Dagur - 13.08.1981, Blaðsíða 4
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
Skrifstofur: Hafnarstræti 90, Akureyri
Ritstjórnarsímar: 24166 og 21180
Sími auglýsinga og afgreiöslu: 24167
Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON
Blaðamenn: Áskell Þórisson,
Gyifi Kristjánsson
Augl. og afgr.: JÖHANN KARL SIGURÐSSON
Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf.
Bæjarfulltrúar ræða
um bæjarstjórn
Fyrir skömmu hóf göngu sína nýr
þáttur í blaðinu, sem nefnist Bæj-
ar- og sveitarstjórnarmál og hafa
þrfr bæjarstjórnarfulitrúar nú þeg-
ar látið frá sér heyra. Sigurður Óli
Brynjólfsson sagði m.a. í sinni
grein: „Menn bregðast mjög mis-
jafnlega við þegar stefna og störf
bæjarstjórnar koma til umræðu.
Sumir tala um málin af þekkingu
og virðast hafa skilning á fjöl-
þættum sjónarmiðum, sem taka
verður tillit til. Aðrir láta sem best
sé að vera í sem minnstri snert-
ingu við það, sem þar er að unnið
og þá menn sem að þeim málum
vinna. Þeir, sem svo mæla bregða
því einnig fyrir sig að þar starfi
menn sem hafi það að atvinnu að
svíkja gefin loforð. Þó erfitt sé að
vera dómari í eigin máii verð ég þó
að láta í ijósi það álit mitt að það
eru þeir sem minnst þekkja til og
minnst kynna sér málin sem svo
tala.“
Efiaust er það oft erfitt fyrir hinn
almenna borgara að fylgjast með
störfum kjörinna fulltrúa í bæjar-
stjórn, en til eru ýmsar leiðir til
þess. Fundargerðir nefnda og
bæjarstjórnar getur hver maður
fengið og Sigurður bendir rétti-
lega á að menn þurfa ekki að vera
flokksbundnir til að fá inngöngu á
umræðufundi, sem flokkarnir
halda. Það er staðreynd að al-
menningur hefur ekki sýnt starfi
flokkanna áhuga — það sýna best
tóm sæti á fundum. Til þess að
stjórn bæjarins verði sem lýð-
ræðislegust þarf hinn almenni
borgari að sýna henni jákvæðan
áhuga og síðast en ekki síst að
fylgjast með starfi flokkanna. Of
margir tala um þá í niðrandi tóni
og af lítilli þekkingu, af hvaða
ástæðu það kann svo að stafa.
Soffía Guðmundsdóttir ræddi
m.a. um vinnuskilyrði s.s. fundar-
tíma og launakjör þeirra sem í
bæjarstjórn sitja. Það kom fram
hjá Soffíu að fundir í nefndum og
bæjarstjórn eru flestir síðdegis og
launakjör á þann veg að greini-
lega er gert ráð fyrir að þessi störf
séu unnin í hjáverkum.
„Nú er rétt að fram komi, að ekki
bera að launa svo störf að stjórn-
málum að þau verði eftirsóknar-
verð þess vegna. Hins vegar er
varhugavert að haga málum á
þann veg að einungis þeir, sem
eru vel iaunaðir fyrir og hafa svig-
rúm til þess að hafa fleira í takinu
geti yfirleitt stundað þessi störf,“
segir Soffía.
Þessi tvö sjónarmið sem fram
koma hjá bæjarfulltrúunum eru
athyglisverð. í fyrsta lagi verður
auðsjáanlega að kynna betur
bæjarstjórn og störf hennar fyrir
almenningi — hvetja fólk til virkari
þátttöku í stjórn bæjarins á hvaða
vettvangi það kann að vera. Þá
fullyrðingu Soffíu um að ytri skil-
yrði ráði miklu hvort fólk geti tekið
þátt í starfi bæjarstjórnar og
nefnda verður einnig að taka til
alvarlegrar íhugunar. — á.þ.
