Dagur - 07.05.1981, Blaðsíða 8

Dagur - 07.05.1981, Blaðsíða 8
Könnuðu viðhorf barna á Akureyri til alkóhólisma Kísiliðjan. geri það að verkum að rykið í and- rúmsloftinu fari niður fyrir hættu- mörk. Hvort svo er komið nú þegar er ekki hægt að segja neitt um. Mælingarnar, sem gerðar verða, skera úr um það hve vel okkur hefur miðað í þessum málum,“ sagði Hákon. það væri athyglisvert hve börn almennt gerðu sér góða grein fyrir vandamálum áfengissýkinn- ar og þeim erfiðleikum sem hún hefði í för með sér á heimilunum. Greinilegt væri að viðhorf barna, sem annarra, hefðu breyst og nú væri ekki lengur litið á þetta sem aumingjaskap einberan. Almennt er það viðurkennt, að börn alkóhólista reyni að fela vandamálið og leiða athyglina frá heimilinu. Til þess nota þau ýms- ar leiðir, meðvitað eða ómeðvit- að. Sum reyna sífellt að leiða at- hyglina að dugnaði þeirra sjálfra og fjölskyldunnar allrar út á við, önnur leita eftir neikvæðri athygli með útistöðum og ýmsum óknyttum. Dæmi eru um það að börn leitist við að lifa í sínum eigin hugarheimi og einangrist frá öðrum börnum og fjölskyldu sinni. Sjaldan leita börn alkóhólista aðstoðar af fyrra bragði eða fyrr en foreldri hefur leitað sér hjálp- ar. I niðurstöðum ritgerðar þeirra stallsystra kemur fram, að það sem einkum sé til úrbóta, sé að hvetja börnin til samskipta við þá, sem eiga við svipuð vandamál að etja. Mengun yfir hættumörkum? — Úr því fæst skorið um mánaðamótin Það var ekki fyrr en á síðustu árum, að fólk fór að velfa fyrir sér og gaumgæfa afleiðingar alkóhólisma á börn þeirra, sem sá sjúkdómur hrjáir. Nýlega voru stofnuð hér á Akureyri Alateen-samtök, sem í eru börn og unglingar sem kynnst hafa alkóhólisma á heimilum sínum. Þá má geta þess, að þrír nemendur í félagsfræðideild M.A. kynntu sér og skrifuðu ritgerð um viðhorf bama á Akureyri til þessa vandamáls og fjölluðu um leiðir til úrbóta. Nemendurnir eru Arnheiður Ingimundardóttir, Margrét Björnsdóttir og Sólveig Bjarna- dóttir og í viðtali sem Dagur átti við þær kom m.a. fram, að könn- un þeirra náði til um 50 barna á aldrinum 11-14 ára. Þærsögðu að Amheiður Ingimundardóttir, Margrét Björnsdóttir og Sólveig Bjarnadóttir. Mynd: á.þ. ingar gerðar vorið 1978 og við niðurstöðu þeirra var stuðst, þegar því var lýst yfir á dögunum að hættulegt væri að vinna innan veggja Kísiliðjunnar, en síðan 1978 hafa ýmsar lagfæringar verið gerðar á vinnuaðstöðu í verksmiðjunni. Hákon Björnsson, fram- kvæmdastjóri Kísiliðjunnar sagði að mengunarmálum fyrirtækisins mætti í raun skipta í tvennt: ytri og innri mengun. Á síðasta ári og fram á þetta ár hefur mikið verið unnið í úrbótum, og hvað varðar ytri mengun var lögð aðaláhersla á uppsetningu á hreinsitækjum, sem hreinsa útblátursloft frá gufu- þurrkurum. Tækin eru sænsk að gerð. Eins og fyrr sagði voru mælingar gerðar á innri mengun vorið 1978 og kom þá í ljós að ástandið vár slæmt. Á síðasta ári var pökkunar- aðferðum breytt og sagði Hákon að hægt væri að tala um byltingu í þeim málum og í breyttum vinnu- aðferðum vöruskemmu í Mývatnssveit og á Húsavík í út- skipun. Ennfremur hefur verið sett upp loftræstingarkerfi í viðgerðar- verkstæði svo eitthvað sé nefnt. „Jafnframt hafa verið gerðar minni háttar úrbætur, sem við vonum að Dagana 18. til 22. þ.m. munu starfsmenn Vinnueftirlits ríkis- ins gera rykmælingar í Kísil- verksmiðjunni í Mývatnssveit. Niðurstöður úr þeim athugun- um eiga að geta legið fyrir í byrjun júní og þá verður Ijóst hvort rykmengun