Dagur - 07.04.1981, Blaðsíða 8
BREMSUBORÐAR
OG KLOSSAR
í FLESTAR TEGUNDIR BIFREIÐA
mmmmmmmmm
Framkvæmdir
hófust í gær
í gær hófust framkvæmdir við
vegagerð að væntanlegri brú yfir
Eyjafjarðará við Hrafnagil.
Byrjað verður að austanverðu á
veginum frá ánni að Laugalandi.
en áður þarf þó að gera slóð frá
vegarstæðinu að Munkaþverá, þar
sem efni verður tekið að einhverju
leyti, auk þess sem gert er ráð fyrir
að taka efni í Eyjafjarðaránni.
Eins og áður hefur komið fram
miðast þessi vegagerð og brúar-
gerðin í sumar aðeins að því að
koma hitaveitunni yfir ána. Til að
byrja með verður ein ámokstursvél,
fjórir vörubílar og ein til tvær ýtur
notaðar við verkið.
Vatnavextir eru nú í Eyjafjarð-
ará, sem gætu valdið einhverjum
erfiðleikum til að byrja með.
Sameiginleg bílageymsla
á Litla-Árskógssandi
Hrísey 6. apríl
Fyrr í vetur stofnuðu átján menn
félag í Hrísey, en tilgangur
Eftirlegu-
kindur
Grenivík 3. apríl
I gær fundu menn fimm kindur
útigengnar. Úti á Kjálkanesi
fundust tvær ær og lambhrútur,
en úr Keflavík komu tvö lömb.
Kindurnar voru allar sæmilega á
sig komnar þrátt fyrir haröan
vetur.
Það var Sveinn Jóhannesson,
fjallskilastjóri, frá Hóli sem fór
við fjórða mann í trillu Stefáns
Stefánssonar, frá Sólgörðum og
leitaði með þessum árangri.
Grétar Guðmundsson, Akur-
bakka, á ærnar og hrútinn sem
fundust á Kjálkanesi, en Hösk-
uldur Guðlaugsson, Réttar-
holti, á lömbin, sem fundust í
Keflavík.
— Fréttaritari.
félagsins er sá að reisa bíla-
geymslu fyrir Hríseyinga á
Litla-Árskógssandi.
Búið er að festa kaup á stál-
grindahúsi, sem tekur 20 bíla. Ætl-
unin er að reisa húsið í sumar ef lóð
fæst undir það, en tæplega mun
standa á henni. Á Sandinum eru til
nokkrir skúrar, sem hýsa bíla eyj-
arskeggja, en margir bílar verða að
standa úti og hafa menn orðið fyrir
stórtjóni af völdum særoks. Aldrei
kemur fyrir að bílarnir séu
skemmdir af mannavöldum. —
— Fréttaritari.
Myndin var tekin þegar tveir tankanna voru fluttir út i Krossanes sl. fimmtudag.
Hráefnistankar í Krossanes
Vargfugl missir spón úr aski sínum
Nú er verið að koma fyrir þrem-
ur stórum hráefnistönkum við
Krossanessverksmiðjuna, sem
einkum eru ætlaðir undir fiskúr-
gang úr frystihúsinu.
Tankarnir taka um 100 tonn
hver, en þeir voru smíðaðir í vél-
Vegir í nágrenni Akureyrar
í gær fóru starfsmenn Vegagerðar-
innar austur í Fnjóskadal og gerðu
þar við smávægilegar vega-
skemmdir og eins var gert við veg-
inn fyrir neðan Spónsgerði og
Möðruvelli. Engar þungatakmark-
anir hafa enn verið settar á vegi á
Norðurlandi, en ef góða veðrið
verður áfram líður vart á löngu þar
til tilkynningar um takmarkanir
fara að hljóma I útvarpi. Að sögn
Bjarna Sigurðssonar, vegaeftirlits-
manns hjá Vegagerð ríkisins, er
vegurinn um Svalbarðseyri einnig
farinn að skemmast.
Svipaður afli og í fyrra
Hríscy 6. apríl
Veðurfar hefur verið óvenju
slæmt að undanförnu og snjór
svo mikill að menn telja að þetta
sé með þvi mesta sem hefur
komið. Snjóþyngslin hafa t.d.
valdið okkur miklum erfiðleik-
um í sambandi við skreiðarverk-
unina, en hjallarnir hafa farið í
kaf og kostnaður við að moka þá
upp og lagfæra er talsverður.
Afli kominn á land er svipaður
og uiji sama leyti I fyrra þrátt fyrir
miklar ógæftir og slæma tíð. Hjá
Fiskvinnslustöð K.E.A. er búið að
taka á móti 1026.660 kg., sem er
heldur minna en á sama tíma í
fyrra. Þess ber að geta að nú eru 3
sjálfstæðir verkendur, þannig að
þegar þeirra afli er kominn til
viðbótar kemur í ljós að heildarafl-
inn er svipaður.
Nýlega var haldinn árshátíð
Steingrímur endurkjörinn
Á miðstjórnarfundi Fram-
sóknarflokksins, sem haldinn
var í Reykjavík um síðustu
helgi var Steingrímur Her-
mannsson endurkjörinn for-
maður flokksins.
