Dagur - 30.07.1981, Side 4

Dagur - 30.07.1981, Side 4
DAGILM Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Hafnarstræti 90, Akureyri Ritstjórnarsimar: 24166 og 21180 Sími auglýsinga og afgreiösiu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaðamenn: Áskell Þórisson, Gylfi Kristjánsson Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Vaxtastef na og húsnæðismál Á undanförnum misserum hefur verið tekin upp gjörbreytt stefna í vaxta- málum. Hugmyndin er sú að sparifé landsmanna brenni ekki lengur upp á verðbólgubáiinu, heldur haldi raun- gildi sínu, en þá þarf einnig að verð- tryggja útlánin. Eflaust greinir menn eitthvað á um hvernig til hafi tekist við framkvæmd þessarar nýju vaxtastefnu, en stað- reyndin er sú að veruiegur hluti láns- fjár er nú þegar að fuliu verðtryggður, svo vart verður snúið við á þeirri braut. Af verðtryggðum lánum á að greiða lága vexti og lánstíminn þarf að lengjast mikið frá því sem verið hefur á hinum almenna lánamarkaði. Vissulega hefur þessi breytta stefna komið harkalega við þá sem staðið hafa í húsnæðisbyggingum og íbúðakaupum. Verða stjórnvöld að hlaupa undir bagga ef ekki á illa að fara í fjölmörgum tilfellum. Augljóst má vera þegar horfið er frá þeirri stefnu að verðbólgan sé látin eyða skuldum manna, að þeirri stefnu að menn endurgreiði sitt lánsfé með fullu verðgildi, þá kallar slfk stefnu- breyting á róttækar aðgerðir af hálfu hins opinbera í skipulagi og lánveit- ingum til húsnæðismála. Eitt af síðustu verkefnum Alþingis vorið 1980 var að samþykkja ný lög um Húsnæðismálastofnun ríkisins. Meginmarkmið laganna er að stuðla að því með lánveitingum og skipulagi að landsmenn geti búið við öryggi í húsnæðismálum, og stuðla að jafn- rétti með því að auka möguleika launafólks til að eignast húsnæði. í þessu skyni var byggingarsjóður verkamanna stórefldur og það mark- mið sett að allt að þriðji hluti af íbúðarþörf landsmanna skyldi á næstu árum byggður samkvæmt ákvæðum um byggingarsjóð verka- manna og félagslegar íbúðarbygg- ingar. Lán til kaupa á verkamanna- bústöðum skulu nema allt að 90% af kostnaðarverði. Þau eru að fullu verðtryggð og með 1/2% vöxtum og lánstíminn er 42 ár. Verður ekki annað sagt en hér sé vel komið til móts við kröfur um hátt lánshlutfall, lága vexti og langan lánstíma. Sama verður því miður ekki sagt um lán til almennra íbúðabygg- inga úr byggingarsjóði ríkisins. Þann sjóð þarf einnig að efla verulega. Einkum þarf að hækka lánshlutfallið frá því sem nú er, en samkvæmt lög- um má það vera allt að 80% af bygg- ingarkostnaði en er nú víðsfjarri því takmarki. Á meðan svo mikill munur er á þessum tveim lánakerfum Hús- næðisstofnunar ríkisins er mjög mikilvægt að öll sveitarfélög gefi íbúum sínum kost á því að eignast húsnæði á þeim kjörum sem bygg- ingarsjóður verkamanna býður upp á. G. B. Hlutlaus—óháður ópólitískur Á undanförnum árum hefur það færst æ meir í vöxt að fjölmiðlar geri hvað þeir geta til að fá á sig hlutleysisstimpil. Slíkt er talið örva sölu — vera gott „auglýsingatrix" eins og það er kallað á slæmu máli. Útgáfur af því tagi halda því gjarnan fram að það sé löstur, svo ekki sé meira sagt, ef hægt er að feðra önnur blöð og kenna þau stjórnmálaflokki. Þessi skyidleiki er nefndur „að vera háður“. En þá er að kippa upp og dusta moldina af rótum hlutleysingjanna. I málflutningi