Dagur - 11.08.1981, Blaðsíða 5
DAGUE
Útgefandi: ÚTGAFUFÉLAG DAGS
Skrifstofur: Hafnarstræti 90, Akureyri
Ritstjórnarsímar: 24166 og 21180
Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167
Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON
Blaðamenn: Askell Þórisson,
Gylfi Kristjánsson
Augl, og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
Prenfun: Prentverk Odds Björnssonar hf.
Verslunarmenntun
og hlutur G.A.
Að undanförnu hefur átt sér stað
nokkur umræða um stofnun sér-
staks verslunarskóla á Akureyri.
Ýmis sjónarmið hafa kom ið fram
en í hita umræðunnar virðist hafa
gleymst það frumkvæði sem for-
ráðamenn Gagnfræðaskóla Akur-
eyrar hafa sýnt. I' grein í blaðinu í
dag segir Sverrir Pálsson skóla-
stjóri m.a. „Mér finnst tæpast
hægt að ræða jafn mikilvægt mál
og stofnun verslunarskóla ■— sér-
skóla— á Akureyri án þess að
minnast á það í leiðinni, að
undanfarin 5 ár hefir verið haldið
uppi hér í bæ nákvæmlega sams
konar námi og þar hefði farið fram,
aðeins undir öðru nafni og í
stofnun, sem hefir fleiri hlutverk-
um að sinna. Það er varla unnt að
láta sem þessi starfsemi sé ekki
til, þó að til séu menn sem vilja
sem minnst af henni vita. Ef til vill
er hún ekki nógu mikið kynnt og
auglýst. En Gagnfræðaskóli Ak-
ureyrar hefir að sínu leyti og af
fremsta megni reynt að bæta úr
brýnni þörf Akureyringa fyrir
verslunarmenntun, meðan annars
betra var ekki kostur. Þó að það sé
ef til vill sálfræðilegt atriði, hvað
ein skólastofnun heitir, er það að
öðru jöfnu varla sáluhjálparat-
riði“.
Það kemur fram í grein Sverris
Pálssonar að fjórir hópar hafa
lokið almennu verslunarprófi til
þessa, þrír hópar sérhæfðu versl-
unarprófi og tveir stúdentahópar
sem voru þrjú ár í GA og eitt ár í
MA hafa brautskráðst frá Mennta-
skólanum á Akureyri.
Gagnfræðaskólinn á Akureyri er
virt menntastofnun, sem hefur
sýnt það og sannað að vera vel fær
um að koma nemendum sínum til
aukins þroska. Um árangur þarf
ekki að fjölyrða og í því sambandi
er ánægjulegt að minnast þess,
að nemendur skólans, sem luku
grunnskólaprófi í vor, voru voru
langt yfir landsmeðaltali.
Haustið 1976 tók fyrsta verslun-
ardeiidin í Gagnfræðaskólanum
til starfa. Með henni var ísinn
brotinn og starf deildarinnar hefur
gengið vel, enda hefur jafnan val-
ist hæft starfslið til skólans.
Sá grunnur sem hefur verið
lagður að verslunarskóla með
starfsemi verslunardeiid Gagn-
fræðaskólans er ómetanlegur. En
eins og Sverrir kemst að orði er
eins og einstakir menn vilji sem
minnst af deildinni vita. Það er rétt
eins og þeir hinir sömu telji að
verslunarnám sé ekki nægjanlega
mikils virði nema námið sé stund-
að í sérstakri stofnun, með sér
stöku kennaraliði og í sérstöku
húsnæði.
Blaðið ætlar ekki að leggja
neinn dóm á það hvað sé heppi-
legasta formið þegar um verslun-
arnám framtíðarinnar er að ræða.
En blaðið vill að það komi skýrt
fram nú og síðar í umræðunni um
tilhögun verslunarmenntunar á
Akureyri að það var Gagnfræða-
skólinn á Akureyri sem lagði
hornsteininn að umræddri mennt-
un. - á.þ.
