Dagur - 19.05.1981, Blaðsíða 8

Dagur - 19.05.1981, Blaðsíða 8
Akureyri, þriðjudagur 19. maí 1981 RAFGEYMAR í BÍLINN, BÁTINN, VIHNUVÉUNA mi VEUIÐ RÉTT MERKI nmHSnHBMHHBI Alltaf vitað um uppruna gluggans væri meðal þriggja glugga úr dómkirkjunni í Coventry, sem hurfu eftir að þeir höfðu verið teknir úr 1938 af ótta við sprengjuárásir í stríðinu. Jakob Frímannsson og kona hans gáfu Akureyrarkirkju gluggann og allir aðrir gluggar kirkjunnar voru síðan unnir út frá honum hjá fyrirtæki í Exeter í Englandi. Glugginn er frá fyrir- tæki einu í Exeter í Englandi. Glugginn er frá miðri síðustu öld, en hann er ekki upprunalegur nema að nokkru leyti, því nokkuð af glerinu brotnaði þegar það var flutt til Exeter og þurfti að end- urnýja það, auk þess sem bætt var neðan á gluggann og einnig ofan á hann svo hann passaði í gluggaumbúnað Akureyrar- kirkju. Ekki hefur verið farið fram á að glugginn verði afhentur til Englands og er ekki reiknað með því að svo verði. Af þeim sökum hefur engin afstaða verið tekin til þess máls í sóknarnefnd, að sögn formanns nefndarinnar, Gunn- laugs P. Kristinssonar. Hann sagðist þó ætla að menn yrðu heldur íhaldssamir, ef beiðni um framsal gluggans kæmi fram. u (sr Tí )Tf\ ib SL m y tnörgum árum. Að sjálfsögðu predikaði hann yfir þjóðinni og mælti oft spaklega. Eitt sinn fékk hann í þáttinn rit- höfund, sem getið hafði sér gott orð, og í upphafi fór bókmenntafræðingurinn á kostum og sagði mörg löng og torskilin orð. RithÖfundur- inn brá hart við og bað bókmenntafræðinginn í öll- um bænum að tala frekar mannamál. Hinn síðarnefndi varð hvumsa, en fór að ósk rithöfundarins. Og sjá: það kom í Ijós að bókmennta- fræðingurinn átti í fórum sín- um hin prýðilegustu orð, auðskild orð, sem náðu fylli- lega að lýsa þvi sem nauðsyn krafði. £ Horngrýtis Hornafjarðar- máninn Framansagt rifjar upp sög- una um sveitamennina sem fóru í kaupstað. Þar þótti þeim flest dýrlegt, sem fyrir augu bar. Um kvöldið var fullt tungl og varð þá öðrum að orði: „Þetta er eitthvað annað en horngrýtis Hornafjarðar- máninn.“ Þetta viðhorf má finna víða — m.a. í hugar- heimi bókmenntafræðings- ins, sem taldi aðeins erlend, löng og fiókin orðasambönd henta í umræðunni um verk rithöfundarins. # Verktaka- félag lækna Fyrstu læknarnir á ríkisspít- ulunum gengu út í gær, eða með öðrum orðum uppsagnir þeirra fyrstu tóku þá gildi. Læknarnir eru hins vegar ábyrgðarfuillr menn, sjálf- sagt minnugir Hippokratesareiðsins, og hafa þeir nú stofnað með sér eins konar verktakafélag I ækna, sem býðst til að taka að sér ákveðin verk fyrir ákveðnar greiðslur. Þeir hætta sem sagt að vera á vinnusamningi við ríkisspít- alana, en gera þess í stað verksamninga. Á þessu tvennu er afgerandi munur samkvæmt íslenskum laga- skilningi. Þeir sem vinna samkvæmt vinnusamningi bera ekki ábyrgð á því að verkið sér framkvæmt á um- saminn máta, heidur vinnu- veitandinn. Sá sem hins veg- ar tekur að sér verk sam- kvæmt verksamningi, ber ábyrgð á verkinu. Því vaknar sú spurning, hvort ábyrgð iæknanna sem nú hafa stofnað með sér verktaka- félag, sé meiri en þeirra sem vínna samkvæmt launasam- ingi? £ Mannamál Bókmenntafræðingur nokkur var með útvarpsþátt fyrir all- „Við höfum vitað um uppruna gluggans frá a.m.k. 1960, þ.e. að hann væri úr dómkirkjunni í Coventry á Englandi, og það hefur aldrei verið nein óvissa um það, að glugginn væri úr einhverri kirkju á Englandi, sem sprengd hefði »;erið í síðari heimsstyrjöld,“ sagði séra Pétur Sigurgeirsson í viðtali við Dags. Um síðustu helgi var mikið um það rætt