaði eftir að koma eftir- farandi á framfæri. „í Vísi voru fréttir af syni mínum sem m.a. gáfu í skyn að hann myndi ekki keppa fyrir Akureyri, LRA eða Þór framar. Ég setti mig strax í samband við Arthur eftir að ég sá þessa frétt, og viðurkenndi hann þá að sér hefði verið heitt i hamsi (Framhald á bls. 7). Stórsvig kvenna. 1. Karolína Guðmundsdóttir Ak. 77.97 2. Björg Finnbogadóttir Ak. 78.49 Stórsvig karla 40 ára og eldri. 1. Jóhann Vilbergsson R. 9.7.79 2. Svanberg Þórðarson Ak. 103,51 3. Þorlákur Sigurðsson Ak. 106.10 4. Bragi Hjartarson Ak. 114.10 Stórsvig 35-40 ára 1. Hafsteinn Sigurðsson í 95.42 2. Árni Sigurðsson í 101,92 3. Samúel Gústafsson í 102.66 4. Haukur Björnsson R. 103.33 5. Reynir Brynjólfsson Ak. 104.44 Svig kvenna 1. Björg Finnbogadóttir Ak. 86.64 2. Karolína Guðmundsdóttir Ak. 97.02 3. Kolbrún Geirsdóttir Ak. 135.35 Svig karla 40 ára og eldri. 1. Jóhann Vilbergsson R. 59.97 2. Þorlákur Sigurðsson Ak. 64.74 3. Bragi Hjartarson Ak. 70.45 Svig karla 35-40 ára. 1. Hafsteinn Sigurðsson í. 56.27 2. Samúel Gústafsson í. 58.97 3. Árni Sigurðsson í. 60.36 4. Magnús Ingólfsson Ak. 60.36 Björg Finnbogadóttir var ald- ursforseti öldungamótsins sem haldið var í Hlfðarfjalli. Hún er 53ja ára og hefur ekki keppt í íþróttum í um það bil fjórðung aldar en hún var á yngri árum liðtækur íþróttamaður. Það ætti að vera öðrum frúm hvatning að sjá Björgu svona eldhressa í Hlíðarf jalli, og vonandi fer þeim fjölgandi jafnöidrum hennar sem sækja Hlfðarfjall. Mynd: Ó.Á. DAGUR.5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.