Aðrir embættismenn flokks-
ins voru einnig endurkjörnír en
þeir eru Tómas Árnason, ritari,
og Guðmundur G. Þórarinsson,
gjaldkeri. Varaformaður var
kjörinn Halldór Ásgrímsson,
Ragnheiður Sveinbjömsdóttir,
vararitari, og Haukur Ingi-
bergsson, varagjaldkeri.
Steingrfmur Hermannsson.
smiðjunum Odda og Atla. Þeim
hefur verið valinn staður rétt sunn-
an við verksmiðjuna, en til þessa
hefur fiskúrgangurinn legið á
planinu og fætt ótaldar kynslóðir
svartbaks og annarra vargfugla,
eins og verið hefur víðast hvar
annars staðar við fiskiðjuver lands-
manna. Af þessum sökum hefur
vargfugli fjölgað mjög mikið á
undanförnum árum og varpbænd-
ur verið hvað duglegastir við að
benda á, að þessar uppeldisstöðvar
við fiskiðjuverin væru til mikils
tjóns.
Þetta framtak Krossanessverk-
smiðjunnar verður væntanlega til
þess að vargfuglinn missir spón úr
aski sínum.
skólans, sem tókst mjög vel. Til
nýmæla má telja að sýnd var kvik-
mynd, sem elsti bekkur grunnskól-
ans gerði í samráði við skólastjór-
ann. Myndin fjallaði um líf krakk-
anna í þorpinu. Við myndina var
flutt frumsamin tónlist eftir
tónlistarkennarann, Harald Braga-
son.
Á laugardag voru hér á ferðinni
nemendur úr Tónskóla Sigursveins
G. Kristinssonar. Nemendurnir
sungu fyrir fólk í félagsheimilinu
Sæbörg og var listafólkinu vel tek-
ið. Um næstu helgi verður árshátíð
kaupfélagsins og verður hún með
hefðbundnu sniði.
Deildarfundur í Hríseyjardeild
K.E.A. var haldinn á laugardaginn
fyrir viku. Þar voru sýndar teikn-
ingar af væntanlegri viðbyggingu
við frystihúsið. Fyrirhugað er að
reisa 2ja hæða viðbyggingu, en í
henni verður starfsmannaaðstaða á
efri hæð, en fiskmóttaka og hrá-
efniskælir á þeirri neðri. Ekki er
endanlega ákveðið hvenær verður
ráðist í framkvæmdir, en unnið er
að teikningum. Fram til þessa hef-
ur aðstaða fyrir starfsfólk í húsinu
verið mjög slæm •— hinsvegar er
frystihúsið gott að öðru leyti.
— Fréttaritari.
# Pollar
og bílar
„Ég er með efni handa þér í
Smátt og stórt,“ sagði send-
illinn á DEGI og sagði farlr
sínar ekki sléttar. Hann hafði
verið á gangi þegar bíll kom
aðvífandi og einmitt þegar
hann ók fram hjá sendlinum
varð á vegi hans stór pollur
og því gusaðist yfir sendilinn,
sem átti sér einskis llls von.
En ungi maðurfnn var tilbú-
inn að fyrirgefa og bað þess
einungis að bílstjórar gættu
þess, þegar þeir ækju fram
hjá gangandi vegfarendum,
að ausa ekki yfir þá úr
drullupollum.
£ 230 sinnum
hærra síma-
gjald
Nokkuð hefur verið fjallað um
mismunun sem á sér stað
milli höfuðborgarbúa og
landsbyggðafólks varðandi
símagjöld. Skrefagjaldið
svokallaða á að leiðrétta
þennan mun og væntanlega
verður ekki hætt fyrr en fullu
jafnrétti er náð og jafn hátt
gjald verði fyrir jafn langt
símtal, hvaðan og hvert sem
hringt er. Hér er lítið dæmi
um óréttlætið:
Tveir kaupmenn þurfa að
gera jafn stóra vörupöntun
hjá sama heildasalanum í
Reykjavík. Annar kaupmað-
urinn hefur sína verslun við
Laugaveg í Reykjavík, en
hinn er á Akureyri. Það tekur
háiftíma hjá báðum aðilum
að panta vörurnar.
Kaupmaðurinn í Reykjavík
greiðir samkvæmt núgild-
andi taxta með söluskatti 43
aura fyrir þetta hálftíma sím-
tal, en kaupmaðurinn á Akur-
eyri grelðir 97 kr og 50 aura,
eða tæplega 230 sinnum
hærrl upphæð fyrir jafn langt
símtal. Skyldi þessi mismun-
ur að síðustu koma niður á
neytendum vörunnar? Ekki
ósennllegt.
• Efra-Breið-
holt og
Hjalteyri
Annað dæmi getum við tekið,
þar sem vegalengdin er álíka.
Sjúklingur í Efra-Breiðholti í
Reykjavík greiðir 43 aura fyrir
10 mínútna samtal við heim-
ilislækni sinn yst á Seltjarn-
arnesi á sama tíma og ibúi á
Hjalteyri, sem er að vísu ör-
lítið lengra, greiðir 10 sinnum
hærra verð fyrir sams konar
símtal við heimilislækni sinn
á Akureyri. Dæmfð gæti
einnig snúist um Húsavík-
Kópasker eða Raufarhöfn-
Þórshöfn.
Hrafnagilsbrúin: