Dagur - 11.08.1981, Blaðsíða 6

Dagur - 11.08.1981, Blaðsíða 6
Svalbarðskirkja. Guðsþjónusta næstkomandi sunnudag kl. 11.00 árdegis. Sóknarprestur. Akureyrarkirkja. f stað guðs- þjónustu n.k. sunnudag er sam- koma í kirkjunni kl. 17,00 á vegum æskulýðssambands kirkjunnar, en þangað eru allir velkomnir. P.S. Á fimmtudögum kl. 17.00 „opið hús“ fyrir börn. Sunnudaginn kl. 20.30 almenn samkoma að Strandgötu 21. Allir velkomnir. Hjálpræðisherinn. tirpaloo oo Ferðafélag Akureyrar. 22. ágúst, dags grasatínsluferð. 22.-23. ágúst, Glerárdalur gönguferð. 29.-30. ágúst, Flateyjardalur berjatínsla. itiaiMiHHlU Hinn 25. júlí voru gefin saman í hjónaband að Syðra-Lauga- landi brúðhjónin Sigríður Emilía Eiríksdóttir, Grísará I, og Einar Þórketill Einarsson námsmaður, Laugarnesvegi 78, Reykjavík. Heimili þeirra er Safamýri 45, Reykjavík. Gjafir og áheit til Akureyrar- kirkju, kr. 50 frá E.L.B, kr. 200 frá Jóhönnu og önnu, kr. 100 frá R.K.kr. 250 frá H.S. kr. 100 frá J.S.J. og kr. 500 frá N.N. sem fékk ósk uppfyllta á örlaga- stund. Áheit á Strandarkirkju kr. 50 frá J.B. kr. 100 frá R.J., kr. 30 frá G.J., kr. 200 frá S.V., kr. 10 frá A.K., kr. 200 frá Brekku- búa. Til fátækra barna í Konsó frá fermingarbarni kr. 100. Bestu þakkir. Birgir Snæbjörns- son. Borgarbíó sýnir „Helför 2000“ Borgarbíó sýnir í kvöld „Helför 2000“ — hrollvekjandi framtíðar- sýn blandna fornum trúarsiðum og spádómum — gerða í samvinnu af breskum og ítölskum aðilum. í aðalhlutverkum eru Kirk Douglas, Simon Ward og Agostina Belli. Öllum vinum og vandamönnum sem glöddu mig á nírœðisafmœli mínu 22. júlí 1981 með heimsókn- um, gjöfum og kveðjum, þakka ég af alhug. Einnig Umf. Gaman og alvara og söfnuði Þóroddsstaðar- sóknar er heiðruðu mig við sama tœkifœri. Þá vil ég þakka Kvenfélagi Þóroddsstaðarsóknar ómetan- lega hjálp við að láta gestum mínum líða vel, og mér daginn ógleymanlegan. Guð blessi ykkur öll. Hálsi 27. júlí 1981. MARTEINN SIGURÐSSON. Móðir okkar og amma, ÞORGERÐUR JÓHANNESDÓTTIR, Þlngvallastræti 31, lést þann 8. ágúst s.l. á Landakotsspítala, Reykjavík. Börn og barnabörn. Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóð r, ömmu, langömmu og langa- langömmu, KRISTÍNAR MARGRÉTAR SIGURÐARDÓTTUR, Glerárholti 1, Akureyri. Ingólfur Marteinsson, Erla Þórðardóttir, Ester Martelnsdóttir, Gunnlaugur Einarsson, Hannes Marteinsson, Sigríður Marteinsdóttir, Hámundur Bjarnason, Páll Marteinsson, Ásdís S. Þorsteinsdóttir, Lárus Marteinsson, Slgrún Gústafsdóttir, Birgir Steinþórsson, Edda Gísladóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Systir mín, KRISTÍN KONRÁÐSDÓTTIR, Gierárgötu 8, andaðist aðfararnótt 8. ágúst í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri. Svava Hjaitalín. „Þeir prédika enn með hljóðri bæn“ - Ræða séra Péturs Sigurgeirssonar við afhjúpun minnisvarða fyrstu kristniboðanna hjá Gullsteini í Húnaþingi Þegar þessi hátíðastund er upp runnin, og