Dagur - 07.05.1981, Blaðsíða 5

Dagur - 07.05.1981, Blaðsíða 5
msoR Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsfmar: 24166 og 23207 Sfmi auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaðamaöur: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JOHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Kaupmátturinn og atvinnuástandið í nýútkomnu riti Þjóðhagsstofnunar, „Úr þjóðarbúskapnum," þar sem rætt er um framvindu efnahagsmálanna á síðasta ári og horfurnar á þessu ári, er að finna athyglisverða hluti, sem ótvírætt benda til þess að ríkisstjórnin sé á réttri leið og að niðurtaininga- stefnan geti borið þann ávöxt, sem til var ætlast og án þess að leggja þungar byrðar á almenning í landinu. Samkvæmt því sem fram kemur í riti Þjóðhagsstofnunar er verðbólgan í rénun og kaupmáttur ráðstöfunar- tekna minnkar ekki og virðist heldur ætla að aukast á þessu ári frá því í fyrra. Það er einkar athyglisvert, að þrátt fyrir óhagstæð ytri skilyrði skuli hafa reynst unnt að viðhalda kaupmætti ráðstöfunarteknanna. Þjóðhags- stofnun telur að þótt spáð sé 16-17% lakari viðskiptakjörum í utanríkis- verslun á þessu ári heldur en var árið 1978, þá verði kaupmáttur teknanna ekki nema 1,5% lakari. Þetta sýnir glögglega, að reynt hefur verið af fremsta megni að láta hvorki þá erf- iðleika sem við er að etja í verð- bólgumálum innanlands, né lakari viðskiptakjör, koma niður á alþýðu. Þetta gerist þrátt fyrir það, að í raun réttri ættu lakari viðskiptakjör að sjálfsögðu að bitna á öllum lands- mönnum, einstaklingum, sem félög- um og fyrirtækjum. Það skal ekkí dregið í efa, að at- vinnurekstur landsmanna eigi við nokkra erfiðleika að etja um sinn, en það er fróðlegt að sjá hvaða skýringar Þjóðhagsstofnun gefur á erfiðu at- vinnuástandi, sem margir telja að megi rekja að verulegu leyti til erfið- leika í rekstri fyrirtækjanna. í riti stofnunarinnar segir að erfitt tíðarfar og veiðitakmarkanir hafi valdið sam- drætti í atvinnu upp á síðkastið, eink- um hjá iðnaðarmönnum og fisk- vinnslufólki. Hvað fiskvinnsiu áhræri sé mest um tímabundna erfiðleika að ræða, en jafnframt megi nefna að aukning á saltfisk- og skreiðarvinnslu á kostnað frystingar hafi í för með sér nokkurn samdrátt í fiskvinnslu. Þá segir, að þótt atvinnuástand í byggingariðnaði sé að jafnaði fremur siakt á þessum árstíma, virðist at- vinnuleysistölur gefa til kynna að at- vinnuhorfur séu óvenju ótryggar í þessari grein. Þetta stafi m.a. af fyrir- sjáaniegum verkefnaskorti og sam- drætti framkvæmda á ákveðnum stöðum, t.d. á Akureyri, sem komi í kjölfar afar mikillar byggingarstarf- semi undanfarin ár. Það sem kemur atvinnurekstrinum best um þessar mundir er að draga úr verðbólguhækkunum sem frekast er kostur. Þegar þetta er haft í huga er grátbroslegt að heyra gengdarlausar ásakanir sumra atvinnurekstrarfor- kólfa á þá ríkisstjórn sem djarflegast hefur gengið fram f að draga úr verð- bólguþróuninni. Kveðjuorð Jóhannes Kristjánsson forstjóri F. 8. mars 1926 — D. 29. apríl 1981 tln memorian í