4 - DAGUR -11. ágúst 1981
„SKEMMTILEGRIFERD EN
ÉG HAFÐIREIKNAÐ MEГ
Vinningshafinn í getraun Dags og Ferðaskrifstofu Kjartans Helgasonar á ferðalagi f Búlgaríu
Zlatni Piassatzi baðströndin þar sem þau Jón og Ester sóluðu sig.
kvöld eftir 16 klukkustunda ferða-
lag, og eftir tveggja nátta stopp þar
í borg var haldið í fimm daga öku-
ferð þvert í gegn um Bulgaríu til
baðstrandar sem heitir Zlatni
Piassatzi. Á leiðinni var margt að
sjá enda náttúrufegurð geysileg og
gist var á mjög góðum hótelum."
„Á Zlatni Piassatzi baðströnd-
inni vorum við síðan í eina viku á
sérstaklega glæsilegu hóteli sem
heitir Varna Grand Hotel, sem er
eitt það glæsilegasta er ég hef séð.
Það væri kallað 5 stjörnu hótel hér
heima er ég viss um.“
„Ef maður á að gera samanburð
á því að dvelja þarna og á Spáni t.d.
þá er sá samanburður að mínu mati
Búlgaríu mjög í hag. Þarna er
miklu rólegra, næturlífið ekki yfir-
þyrmandi og allt verðlag mun
skaplegra. Var t.d. hægt að fá mjög
góða máltíð fyrir upphæð sem
svarar til 20 íslenskra króna. Fólkið
er ákaflega rólegt og elskulegt og
ekki yfir neinu að kvarta í sam-
skiptum við það nema þá helst að
tungumálaerfiðleikar gerðu dálítið
vart við sig.“
„Þessi ferð var mun skemmti-
legri en ég hafði reiknað með
fyrirfram. Allt hjálpaðist þar að,
gott veður, góðir ferðafélagar,
mikil náttúrufegurð og ekki síst
frábær fararstjórn. Ég vil sérstak-
lega þakka fararstjórunum Þor-
björgu Bragadóttuí, Önnu Fenger
og Margréti Sigurþórsdóttur frá-
bæra umönnun og Ferðaskrifstofu
Kjartans Helgasonar og Degi
þakka ég kærlega þeirra hlut sem
varð til þess að ég átti kost á því að
fara þessa ferð.“
„Ferðin var í alla staði afar
ánægjuleg og ég gæti svo
sannarlega hugsað mér að fara í
aðra slíka“ sagði Jón Sigurðs-
son, frá Garði í Kelduhverfi, i
samtali við DAG, en Jón vann
einmitt ferð fyrir tvo til Búlgaríu
á vegum Ferðaskrifstofu Kjart-
ans Helgasonar og DAGS í
getraun sem birtist í DEGI í
vetur. Þar voru lagðar fyrir les-
endur ýmsar spurningar varð-
andi Búlgaríu, og þegar dregið
var úr réttum lausnum kom nafn
Jóns upp.
„Ester Tryggvadóttir, frá Hóli í
Kelduhverfi var ferðafélagi minn í
ferðinni sem hófst 8. júní“ sagði
Jón. „Fyrst var flogið frá Keflavík,
millilent í Glasgow og þaðan hald-
ið til Kaupmannahafnar og skipt
þar um flugvél. Þegar við komum
svo um borð í flugvélina sem átti að
flytja okkur til Búlgaríu brá okkur
talsvert þegar áætlaður flugtími til
Budapest í Ungverjalandi var til-
kynntur. Kom reyndar upp úr kaf-
inu að þar átti einungis að milli-
lenda.“
„Við komum síðan til Sofia,
höfuðborgar Búlgaríu seint um
Á þessu glæsilega hóteli bjuggu þau Ester og Jón, en það hótel segir Jón að sé það
glæsilegasta sem hann hefur dvalið á.
Sverrir Pálsson:
Verslunarmenntun á Akureyri
Fjögurra síðna kálfur fylgdi 58. tbl.
Dags, sem út kom 30. júlí, og er
rækilega tekið fram, að þar fari
auglýsing. Hins vegar er margt
óljóst um kálf þennan, og hvergi
kemur fram, hverjir að auglýsing-
unni standa, ef frá er talið nafn
umsjónar- og ábyrgðarmanns.