sé yfir hættu- mörkum eða hvort þær ráðstaf- anir sem hafa verið gerðar séu nægjanlegar. Síðast voru mæl- r /TVTr trp r F; Ð fl J il tíl. L. JU § Útlendingar til sveita- starfa Árlega berast mörg bréf frá ungu fólki í öðrum löndum til bændasamtakanna, þar sem óskað er eftir að fá vinnu í sveit. Þeir bændur og húsfreyjur sem hafa áhuga á að ráða erlent ung- mennl í vinnu í sumar ættu að snúa sér sem fyrst til Gísla Kristjánssonar hjá Búnaðar- félagi íslands. % Uppsagnir lækna Svo sem kunnugt er hafa læknar á ríkisspítulunum sagt upp störfum sínum í stórum stíl og taka fyrstu uppsagnir þeirra gildi 18. þ.m. Ástæður uppsagnanna eru m.a. óánægja með launakjör, óánægja vegna breyttra skattalaga og vegna lífeyrismála. Meðailaun lækna á ríkissjúkrahúsunum eru 217 þúsund krónur á ári miðað við maílaun, eða um 18 þúsund krónur í mánaðar- laun. Þetta eru meðallaun, en vitað er að læknar á sjúkra- húsum vinna margir hverjir mikla yfirvinnu og vlnnutím- inn oft óþægilegur. Rétt er að taka fram, að hér er aðeins um að ræða laun inni á sjúkrahúsunum, en yfirlækn- ar og sérfræðingar í Rvík fá auk þess greitt fyrir kennslu í Háskólanurn og á Lands- spítalanum og margir eru með einkastofur úti í bæ. Hefur einn læknir haft á orði við þann sem þetta skrifar, að stofubissnesinn gefi annað eins og jafnvel meira en sjúkrahússvinnan. § Skipulagðar aðgerðir lög- verndaðra starfsstétta Það þarf enginn að fara í grafgötu með það, að hér er um skipulagðar aðgerðir læknanna að ræða, þótt látið sé heita annað. Svona að- gerðir hafa landsmenn þurft að horfa upp á hjá flugmönn- um og flugvirkjum og síðast fóstrum. Hér er um náskylda hluti að ræða, þó að launa- kröfurnar séu gífurlega mis- munandi og auðveldara sé að hafa samúð með málstað fóstranna en t.d. læknanna. Það er Ijóst, að hópar sem stunda lögverndaða atvinnu eiga auðvelt með að beita slíkum aðferðum tll fram- dráttar kröfum sínum og við- búið að slíkt færist í aukana ef sífellt verður látið undan. En hvað skyldi líða siðferðis- vitund þeirra sem öðlast hafa lögbundinn einkarétt til starfa sinna og belta honum á þennan máta til að skara eld að eigin köku? Endurbyggingu verk- stæðanna sem brunnu á Árskógsströnd lokið Nú er lokið endurbyggingu bifreiðaverkstæða þeirra Hjalta Sigfússonar og Þor- steins Marinóssonar á Ár- skógsströnd, sem brunnu 10. september sl. Verkstæði Þorsteins, sem ann- ast bílamálningu og dekkjavið- gerðir, var opnað í síðustu viku, en Hjalti byrjaði starfsemi á sínu verkstæði 1. febrúar. Þarerunnið að almennum bifreiðaviðgerðum og stillingum. Hjalti Sigfússon sagði í viðtali við Dag, að mjög mikið hefði verið að gera hjá sér síðan hann opnaði í byrjun febrúar. Menn koma með bíla til viðgerðar úr sveitunum í kring og frá Hrísey og Dalvík. Alls vinna fjórir að bíla- viðgerðunum á verkstæði Hjalta og líklega verða tveir á verkstæði Þorsteins. Þetta eru einu bif- reiðaverkstæðin á leiðinni milli Akureyrar og Dalvíkur. Borunum í Glerárdal að Ijúka Jarðborinn Ýmir er nú að bora 3ju rannsóknarholuna í mynni Glerárdals. Gert er ráð fyrir að borun holunnar Ijúki í vikunni, en þá verður Ýmir fluttur að Hrafnagili þar sem boruð yerður rannsóknarborhola. Lftið vatn streymir úr holunum í Glerárdal, enda eru þær rétt um 200 metra djúpar. Að sögn starfsmanna Hita- veitu Akureyrar streyma um 3 til 4 sek/lítr. af 55 stiga heitu vatni úr annarri holunni í Glerárdal. Kísiliðjan í Mývatnssveit:

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.