Dagur - 18.08.1981, Side 5
IMOL®
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
Skrifstofur: Hafnarstræti 90, Akureyri
Ritstjórnarsímar: 24166 og 21180
Simi auglýsinga og afgreiðslu: 24167
Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON
Blaðamenn: Áskell Þórisson,
Gylfi Kristjánsson
Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf.
Hvað er f ramundan
á sviði innlendra
stjórnmála?
Þó enn sé ekki upp runninn rétti tíminn til
að koma fram með spádóma hvernig lík-
legast sé að mál munu þróast á sviðí inn-
lendra stjórnmála á næstu misserum get-
ur ekki hjá því farið að menn velti þessum
málum fyrir sér og hver og einn reyni að
spá í spilin.
Stjórnmálaástandið í landinu er með
svo afbrigðilegum hætti að slík staða
hefur aldrei áður upp komið. Forsætis-
ráðherrann er varaformaður stærri
stjórnarandstöðuflokksins á Alþingi. Ef
formaður Sjálfstæðisflokksins forfallaðist
og gæti ekki sinnt formennsku lengri eða
skemmri tíma þá myndi forsætisráðherra
sjálfkrafa verða aðal talsmaður stjórnar-
andstöðunnar á Alþingi þar sem hann
mundi þá gegna formennsku í Sjálfstæð-
isflokknum!
Flmm þingmenn Sjálfstæðisflokksins
af 22 lýstu yfir stuðningi við ríkisstjórnina
þegar hún var mynduð. Þrír þeirra tóku að
sér ráðherraembætti. Albert Guðmunds-
son sagði að stuðningur sinn við ríkis-
stjórn Gunnars Thoroddssen væri í því
fólginn að hann myndi verja stjórnina falli
á meðan önnur ríkisstjórn væri ekki í
sjónmáli sem hann hefði meiri trú á til
góðra verka. Hinsvegar hefur Albert að
jafnaði greltt atkvæði með Sjálfstæðis-
flokknum í stjórnarandstöðu um frumvörp
og þingsályktunartillögur á Alþingi.
Eggert Haukdal hefur aftur á móti staðið
með ríkisstjórninni í atkvæðisgreiðslum
um mál þegar á því hefur þurft að halda.
Stundum hefur ríkt nokkur óvissa um
stuðning Eggerts við sum stjórnarfrum-
vörpin en niðurstaðan hefur alltaf orðið sú
að hann hefur staðið með ríkisstjórninni
en þó með hangandi hendi að manni hefur
virst. Eftir því sem fregnir herma frá Suð-
urlandi hefur Eggert mætt á fundum þar í
sumar með þingmönnum Sjáifstæðis-
flokksins í stjórnarandstöðu og á þessum
fundum hefur hann ekki verið minni
stjórnarandstæðingur en hinir, hvaða
ályktanir sem menn vilja draga af því.
f aðal stjórnarandstöðublaðinu, Morg-
unblaðinu, er því haldið fram að öll innrl
vandræði Sjálfstæðisflokksins muni
leysast sjálfkrafa þegar ríkisstjórn Gunn-
ars Thoroddsen er farin frá. Væri þessi
ályktun rétt, hefðu engin vandamál átt að
vera fyrir hendi innan Sjálfstæðisflokks-
ins fyrir daga þessarar ríkisstjórnar. Er
ekki réttara að segja að ríkisstjórn Gunn-
ars Thoroddsen hefði aldrei verið mynduð
ef allt hefði verið með skaplegum hætti
innan Sjálfstæðisflokksins? Og þeir
halda því fram í alvöru að mál þar muni
leysast sjálfkrafa þegar þessi ríkisstjórn
er farin frá lifa einvörðungu í drauma-
heimi. Hitt efa ég ekki að flokksstarfið
Innan Sjálfstæðisflokksins snúist nú fyrst
og fremst um Gunnar Thoroddsen og rík-
isstjórn hans.