Á sama hátt virðist margt óljóst í
hugum og fyrir augum auglýsenda
að því er tekur til orða, er falla um
verslunarmenntun á Akureyri.
Einnig er í margnefndri auglýsingu
víða ónákvæmt og villandi orðalag
um sumt, en hrópandi þögn um
annað, svo að ég get ekki orða
bundist.
Nú vil ég þegar taka skýrt fram,
að síst af öllu er ég mótfallinn
verslunarskóla á Akureyri, þ.e. sér-
skóla með því heiti og hlutverki,
enda hefi ég reynt að vinna að því
máli nokkuð og það fyrir all löngu,
en það er önnur saga og kemur
þessu máli ekki við. Nokkur skrið-
ur komst á málið fyrir áratug og
náði svo langt, að bæjarstjóm Ak-
ureyrar samþykkti ályktun, þar
sem skorað var á ríkisvaldið að
stofnsetja verslunarskóla á Akur-
eyri þá þegar. Málið hlaut nokkra
athugun í Menntamálaráðuneyt-
inu, en niðurstaðan varð s, að sam-
in voru „Lög um viðskiptamenntun
á framhaldsskólastigi", sem sam-
þykkt voru árið 1976, eins og rétti-
lega kemur fram í auglýsingunni.
Þegar hér var komið sögu, hafði
námi á verslunarkjörsviði verið
haldið uppi í framhaldsdeildum
Gagnfræðaskóla Akureyrar frá
hausti 1969, en nú gripu Akureyr-
ingar tækifærið, þegar áðurnefnd
lög tóku gildi. Bæjarstjórn kaus
nefnd valinna manna til þess að
undirbúa málið, og hið endur-
skipulagða nám á viðskiptasviði
hófst við Gagnfræðaskólann þá um
haustið. Viðskiptafræðingur var
ráðinn brautarstjóri, og þar hafa
kennt margir ágætir kennarar,
þ.á.m. sérfræðingar í ýmsum
greinum viðskiptafræða.
Námið leiðir til almenns versl-
unarprófs (samsvarandi prófi úr
Verslunarskóla íslands) eftir tvö ár,
og auk þess geta nemendur haldið
áfram þriðja árið og lokið sérhæfðu
verslunarprófi. Að því loknu eiga
þeir að geta lokið stúdentsprófi að
viðbættum tveimurönnum (l ári) í
menntaskóla.
Þó að ýmislegri hagnýtri kennslu
í viðskiptagreinum hafi verið hald-
iðuppiviðGA 1969-1976, telég, að
haustið 1976 hafi eiginlegur versl-
unarskóli tekið til starfa hér í bœn-
uni og hafi starfað hér síðan með
vaxandi aðsókn. 4 hópar hafa lokið
almennu verslunarprófi til þessa, 3
hópar sérhœfðu verslunarprófi
(verslunarprófi hinu meira) og 2
stúdentahópar, sem voru 3 ár i GA
og 1 ár í MA, hafa brautskráðst frá
Sverrir Pálsson.
Menntaskólanum á Akureyri.
Fjölgun ársbekkja úr 1 í 3 vil ég
kalla stækkun, þó að sumir vilji
ekki orða það svo.
Kunnugleika auglýsenda má
nokkuð marka af orðunum „versl-
unardeild innan gagnfræðadeild-
ar“. í fyrsla lagi hefði höfundur
þessara orða mátt vita, ef hann
hefir haft einhverjar spurnir af ís-
lensku þjóðlífi síðústu árin. að
gagnfræðapróf (og þar með gagn-
fræðadeildir) hvarf úrsögunni árið
1977, og í öðru lagi, að viðskipta-
námið við GA er á framhalds-
skólastigi, en hvorki á gamla gagn-
fræðastiginu né núverandi grunn-
skólastigi, eins og höfundur virðist
reyna að læða að lesendum.