„Ég var drepinn
tvívegis í ánni“
„Jú, ég var höggvinn í bakið i
miðri á. Ég var á harðahlaupum og
eftir mér kom maður sem sveiflaði
öxi með þessum afleiðingum“,
sagði Gestur E. Jónasson, leikari,
en hann er nýkominn til Akureyr-
ar eftir að hafa leikið í myndinni
Útlaginn, sem fjallar um Gísla
Súrsson. Gestur virtist ekki kippa
sér upp við það að hafa verið
drepinn fyrir skömmu og ekki var
annað hægt að sjá en hann væri
við góða heilsu. „Annars urðu þeir
að drepa mig tvisvar því í fyrra
skiptið vildi öxin ekki standa i
bakinu á mér“. Og Gestur brosti
með sjálfum sér er hann rifjaði
upp skemmtilegar minningar en
spyrillinn ók sér af hryllingi.
Afrakstur dagsins:
2 mínútur!
Áður en lengra var haldið vildi
spyrillinn fullvissa sig um að
þetta væri með óhugnarlegustu
atriðunum en Gestur minnti á að
Gestur er hagvanur á leiksviði og Akureyr-
ingum að góðu kunnur á þeim vettvangi.
Hér er hann kominn úr hópi fornmanna og á
fjalirnar í Samkomuhúsinu. Myndin var
tekin s.l. vetur.
raunveruleikinn á dögum Gísla
hefði verið nokkuð svæsinn og
blóðbað og óþokkaháttur daglegt
fyrirbæri.
— Hvernig gekk að kvik-
mynda?
Gestur hugsaði sig um andar-
tak og sagði síðan: „Ég held að
fólk geri sér almennt ekki grein
fyrir því hve mikil vinna liggur að
baki myndar eins og þessarar.
Sem dæmi get ég nefnt að á ellefu
klukkustunda vinnudegi þykir
gott ef hægt er að nota tvær
mínútur af filmu. Sé það haft í
huga að venjuleg kvikmynd er
um 180 mínútur sjá menn að það
er ekki hrist fram úr erminni að
gera kvikmynd“.
Auðvitað gekk kvikmyndunin
vel enda engir viðvaningar sem
standa að henni. Ágúst Guð-
mundsson er leikstjóri, en fram-
kvæmdastjóri Jón Hermannsson.
Þarna voru frábærir handverks-
menn, sem Gestur minntist með
hrifningu. „Þeir gátu nánast allt.
Sem dæmi get ég nefnt þér að þeir
smíðuðu vefstól og hauskúpur
eins og það er nú skilt. Hins vegar
var vinnan oft erfið og Gestur
sagði frá því þegar leikarar og
starfsfólk stóð I hörkugaddi í
I.Ikfvlgd. Fólkið cr I „giimlum" klæðum og cinn bcr spjól scr við ðxl. I hægra horni má sjá kvikmyndavél.
Þcgar var kvikmyndað í Gcirþjófsdal ætlaði mývargurinn alla lifandi að drcpa. Eina ráðið var
að'sveipa höfuðið með lítt gagnsæum dúk. Gestur er lengst til vinstri.
Hítardal. Allir höfðu steypt yfir
sig svörtum ruslapokum til að
vernda búninga og stöppuðu og
börðu sig til hita.
Nei - mjólkin súrnaði
ekki
Nú hlýtur það að vera að ýnisu
leyti ólíkt að leika í kvikmynd eða
á sviði. Gestur var spurður um
þetta atriði. „Þarna eru vinnu-
brögð allt önnur. Ef atriði mis-
tekst í kvikmyndinni er alltaf
hægt að taka það aftur - öfugt við
það sem gerist á sviði. Hugsaðu
þér annað. í vetur var ég mynd-
aður þar sem ég var að hlaupa
milli húsa með mjólkurfötu. En í
sumar tóku þeir atriðið þar sem
ég kem inn í bæinn með fötuna.