þeirra kemur gjarn- an fram að það efni, sem samið er á ritstjórnum þeirra sé „engú háð“, „hlutlaust“ og/eða „ópólitískt". í upphafi skulum við athuga eignaraðild að víðfrægu reykvísku dagblaði, sem flokkar sig sjálft undir „hlutlaust og engu háð“. Eigendur þess eru mestmegnis, ef ekki eingöngu, taldir hliðhollir hægri straumum stjórnmálanna og margoft hefur blaðið verið staðið að því að taka pólitíska afstöðu og hefur engum þótt það tiltökumál. Og getur nokkur maður imyndað sér að umrætt blað munu taka marktæka afstöðu gegn eigendum sínum eða þeirra hugmyndafræði? Og ætli það hafi einhvern tíma gerst að blað hafi getað siglt um veröldina án þess að gerast sekt um að taka afstöðu með eða móti? Og við skulum ekki gleyma því að pólitísk afstaða getur falist i því að vera hlutlaus! Síðast en ekki síst geta stjórnmálhugmyndir einstakra starfsmanna á ritstjóm blaðs, sem er „engu háð“ „hlutlaust“ og „ópólitískt“, valdið því að efni s.s. fréttir eru pólitískari en allt sem pólitískt getur talist Eins má benda á það staðreynd að mat ritstjórnar- manna á því hvað er t.d. frétt getur tekið mið af pólitískum hugmynd- um þeirra, hvort svo sem sú afstaða er meðvituð eða ekki. Það ber og að hafa í huga að hafi t.a.m. blaða- maður verið, eða er tengdur stjórn- málaöflun á ystu nöf til hægri eða vinstri, á hann efalítið oftar en ekki erfitt með að láta stjórnast af hlut- lausu efnis- eða fréttamati. Tökum annað dæmi um blað sem gefið er út af nokkrum ein- staklingum á vestanverðu Suður- landi. Það er yfirlýst stefna af hálfu Fimmtu- dags- pistill eigenda að þeir gefi út blaðið til þess að hagnast á því og er slíkt í sjálfu sér ekkert óeðlilegt. Undir- ritaður veit ekki með vissu um tengsl eigenda við stjórnmála- flokka, en enda skiptir það ekki höfuðmáli í þessu sambandi. Við vitum að það er „gróðahugsjónin“ sem höfð er að leiðarljósi og má gera ráð fyrir því að efnisval tak- markist nokkuð við sölumöguleika. Er hægt að treysta slíku blaði til að birta „ópólitískar" „hlutlausar" og „engum háðar fréttir" og efni? Höfum við vissu fyrir því að blað, sem svipað væri háttað um, birti fremur „réttar“ fréttir en það sem sannarlega er hægt að kenna stjórnmálaflokki? Svarið hlýtur að verða neikvætt þegar þeir hlutir eru hafnir í huga sem áður hefur verið drepið á og þegar við erum búin að velta eftirfarandi fyrir okkur: Höf- um við tryggingu fyrir því að fréttir (eða greinar) sem eru andstæðar hagsmunum eiganda hafi ekki ver- ið úthýst? Er líklegt að frétt, sem hugsanlega gæti skaðað einn eig- andann á einn eða annan hátt fái rúm í blaðinu? Höfum við trygg- ingu fyrir því að ekki sé lítill rammpólitískur demon í hugar- skoti ritstjórnarmeðlima og að þessi demon hafi ekki tíst þegar upp kom sú staða að velja og hafna? Höfum við tryggingu fyrir því að „hlutlausu" starfsmennirnir séu yfirleitt hæfari til að gegna sín- um störfum? Nei, því miður. Eina tryggingin eru innantóm slagorð, sem eru orðin löngu úrelt og úr sér gengin. Undir lokin má benda á að fjöl- miðlill í eigu fárra kann að taka upp á þeim skramba að gerast boðberi hæpinna skoðanna eig- enda og/eða starfsmanna. Slíkur „einkaáróður" kann að vera lúmskur og mun hættulegri en málflutningur blaða sem eiga rætur sínar að rekja til þúsunda einstakl- inga, sem hafa rétt til að gera og hafa bein og óbein afskipti af því sem birtist á síðum þeirra. Niðurstaðan hlýlur því að vera sú að þau blöð, sem sigla undir eigin flaggi, en skarta ekki hlut- leysisbleðlum, er hægt að treysta og ekki síst þeim, sem eru fulltrúar þúsunda eins og fyrr var rætt um. á.