Dagur - 07.05.1981, Blaðsíða 1

Dagur - 07.05.1981, Blaðsíða 1
Fermingar-i gjafir í MIKLU ÚRVAU GULLSM»IR v SIGTRYGGUR ft 1 AKUREYRI 64. árgangur Akureyri, fimmtudagur 7. maí 1981 ■■■■■■■■ 36. tölublað ammmmmmmn Slippstöðin h.f.: Smíða togara fyrir Þingeyri „Með samþykkt Þingeyrartog- arans og ýmsum viðgerðarverk- efnum hefur útlitið gjörbreyst til batnaðar og nú verður ekki annað sagt, en við séum vel tryggir með verkefni allt þetta ár,“ sagði Stefán Reykjalín, stjórnarformaður Slippstöðvar- innar h.f. í viðtali við Dag, en í fyrradag var samþykkt f Fisk- veiðasjóði að veita lán til bygg- ingar togara fyrir Þingeyringa og verður skipið smíðað í Slipp- stöðinni. Stefán sagði að ástandið hafi verið orðið mjög slæmt og til marks um það hefði verið búið að segja upp allri yfirvinnu í stöðinni og tók sú uppsögn gildi síðasta mánudag. Nú verður farið að vinna af fullum krafti á nýjan leik. „Þetta var mjög hörð barátta að fá þessa smíði samþykkta í kerfinu, enda nánast bannorð að tala um nýjan togara. Ég tel raunar krafta- verk að fá þetta í gegn, en við fengum góðan stuðning ýmissa mætra manna,“ sagði Stefán ennfremur. Togarinn sem smíðaður verður fyrir Þingeyringa er sams konar og Kolbeinsey þeirra Húsvíkinga. Skipið verður að vísu aðeins lengra, en að öðru leyti er um sömu hönn- un að ræða, þannig að hægt verður að hefjast handa við smíðina strax. Formaður Alþýðusambands Norðurlands: BLIKUR Á LOFTI „Vissulega eru ýmsar blikur á lofti í atvinnumálum Akureyr- inga. Ég get tekið sem dæmi að yfirvinnu hefur verið svo gott sem hætt í Slippstöðinni, en sem betur fer heyrast fréttir um að stöðinni hafi verið tryggð verk- efni, sem endast i nokkurn tíma. Ef tekin verður ákvörðun um að auka framkvæmdahraða við ný- byggingu sjúkrahússins, hafist handa af fullum krafti við verk- menntaskóia og ráðist í viðbót- arbyggingu fyrir Póst og síma tel ég að þá muni verkefni í byggingariðnaði og fleiri at- vinnugreinum — tengdum þeim iðnaði — verða borgið enn um sinn,“ sagði Hákon Hákonar- son formaður Alþýðusambands Norðurlands í samtali við Dag er hann var spurður um horf- urnar í atvinnumálum Akureyr- ar. Hákon minnti á að örlög skóverksmiðjunnar Iðunnar væru enn óráðin, en þar er í húfi atvinna 50 til 100 manns. Hann vildi í því sambandi benda á að líklegt er að fjárfesting á hvern starfsmann — svo rekstur Iðunnar geti gengið eðlilega — væri ekki nema brot af því fé sem þyrfti að verja á hvern starfsmann í nýiðnaði. „Atvinnuástand ætti að geta verið viðunandi í þeim atvinnu- greinum sem ég ræddi um í upp- hafi, ef ákvarðanir verða teknar um að veita til þeirra verulegu fjár- magni í framkvæmdir. Engu að síður er það alveg ljóst að hefjast verður handa nú þegar um mótun atvinnustefnu fyrir Akureyri og Eyjafjarðarsvæðið. Þessi atvinnu- stefna verður að tryggja íbúðum byggðarlaganna við Eyjafjörð næga atvinnu næstu árin,“ sagði Hákon að lokum. Það gerist æ algengara að bæjarbúar kaupi sér bát og stundi sjóróðra f frístundum eða sem aðalatvinnu. Þeir og aðrir eru vfst sammála um að aðstöðu smábátacigcnda verði að stórbæta næstu árin. Mynd: H.Sv. HITAVEITAN: FARNIR AÐLOKA „Það er rétt að við höfum átt í erfiðleikum með að fá greidda hitaveitureikninga. Því erum við með mjög róttækar aðgerðir í gangi þessa dagana — þ.e. við lokum hjá þeim sem hafa ekki greitt sínar skuldir,“ sagði Ingi Þór Jóhannsson, skrifstofu- stjóri Hitaveitu Akureyrar En er lokað án viðvarana? Nei. Ingi Þór sagði að lólk hefði verið aðvarað hvað eftir annað og ef menn lofuðu að greiða væri venjan að gefa 2ja eða 3ja daga greiðslu- frest til viðbótar. Ingi Þór vildi ekki staðfesta að þess væru dæmi að fólk skuldaði allt upp í eitt ár, en sagði að skuldahali sumra væri orðinn æði langur. „Við höfum e.t.v. verið of linir í innheimtuað- gerðum,“ sagði Ingi Þór. Það kom fram í samtalinu við Inga Þór að útistandandi