minnisvarðinn um fyrstu kristniboða á íslandi verður afhjúpaður af biskupinum, herra Sigurbirni Einarssyni, er rétt að fara nokkrum orðum um tildrög verksins, og gerð minnisvarðans. Þá er þar fyrst til að taka, að í byrjun árs 1978 gaf Jón H. Þor- bergsson að Laxamýri 100 þúsund gamlar krónur, er varið skyldi til sjóðstofnunar í því skyni að reisa Þorvaldi víðförla og Friðriki bisk- upi minnismerki hér á söguslóðum þeirra í Húnávatnsþingi í tilefni af þúsund ára afmæli kristniboðsins. Hinn kunni bændahöfðingi og lýðháskólamaður, Jón H. Þor- bergsson, hafði margsinnis áður sýnt hug sinn til eflingar kirkju og kristni í landinu með gjöfum sín- um, og hann fylgdi þeim eftir með bænarkrafti og trúarhita. Jón H. Þorbergsson lagði fyrstur manna fram skerf sinn til þessa minnis- varða. Jón andaðist í hárri elli 5. janúar 1979, níutíu og sex ára gamall. Vil ég nú biðja viðstadda að votta minningu hans virðingu og þökk með því að rísa úr sætum. Stjórn Prestafélags hins forna Hólastiftis, sem fékk gjöfina til varðveizlu og ávöxtunar kaus þriggja manna nefnd til þess að fylgja málinu eftir. í nefndinni eru auk mín, séra Pétur Ingjaldsson prófastur og bóndinn á Stóru- Giljá, Erlendur Eysteinsson. Og hefur nefndin unnið að tilhögun og gerð minnisvarða í samráði við biskup. Ragnar Kjartansson myndhöggvari var fenginn til þess að gera minnisvarðann. Og það vil ég sérstaklega taka fram og þakka, að Ragnar Kjartansson gefur hug- verkið sitt — og er þar um mikla rausn og fórnarhug að ræða. Minnisvarðinn er steyptur úr blágrýtismöl í Steinsmiðju Sigurð- ar Helgasonar í Reykjavík. Varðinn er 2 og 'ö meter á hæð og vegur 5 tonn. — Ragnar vann við að steypa minnisvarðann og fylgdist með verkinu þar til það var fullunnið. — Ragnar getur því miður ekki verið hér með okkur í dag, þar sem hann veiktist af lungnabólgu í fyrri viku og liggur í sjúkrahúsi en hér er á meðal okkar í dag eiginkona hans Katrín Guðmundsdóttir tveir synir og tengdadóttir. Fyrir hönd okkar þakka ég Ragnari og Sigurði Helgasyni forstjóra mikið og vel unnið verk. Sigurður Helgason fylgdi minnisvarðanum norður og sá um uppsetningu hans ásamt Er- lendi bónda á Stóru-Giljá. Menn urðu sammála um að ætla steininum stað, þar sem hann er nú niður kominn. Tvennt réði þar um, að hann væri við alfaraleið og ekki langt frá Gullsteini, sem er tengdur sögu kristniboðanna. Hér er því í vissum skilningi komnir tveir bautasteinar, og spölurinn milli þeirra eru spor þúsund áranna. Með þessum orðum er ekki öll forsagan sögð, um aðdraganda þessarar hátíðar, því að á tímabili starfaði nefnd Héraðsfundar Húnavatnsprófastsdæmis að því að undir búa þetta stóra afmæli. Var það aðallega fyrir forgöngu séra Gísla Kolbeins, er þá var prestur í Melstaðarprestakalli, en er nú prestur í Stykkishólmi. Með hon- um í nefndinni voru Konráð Egg- ertsson Haukagili og Guðrún Jónsdóttir Hnjúki. Meðan þessi nefnd starfaði var uppi