Það er og tæplega sannleikanum
samkvæmt, „verslunardeild“
hafi verið sett á stofn við Gagn-
fræðaskólann „á sínum tíma“
(hvaða tíma?) „í miklu hasti“. Ef
átt er við stofnun viðskiptakjör-
sviðs framhaldsdeilda árið 1969, er
því að svara, að þar var að vísu
erfitt um öflun námsbóka og
námsgagna í fáeinum námsgrein-
um fyrsta árið og í sumum tilvikum
fyrstu árin, en slíkt er löngu liðin
tíð, og ætti ekki að nota slíkt sem
vopn gegn þeirri kennslu á við-
skiptasviði, sem nú fer fram. —
Hraðinn í undirbúningi núverandi
kennsluforms, sem gekk í gildi árið
1976, var hófsamlegur og á engan
hátt á kostnað vöndunar verksins
eða gæða námsins. Þó unnið væri
af röskleika, var þar hvorki fum né
flaustur.
Mér finnst tæpast hægt að ræða
jafn-mikilvægt mál og stofnun
verslunarskóla — sérskóla — á
Akureyri án þess að minnast á það í
leiðinni, að undanfarin 5 ár hefir
verið haldið uppi hér í bæ nákvœm-
lega sams konar námi og þar hefði
farið fram, aðeins undir öðru nafni
og í stofnun, sem hefir fleiri hlut-
verkum að Sinna. Það er varla unnt
að láta sem þessi starfsemi sé ekki
til, þó að til séu menn, sem vilja
sem minnst af henni vita. Ef til vill
er hún ekki nógu mikið kynnt og
auglýst. En Gagnfræðaskóli Akur-
eyrar hefir að sínu leyti og af
fremsta megni reynt að bæta úr
brýnni þörf Akureyringa fyrir
verslunarmenntun, meðan annars
betra var ekki kostur. Þó að það sé
ef til vill sálfræðilegt atriði, hvað
ein skólastofnun heitir, er það að
öðru jöfnu varla sáluhjálparatriði.
Að lokum óska ég þeim rhönn-
um og konum, sem vilja koma á fót
sérskóla fyrir verslunarmenntun á
Akureyri — Verslunarskóla Akur-
eyrar — alls góðs og vona, að að-
stæður og yfirvöld leyfi slíkt sem
fyrst. Þetta mæli ég sem gamall
baráttumaður og áhugamaður
málsins. En, góðir drengir, viður-
kennið staðreyndir og leyfið öðrum
að njóta sannmælis. Beitið aðeins
drengilegum vopnum. Annað
sæmir ekki góðum málstað.
Sverrir Pálsson.
Þorleifur Ananíasson
Kristján Arngrímsson
KA með í baráttunni um
fslandsmeistaratitilinn
„Ég er hóflega bjartsýnn. Við
eigum eftir að leika gegn Vfk-
ingi hér heima þannig að
möguleikar okkar eru ekki
minni en annarra takist okkur
vel upp í þeim leikjum sem eftir
eru.“ Þetta voru orð Elmars
Geirssonar, fyrirliða KA, eftir
að hann hafði leikið eitt aðal-
hlutverkið í öruggum sigri
liðsins gegn íslandsmeisturum
Vals hér á Akureyri á föstu-
dagskvöldið. 1450 áhorfendur
urðu þá vitni að einum
skemmtilegasta leik sem fram
hefur farið á Akureyri í sumar,
leik sem bauð upp á falleg
mörk, mikla baráttu og oft
ágætan samleik.
Þegar heiðúrsgestum leiksins,
Sæmundi Óskarssyni, formanni
KA-klúbbsins í Reykjavík, og
konu hans frú Ingu Óskarsdóttur
höfðu verið færð blóm, ásamt
Sævari Jónssyni Valsmanni sem
lék þarna sinn 100 leik, hófst
leikurinn og lék KA undan
nokkurri suðaustan golu í fyrri
hálfleik. Fátt markvert skeði
framan af leiknum, Eyjólfur átti
þó skot rétt framhjá strax á 4.
mín., en þegar 15 mín. voru af
leik missti KA Gunnar Blöndal út
af vegna meiðsla sem hann hlaut
eftir samstuð við markvörð Vals. í
hans stað kom inná ungur leik-
maður, Ormar Örlygsson.
