Dagur - 07.05.1981, Blaðsíða 6

Dagur - 07.05.1981, Blaðsíða 6
Bridge- fréttir Nú stendur yfir hjá Bridgefélagi Akureyrar minningarmót um Halldór Helgason. Þetta er sveita- keppni með Bard-o-max fyrir- komulagi. Alls spila 14 sveitir og er búið að spila 9 umferðir af 13. Röð efstu sveita er þessi: stig 1. Sv. Páls Pálssonar ........ 147 2. sv. Magnúsar Aðalbjörnss. . 141 3. sv. Gissurar Jónassonar .. 137 4. sv. Ferðaskrifst. Akureyrar 132 5. sv. Alfreðs Pálssonar..... 128 6. sv. Stefáns Vilhjálmssonar 124 Síðasta lota verður spiluð nk. þriðjudagskvöld 12. maí kl. 8 að Félagsborg. Frá fundinum i gær. Mynd: á.þ. Rösklega 21 milljön lítra »Leggjum öryrkjum lið“ í tilefni af alþjóðaári fatlaðra og kjörorði J.C. hreyfingarinnar á Is- landi „Leggjum öryrkjum lið“ þá mun J.C. Akureyri gangast fyrir sýningu á tómstundavinnu fatlaðra á Akureyri og víðar. Sýningin mun verða dagana 28.-31. maí 1981 í húsi Sjálfsbjargar við Bugðusíðu l. Við hvetjum ykkur öll til að vera með í þessari sýningu og koma eða leita upplýsinga í síma 21557 hjá Sjálfsbjörg milli kl. I og 5 fyrir föstudaginn 22. maí. — Minningargreín ... Héðan frá Akureyri fóru þrjú pör á íslandsmótið í tvímenning sem spilað var í Reykjavík I-3. maí. Af 64 pörum komust 24 í úrslit meðal þeirra voru Magnús Aðalbjörnsson og Gunnlaugur Guðmundsson, Jón Stefánsson og Hörður Stein- bergsson. og í 25. sæti voru Ævar Karlesson og Soffía Guðmunds- dóttir. Þetta er frábær árangur hjá okk- ar fólki. því þarna voru allir sterk- ustu spilamenn á Reykjavíkur- svæðinu saman komnir og margir þeirra komust ekki í lokabaráttuna. Nýja bíó sýnir í kvöld kl. 9 og næstu kvöld myndina Matargat með Dom DeLuise í aðalhlutverki. Allir eiga við eitthvað að stríða, sem þeir geta ekki ráðið við til lengdar. Hvað Dominik DiNapoli áhrærir, er matur og matarlyst hans mikla böl. Hann er ekkert ofboðslega feitur, en hann hefur óskaplega góða lyst, og getur eiginlega ekki að sér gert, þegar góður matur er ann- ars vegar þá verður hann að eta og eta og eta. Hann er það, sem menn kalla stundum með kaldhæðni — matargat. Borgarbíó sýnir í kvöld og næstu kvöld íslensku myndina Púnktur púnktur komma strik er sýnd hefur verið undanfarið við mikla aðsókn í bíóinu, en sýningum fer nú að ljúka. Aðalfundur Mjólkursamlags K.E.A. var haldinn í gær. f rekstursreikningi sem lagður var fram á fundinum kom fram að innlögð mjólk á sl. ári var rösk- lega 21 milljón lítra, sem er 10,19% minna en 1979. Meðal- fita mjólkurinnar var 4.086%, í Tónleikar á laugardag Douglas Cummings — sellóleikari og Philip Jenkins — píanóleikari, eru á tónleikaferð um landið í byrjun maí. Þeir leika á vegum Tónlistarfélags Akureyrar í Borgarbíói n.k. laugardag 9. maí og hefjast tónleikarnir kl. 17. Tónleikarnir á laugardaginn eru aukatónleikar, en þeir sem hafa verið félagar í vetur fá aðgöngu- miða á niðursettu verði við innganginn, og eiga allir félagar að hafa fengið fréttabréf þar að lút- andi. Listamennirnir