Á ytra borði er óvenjulega rólegt á
stjórnmálasviðinu. Stjórnarandstöðu-
flokkarnlr hafa öðru að sinna en gegna
hlutverki stjórnarandstöðu. Innan flokk-
anna beggja virðist allt vera í upplausn þó
moðreykurinn sem er umhverfis Alþýðu-
flokkinn sé raunar svo dökkur að ekki
sést þar handa skil. Hitt ætti að vera
nokkuð Ijóst að siðferðisvottorðin sem
berast frá hinum strfðandi hópum innan
Alþýðuflokksins geta ekki leitt til annars
en flokkurinn sem slíkur verði rúinn öllu
trausti. Það væri ekki fýsilegt fyrir stjórn-
arandstöðuna í haust ef sú staða kæmi
upp að gengið yrði tll kosninga. S.V.
Merkur áfangi í sögu
Golfklúbbs Akureyrar
18 holu völlur vígður að Jaðri um næstu helgi
þegar „lngimundarmótiðc< fer þar fram
„Það má segja að það hafi
staðið til allt frá upphafi að
völlurinn að Jaðri yrði 18 holu
völlur. Þegar við skiptum á
landi við bæinn og fengum
iandið að Jaðri, var um það
samið að við fengjum land
undir 18 holu völl,“ sagði
Gunnar Þórðarson, formaður
vallarnefndar Golfklúbbs Ak-
ureyrar, í samtali við DAG.
með að taka undir völlinn í upp-
hafi“ sagði Gunnar. „Það má
segja að fyrstu hugmyndir að legu
þessa vallar, eins og hann er í dag,
hafi komið frá Magnúsi Guð-
mundssyni.“
— Hvenær fékk klúbburinn
upphaflega landið að Jaðri?
„Það var 1970 sem byrjað var
að spila að Jaðri, en ætli það hafi
ekki verið tveimur árum áður sem
við fengum þarna skika til þess að
undirbyggja flatir og fleira þess
það sumar. Það var ekki fyrr en í
fyrra að verulegur skriður komst
á framkvæmdirnar og þá var lok-
ið vinnu við fjórar flatir til við-
bótar. í vor fengum við svo
meginhluta landsins til umráða
og gátum þá farið að setja fram-
kvæmdir á fulla ferð.“
— Hvernig finnst þér að til hafi
tekist?
„Ég veit það ekki. Ég reikna
með að einhverju verði breytt. Ég
játa það hreinskilnislega að þegar
.
Félagar f golfklúbbnum hafa vcrið duglegir við að taka til hendi f sjálfboðavinnu. Hér sjást nokkrir þeirra f
heyskap á vellinum upp á gamla nióðinn.
Um næstu helgi fer fram vígsla
18 holu vallarins er minning-
armótið um Ingimund Arnason
fer fram. Það er 36 holu opið
mót og er vitað um að margir
kylfingar víðs vegar af landinu
ætla að taka þátt í mótinu. En
við höfðum samband við
Gunnar Þórðarson til þess að
fá hjá honum upplýsingar um
hinn nýja völl, sem er annar
tveggja 18 holu golfvalla á
landinu.
„Við minnkuðum það land
talsvert sem reiknað hafði verið
háttar. Það var síðan ekki fyrr en
1977 sem Magnús kom fram með
núverandi hugmynd að 18 holu
vellinum sem við erum nú að taka
í notkun. Hann rissaði þetta upp
lauslega og síðan var þeim hug-
myndum örlítið breytt. En í öllum
meginatriðum eru það hans hug-
myndir sem þarna eru að komast
í gagnið.“
„Segja má að framkvæmdir við
stækkun vallarins hafi hafist 1978
en þá var byrjað að vinna við
uppbyggingu nýrra flata. Árið
1979 var íslandsmótið haldið að
Jaðri og það eiginlega gerði það
að verkum að þetta gekk ekkert
ég hóf að hafa umsjón með þessu.
þá vissi ég ekki nákvæmlega hvað
ég var að gera. Flötin við 17. holu
er t.d. allt of iítil og ég reikna með
að við byggjum upp aðra flöt við
þá braut. Að öðru leiti er ég
nokkuð ánægður, en maður sér
ekki nákvæmlega hvernig þetta
kemur út fyrir en farið verður að
spila á vellinum."