í útvarpi í kjölfar fréttar í breska blaðinu Guardian, að bú- ið væri að finna út að einn af kórgluggum í Akureyrarkirkju Verða vcrslanir lukaðar á laugardögum f sumar? VILJA EKKI VINNA Á LAUGARDÖGUM TlU GÆSLUVELLIR OPNIR Á AKUREYRI {gærmorgun voru tíu gæsluvellir opnaðir á Akureyri og eru þeir jafnmargir og í fyrra. Vellirnir eru sem hér segir: Lundarvöilur, Byggðavöllur, Mýrarvöllur Brekkuvöllur, Leiruvöllur, Eyr- arvöllur, Hlíðarvöllur, Gerða- völlur Borgarvöllur og Holta- völlur. Vellir þessir hafa verið mjög vinsælir undanfarin ár. Þeir eru opnir frá kl. 09 til 12 og frá kl. 14 til 17. Þann 1. júní opna þrír starfs- vellir, en þeir eru í tengslum við þrjá gæsluvelli, þ.e. við Hlíðarvöll, en þar stendur Smábær; Frábær er við Lundarvöll og Glæsibær við Leiruvöll. Á þessum starfsvöllum er hægt að fá byggingarefni og þar er einnig föndrað með krökkunum. Félag Verslunar og skrifstofu- fólks á Akureyri og nágrenni hélt aðalfund 30. apríl s.l. Formaður félagsins Kolbeinn Sigurbjörnsson baðst eindregið undan kosningu til formanns, en hann hefur gengt því starfi und- anfarin 2 ár. Ólafur Aðalsteinsson vék úr stjórn eftir margra ára starf og dygga þjónustu í þágu félagsins, og Firmakeppni Léttis 28. maí Fimmtudaginn 28. maí, uppstign- ingardag, kl. 14,00 fer fram hin ár- lega firmakeppni hestamannafé- lagsins Léttis, og verður hún haldin syðst á Þórunnarstræti eins og oft áður. Keppt verður í flokki full- orðinna og unglingaflokki. Ef að líkum lætur munu þarna koma fram flestir bestu og glæsilegustu gæðingar bæjarbúa. Sökum þess hve keppnisfyrirkomulagið er frjálst, er þessi keppni mun skemmtilegri á að horfa en hinar hefðbundnu gæðingakeppnir, enda hafa áhorfendur kunnað að meta það þegar gæðingarnir fá að teygja úr sér óhindraðir. Er fólk hvatt að fjölmenna til þessarar keppni, en aðgangur er ókeypis. Knapar eru beðnir að tilkynna þátttöku fyrir sunnudaginn 24. maí í síma 24628 eða 24211. (Fréttatilkynning). ROBERTSON ÁRITAÐI 5 PLÖTUR Á MfNÚTU! þakkaði formaður honum vel unn- in störf. Þá las gjaldkeri upp reikninga félagsins sem voru vel og skil- merkilega upp settir, og er afkoma félagsins mjög góð. Samþykkt var á fundinum að afhenda Sjálfsbjörgu kr. 100.000,00 í tilefni af ári fatlaðra. Þá kom fram mjög mikill þrýst- ingur frá afgreiðslufólki hér á Ak- ureyri að lokaðar yrðu verslanir á laugardögum yfir sumarmánuðina. Kosin var ný stjórn sem í eiga sæti þau: Jóna Steinbergsdóttir formaður, Kristín Jóna Halldórs- dóttir varaformaður, Þórður Rist ritari, Gunnar Hallsson gjaldkeri og Hörður Steinbergsson með- stjórnandi. Varastjórn: Kolbeinn Sigur- björnsson, Ása Helgadóttir og Ha- lldóra Vilhjálmsdóttir. Endurskoðendur eru þeir Óli D. Friðbjarnar, Gunnlaugur Guðmundsson. Hluti úr Coventry-glugganum. Mynd: H.Sv. Akureyrsk ungmenni flykktust að poppgoðinu. Mynd: á.þ. Aldrei fór það svo að Akureyringar fengju ekki poppstjörnu í bæinn. Á föstudaginn kom skoska stjarna B.A. Robertsson og dvaldi hér í nokkra tíma og áritaði hljómplötu sína „Bully for you“ í versluninni Cesar. Að sögn Bjarka Tryggva- sonar áritaði B.A. Robertsson 200 plötur á 40 mínútum, en varð þá að láta staðar numið því þar með þrutu birgðir verslunarinnar. Sam- kvæmt útreikningum Dags hefur popparinn ritað nafn sitt á 5 plötur á hverri mínútu. Tíðindamaður Dags fékk að líta á eina plötuna, eftir að meistarinn hafði krotað á hana, og verður að segjast eins og er að það þurfti góðan vilja til að lesa nafn popparans út úr hrafnaspark- inu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.