Dagur - 07.07.1981, Page 1

Dagur - 07.07.1981, Page 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR « SIGTRYGGUR & PÉTUR ' AKUREYRI 64. árgangur 51. tölublað KodaK Fjögurra km. olíumalarkafli í Langadal ónýtur eftir árið: „ÞETTA VAR HÁLFGERÐ TILR AUN ASTARFSEMT ‘ - segir Þormóður Pétursson vegaverkstjóri á Blönduósi „Það má ef til viil segja að þetta hafi verið hálfgerð tiirauna- starfssemi, við höfum verið að prófa okkur áfram og það var sennilega ekki nema von að eitthvað svipað þessu gæti kom- ið upp“ sagði Þormóður Péturs- son vegaverkstjóri á Blöndósi í samtali við Dag, en við ræddum við hann vegna skemmda á vegarkafla í Langadal sem lagð- ur var olíumöl í fyrra. Forseti íslands í heimsókn Forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, mun heimsækja Norð-austurland á næstunni, og hefst heimsókn hennar á Akur- eyri n.k. föstudag. Þá verður forsetinn viðstaddur setningarhátíð Landsmóts Ung- mennasambands íslands á Akur- eyri, og mun setja þetta mikla og fjölmennasta mót íslenskra íþróttamanna. Laugardaginn 11. júlí fer forset- inn í flugvél til Þórshafnar, og mun þann sama dag halda vestur á bóg- inn og heimsækja Raufarhöfn, Kópasker og Húsavík þar sem næturgisting verður höfð. Daginn eftir, sunnudaginn 12. júlí liggur leiðin frá Húsavík, um Aðaldal og Reykjadal til Mývatns, en mánudaginn 13. júlí heimsækir frú Vigdís Grímsey, og gistir síðan á Akureyri næstu nótt. Þriðjudaginn 14. júlí liggur leiðin til Dalvíkur og Ólafsfjarðar, en síðasta daginn verður forsetinn á Akureyri og mun einnig halda fram í Eyjafjörð. Heimleiðis heldur frú Vigdís Finnbogadóttir síðan fimmtudaginn 16. júlí. Það er nú orðin föst venja að forseti íslands ferðist um landið á sumri hverju, og hafa þessar heim- sóknir mælst mjög vel fyrir af fólki sem fagnar þjóðhöfðingja sínum hvarvetna. Má telja víst að norð- lendingar bíði heimsóknar forseta íslands, frú Vigdísar Finnboga- dóttur með tilhlökkun og eftir- væntingu. Vigdis Finnbogabóttir. Hér er um 4 km. vegarkafla að ræða, og eins og Þormóður orðaði það: .. .„voru menn mjög ánægðir með að geta ekið þarna um á ryk- lausum vegi“... — En því miður, þá reyndist slitlagið ekki eins og áætlað hafði verið, og segja má að í vor hafi mönnum sem þarna áttu leið um, létt er þeir voru komnir út af þessum 4 km kafla. Slitlagið var sem sagt gjörónýtt. „Það hefur komið í ljós að und- irlagið var ekki nógu gott, það „Það má telja fullvíst að ef hús- ið væri tilbúið til notkunar í dag þá væri það fullnýtt frá morgni til kvölds, svo mikil er þörfin fyrir að það komist i gagnið“ sagði Óðinn Amason sem sæti á í byggingarnefnd nýju íþrótta- hallarinnar sem nú er í byggingu á Akureyri en áformað er að taka húsið í notkun er Landsmót UMFÍ fer fram á Akureyri um næstu helgi. Óhætt mun að segja að þetta hús verður eitt hið fullkomnasta sinnar gerðar hérlendis, ef ekki það full- komnasta. Ekkert hefur verið til sparað svo þessi mikla bygging gæti orðið hin myndarlegasta, enda á hún eftir að þjóna margvíslegu íþrótta- og menningarlífi á Akur- eyri. Aðalsalur hússins er 27x45 metr- ar að stærð, og þar verður áhorf- endarými fyrir 1300-1500 manns. Þessum aðalsal verður hægt að þrí- vantaði betri rannsóknir á sínum tíma“ sagði Þormóður er við spurð- um hann um ástæður þess að svona hefði farið. — En hvað kost- aði þetta? „Það er ómögulegt að segja til um kostnaðinn. Menn óku jú þarna um á góðum vegi í fyrra og í vetur og það má segja að það hafi verið ávinningur. Þá ber þess að geta að nú er við lagfærum þetta setjum við einungis mulning ofan á gamla skipta þegar verið er með íþrótta- kennslu þar á daginn, og hann verður útbúinn á fullkomnasta hátt hvað varðar lýsingu og loftræst- ingu. í húsinu verða 7 aðrir minni salir sem verða nýttir undir margháttaða starfssemi. Þessir salir