— Gunnar sagðist reikna með
að eftir tvö ár yrði framkvæmd-
um við völlinn nær lokið og að
völlurinn yrði þá kominn í nokk-
uð fastar skorður og yrði lítið
breytt eftir það. Við spurðum
Þeir Frímann Gunnlaugsson formaður Golfklúbbs Akureyrár og Gunnar Þórð-
arson formaður vallarnefndar hafa haft um ýmislegt að ræða að undanförnu endá
ver<ð í mörg horn að lita vegna stækkunar vallarins.
vallarins. Þegar 18 holu völlur
hann hvort tilkoma vallarins yrði
ekki til þess að breyta miklu
varðandi aðstöðu kylfinga á Ak-
ureyri.
„Jú þetta breytir miklu og ég
hef þá trú að kylfingar hér bæti
sig verulega með tilkomu 18 holu
verður til staðar held ég að verði
til þess að menn fari í auknum
mæli að leika þær 18 holur í einu í
stað 9 áður og þeir leika þar af
leiðandi meira golf við fjöl-
breyttari aðstæður.“
HEILSUHÆLIÐ
I KJARNALANDI:
Okkur barst í hendur fréttabréf frá
Kópavogi, er gefið er út á vegum
þeirra 9 félaga, er standa að bygg-
ingu hjúkrunarheimilis aldraðra í
Kópavogi. Þar fer fram fjáröflum
um allan kaupstaðinn, mun fullvíst
að hvert heimili taki þátt í fjáröflun
þeirri, er þar fer fram til uppbygg-
ingar hjúkrunarheimilisins.
Fyrirsagnir í fréttablaðinu eru
svo lifandi að líkja má við æsi-
spennandi skáldsögu. Dæmi eins
og: „Yfir 300 sjálfboðaliðar í vinnu
á laugareaginn, Framkvæmt fyrir
250 milljónir á þessu ári. I kappi við
verðbólgu. Örlagadísirnar ganga í
lið með hjúkrunarheimilinu. Enn
fjölgar sjálfboðaliðum úr skólum.
Aldrei meiri kraftur í baukasöfn-
uninni, og áfram skal haldið til
síðasta nagla.
Sjálfboðaliðavinna við hjúkrun-
arheimilið 6000 klst. eða rúml.
þriggja ára starf eins manns. Söfn-
unarfé almennings um 60 þúsund
G-Kr á hverja fimm manna fjöl-
skyldu, og þannig mætti áfram
telja.“
Þegar á þetta er litið hefur vakn-
að sú spurning, hvort Akureyringar
og norðlendingar nær og fjær, gætu
hugsað sér að koma á svipaðan hátt
til samstarfs við NLFA. Til þess að
gera hressingarheimilið í Kjarna-
landi fokhelt sem fyrst.
Framlag almennings er þegar
orðið mikið, en við óskum eftir að
hafa alla með, reyndar vitum við að
þið verðið með. Við höfum sett
okkur það markmið að reisa I.
hæðina af þremur á næsta sumri, til
þess að svo megi verða þurfum við
að ná saman nokkru fjármagni til
viðbótar.
í Akureyrarbæ eru hópar af
byggingarmönnum í öllum grein-
um, trésmiðir, múrarar, rafvirkjar,
pípulagningamenn, málararo.fl. ef
allir þessir hópar vildu nú samein-
ast um að leggja sitt af mörkum,
tiess að stuðla að því, að öll bygging
NLFA. í Kjarnalandi yrði gerð
Bygging og fram-
tíðarverkefni
Laufey Tryggvadóttir.
fokheld sem fyrst, brjóta allar viðj-
ar af sér, og sameinast í formi
gjafavinnu, gjarnan um helgar. Við
þurfum öll á þessu húsi að halda
einhverntíma á æfiferli okkar,
hvaða atvinnugrein, sem við
stundum, verum öll samtaka, stíg-
um skrefið til fullnaðarsigurs í
þessu máli norðlendingar nær og
fjær.
Við félagar liggjum ekki á liði
okkar. Innan NLFA hefur allt starf
verið unnið launalaust á Undan-
förnum árum, og mun svo verða
áfram.
Við reiknum ekki störf okkar í
krónum, en til gamans höfum við
slegið á töluna 250-300 millj. G.Kr.
og mun ekki ofreiknað. Áfram mun
haldið, við öflum fjár með ýmsu
móti og ekki er slakað á.