leika einnig á tónleikum í Reykjavík, Njarðvík og á ísafirði í þessari ferð. Á efnisskrá þeirra verða sónötur eftir Beet- hoven, Britten, Debussy og Shostakovitch. Douglas Gummings hefur hlotið margsháttar viðurkenningu, sem sellóleikari og er í hópi fremstu sellóleikara Bretlands. Tvær listakonur leika í Borgarbíói Næstkomandi sunnudag 10. maí leikur Guðrún Þórarinsdóttir á lágfiðlu með pianóleikaranum Paula Parker á tónleikum i Borgarbíói, og hefjast tónleik- arnir kl. 15 (ath. 3 e.h.) Guðrún hefur á undanförnum árum stundað nám við Tónlistarskól- Sýning í Rauða húsinu Laugardaginn 9. maí kl. 15.00 mun Guðjón Ketilsson opna sýningu á eigin verkum í Rauða húsinu. Guðjón stundaði nám í Myndlista- og Handiðaskóla íslands auk þess sem hann dvaldi erlendis um hríð. Hann hefur tekið þátt í og haldið margar sýningar vlðsvegar um landið. Engin boðskort verða send út en allir eru velkomnir og hvattir til að líta inn í Rauða húsið. Sýningin mun standa til 17. maí ogeropin frá 15-21 alla daga. ann á Akureyri, og lauk á s.l. voru 8. stigsprófi á lágfiðlu með mjög góðum vitnisburði, jafn- framt lauk hún stúdentsprófi á tónlistarkjörsviði við Mennta- skólann á Akureyri. Guðrún hefur stundað fram- haldsnám við Tónlistarskólann á Akureyri á þessum vetri, jafnhliða kennslu í fiðluleik við skólann. Guðrún er nú á förum frá Akureyri til framhaldsnáms, og verða þetta því kveðjutónleikar hennar að loknu árangursríku námi og starfi í bænum. Paula Parker, starfar sem píanó. kennari við Tónlistarskólann á Akureyri, og hefur á þessum vetri bæði haldið einleikstónleika, og einnig tónleika með Oliver Kentish sellókennara við sama skóla. Á efnisskrá þeirra verður: Elegy op. 44 eftir Glasunov, sólósvíta nr. 1 í G-dúr eftir Bach, Adagio eftir Kodaly og sónata í f-moll eftir Johannes Brahms. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Guðrún og Paula heimsækja einnig Tónlistarskólann í Reykja- vík og leika sömu efnisskrá fyrir nemendur og kennara þar. 1. flokk fór 97,38%, í 2. flokk 1,52% og í 3. flokk 1,10%. Að þessu sinni hefur mjólkin flokk- ast betur en árið á undan. Að sögn Magnúsar G. Gautb- sonar, fulltrúa hjá K.E.A. tókst ekki að greiða grundvallarverð að þessu sinni — nánar tiltekið vantar kr. 31 eyrir á hvern lítra, eða rúmar 6,7 milljónir. Ástæðurnar sagði Magnús að væru margar, en sú I.O.O.F. 2 — 163588'/! — 9=0 Kvenfélag Akureyrarkirkju heldur aðalfund sinn 1 kirkju- kapellunni sunnudaginn 7. maí kl. 15.00. Nýir félagar vel- komnir. Stjórnin. Kvenfélagið Baldursbrá heldur fund í Glerárskóla sunnudag- inn 10. maí kl. 2.00 e.h. Kristín Sigfúsdóttir húsmæðrakennari, kemur á fundinn. Stjórnin. helst að samlaginu hefði borist minni mjólk frá framleiðendum. Einnig eru til miklar birgðir og fjármagnskostnaður er mikill þar sem nýlokið er við byggingu stöðvarinnar. Það sem á vantar grundvallarverðið verður reynt að fá úr verðjöfnunarsjóði og verða væntanlegar greiðslur færðar í reikninga