Fyrra atriðið var tekið upp í
Hítardal, en það seinna í stúdíói í
Reykjavík. Nei, nei, mjólkin var
ekkert farin að súrna. Þegar inni-
senan var tekin þurfti ég auðvitað
að vera alveg eins klæddur,
skeggið varð að vera eins og fyrir
nokkrum mánuðum. í stuttu máli
- maður varð að muna nákvæm-
lega hvernig útlitið var mörgum
mánuðum fyrr í brunagaddi í
Hítardal. Annars var þetta atriði
ekkert einstakt að þessu leyti því
mörg eru tekin á mismunandi
tíma“.
Á myndum sem Gestur dregur
út pússi sínu (hann var nefnilega
vopnaður myndavél frá'Degi) má
sjá ýmis kunntgleg andlit íklædd
búningum fornmanna. Á einni
var sjálfur Gísli Súrsson - Arnar
Jónsson -. Gísli sat á kistu og var
hinn vígalegasti og át-af 20. aldar
plastbakka. Gestur sagði okkur
að nútíminn hefði stundum sett
strik í reikninginn. Það kom
nefnilega fyrir að endurtaka varð
atriði þegar flugvél kom nálægt
eða þegar trukkur skók nágrenn-
ið.
Doddi djarfi
og Keli smart
— Hvað var þitt hlutverk í
myndinni og hvenær ertu drep-
inn?
„Ég leik Þórð huglausa. Við
gáfum hvort öðru nútímanöfn og
meðal leikaranna hét ég Doddi
djarfi. Gísli hét Gilli grjótkastari
og Þráinn Karlsson, sem leikur
Þorkel Súrsson var kallaður Keli
smart. Þórður þessi huglausi var
þræll Gísla og er drepinn nokkru
eftir miðja mynd“. Og Gestur
sýndi á sér fararsnið. Hann var
varla fyrr búinn að ná öxinni úr
bakinu á sér þegar hann fór að
vinna í malbikinu hjá Akureyrar-
bæ og þar líðst mönnum ekki
(hvort svo sem þeir eru kvik-
myndastjörnur eður ei) að slóra.
— En að lokum Gestur. Nú
hefur þú leikið í þinni fyrstu
kvikmynd og ekki annað að, heyra
en þér hafi líkað vel, en næsta
vetur verður þú hjá Leikfélagi
Akureyrar eins og undanfarin ár.
Hefur þú í hyggju að reyna að
komast oftar á hvíta tjaldið?
„Sú reynsla sem ég fékk í kvik-
myndinni er ómetanleg og ég
kynntist mörgu góðu fólki. Það
verður ekki af mér tekið hvað svo
sem ég geri síðar. Það er víst nðgu
erfitt að spá urn næsta dag svo
maður fari ekki að rýna lengra
fram í tímann“.
Stjórnmálaflokkarnir starfa
á lýðræðislegum grundvelli
Að starfa í bæjarstjórn, er að taka
þátt í iðandi mannlífi sveitar-
félagsins. Þar kynnist bæjarfulltrú-
inn störfum hinna fjölmörgu
áhugamanna, sem drífa áfram hina
margbreytilegustu starfsemi I bæn-
um. í raun hafa bæjarbúar litla
yfirsýn yfir þessa starfsemi, þeir sjá
íþróttasvæði, golfvelli, útivistar-
svæði og fl. og fl. og þeim þykir
þetta harla gott ef vel er gert, en
lengra nær þekking fjöldans vart.