Árið 1982 er alþjóðaár aldraðra,
samkvæmt reynslu undangenginna
ára hefur heilsuhælið í Hveragerði
tekið til stuttrar dvalar margt aldr-
að fólk og lasburða, og þannig bæði
létt af heimilum og endurhæft
þetta fullorðna fólk, og þannig
stuðlað að því að það á auðveldara
með að annast um sig sjálft er heim
kemur. Margt af þessu fólki hefur
látið í ljós að það búi að dvölinni
langan tíma, jafnvel svo mánuðum
skipti.
Af þessu má draga þá ályktun, að
slík endurhæfing sé nauðsynleg. Að
vísu ber ekki að skilja það svo, að
hressingarheimilið verði öldrunar-
heimili, því fer víðs fjarri, þar er
gert ráð fyrir að taka inn fólk til
endurhæfingar og eftirmeðferðar
frá sjúkrahúsum, er læknar telja
nauðsyn bera til. Ef tekið er tillit til
fjölgunar í efri aldursflokkum, er
koma til með að þurfa á hressing-
ardvöl að halda, teljum við að aðrir
staðir muni ekki hagkvæmari til að
viðhalda líkamlegu og andlegu
þreki fólks, en einmitt nokkurra
vikna dvöl á slíkum hressingar-
heimilum.
Verkefni félagsins á þessu sumri
er að steypa upp innisundlaug, og
fylla að kjallaranum. Ef fjármagn
liggur fyrir að vori, mun fyrsta
hæðin verða steypt upp næsta
sumar, og að _því er stemmt nú.
Með hugann fullan af bjartsýni
og þakklæti fyrir það sem komið er,
og vitundina um að þið eruð öll
með, höldum við áfram til síðasta
nagla.
Umsjónsl
Þorleifur Ananíasson
Kristján Arngrímsson
Víkingur slökkti
meistaravonir
Elmar Geirsson geysist fram völlinn með vikingana Helga Helgason og Ragnar Gislason á hælunum. (Mynd KGA)
Mikil stemmning ríkti fyrir
þcnnnn mikilvæga leik á Akur-
eyri á sunnudagskvöldið.
Dreift var ókeypis happ-
drættismiðum, þar sem reið-
hjól var í vinning, auk þess sem
sælgæti var kastað yfir áhorf-
endur úr flugvél sem flaug yfir
völlinn áður en leikurinn hófst.
Einhver spurði hvort sælgætið
„Þetta var mjög opinn leikur
og mikið um tækifæri í hávaða
roki sem stóð á annað mark-
ið,“ sagði Eiríkur Eiríksson
hinn ágæti markvörður Þórs
eftir að lið hans hafði tapað
gegn Akurnesingum 3-1 á
Akranesi á sunnudag. „Við
lékum undan rokinu í fyrri
hálfleik og strax í upphafi
komst Guðmundur Skarphéð-
insson inn fyrir vörn Skaga-
manna en skot hans fór rétt
fram hjá markinu.
„En um miðjan fyrri hálfleik
náðúm við forystunni, Örn
Guðmundsson skoraði með góðu
skoti eftir hornspyrnu. En þeir
jöfnuðu nær strax og þannig var
Á fimmtudagskvöldið kl. 19.00
fer fram á Akureyrarvelli leikur
Þórs og K.R. í 16. umf. íslands-
mótsins í knattspyrnu. Ekki þarf
að fjölyrða um mikilvægi þessa
leiks. Bæði liðin eru í bullandi
fallhættu og að minnsta kosti
annað þeirra mun falla í Il.-deild.
Staða Þórs er öllu verri í deildinni
og þeir verða að sigra í leiknum til
hefði verið hugmynd Elmars
tannlæknis Geirssonar, en svo
mun ekki hafa verið. Leikurinn
sjálfur olli þó hinum 1600
áhorfendum vonbrigðum,
KA-menn náðu ekki að sýna
sitt besta og töpuðu 2-1, eftir
að staðan í hálfleik hafði verið
1-0 Víkingi í vil.
