Dagur - 19.05.1981, Blaðsíða 1

Dagur - 19.05.1981, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 64. árgangur Akureyri, þriðjudagur 19. maí 1981 39. tölublað GRÁSLEPPUVEIÐIN HEF- UR ALDREIVERIÐ MEIRI „Grásleppuvertfðin hefur verið með eindæmum góð, sérstaklega nú í góðan mánuð, og ég held að þeir sem hafa verið í þessu frá upphafi muni ekki eftir öðru eins,“ sagði Þorsteinn Þor- steinsson, sjómaður á Grenivík í viðtali við Dag, en hann stundar grásleppuveiðar á Víði ÞH frá Grenivík. „Við erum nú búnir að fá 140 tunnur og það er það mesta sem menn muna á einn bát. Faðir minn, Þorsteinn Eyfjörð sem er skipstjóri á Víði ÞH, hefur stundað þessar veiðar í 13 vertíðir og hefur aldrei áður komist yfir hundrað tunnur með sama netafjölda," sagði Þor- steinn ennfremur. Víðir er 6 tonna bátur og á honum eru 6 menn og hann er með 120 net. Nokkrar trillur gera út á grá- sleppu frá Grenivík og sá sem næst kemst Víði í afla á þessari vertíð er Friðrik Eyfjörð. Hann er við annan mann á lítilli trillu og hefur fengið 90 tunnur, sem er það lang mesta sem hann hefur komist í á vertíð. Þorsteinn Þorsteinsson sagði, að þó vertíðin hefði gengið sérstaklega vel hjá Grenivíkurbátum. gengi þó enn betur austar. Hjá Húsavíkur- bátum hefði véiðin verið með eindæmum og sagðist hann hafa heyrt um bát sem væri kominn með tæplega 200 tonnur. Dæmi vissi hann um að bátur hefði fengið sex og hálfa tunnu í 20 net eftir daginn. Áhöfnin á Víði sigtar hrognin og gerir þau tilbúin undir söltun, sem ein kona annast síðan daginn eftir að þau koma að landi. Nú er allt að verða yfirfullt af tunnum með grá- sleppuhrognum í, því saltendur hafa ekki losnað við eina einustu tunnu enn, aðallega vegna þess hve verðið kom seint. Afurðalán hafa ekki heldur vérið greidd ennþá. en fyrstu greiðslur eru væntaniegar í þessari viku. Vertíðinni lýkur 8. júní. Nú eru greiddar 2.300 krónur fyrir tunnuna af söltuðum grá- sleppuhrognum, þannig að afla- verðmæti hrognanna sem Víðir ÞH hefur lagt á land er um 322 þúsund kr. eða 32 milljónir gkr. NÝTT FORM Á DAGHEIMILI? Á bæjarstjórnarfundi í dag verður tekin afstaða til þess hvort börnum yngri en 2ja ára verður veitt vist á nýju barna- heimili, sem tekið verður í notk- un í haust. Barnaheimilið, sem stendur við Keilusíðu, mun rúma 65 til 70 börn á þremur deildum, þar sem ein verður dagheimilis- deild. Félagsmálaráð hefur lagt til að á dagheimilisdeildinni verði vistuð börn frá eins árs upp í sex ára. Til þessa hafa neðri mörkin verið við tveggja ára aldur og því kemur málið til umræðu á bæjarstjórnar- fundinum. Önnur leikskóladeildin verður með hefðbundnu sniði fyrir börn á aldrinuip tveggja til sex ára, en á hinni deildinni verður gerð tilraun með nýtt form — þ.e. blöndu af dagheimili og leikskóla. Gefinn verður kostur á sex tíma dvöl fyrir barnið, en á nokkuð breytilegum tímum. T.d. gæti barnið verið frá kl. 10 til 4 eða 9 til 3 svo dæmi séu nefnd. Þetta íheHnili kemur til með að létta nokkuð á biðlistanum hjá Félagsmálastofnun Akureyrar. Á umræddum lista eru yfir 300 börn svo Ijóst er að nýja heimilið gerir ekki betur en að grynna ofurlítið á honum. „Þetta heimili léttir á og það kemur á stað í bænum þar sem eru að flytjast mikið af börnum,“ sagði Jón Björnsson, félagsmála- stjóri. '■ , i' Vorstúlka (!!!) Dags. Mynd: H.Sv. TUTTUGU UM EINAIBUÐ Að undanförnu hcfur það revnst erfitt fyrir fólk að fá leigt húsnæði á Akureyri. Að sogn kunnugra er verð á leiguhúsnæði á Akureyri, þ.e. því sem er á frjálsum markaði, sist lægra en í Reykjavík. Fyrirframgreiðslur eru tíðar og oft langt fram í tímann. Jón Björnsson, félagsmálastjóri á Akureyri sagði að fyrir skömmu hefði stofnunin auglýst eina íbúð til leigu og bárust rösklega 20 um- sóknir. Drjúgur hluti umsækjenda var annaðhvort á götunni eða um það bil að missa húsnæði. Nokkrir voru I svefnpokaplássi hjá ættingj- um. Félagsmálastofnun Akureyrar hefur nú yfir að ráða 52 íbúðum, en hafði rösklega 40 fyrir einu