Leikmönnum KA virtist ganga
illa að hemja boltann undan
vindinum og mikið var um háar
sendingar inn í vítateig Váls þar
sem hinir hávöxnu varnarmenn
þeirra réðu lögum og lofum.
Á síðustu mín. fyrri hálfleiks
fær KA hornspyrnu frá vinstri
sem Elmar framkvæmir og eftir
mikinn atgang við mark Vals er
bjargað naumlega í horn. Aftur
gefur Elmar vel fyrir markið og
nú stekkur Ásbjörn Björnsson
hæst allra og skallar í mark Vals.
Eitt núll í leikhléi og leikmenn
Vals höfðu ekki átt marktækifæri
í leiknum.
KA-menn komu mjög ákveðn-
ir til leiks eftir hléið og gáfu fs-
landsmeisturunum engan frið til
að byggja upp sóknarleik sinn. Á
7. mín. varð Njáll Eiðsson besti
maður Vals að yfirgefa völlinn
vegna meiðsla og smám saman
Ásbjörn Björnsson bindnr endahnútinn á harða sókn KA, og skorar með góðum skalla. (Mynd KGA).
náði KA betri tökum á leiknum.
Á 12. mín. gefur Ásbjörn fallega
sendingu á Elmar sem leikur
auðveldlega á Dýra og er kominn
á auðan sjó rétt utan vítateigs
Vals þegar Grímur Sæmundsen
fyrirliði skellir honum gróflega.
Röggsamur dómari leiksins, Vil-
hjálmur Þór, dró upp rauða
spjaldið og vísaði Grími af leik-
velli. Við þetta riðlaðist leikur
Vals, og KA réði nú lögum og
lofum á vellinum. Á 17. mín. er
Ásbjörn enn með stórgóða send-
ingu út á kantinn til Elmars sem
leikur á varnarmann og gefur vel
fyrir mark Vals þar sem Hinrik
Þórhallsson kemur á fullri ferð og
skallar knöttinn í markið. Glæsi-
legt mark.
Sex mín. fyrir leikslok gerði
KA síðan endanlega út um leik-
inn þegar Elmar fær enn eina
stungusendinguna, nú frá Donna,
inn fyrir hina þungu varnarmenn
Vals sem hann hleypur auðveld-
lega af sér og skorar örugglega
fram hjá úthlaupandi markverð-
inurn. Undir lokin fengu Vals-
menn tvö góð tækifæri en Aðal-
steinn markvörður bægði hætt-
unni frá.
Leiknum lauk því með verð-
skulduðum sigri KA 3-0. KA-
menn börðust mjög vel í leiknum
og með slíkum leik geta þeir
unnið hvaða lið sem er. Erfitt er
að gera upp á milli leikmanna
eftir leik sem þennan, allir gerðu
sitt besta, en þó má nefna Éyjólf
Ágústsson sem nú lék aftur sem
tengiliður, hann lék mjög vel.
Elmar Geirsson var maðurinn á
bak við öll mörk liðsins og þegar
hann fór að fá réttu sendingarnar
í síðari hálfleiknum réðu Vals-
menn ekkert við hann, en stjarna
þessa leiks var þó hinn smávaxni
bakvörður liðsins Guðjón Guð-
jónsson. Hann virðist geta hlaup-
ið þindarlaust og kraftur hans og
keppnisharka er með ólíkindum.
Haraldur Haraldsson lék ekki
með vegna veikinda og kom
Steinþór Þórarinsson inn í liðið
að nýju sem bakvörður, en
Gunnar Gislason tók stöðu Har-
aldar í sterkri vöm sem hvergi Iét
undan í leiknum.
Gunni Þórðar í
nokkrum sérflokki
Gunnar Þórðarson GA var ör-
uggur sigurvegari í SAAB-
TOYOTA golfmótinu sem
fram fór hjá Golfklúbbi Akur-
eyrar um helgina. Hér var um
36 holu keppni að ræða, opið
mót, og tóku alls 45 kylfingar
þátt.
