Dagur - 07.04.1981, Blaðsíða 7

Dagur - 07.04.1981, Blaðsíða 7
Halló! Síðastliöin sunnudag tók einhver ný ACR skíði í misgripum úr rútunni, þegar hún stoppaði við Kaupang. Skíðin eru rauð, blá og hvít, 1,30 m á lengd. Sá sem tók skíðin skyldi eftir gömul skíöi af sömu gerð og lengd. Foreldrar barna sem komu með rút- unni kl. 5 á sunnudag eru beðnir um að athuga skíði barna sinna, ef þau skyldu hafa tekið skíðin í misgrip- um. Upplýsingar í síma 25723 í kvöld og á morgun og fyrir hádegi á fimmtudag. Leiðrétting I grein Jórunnar Ólafsdóttur um afmælistónleika Áskels Jónsson- ar voru nokkrar villur og þó einkum tvær, sem leiðrétta þarf. Textinn á að vera þannig: Eftir samstarfið í öll þessi ár, hljóta taugar tryggðanna að vera orðnar mjög traustar, brugðnar af hin- um bestu þáttum.... (ekki heimsins bestu þáttum eins og fram kom í greininni). Síðari málsgreinin á að vera þannig: Megi þessi síungi sönglistarmað- ur eiga sem lengst viljastyrk og eldlegan áhuga.... (ekki andleg- an áhuga). Sölu- og skipti- markaður Félag frímerkjasafnara á Akur- eyri efnir til sölu- og skipti- markaöar i Aiþýðuhúsinu laug- ardaginn 11. apríl kl. 14-17. Á þessum markaði verða til sölu og eða skipta, frímerki, mynt, jóla- merki, prjónmerki og seðlar svo eitthvað sé nefnt. Markaðurinn er öllum opinn. Félagið hefur áður efnt til upp- boða á slíkum vörum en gerir nú tilraun með breytt fyrirkomulag í annað sinn. Markaðurinn í fyrra tókst mjög vel. Vafalaust geta margir gert góð kaup til uppfyllingar í söfn sín. Arthur keppir fyrir Akureyri (Framhald af bls. 5). þegar blaðamaður Vísis talaði við hann. Vísir hefði ofgert þessa frétt og að sjálfsögðu sagðist hann mundu keppa áfram fyrir Ak- ureyri eins og hann væri vanur. Hann hefur nú dvalið í Banda- ríkjunum síðan í nóvember s.l. og æft af miklu kappi, og munu þessar æfingar líklega skila sér í mun betri árangri í framtíðinni. Hann hyggst fara á Evrópu- mótið í kraftlyftingum sem verður á Ítalíu í vor og einnig á heimsmeistaramótið sem verð- ur í Calkutta á Indlandi í sumar. Á páskadag keppir hann á stóru móti í Bandaríkjunum og þar ætlar hann að reyna að setja nýtt Evrópumet í réttstöðulyftu, en á æfingum undanfarið hefur hann lyft mun þyngri lóðum en núgildandi Evrópumet er. Þá ætlar hann einnig að keppa í tvöfaldri réttstöðulyftu ásamt öðrum Bandaríkjamanni og ætla þeir að reyna við heimsmet í þeirri grein.“ Nauðungar- uppboð Eftirtaldar steypubifreiðar, af gerðinni Henzel, verða eftir kröfu Ásmundar S. Jóhannssonar hdl., Benedikts Ólafssonar hdl., Ólafs B. Árnasonar hdl., Gjaldheimtunnar í Reykjavík og innheimtumanns ríkissjóðs, seldar á nauðungaruppboði laugardag- inn 11. apríl n.k. kl. 15.30 við Malar- og steypu- stöðina h.f., í landi Flúða á Akureyri: A-5053, A-5054, A-5055, A-5057, A-5058, A-5061, A-5062 og A-5065. Einnig verður seld Payloder vélskófla, International Hc 70, skráningarnúmer Ad 1170. Bæjarfógetinn á Akureyri, 6. apríl 1981. A l/T IDCVD A DD /ETO 1 mJBi * d4rC»l% .......................... íbúð til sölu Til sölu er íbúðin Hjallalundur 9 C. íbúðin er fjögurra herbergja á 2. hæð í fjölbýlishúsi, byggðu á vegum stjórnar verkamannabústaða, og selst hún á matsverði, miðað við gildandi bygg- ingavísitölu. Umsóknareyðublöð fást afhent á bæjarskrifstof- unni, Geislagötu 9. 'Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 23. apríl n.k., Akureyri, 2. apríl 1981. Bæjarstjóri. Hestaunnendur Námskeið í hestamennsku verður haldið á vegum félagsins fyrir börn og unglinga 16 ára og yngri. Einnig fullorðinsflokkur fyrir byrjendur og sér kvöldflokkur fyrir konur. Námskeiðin hefjast 13. apríl n.k. Leiðbeinandi verður Kolbrún Kristjánsdóttir. Upplýsingar og innritun í síma 63160 milli kl. 17 og 19 í kvöld og næstu kvöld. Hestamannafélagið Léttir. Ath.: Rock kynning Judas Priest Trust Loverboy Doc Holliday Russ Ballard Þeir sem kaupa: 1 plötu fá 10% afsl. 2 plötur fá 15% afsl. 3 plötur eða fl. fá 20% afsl. Eigum líka til plötur með: Dr. Hook Beatles Ballads Adam and the aints o. fl. 38 special Lausar stöður Tveir skrifstofumenn óskast til sérstakra tíma- bundinna starfa. Vélritunarkunnátta nauðsynleg. Laun eru samkvæmt launakerfi ríkisstarfsmanna. Umsóknir um störfin sendist undirrituðum. Bæjarfógetinn á Akureyri, 6. april 1981. Vanar saumakonur óskast allan daginn og frá kl. 13-17. Upplýsingar hjá starfsmannastjóra, sími 21900 (20). X yÆ Iðnaðardeild Sambandsins. AVI IDCVDáDD JETD t Hitaveita Akureyrar auglýsir laus tii umsóknar eftirtalin störf: Raftækni (rafmagnsiðnfræðing) til starfa við uppsetningu og tengingar á stjórn- og viðvörunar- búnaði virkjunar- og dreifikerfis. Pípulagningamann til flokksstjórastarfa við innanhússkerfi. Upplýsingar um störfin veitir tæknifulltrúi. Laun samkvæmt kjarasamningi STAK. Umsóknum skal skilað í síðasta lagi 21. apríl n.k. til skrifstofu Hitaveitu Akureyrar, Hafnarstræti 88b. Hitaveita Akureyrar. DAGUR.7 NYTT - NYTT - NYTT Gluggatjaldaefni. Hvítir ERGEE sokkar og leistar Ný kjólasending, mikið úrval.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.