dag, fimmtudaginn 7. maí 1981, er til moldar borinn Jóhannes Kristjánsson, forstjóri Vélsmiðjunn- ar Odda á Akureyri. Hann andaðist hér í bœ þann 29. apríl s.l. eftir ör- skamma sjúkdómslegu, en hafði reyndar ekki gengið heill til skógar nokkra hríð. Hann fœddist 8. mars 1926 og var því aðeins 55 ára að aldri, þegar hann lést. Foreldrar Jóhannesar voru þau Kristján E. Kristjánsson hreppsljóri og bóndi á Hellu á Árskógsströnd og kona hans Sigurbjörg Jóhannesdóttir og er Jóhannes þvi afkomandi þekkts dugnaðar- og atorkufólks við utan- verðan Eyjafjörð. Það var örugglega mikið gceftt- spor i lífi Jóhannesar Kristjánsson- ar, þegar hann þann 1. október 1950 kvœntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Ingunni Kristjánsdóttur, Kristjáns Jóhannessonar hreppstjóra á Dalvík og konu hans Önnu A rngrimsdóttur. ÉR. sem þessar línur rita, átti þess kost að kynnast þeim Jóhannesi og Ingunni í leik og starfi og var einkar ánœgjulegt að finna þá gagnkvœmu ást, hlýju og vináttu, sem rikti milli þeirra hjónanna. Þau áttu sér smekklegt og hlýlegt heimili að Kringlumýri 22 hér i bœ og var þar gjarnan gestkvœmt, því vinsœldir þeirra Itjóna hafa verið miklar. Börn þeirra eru 4, Anna gift dr. Stefáni Sigurðssyni, Kristján giftur Helgu Jóhannsdóttur, Hrönn gift Pétri Guðmundssyni og Jóhannes nemi i Samvinnuskólanum. Auk þess átti langa hrið athvarf hjá þeim sent sonur vœri Jón Friðriksson plötu- smiður, sem nú er búsettur í Noregi. Öll eru börnin Itin mannvcenlegustu Minning Miðvikudaginn 29. apríl s.l. and- aðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri vinur okkar Jóhannes Kristjánsson frá Hellu á Árskógs- strönd, forstjóri Vélsm. Odda h.f., Akureyri. Það er ætíð erfitt að fá skilið, þegar menn á besta aldri eru kallaðir á brott úr þessum heimi og seint verður hægt að fá svar við slíku. En þótt eigi þýði að deila við hinn æðsta dómara, þá er oft á tíð- um erfitt að sætta sig við hans dóma. Það fór þó ekki fram hjá neinum sem til þekkti, að Jóhannes gekk ekki heill til skógar á síðustu mán- uðum, en fáa grunaði að hönd dauðans væri svo skammt undan. Við sem áttum þess kost að fá að kynnast Jóhannesi megum vera þakklát fyrir þau góðu og einlægu kynni. Eftir lifir minningin um góðan dreng og félaga, sem við munum geyma með okkur uns yfir lýkur. og hafa sýnt dugnað í námi og störf- um. Jóhannes stundaði nám að Laug- arvatni og við Samvinnuskólann á árttnum frá 1944 til 1947. Eftir að þau hjónin höfðu stundað bútskap á Hellu á ártiniim frá 1951 til 1960 hóf Jóhannes störf hjá Kaupfélagi Eyfirðinga þann 1. september 1960 og þá sem útibússtjóri í Hrisey. Þau Itjónin fluttust til Akureyrar í árs- byrjun 1966 og tók Jóhannes við starfi skrifstofustjóra Vélsmiðjunnar Odda þann 22. febrúar það ár. Þann 30. desember 1966 var hann síðan ráðinn forstjóri Vélsmiðjunnar Odda, en því starfi gengdi hann með miklum ágcetum til dauðadags. Vél- smiðjan Oddi hafði, eins og fleiri vélsmiðjur, átt við vissa rekstursörð- ugleika að stríða og fjárhagur fyrir- tœkisins var