hin sama hugmynd um að reisa kristniboð- unum minnisvarða. Stóra-Giljá kemur að vonum oftast við sögu, þar sem Þorvaldur var borinn og barnfæddur, — en Gullsteinn og svæðið hér umhverf- is, er í landi Kringiu sem er næsti bær. Bœndurnir þar, Hallgrímur Kristjánsson og Reynir Hallgríms- son, veittu góðfúslega leyfi sitt til þess að reisa minnismerkið í þeirra landareign, — og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir það. Minnis- merkið er u.þ.b. 25 metra frá miðju akvegar, og er í beinni Iínu milli Gullsteins og Þingeyrarkirkju. Um fjárhagshliðina er það að segja, að sjóðurinn, sem upphaf- lega var 100 þúsund gamlar krónur hefir nú hundraðfaldast, — og nemur nú 100 þúsund nýkrónum. Sjóðnum hafa borizt margar gjafir. sem of langt mál yrði upp að telja. En sjóðurinn þarf ennþá að vaxa svo að hægt sé að greiða allan kostnað við minnisvarðann. Barmmerkið, sem er nákvæm mynd af minnismerkinu, gerði ís- spor í Reykjavík, — og ágóðinn af sölu þess rennur í minnisvarða- sjóðinn, og er nú á boðstólum í dag. Minnisvarðinn rís hér á melnum til að segja á sínu máli, það sem skrifað stendur: „ Verið minnugir leiðtoga yðar, þeirra, sem Guðs orð hafa tilyðar talað ...“ Steinninn á um aldur og ævi að minna á frum- votta hins kristna siðar á íslandi, og tala þeirra máli: „Komið til hans, hins lifanda steins, sem að sönnu var útskúfað af mönnum, er hjá Guði útvalinn og dýrmœtur. “ Að lokum þakka ég meðnefnd- armönnum mínum í minnisvarða- nefnd ágætt samstarf og hátíðar- nefndinni allan undirbúning að þessum hátíðisdegi. Okkur er það mikil gleði að biskup gat orðið við þeirri beiðni okkar að afhjúpa minnisvarðann. Bóndanum á Stóru-Giljá, Erlendi Eysteinssyni þökkum við sérstaklega, en á hon- um hefur mikið mætt undanfarna daga. Um aldur og æfi munu Þorvald- ur víðförli og Friðrik biskup af Saxlandi vera hér á varðbergi í nýjum búningi. Þeir prédika enn á sínu þögla máli í hljóðri bæn — fyrir þeim sem um veginn fara. „Nemið staðar við veginn og lit- ist um og spyrjið um gömlu göt- urnar, hver sé hamingjuleiðin, — og farið hana.“ (Jer. 6,16.). Skolþurrkur það sem koma skal? Þórshamar á Akureyri hefur tekið að sér að selja nýja gerð af rúðuþurrkum á bifreiðar, en þessar þurrkur, sem heildverslun Árna Scheving flytur til lands- ins, nefnast „skolþurrkur“. Þegar þessar þurrkur eru settar á bifreiðina er hið svokallaða „rúðu- piss“ aftengt og með tilkomu nýja útbúnaðarins er úr sögunni hið sí- gilda og hvimleiða vandamál er vatnsbunan fýkur til hliðar við rúðuna eða upp á topp bifreiðar- innar. ísetning nýja útbúnaðarins er ákaflega einföld, en skolþurrkurn- ar vinna þannig að vatnsbunan kemur úr blöðkum, ávallt á þann Stað þar sem þurrkan vinnur hverju Hver þekkir ekki vandræði eins og þau sem efri myndin sýnir? ökumaðurinn á neðri sinni. myndinni notar skolþurrkur. 6 - DAGUR -11. ágúst 1981

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.