Gunnar lék mjög glæsilega í
þessu móti. Sérstaklega var
frammistaða hans fyrri daginn
Falldraugurinn
ásækir Þórsara
„Við þurfum að vinna réttu
leikina. Við eigum KR eftir hér
heima og einnig eigum við eftir
leik gegn FH í Hafnarfirði.
Með sigri í þessum leikjum
ættum við að halda sæti okkar í
1. deild.“ Þetta sagði hinn
sprettharði miðherji Þórs, Jón
Lárusson, þegar haft var sam-
band við hann eftir leikinn
gegn Víkingum um helgina.
Jón sagði að Víkingar hefðu átt
sigur skilið í leiknum, en sigur
þeirra þó verið of stór. Fyrsta
markið hefði komið úr vítaspyrnu
í upphafi leiks. Skömrnu síðar
hefðu Þórsarar átt tvö mjög góð
marktækifæri, Guðjón átti skalla
í þverslá og rétt á eftir björguðu
Víkingará marklínu. Um miðjan
síðari hálfleik gerðu Víkingar
hins vegar út um leikinn með
tveim mörkum á stuttum tíma og
lauk því leiknum með sigri Vík-
ings 3-0.
Við þetta tap fcerðist Þór niður í
næst neðsta sætið í I. deild, hefur
liðið hlotið 8 stig, KR hefur 9 stig,
en FH er neðst með 7 stig. Tvö
neðstu liðin falla í 2. deild. Örn
Guðmundsson lék ekki með Þór í
þessum leik, hann var í leikbanni.
athyglisverð, en þá lét hann sig
hafa það að leika 18 holur á 71
höggi eða einu höggi undir pari.
Hann átti eftir þann dag fjögur
högg í forskot á næsta mann sem
var Héðinn Gunnarsson GA.
Síðari daginn lék Gunnar
einnig best allra, kom inn á 76
höggum sem er mjög gott og hann
varð því hinn öruggi sigurvegari í
kappninni. Annars varð árangur
fimm efstu manna þessi:
Högg
Gunnar Þórðars. GA 71+76= 147
Jón Þór Gunnarss. GA 78 +78 = 156
Þórhallur Pálss. GA 81+80= 161
Héðinn Gunnarss. GA 75 + 89 = 164
Sverrir Þorvaldss. GA 84 + 83 = 167
í keppni með forgjöf sigraði
Gunnar Þórðarson einnig, var á
139 höggum nettó. Héðinn varð í
2. sæti á 146 höggum en síðan
komu þeir Sverrir og Þórhallur á
147.
Stór verkefni eru framundan
hjá Golfklúbbi Akureyrar. Hæst
ber að sjálfsögðu vígsla 18 holu
vallarins sem fram fer um aðra
helgi. Þá verður haldið minning-
armótið um Ingimund Árnason
og er vitað að þátttaka verður
geysileg. Fjöldi manns kemur í
mótið frá Reykjavík ög nálægum
stöðum þar syðra auk þess sem
keppendur verða víðsvegar af
Norðurlandi. Er áætlað að kepp-
endur verði á bilinu 150-200 tals-
ins. Við segjum nánar frá þessu
móti síðar og þeim framkvæmd-
um sem staðið hafa yfir á veilin-
um.
KA KOM
HEIM MEÐ
ÞRJÚ GULL
Á nýafstöðnu Meistaramóti
íslands í frjálsum íþróttum
létu hlaupakonur frá KA
mikið að sér kveða. Sigríður
Kjartansdóttir varð íslands-
meistari í 400 m hlaupi auk
þess sem KA-stúlkurnar sigr-
uðu í bæði 4x100 m og 4x400
m boðhlaupum, og settu í
leiðinni nýtt íslandsmet í
4x400 m hlaupinu. Valdís
Hallgrímsdóttir stóð sig
einnig mjög vel og varð
þriðja í 100 m spretthlaupi og
grind, og önnur í 200 m
hlaupi. Það er fámennur
hópur sem leggur stund á
frjálsar íþróttir á Akureyri,
en efnilegir krakkar eru nú
að skjóta upp kollinum sem
mikils má af vænta ef þau fá
góða þjálfun og uppörvun í
íþrótt sinni.
11. ágúst 1981- DAGUR - 5