Hin eiginlega starfsemi hinna
mörgu áhugafélaga er almenningi
hulin að verulegu leyti. Bæjar-
stjórnarmenn reyna að gera sér eins
glögga grein fyrir mikilvægi þess-
ara starfa og unnt er, þar sem kröf-
ur áhugafólksins eru miklar á
hendur bæjarsjóði, en takmarkaðir
tekjustofnar setja ráðamönnum
stólinn fyrir dyrnar að verulegu
marki. Bæjarstjcrnarmenn reyna
þó að verða við óskum sem flestra
um fjárframlög, þótt sumum um-
sækjendum þyki eflaust smátt
skorið þegar fjárhagsáætlun liggur
fyrir. Að framansögðu eru störf við
afgreiðslu þessara mála aðallega
fjárhagslegs eðlis og bundin við
fjárhagsáætlun hvers árs. Þau eru
fremur smá í sniðum miðað við
heildartekjur bæjarsjóðs, en við af-
greiðslu stærri mála og þeirra fjár-
frekustu eru hendur bæjarfulltrúa
að verulegu leyti bundnar. Annars
vegar af fastákveðnum greiðslum,
sem starfa af sameiginlegum
kostnaði ríkis og sveitarfélaga og
hins vegar af þeim stefnuskrám,
sem barist er fyrir um kosningar og
síðan samningi, sem gerður er um
stjórn bæjarins milli fulltrúa þess
meiri hluta sem myndaður er í
bæjarstjórn.
Sá meirihluti, sem nú situr í
bæjarstjórn verður varla sakaður
um framkvæmdaleysi í bænum,
þótt alltaf megi deila um forgang
framkvæmda og skiptingu fjár-
magns til einstakra verka. Meiri
hlutinn hefur lagt áherslu á að
ljúka stórverkefnum á sem
skemmstum tíma, svo að fjármagn
nýtist sem best og hefur minni
hlutinn stutt þessa stefnu. Má í
þessu tilviki geta gatnafram-
Bæjar- og sveitar-
®Étjórnarmá|fP
kvæmda í bænum, sem kosta mikið
fé, en eru taldar af flestum bæjar-
fulltrúum undirstaða undir stækk-
un bæjarins og vellíðan íbúa.
Bregður þá svo við að hörð
gagnrýni kemur fram í blaðagrein á
þessa stefnu bæjarstjórnar og bæj-
arfulltrúar nefndir „steinsteypu-
menn“ í niðrandi merkingu. Sem
betur fer eru fáir formælendur þess
að hverfa til fortíðar á moldargötu
og í torfhús. Almenningur vill lifa í
fögru og hreinu umhverfi og að
þeir geti farið ferða sinna um gott
umferðakerfi, þar sem steinsteypa
og gróður fari vel saman og setji
svip sinn á bæinn. Þetta er aðeins
smá sýnishorn af mati einstakra
manna á stórframkvæmdum sem
bæjarstjórn ákveður. Þessi gagn-
rýni er oft sett fram að lítt athuguðu
máli, eða að viðkomandi hefur
orðið fyrir vonbrigðum með fram-
gang sinna áhugamála í bænum.
Sá áróður er nú rekinn í sumum
fjölmiðlum að heillavænlegast sé
að leggja alla stjórnmálaflokka
niður í sveitarstjórnum og pólitískt
skoðanalausir einstaklingar eigi að
stjórna bæjarfélögum. Þetta myndi
eflaust vera ágæt hugmynd, ef við
byggjum ekki lýðfrjálsum hluta
heims, þar sem mismunandi
stjórnmálaskoðanir eru taldar
nauðsynlegar og pólitískir stjórn-
endur jafn nauðsynlegir og fæði og
klæði almennings, enda hafa
stjórnendur þjóðarinnar og sveit-
arfélaganna talið það styrk sinn að
hafa á bak við sig öfluga pólitíska
hreyfingu, þar sem ýms sjónarmið
á framkvæmd mála koma til um-
ræðu og afgreiðslu.
Stjórnmálaflokkar hér starfa á
lýðræðislegum grunni og eru opnir
fyrir hinum fjölbreytilegustu
lífskoðunum fólks og óvíða er auð-
veldara að koma þeim á framfæri
og hafa áhrif á gang áhugamála
sinna. Það yrði því spor afturábak
ef engin stjórnmálaumræða færi
fram í bæjarstjórn Akureyrar, og
vandséð hvernig sú stjórn yrði á
bæjarfélaginu, sem ekki hefði hinn
fjölbreytta svip pólitískra skoðana.