ekki svo traustur, sem Það mun hafa verið fyrir um 15 árum síðan að kynni okkar hófust fyrir alvöru, er við fimm félagar fórum að hittast vikulega og spila saman heima hjá hveröðrum. Þessi félagsskapur hefur haldist óslitið síðan og sá háttur hafður á ár hvert að spila meðan „r“ væri í mánað- arheitinu. Til þess að krydda spila- mennskuna var ákveðið að leggja fyrir smáfjárhæð hverju sinni er spilað var og skyldi sú fjárhæð renna í ferðasjóð. Sumarið 1976 var sjóðurinn orð- inn það öflugur að ráðist var í sól- arlandaferð til Spánar ásamt eigin- konum. Ferð þessi tókst í alla staði með ágætum, enda var hópurinn sérstaklega samhentur eftir ára- langan félagsskap. Voru allir á einu máli um að fara aðra slíka ferð síðar og var þegar hafið að leggja drög að henni. En þessi fyrirhugaða ferð með okkar ágæta félaga og vini verður eigi farin í þessu lífi, en við erum þess fullviss að hitta hann síðar á hinni eilífu sólarströnd. Þessi fátæklegu orð sem hér eru skrifuð eiga ekki að vera neitt ævi- ágrip, heldur til að draga fram einn af þeim fjölmörgu þáttum, sem líf okkar er spunnið úr og í þessu til- felli gefið svo margt í gegnum tíð- ina. Að lokum viljum vér þakka þér Jóhannes fyrir allar þær yndislegu samverustundir, sem við höfum átt með ykkur hjónunum, bæði á heimili ykkar, ferðalögum og ann- arsstaðar, þar sem við höfum átt þess kost að skemmta okkur saman. œskilegt þótti. Með miklum dugnaði og einstakri lagni, ásamt traustri fjármálastjórn, tókst Jóhannesi í góðu samstarfi við stjórn fyrirtœkis- ins og starfsmenn að leiða það til vaxandi gengis og aukinna umsvifa. Vélsmiðjan Oddi er þannig i dag stórt og traust fyrirtceki með fjöl- breytta þjónustu ogframleiðslu, sem seld er bceði innanlands og á erlend- um mörkuðum. Með störfum sínum hefur Jóhannes áunnið sér virðingu og vináttu samstarfsmanna sinna og þakklceti og virðingu eigenda fyrir- tœkisins, sem ég vil leggja áherslu á við þetta tœkifceri. Við, sem hylltum Jóhannes Kristjánsson á 55 ára afmœli hans, þegar Vélsmiðjan Oddi hélt árshátið sína fyrir 2 mánuðum, áttum þess síst von að hann yrði horfinn yfir móðuna miklu eftir svo skamma hríð. Hann var þá glaðastur í glöð- um hópi, lét hvergi á sjá að hann ekki gengi heill til skógar. Skjótt hefur sól brugðið sumri að hann skuli nú allur, en ekki tjóir að deila við dóm- arann og enginn má sköpum renna. Við, sem eftir lifum hérna megin móðunnar miklu, getum aðeins hugsað til gengins vinar og hugleitt rök tilverunnar, jafnframt því sem við hugsum til fjölskyldu Jóhannes- ar, sem svo skyndilega hefur fengið sorgina i heimsókn. Aðeins tíminn og traust á Guði getur linað þá sorg og ég vil biðja frú Ingunni og fjöl- skyldunni allri Guðs blessunar ttm leið og ég sendi þeim mínar dýpstu samúðarkveðjur. Við vottum þér Ingunn, börnun- um og öllum ástvinum dýpstu samúð í þungbærri sorg og biðjum algóðan Guð að vernda ykkur og styrkja. Blessuð sé minning hins hjálp- sama og ógleymanlega vinar. Leikfélag Akureyrar sýnir nú síð- ara verkefni sitt á þessu Ieikári, „Við