samlagsmanna þegar þær berast. (Framhald af bls. 5). Kristjánsson, þó af litlum efnum sé, verður eigi gengið svo um garð að ekki sé minnst þess eðlisþáttar, sem einkenndi hann öðru meir og vinir og vandamenn nutu oft í ríkum mæli, en það var hin mikla hjálp- semi hans og greiðvikni við alla sem hann umgekkst. Þá var ekki tvístigið og velt vöngum, fremur en venjulega. Málin voru afgreidd með snöggum og öruggum ákvörð- unum. Skipti þá engu um kostnað og fyrirhöfn. Þessara góðu eigin- leika hans naut systursonur minn Jón Friðriksson svo sköpum skipti í lífi hans. Hann kom fyrst sem barn til sumardvalar að Hellu, en þau sumur urðu mörg. Og þegar Jó- hannes hætti búskap fékk hann Nonna vist hjá bróður sínum Snorra. Síðar þegar Nonni á ung- lingsárum missti móður sína tók Jóhannes hann alfarið undir sinn verndarvæng og skildi ekki við hann fyr en hann var útskrifaður járnsmiður frá Vélsmiðjunni Odda. Það má því segja að þau Ingunn hafi gengið Jóni í foreldrastað og systkinin litið hann sem bróður. Því er þetta nefnt að vel lýsir hugarþeli og mannkostum Jóhannesar og ber heimili hans gott vitni, því samtaka voru þau Ingunn í þessu sem öðru. Ég læt hér lokið fátæklegum orðum um fjölhæfan mann. Við fjölskyldan þökkum þessum mági mínum samfylgdina á liðnum ár- um, þökkum hjartahlýju hans og hjálpsemi, sem aldrei þraut. Síðast á liðnu sumri stóð okkur hús þeirra hjóna opið ásamt þremur erlendum gestum okkar. Hver, sem þekkti Jóhannes Reykjalín Kristjánsson veit og finnur nú þegar hann er allur, að opið stendur skarð, sem ekki verð- ur fyllt og er því stærra, sem sam- skiptin við hinn látna voru nánari. Við færum eftirlifandi konu, börnum og fjölskyldum þeirra samúð okkar djúpa og innilega og biðjum þeim Guðsblessunar. fíergsleinn Jónsson. Móðir okkar HREFNA GUÐMUNDSDÓTTIR frá Þúfnavöllum, verður jarðsett n.k. laugardag 9. maí. Minningarathöfn verður í Akureyrarkirkju kl. 10.30 en jarösett verður frá Bakkakirkju öxnadal kl. 14.00. Bilferð verður frá Ráðhústorgi kl. 13.15. Berghlldur Bernharðsdóttir, Stelngrímur Bernharðsson. Þakka af hellum hug samúð og góða hjálp, mér veitta viö andlát og jarðarför fósturmóður minnar HELGU PÉTURSDÓTTUR, frá Bergl. Guð blessi ykkuröll. Guðrún Þ. Hörgdal. Dansleikur Félag harmonikkuunnenda við Eyjafjörð heldur dansleik fyrir félagsmenn og gesti þeirra í Alþýðu- húsinu laugardaginn 9. maí. Miðasala frá kl. 19-20 og við innganginn. Húsió opnað kl. 21.00. Skemmtinefndin UIR AÐALFUNDUR ÚTGERÐARFÉLAGS AKUREYRINGA HF. verður haldinn á kaffistofu frystihúss félagsins mánudaginn 18. maí n.k. kl. 20.30. Dagskrá samkvæmt félagslögum. STJÓRNIN. Ibúð óskast Óskum eftir að taka á leigu fyrir væntanlegan starfsmann fjögurra herbergja íbúð eða stærri. Einbýlishús og raðhús koma til greina. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Uþþlýsingar í síma 24167 á skrifstofutíma. Blaðið Dagur Tryggvabraut 12, Akureyri. 6.DAGUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.