Þorvaldur Jónsson.
Urslit í
4. og 5. fl.
f dag, fimmtudag, hefst úrslita-
keppni í 4. og 5. flokki í knatt-
spyrnu. 4. flokkur leikur í Vest-
mannaeyjum. Þar eiga Þórsarar í
höggi við sjö önnur lið um meist-
aratitilinn. Þjálfari Þórs er Þröst-
ur Guðjónsson. I 5. flokki fara
úrslit fram í Kópavogi. K.A. leikur
til úrslita i þeim flokki. Þjálfari
KA er Einar Pálmi Árnason.
Keppni lýkur í báðum flokkum á
sunnudag.
Við óskum hinum ungu knatt-
spyrnumönnum góðs gengis í
leikjum sínum.
Setti tvö
íslandsmet
Fyrir stuttu fór hópur ungra
íþróttanianna á vinabæjamót í
Svíþjóð, þar sem mættir voru
unglingar frá vinabæjum Akur-
eyrar á hinum norðurlöndunum.
Þar vakti mikla athygli frammi-
staða Arnars Kristinssonar sem
setti tvö fslandsmet í sinum ald-
ursflokki, í 100 og 200 m hlaupi og
sigraði i báðum hlaupunum.
Arnar hóf að æfa frjálsar
íþróttir nú í sumar og hafa fram-
farir hans verið örar og greinilega
mikið efni á fcrðinni. Kristín
Halldórsdóttir stóð sig einnig
mjög vel á mótinu og sigraði í 400
in hlaup í 16 ára flokki, en hún er
aðeins 14 ára gömul. Þessir
krakkar og margir fleiri efnilegir
æfa með KA undir stjórn fyrrum
hlaupadrottningar Ingunnar
Einarsdóttur.
Einnig var keppt í knattspyrnu
og fór lið undir stjórn Þrastar
Guðjónssonar til keppni. Liðið
tapaði öllum sinum leikjum, en
Þröstur sagði að liðið hefði haft
áberandi heztu boltameðferðina
en gengið illa að skora niörk, en á
þeim veltur víst allt í knattspyrn-
unni.
Tekst KA
að stöðva
Víkinga?
Á sunnudagskvöld kl. 19.00 fer
fram á Akureyri leikur KA og
Víkings í 15. umf. íslandsmótsins í
knattspyrnu. Víkingur er nú i
efsta sæti I-deildar með 19 stig, en
KA hefur hlotið 16 stig. KA verður
þvi að sigra í þessum leik til að
hafa raunverulegan möguleika á
íslandsmeistaratitlinum í ár. Það
verða því örugglega margir sem
leggja leið sína á völlinn á sunnu-
dagskvöldið, enda þarf liðið nú
góðan stuðning áhorfenda, og
með sigri í leiknum er stórt skref
stigið í átt að ísiandsmeistaratitli.
Videomót
== ■ ^ ^ feia-_^^Þorle8fur Ananiasson Umsjón.Kristíán Arngrímsson
Tony Hcnry „hleypir af“. Jónas Róbertsson fylgist nteó. (Mvnd: KGA).
i-----------------------
„Generalprufan“ á nýja 18 holu
golfvellinum að Jaðri á Akureyri
fer fram n.k. laugardag. Leikinn
vcrður einn hringur á vellinum að
sjálfsögðu, og munu öll keppnis-
gjöld renna í svo kallaðan „videó-
sjóð“ en golfklúbbsmcnn hyggjast
„videóvæðast“ áður en langt um
líður.
Skorað cr á alla félag klúbbsins
að mæta. Bæði til þess að kynnast
hinunt nýja glæsilega velli, og til
þess að stuðla að videókaupunum.
Tony Henry skorar þriðja mark Man. City. (Mynd: KGA).