gerum verkfall“, sem er gam- anleikur eftir Duncan Greenwood í þýðingu Torfeyjar Steinsdóttur og leikstjórn Svanhildar Jóhannes- dóttur. Verkið er ekki dæmigert fyrir þá farsa sem mesta lukku virðast gera meðal íslenskra leikhússgesta, því það er blessunarlegalaust við mis- skilning á misskilning ofan með tilheyrandi ruglingslegum sögu- þræði. Þetta gerir leikritið betra en flesta þá gamanleiki eða farsa sem ég hef séð og má þetta að verulegu leyti þakka leikstjóra og leikurum, sem styttu verkið verulega og einfölduðu, auk þess sem bætt var um sums staðar. Einkum er áber- Hann Jói á Hellu er dáinn.íHvílík voðafregn okkur öllum vinum hans og skyldmennum. Jóhannes Reykjalín Kristjánsson var fæddur 8. mars 1926 að Hdllu á Árskógsströnd í Eyjafirði. Foreldr- ar hans voru Kristján E. Krjstjáns- son og Sigurbjörg Jóhannésdóttir búendur á Hellu. „Snemma beygist krókurinn til þess, sem verða vill“ segir máltæk- ið. Jóhannes var strax á bamsaldri fljótur að tileinka sér það, sem gott heimili og sveitasamfélag hafði upp á að bjóða, sem í þessu tilfelli var hreint ekki svo lítið, en foreldr- ar hans voru bæði vel greind og í besta lagi upplýst á þeirra tíma vísu. Heimanmundur slíkra barna er ærinn, enda naut Jóhannes þess í ríkum mæli, ásamt og/með góðum gáfum þegar hann kom í skóla, en hann lauk prófi frá Héraðsskólan- um á Laugarvatni og Samvinnu- skólanum í Rvík. TT3 Minning Þegar æðri máttarvöld gera sínar ráðstafanir verða mannanna börn að beygja sig fyrir hinum mikla mætti. En það er stundum erfitt að skilja og sætta sig við þegar snögglega og að okkur finnst allt of snemma er tekinn frá okkur góður vinur. Ég minnist hans sem hins lífs- glaða manns, alltaf hressilegur með græskulaust glens á vörum. Hans sem brá við snarlega ef til hans var leitað, boðinn og búinn til að að- stoða og hjálpa. Hann var úrræða- góður og alltaf skjótur til ákvarð- ana og fylgdi þeim eftir. Ég minnist hans sem sérlega góðs frænda sem alltaf sýndi manni áhuga og lét sig varða málefni fjölskyldunnar, hvort heldur það var á alvöru eða gleðistundu. Sérstaklega er minn- isstætt hvernig hann á einstæðan hátt brást við þegar alvarlegt slys henti nákominn ættingja fyrir fáum árum. Þá kom fram hans mikla trú á æðri mátt, og það skeði raun- verulegt kraftaverk. Jóhannes var fæddur á Hellu á Árskógsströnd sonur hjónanna andi ýmiss konar látbragð til fyllingar textanum og það eru e.t.v. þessi atriði sem gera stykkið veru- lega fyndið í meðförum L.A. Það er sem sagt fyrst og fremst leikstjóra og leikurum að þakka að sýningin er skemmtilg, auk þess sem búningar, leikmunir og leikmynd undirstrika skemmtilegheitin. Karlmennirnir klæðast eingöngu bláleitum fötum í ýmsum tilbrigð- um og konurnar rauðum og bleik- um, enda er þarna ekki verið að fela hlutverkaskipti karla og kvenna, heldur eru þau undirstrik- uð með þessu litavali, sbr. nýfæddir drengir klæðast ljósbláu og stúlkur bleiku, eins og tíðkaðist a.m.k. til skamms tíma. Húsmóðirin á heim- ilinu, sem er að vakna til vitundar Jóhannes, sem var yngstur fjög- urra systkina, vann eins og þau á búi foreldra sinna öll uppvaxtarár- in, þar til hann tók við jörðinni er foreldrar hans hættu búskap, en móðir hans Sigurbjörg missti heils- una nokkuð fyrir aldur fram og andaðist litlu síðar. Jóhannes var þá kvæntur eftir- lifandi konu sinni Ingunni Kristjánsdóttur frá Dalvík. Á Hellu hófu þau lífsbaráttuna sameigin- lega fyrir u.