þ. Islandsmót í hestaíþróttum: Gott mót pí oggóður m árangur íslandsmótið f hestaíþróttum, hið 4 i röðinni, var haldið á Melgerðismelum í Eyjafirði um helgina. Mótið tókst í alla staði mjög vel þegar á heildina er litið, enda er aðstaða til mótshalds af þessu tagi með því allra besta sem til þekkist hérlendis á Mel- gerðismelum. Það voru hesta- mannafélögin Þráinn, Léttir og Funi í Eyjafirði sem sáu um framkvæmd mótsins. Mótsstjóri var Jónas Vigfússon og Snorri Ólafsson yfirdómari. Helst ljóðurinn á mótinu var sá að nokkrir knapar sem höfðu látið skrá sig til leiks mættu ekki. Kom þetta verst niður á hindrunar- hlaupinu og hlýðniæfingum, en þar mættu aðeins 2 keppendur af 14 skráðum. Greinilegt er að hestaíþróttir eiga ört vaxandi vinsældum að fagna. Þetta mót var það fjöl- mennasta sem haldið hefur verið og breiddin er greinilega að aukast. Sérstaklega var eftirtektarvert hversu unglingarnir voru vel ríð- andi, og voru sýningar þeirra glæsilegar og lofa góðu um fram- tíðina. Snorri Ólafsson yfirdómari Ragnar Ingólfsson sigraði í tveimur greinum á mótinu. Hér sést hann með Þorra frá Höskuldsstöðum'. mótsins sagði eftir mótið að íþróttasamband ísiands væri búið að viðurkenna hestaíþróttir í orði, en ekki á borði. Þar af leiðandi sætu hestaíþróttir ekki við sama borð og aðrar íþróttagreinar í landinu. Á þessu þyrfti að verða breyting til þess að þessi íþrótta- grein gæti dafnað eðlilega. Hér fara á eftir úrslitin í öllum keppnisgreinum mótsins: Höskuldur Jónsson var sigursæll á mótinu. Hér situr hann Glóð frá Árgerði. Um störf bæjarstjórna □ Menn bregðast mjög mis- jafnlega við þegar stefna og störf bæjarstjórnar koma til umræðu. Sumir tala um þau af þekkingu og virðast hafa skilning á fjöl- þættum sjónarmiðum, sem taka verður tillit til. Aðrir láta sem best sé að vera í sem minnstri snert- ingu við það sem þar er að unnið og þá menn sem að þeim málum vinna. Þeir, sem svo mæla bregða því einnig fyrir sig að þar starfi menn sem hafi það að atvinnu og leik að svíkja gefin loforð. □ Þó erfitt sé að vera dómari í eigin máli verð ég þó að láta í ljósi það álit mitt að það eru þeir sem minnst þekkja til og minnst kynna sér málin sem svo tala. □ Ég geri þetta að umræðu- efni vegna þess að sveitastjórnar- mál í bæ eins og Akureyri eru orðin mjög umfangsmikil og hef- ur stefna bæjarstjórnar veiga- mikil áhrif á daglegt líf manna. Því bar þeim að fylgjast með þessum málum eftir bestu getu og leitast við að hafa áhrifa eftir því sem aðstæður leyfa. □ Hér í bæ sem víðast ann- arsstaðar á landinu, hafa menn skipað sér í flokka um bæjarmál- in eftir grundvallarskoðunum í landsmálum. Telja verður það næsta eðlilegt því að heildar- stefnan markast af sömu megin- línum og landsmálin þegar til lengri tíma er litið, enda þótt alltaf séu nokkur mál, sem þar standa fyrir utan. I þessu efni má vitna til þróunar ýmissa mála á Akureyri, Neskaupsstað og Reykjavík, þótt þessir staðir séu að ýmsu leyti erfiðir í saman- burði. Ekki má gleyma að á liðn- um árum og áratugum hafa mót- • 4- DAGUR-30. julí 1981

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.