City lagði Þór
Á að giska 3000 áhorfendur
sáu stjörnur Man. City etja
kappi við 1. deildarlið Þórs á
Akureyri í gærkvöldi. Mikil
eftirvænting og tilhlökkun var
meðal bæjarbúa fyrir leiknum
og um fátt meira rætt manna á
tneðal. Áhugi fyrir ensku
knattspyrnunni er mikill á ís-
landi og eiga Þórsarar þakkir
skyldar fyrir að gefa fólki
tækifæri til að sjá átrúnaðar-
goð sín með eigin augum. En
fjarlægðin gerir fjöllin blá og
Bretana góða og trúað gæti ég
því að margir hafi búist við
meiru af stjörnunum en því
sem þær sýndu, þrátt fyrir 5-0
sigur þeirra í leiknum.
Þór lék undan hægri norðan
golu í fyrri hálfleik og það voru
þeir sem áttu fyrsta tækifærið í
leiknum, þegar Örn Guðmunds-
son strax á 4. mín. átti skot að
marki City sem Corrigan varði
vel. Þórsarar reyndu stuttan og
hraðan samleik sem oft tókst vel
og gáfu þeir atvinnúmönnunum
ekkert eftir. Leikmenn Man. City
virkuðu þungir og allan baráttu-
vilja vantaði í leik þeirra. Þeim
tókst illa að skapa sér marktæki-
færi og það sem á markið kom
varði Eiríkur markvörður Þórs af
öryggi. Þórsarar áttu því fyllilega
skilið að halda jöfnu eftir fyrri
hálfleik og höfðu raunar átt öllu
meira í leiknum, sem af var.
Þjálfari Þórs, Árni Njálsson, sem
eflaust hefur viljað lofa sem
flestum sinna manna að taka þátt
í leiknum, gerði fjórar breytingar
á liði sínu í hléinu. Meðal þeirra
leikmanna sem skipt var útaf
Ekkert mark skorað í
fyrri hálfleik - en City
gerði 5 í seinni hálf-
leik!
voru Eiríkur markvörður og
Guðmundur Skarphéðinsson, en
þeir höfðu báðir átt góðan leik.
Þjálfari Man. City lét hins vegar
nægja að hrista upp í sínum
mönnum sem nú voru nær
óþekkjanlegir frá fyrri hálfleikn-
um. Kraftur og barátta einkenndi
nú leik þeirra og áforfendur
fengu nú loks að sjá skemmtileg
tilþrif. Á 11. mín. kom fyrsta
mark leiksins. Kristinn mark-
vörður hálfvarði skot Tommy
Caton og Phil Boyer fylgdi vel á
eftir og skoraði. Tveim mín. síðar
bætti David Bennett við öðru
marki, eftir að vörn Þórs hafði
verið illa leikin. Á 17. mín. skall-
aði Tony Henry í mark eftir und-
irbúning O’Neill. Á 36. mín. tók
Corrigan útspark langt inn á
vallarhelming Þórts, Kevin Re-
eves skallaði áfram á Boyer sem
slapp í gegn og skoraði örugglega.
Fimmta og síðasta mark leiksins
kom svo á 42. mín., bakvörðurinn
Bobby McDonald skaut þá
glæsilegu skoti rétt utan vítateigs
efst í markhornið, algerlega
óverjandi fyrir markvörð Þórs
sem var of framarlega í markinu.
Bez.ta tækifæri Þórs í leiknum
kom síðan í lokin er bjargað var á
marklinu frá Guðjóni. Það urðu
því alger kaflaskipti í leiknuni í
hálfleik. Þórsliðið náði ekki sam-
an eftir allar innáskiptingarnarog
leikmenn City tóku öll völd i sín-
ar hendur. Beztur í liði Þórs var
Magnús Helgason sem ekkert gaf
eftir, einnig átti Guðjón. Árni og
Örn ágætan leik. Kevin Reeves,
Phil Boyer og Martin O’Neill
voru áberandi hjá Manchester
City. Góður dómari leiksins var
Rafn Hjaltalín.
13. ágúst 1981 • DAGUR - 5
4 - DAGUR - 13. ágúst 1981