þ.b. þrem tugum ára, með þeim góða árangri, sem allir kunnugir mega bera vitni. Er ekki að efa að þau stigu bæði gæfuspor er þau ákváðu að axla birgðar lífs- ins sameiginlega, svo einhuga sem þau sýndust jafnan vera um flesta hluti. Jóhannesi Kristjánssyni léku flest störf í hendi og var búskapur þar ekki undanskilinn. En sú at- vinnugrein krefst mikilla vinnu- fórna ekki síst hjá einyrkjanum. Sigurbjargar Jóhannesdóttur og Kristjáns E. Kristjánssonar bónda og hreppstjóra. Hann kvæntist Ingunni Kristjánsdóttur frá Dalvík árið 1950 og tóku þau við búi á Hellu. Þau eignuðust 4 börn: Anna Sigurbjörg f. 1951 Kristján Eldjárn f. 1954, Hrönn f. 1958 og Jóhannes Márf. 1962. Árið 1960 fluttist hann með fjöl- skyldu sína til Hríseyjar þar sem hann starfaði sem útibússtjóri fyrir Kaupfélag Eyfirðinga til ársins 1965. Þá flytja þau til Akureyrar þar sem hann tók við forstjórastarfi fyrir Vélsmiðjuna Odda h/f. Hvarvetna bera störf hans vitni um hans mikla dugnað, skerpu og óvenjumiklu framsýni. Það er mikill missir fyrir fyrir- tækið að njóta ekki lengur starfs- krafta atorkumannsins. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég kæran frænda, hann er horfinn yfir móðuna miklu og kannar nú ókunna landið. Ég treysti því að sá er sendir okkur í þetta undarlega ferðalag leiði okkur til æðri þroska og skilnings. Ég þakka samfylgdina og óska honum fararheilla á þeim leiðum sem hann er lagður út á. um hlutskipti sitt í karlaheiminum, klæðist að sjálfsögðu byltingar- rauðum kjól. Þannig hefur að- standendum sýningarinnar tekist á margvíslegan máta að gæða verkið ýmsum meiningum og tvíræðni umfram það sem textinn býður upp á. Enn á ný kemur það glöggt í ljós, hvílíka yfirburði sviðsvant fólk hefur fram yfir þá sem vinna að uppsetningu leikverka í tómstund- um sínum. Þetta kemur að sjálf- sögðu best fram í alvarlegri leik- verkum sem reyna á skapgerðar- leikhæfileika, en einnig í þessu léttmeti. Þetta er alls ekki sagt þeim til hnjóðs, sem vinna að leiklist i áhugamennsku, enda er ekki rétt- mætt að leggja sama mat á áhuga- og atvinnuleikhús. Það sem skiptir ekki minnstu máli hjá áhugaleik- urum er leikgleðin og það mikla og jákvæða félagslega starf sem þar er að baki. Þetta er ekki heldur sagt leikurum L.A. til hnjóðs, því leik- gieðina vantaði ekki í „Við gerum verkfall“. Málið er raunar ósköp Það gat aldrei hent Jóhannes að taka til hálfs á nokkru starfi og þegar hann fann að búskapur hentaði ekki heilsu hans kaus hann að hverfa til annarra verka. Leið þeirra hjóna lá nú út í Hrís- ey, þar sem Jóhannes veitti útibúi KEA forstöðu um nokkurra ára skeið. Þar lagði hann hönd sína vinnusama á plóg eins og annars- staðar, sem hann kom nær. Hér vil ég minnast þess, sem skrifað er: „Vertu trúr yfir litlu yfir meira mun ég setja þig.