skuldir Hitaveitu Akureyrar nema mjög hárri upphæð og hann tók það fram að það skipti fyrirtækið mjög miklu máli að fá inn sem mest á næstu dögum, því greiðslustaða Hitaveitu Akureyrar væri með erf- iðara móti. Skuldunautar Hitaveitunnar geta greitt reikningana í bönkum, sparisjóðum og á pósthúsinu, en þeir sem hafa týnt reikningunum verða að fara á bæjarskrifstofurnar við Geislagötu. Gera úttekt á atvinnumálum í bænum: Spurningar sendar til 300 atvinnurekenda Tveir starfsmenn Akureyrarbæjar, þeir Haukur Sigurðsson og Úlfar Hauksson, hafa fengið það verkefni að gera úttekt á atvinnumálum í bænum. Þeir hafa sent um 300 at- vinnurekendum spurningalista og beðið er um svör fyrir 11. mai. Dagur festir kaup á húsi — auglýst eftir starfsmönnum á skrif- stofu og í prentsmiöju Samningar hafa verið gerðir milli Útgáfufélags Dags og eigenda Strandgötu 31, þar sem Smjörlikisgerð Akureyrar var til húsa, um makaskipti á þeirri eign og Tryggvabraut 12, þar sem Dagur er nú. Stefnt er að því að flytja skrif- stofur blaðsins í hið nýja húsnæði fyrir haustið, þegar lokið verður innréttingum á því. Frá miðjum maí og til þess tíma verða skrif- stofur blaðsins í Hafnarstræti 90, þar sem Dagur var áður en hann flutti að Tryggvabraut. Strandgata 31, Frá og með áramótum er ætl- unin að hefja rekstur prentsmiðju í húsinu við Strandgötu, sem er samtals rösklega 600 fermetrar að gólfflatarmáli. Verður prentvél Dags flutt þangað úr POB og keypt nauðsynleg viðbótartæki. Þessar fjárfestingar tengjast fyrirhugaðri útgáfuaukningu blaðsins og af sömu ástæðu hefur verið ráðinn nýr blaðamaður, sem tekur til starfa í sumar. Hann heitir Gylfi Kristjánsson og kem- ur af Vísi. Þá er í blaðinu í dag auglýst eftir fjórum starfsmönn- um í prentsmiðjuna og auglýs- ingasljóra. Einnig er í ráði að við blaðið muni starfa sérstakur dreifingarstjóri. Ástæðan fyrir því að þeir Haukur og Úlfar gera þessa könnun er ákvörð- un bæjarstjórnar þann 11. apríl sl. þar sem samþykkt var tillaga um að gerð yrði úttekt á atvinnumálum i bænum, með það í huga að fá gleggri mynd af stöðu og þróun at- vinnu f bænum og safna sem bestum upplýsingum um atvinnuástand til þess að auðvelda ákvarðanatöku varðandi stefnumótun í atvinnu- uppbyggingu- Atvinnurekendur eru m.a. beðn- ir um upplýsingar um það hvenær atvinnureksturinn hófst, eða hætti, hvort fyrirtækið sé í eigin húsnæði, spurt er um rekstrarform, helstu viðfangsefni, um starfsmanna- fjölda I. apríl s.l. og hvort fjöldi starfsmanna sé breytilegur. Spurt er um framtíðaráfrom, s.s. samdrátt eða fækkun starfsmanna og síðasta spumingin er sú hvort einhverjar umtalsverðar breytingar hafi orðið á stærð eða starfsemi fyrirtækisins á s.l. 2 árum. Sé svo er viðkomandi beðinn um að gera grein fyrir því í hverju þær eru fólgnar. Haukur sagði að það væri mjög mikilvægt fyrir Akureyrarbæ að fá sem flest svör, enda lægi það í aug- um uppi að öðru vísi næði könn- unin ekki tilætluðum árangri. Breyttur opnunartími Með sumarkomunni breytist opnunartími Amtsbókasafnsins að venju. Verður safnið þá lokað á laugardögum. Síðastliðið sumar var reynd sú nýbreytni að hafa safnið opið á miðvikudögum til kl. 21. Gafst sú tilraun svo vel, að ákveðið er að hafa sama hátpnn á í sumar. „Verkfallið" gerir víðreist Leikfélag Akureyrar hefur af- ráðið að fara í leikferð með „Við gerum verkfall“. Leikritið hefur nú verið sýnt 9 sinnum á Akur- eyri við góðar undirtektir og verða næstu sýningar í kvöld, á föstudagskvöld og sunnudags- kvöld. í næstu viku verður svo farið í leikferð um Norðurland vestra og fyrsta sýning verður í Bifröst á mánudagskvöld. Á þriðjudags- kvöld verður sýnt í Nýja Bíói á Siglufirði og á Hofsósi á miðviku- dagskvöldið. Fyrirhugað er að fara í sýningarferð um Norðaustur- landið síðar. OG ÁSKRIFT: 24167 - RITSTJÓRN: 24166 OG 23207

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.