eru allt að 180 fermetrum að stærð. Þá er gert ráð fyrir veitingasal og áfram mætti telja. I aðalsal er heljarstórt svið, enda er reiknað með að íþróttahöllin þjóni einnig hlutverki tónleika- hallar á Akureyri í framtíðinni, og hefur sérstaklega verið tekið tillit til þess varðandi hljómburð í salnum. Þá ætti að vera kjörið að halda í húsinu myndlistasýningar svo eitt- hvað sé nefnt, enda hægt um vik að koma þannig aðstöðu fyrir í veit- ingasal að slíkt væri gerlegt. Það er sjálfsagt hægt að halda lengi áfram að telja upp þá mögu- leika sem höllin býður upp á og verður slíkt örugglega gert síðar. Húsið er 2920 fermetrar að grunn- slitlagið og síðan tvö lög af olíumöl þar yfir. Það þarf því ekki að und- irbyggja veginn upp á nýtt.“ — Þessa dagana er sem sagt unnið að lagfæringum á umrædd- um vegarkafla, en það verður ekki látið þar við sitja. Haldið verður áfram að leggja olíumöl á veginn inn Langadal og er áformað að fara allt að Gunnsteinsstöðum í sumar. Þegar því verki verður lokið aka menn 17-20 km austur frá Blöndu- ósi'á vegi lögðum olíumöl. fleti, flatarmál 5500 fermetrar og rúmmál 32.030 rúmmetrar. Bygg- ingarverktaki er Híbýli h/f á Ak- ureyri og rómaði Óðinn mjög öll störf þess fyrirtækis við byggingu hússins. Unnið hefur verið nótt og dag að undanförnu við byggingu hússins { síðustu viku var handtekinn á Akureyri maður, þar sem hann var að brjóta rúður í Lundar- skóla. Við leit á manninum fundust eiturlyf, sem hann síðan viðurkenndi neyslu og meðferð á. Það var um klukkan 6 að morgni einn dag í síðustu viku, er Aðal- steinn Bernharðsson, lögreglumað- ur, var á heimleið af vakt, þegar hann heyrði brothljóð, sem reynd- ust koma frá Lundarskóla. Þegar hann kom að var þar maður að MJÖG GOÐUR AFLI rlilA TOGURUM Ú.A. „Jú það er óhætt að segja að afli togaranna hafi verið mjög góður að undanförnu“ sagði Einar Óskarsson fulltrúi hjá Útgerða- félagi Akureyringa h/f er Dagur ræddi við hann fyrir helgina. Einar lagði okkur til tölur um síðustu landanir togaranna 5 set.i Útgerðafélagið á og gerir út, og kom þar fram að á 12 daga tímabili lönduðu togarnir alls 1207 tonnum og hefur allur þessi afli verið unnið hjá fyrirtækinu. Svalbakur landaði 18. júní 320 tonnum (skiptaverð 718 þúsund krónur) — Siéttbakur landaði 22. júní 269 tonnum (skiptaverð 580 þúsund krónur) — Kaldbakur landaði 24. júní 265 tonnum (skiptaverð 888 þúsund krónur) — Sólbakur landaði 26. júní 147 tonnum (skiptaverð 485 þúsund krónur) og Harðbakur landaði 30. júní 206 tonnum (skiptaverð 674 þúsund krónur). Skiptaverðmæti afla togaranna sem þeir lönduðu á þessu 12 daga tímabili nam því 3 milljónum 345 þúsund krónurn. Að sögn Einars var afli þessi frystur, saltaðurog unninn í skreið, en þess má geta að hjá Útgerða- félagi Akureyringa h/f eru á sjötta hundrað manns á launaskrá. svo hægt verði að fá þar inni fyrir Landsmótið um helgina. Er svo komið að sú fjárveiting sem til hússins var veitt á þessu ári er svo til uppurin, og er fyrirsjáanlegt að byggingaframkvæmdir munu stöðvast um miðjan ágúst fáist ekki viðbótarfjárveiting. dunda sér við að brjóta rúður og var hann búinn að brjóta fjórar stórar rúður, þegar Aðalsteinn greip í taumana. Maðurinn var ölvaður og veitti mótspyrnu. Aðal- steinn fór því í nálægt hús og hringdi eftir aðstoð starfsbræðra sinna á vakt og var maðurinn settur í gæslu. Við leit fannst á honum hassolía, sem hann viðurkenndi síðan við yfirheyrslu daginn eftir að hafa neytt og haft með höndum. Maður þessi hefur áður komist undir hendur yfirvalda í heimabæ sínum, Reykjavík. GLÆSILEG IÞRÓTTAHÖLLI NOTKUN Á LANDSMÓTIUMFÍ - Langt er þó í land þar til byggingu hússins lýkur endanlega Handtekinn með hassolíu MBMI AUGLÝSINGAR OG ÁSKRIFT: 24167- RITSTJORN: 24166 OG 21180

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.