“ Einmitt þetta skeði þegar hann lét af störfum við úti- búið í Hrísey, þá var hann yfir meira settur hjá sama aðila er hann var ráðinn forstjóri Vélsmiðjunnar Odda á Akureyri. Þvi starfi gegndi hann æ síðan óslitið til dauðadags. „Guð huggi þá, sem hryggðin slær“ Nánasta fólk, fjölskylda Jóhannesar Kristjánssonar hefir nú orðið fyrir þungu höggi, svo sem ástvinamissir ávallt er og því fremur að hér var um að ræða svo einstak- an heimilisföður að erfitt verður lengra til að jafna. Þau Ingunn og Jóhannes höfðu ákveðið, nú um páskana, að heim- sækja dætur sínar tvær, sem búsettar eru í Svíþjóð. En þá gripu þessi hörðu örlög í taumana. En sagt er að sjaldan falli eplið langt frá eikinni. Óðar en þær systur fregnuðu hvernig komið var sneru þær heim til Akureyrar að vaká hjá föður sínum síðustu dægrin og þá gat hann enn fengið að líta eitt sitt afabarn og nú í síðasta sinn. Allir mega gera sér í hugarlund, hvað kringumstæður sem þessar, reyna á aðstandendur. En systurnar eiga eflaust eftir að finna, og þvi betur sem lengra líður, að miklar gæfumanneskjur eru þær að hafa brugðið svo skjótt við að vera hjá deyjandi föður sínum og veita hjálp ástkæru æskuheimili, þar sem móðir þeirra stóð í sporum, sem enginn þekkir utan í að komast. Jóhannes Már, yngstur systkin- anna, sem nú stundar nám í Bifröst sneri og heim að taka sinn hlut í þeim þungu byrðum, sem heimilið verður að axla þessa örlagaríku daga. Önefndur er eldri bróðirinn Kristján, sem undanfarið hefir stundað nám í Bandaríkjunum og dvelst þar enn ásamt konu sinni. Hann er sá eini af systkinunum, sem ekki átti þess kost að snúa þegar heim og tengjast náið sínum á raunastund. Helfregnin hitti hann í miðjum prófum. Vonandi nær hann heim að fylgja föður sín- um hinsta spölinn. einfalt, því hvorugt leikhúsið má af öðru sjá. Ekki verður hér tíunduð frammistaða einstakra leikara að neinu ráði, en rétt að geta ágæts leiks Marinós Þorsteinssonar í hlutverki dæmigerðs karlagrobb- ara. Gestur Jónasson er á góðri leið með að verða eins konar Bessi hér norðan heiða, sem honum tekst þó vonandi að losa sig frá þegar við á og alvaran er í fyrirrúmi. Allir sýndu leikendurnir í verkinu góð tilþrif og i heild má allur hópurinn sem að sýningunni stendur vel við una. „Við gerum verkfall" er síður en svo alvöruþrungið drama, sem krefst þess af áhorfandanum að hann líti í eigin barm og leiti sam- svörunar í daglega lífinu, til að skilja og njóta. Sýningin krefst einskis af áhorfandanum annars en jákvæðs viðhorfs. Góð frammi- staða þeirra sem að sýningunni standa, auk þeirrar staðreyndar, að fólk vill sjá gamanleiki, réttlætir fullkomlega þetta verkefnaval L.A. Takk fyrir skemmtunina. H. Sv. Valur A rnþórsson, kaupfélagsstjóri. Spilafélagar og eiginkonur. (Framhald á bls. 6). „Við gerum verkfall “ l.