ári sið- Nokkuð er um það að fólk þurfti að leita til gistiheimilajnna J Stóf- holti og Langholti á meðan verið er að finna framtíðarhúsnæði: Á þeim. stöðum getur fólk t.d. fengið hér- bergi og aðgang að eldhúsi og mega margir prísa sig sæla með það. BLANDA ER EKKI SETT TIL HLIÐAR „Þetta virkjanafrúmvarp segir okkur ýmislegt og það er heldur jákvæðara en ég gerði ráð fyrir. Að vísu eru ekki neinir cndahnútar í þessum málum, en það er greinilegt að Blanda er ekki sett til hliðar eins og maður bjóst jafnvel við,“ sagði Hilmar Kristjánsson oddviti á Blönduósi er Dagur innti hann álits á orkufrumvarpi Hjörleifs Guttormssonar, iðnaðarráðherra. „Talað hefur verið um að samningaviðræður við landeig- endur verði um mánaðamótin og ég geri ráð fyrir að þær standi fram eftir sumri, en það eru lagðar línur í frumvarpinu. I því er m.a. gert ráð fyrif að rikis- stjórnin fái heimild til að taka eignarnámi það land sem um ræðir ef það þykir henta. Menn standa því frammi 'fyrir ein- hverju áþreifanlegu í dag.“ Hilmar sagðist telja að í frumvarpinu fælist nokkur við- urkenning á því að ráðamenn ætluðu sér í virkjun Blöndu og hann benti á í þvi sambandi að ætlunin væri að fara í vegagerð á virkjunarsvæðinu í sumar. Skólahúsið fimmf íu éra Nú eru fimmtíu ár liðin frá því að Barnaskóli Akureyrar tók til starfa í Inúv. húsnæði. Skólinn var fyrst settur þar 18. október I930 af Snorra Sig- fússyni sem varfyrsti skólastjóri í þessu húsi og starfaði hann frá 1930 til 1947. Sutmudaginn 24. maí verður sýning t skólanum á vinnu nemenda.j tildjii þessara timamóta verða « Syins gamtar bg nýjar myndjrj§£*sj!!piendum og skólastarfinL* ,3<Mremur eitthvað af go^tt^,(ínunum sem varðveist hafa fra fyrri tíð. Sýningin verðuffopuí frá kl. 10-18." Kartöflusáning hafin á Grund í gær var hafist handa við að setja niður kartöfluútsæði á Grund í Eyjafirði. Er það líklega fyrsti bærinn við Eyjafjörð sem kartöflur eru settar niður á að þessu sinni, a.m.k. í einhverjum mæli. Að sögn Sturlu Snæbjörnssonar, bóndans á Grund, er þetta nokkr- um dögum fyrr en í fyrra, en þá hófst kartöflusáning upp úr 20. maí. Þá voru sett niður sex og hálft tonn af útsæði og varð uppskeran vel tíföld. Nú verða sett niður tíu tonn. Nú fer senn að koma sá tími, að bændur um allt land og einstaklingar fari að setja niður kartöflur. Uppskera var víðast hvar mjög góð í fyrrahaust. Allir með sjálfvirkan síma eftir f imm ár í gær var samþykkt á alþingi frumvarp til laga um lagninu sjálfvirks síma, sem hefur það í för með sér að allir landsmenn eiga að vera komnir með sjálf- virkan síma innan fimm ára, þ.e. í árslok 1986. Frumvarpið felur það í sér að Póst- og simamálastofnunin geri 5 ára áætlun um lagninu sjálf- virks síma til sem flestra sem ekki hafa þegar fengið hann. Tæki og búnaður til lagningar sima sam- kvæmt þessari áætlun skulu und- anþegin aðflutningsgjöldum og söluskatti við innflutning. Þá er heimildarákvæði um að taka megi lán árlega að upphæð allt að 20 milljónir króna, sem hækkar miðað við byggingavísitölu. Fram kemur í greinargerð að um 3220 heimili í sveitum búi enn við handvirkt samband, en slíku sambandi fylgir mjög víða, að ekki næst samband út fyrir við- komandi iinu nema fáar klukku- stundir á sólarhring. Tilgangur frumvarpsins er að bæta úr þessu ástandi. þannig að allir sem það vilja verði búnir að fá sjálfvirkt samband í síðasta lagi í árslok 1986. Heildarkostnaður við þessa framkvæmd er talinn vera um 92 milljónir króna á verðlagi ársins í ár. þegar aðflutningsgjöld og söluskattur er dreginn frá. sem er talinn vera um 43,7 milljónir. Hér er á ferðinni mikið rétt- lætismál, enda var um það sam- staða í báðum deildum. Stein- grímur Hermannsson, sam- gönguráðherra lagði frumvarpið fram, og flutningsmaður nefnd- arálits í neðri deild var Stefán Valgeirsson, en samkomulag varð í nefndinni. AUGLÝSINGAR OG ÁSKRIFT: 24167 - RITSTJÓRN: 24166 OG 21180

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.