^”,*^“ur.yrar Höfundur: Duncan Greenwood. Þýðandi: Torfey Steinsdóttir. Leikstjóri: Svanhildur Jóhannesdóttir. Leikmynd og búningar: Halimundur Kristinsson. Lýsing: Ingvar Björnsson. Leikendur: Marinó Þorsteinsson, Gestur E. Jónasson, Kristjana Jónsdóttir, Sunna Borg, Theódór Júlíusson, Guðrún Alfreðsdóttir, Þórey Aðalsteinsdóttir. Kristjan Baldursson. Þegar mælt er eftir Jóhannes Svipmyndir frá H.S.Þ. Vilhjálmur Pálsson íþróttakennari, Húsavík í pontu. Þormóður Ásvaldsson, formaður H.S.Þ. og Tryggvi Óskarsson, Þverá. Vormótið Þór - Á laugardaginn kl. 14 leika Þór og KA á Sanavellinum. Þetta er þriðji og síðasti leikur liðanna í vormótinu. Hinum tveimur lauk báðum með jafntefli. Eflaust verður hart barist á vellinum á laugardaginn, enda mikilvægt fyrir bæði liðin að sigra í mótinu. Fyrsta deildin byrjar um helgina og samkvæmt leikskrá KA áttu Þór og KA þá að leika saman. Deildarleiknum hefur verið frestað þar til grasvöllur- inn verður kominn i nothæft ástand. Akureyrarliðin leika sína fyrstu deildarleiki laugar- daginn 16. þ.m„ KA fær Akur- nesinga í heimsókn, en Þór fer til Vestmannaeyja og leikur við heimamenn. Bæði Þór og KA hafa átt ágæta leiki í vor, og er góðs að vænta af þeirra hálfu í sumar. Öldungablak: Eik fékk meistara Ragna Erlingsdóttir Þverá Fnjóska- dal, en hún var kjörinn iþróttamaöur H.S.Þ. 1980. Guðný Gestsdóttir, Múla Aðaldal, Kári Karlsson, Nfpá, Hlöðver Hlöðversson, Björgum, Marteinn Sigurðsson, Kviabóli, Hcrmann Herbertsson, Sigríðarstöð- um. • UMSJÓN: Ólafur Ásgeirsson Kristján G. Arngrímsson titil Dagana 1. og 2. maí var hald- ið í fþróttahúsi Kennara- háskólans fslandsmót öld- unga í blaki, og var keppt í karla og kvennaflokkum. f karlaflokki voru tvö lið frá Akureyri, Skautafélagið og Sundfélagið Óðinn, af átta liðum sem kepptu. í kvenna- flokki kepptu fjögur lið, eitt frá Akureyri, Eik. í karlaflokki Varð HK frá Kópavogi íslandsmeistari, í öðru sæti varð Óðinn og í þriðja Skautafélagið. Eik varð ís- landsmeistari í kvennaflokki, i öðru sæti Víkingur Reykjavík. Efstu liðin í karlaflokki voru mjög jöfn, og keppnin skemmtileg. Leikuf Akureyrar- liðanna var gifurlega spenn- andi, Óðinn sigraði fyrstu hrin- una, Skautafélagið þá næstu, og í mjög jafnri þriðju hrinu tókst Óðni að tryggja sér sigur. Keppnin var og nokkuð jöfn hjá kvenfólkinu, og eins og áður sagði kræktu þær akureyrsku í Eik í fslandsmeistaratitilinn. Að ári verður fslandsmótið í öldungablaki haldið á Akur- eyri. í apríl s.l. var ársþing H.S.Þ. haldið í Bárðardal, en DAG- UR greindi frá þessu þingi á sínum tima. Þá voru ekki til myndir af öllum þeim sem minnst var á og skal nú úr því bætt. Þess má geta að H.S.Þ. hefur ráðið Höskuld Goða Karlsson, sem þjálfara í frjálsum íþróttum. Einnig mun Höskuldur sinna dag- legunt rekstri sambandsins þann sama tíma. Hann mun hafa aðsetur að Laugum. Myndirnar tók Gunnlaug- ur Árnason. Anna Guðmundsdóttir, Itúsavik, sundmaður H.S.Þ. 1980 Á myndinni með henni er Þórður Jónsson Laufahlfð, en hann gaf bikar þann sem veittur er. 4.DAGUR DAGUR.5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.