Það kom fljótt í ljóst að Vík-
staðan í leikhléi 1-1.“ Eiríkur
sagði að þeir hefðu átt fleiri
tækifæri í fyrri hálfleiknum, en
eins og svo oft áður gengið illa að
skora. Þegar um 15 niín. voru
liðnar af síðari hálfleik tóku Ak-
urnesingar síðan forystuna og
bættu þriðja markinu við áður en
yfir lauk. Eiríkur sagði að Akur-
nesingar hefðu átt mun meira í
leiknum í síðari hálfleiknum,
með vindinn í bakið, og ekki
hefði bætt úr skák að Þórsarar
hefðu misst báða bakverði sína
útaf í leiknum vegna meiðsla.
Þeir verða þó vonandi orðnir
heilir á fimmtudag fyrir leikinn
mikilvæga gegn K.R. „Það verður
hreinn úrslitaleikur," var það
eina sem Eiríkur hafði að segja
um þann leik.
að hafa von um að halda sæti sínu
í I.-deild. Það verður þvi ekkert
gefið eftir og ekki veitir Þórsurum
af góðum stuðningi áhorfenda í
leiknum og eru þeir hér með
hvattir til að fjölmenna og styðja
við bakið á sínum mönnum.
K.A. mun á sama tíma leika
gegn I.B.V. í Vestmannaeyjum.
ingar ætluðu að selja sig dýrt í
leiknum. Þeir náðu fljótlega betri
tökum á miðjunni og sóknarlotur
þeirra voru mun ákveðnari og
beitlari en sóknir heimamanna,
sem virtust eiga erfitt með að fóta
sig á rennblautum vellinum.
Fyrsta markið kom strax á 10.
mín. Víkingar sóttu upp hægri
vænginn, boltinn var síðan gefinn
fyrir markið þar sem Sverrir
Herbertsson var einn og óvald-
aður og skoraði auðveldlega.
Strax á eftirskaut Gunnar Gísla-
son yfir úr góðu færi við mark
Víking. A 37. mín. átti Hinrik
Þórhallsson skalla ofan á þverslá
Víkingsmarksins, besta tækifæri
KA í fyrri hálfleik. I síðari hálf-
leiknum héldu Víkingar upp-
teknum hætti, voru mun fljótari
og ákveðnari á boltann. Á 12.
mín. fá þeir dæmda aukaspyrnu
rétt utan vitateigs KA. Varnar-
menn KA mynda vegg til varnar,
en eftir að boltinn hafði gengið
milli tveggja manna er hann gef-
inn til fyrirliðans, Magnúsar Þor-
valdssonar sem rennir sér fram
hjá varnarveggnum og skorar
með góðu skoti. Þarna var vörnin
illa á verði, þrátt fyrir að auka-
spyrnan væri vel útfærð hjá Vík-
ingunum. Stuttu síðar komst hinn
eldfljóti miðherji Víkings, Lárus
Guðmundsson einn í gegn um
vörn KA, en Aðalsteinn mark-
vörður bjargaði glæsilega. Vík-
ingar réðu nú gangi leiksins.
KA-menn áttu þó skyndisóknir af
og til, en ekki var nógu mikill
kraftur í þeim til að skapa veru-
lega hættu.
Á 35. mín. bjargaði Eyjólfur á
marklínu hörkuskoti frá Heimi
Karlssyni og áhorfendur fóru að
tínast heim. En á 43. niín. sótti
Gunnar Blöndal upp vinstri
kantinn þar sem hann var
hindraður, við endamörk á móts
við vítateig Vikings. Elmar
Geirsson tók aukaspyrnuna beint
á kollinn á Jóhanni Jakobssyni
sem skallaði í mark af stuttu færi.
2-1.
Markið hleypti nýju blóði í
KA-liðið og strax á sömu mín. á
Gunnar Blöndal hörkuskot á
Víkingsmarkið sem er naumlega
K.A.
varið í horn. Áhorfendur tóku nú
loks við sér, en það vcr of seint,
tíminn var útrunninn og góður
dómari leiksins, Kjartan Ólafssom
flautaði leikinn af.
Lið KA náði sér aldreic strik í
leiknum. Flestir leikmenn léku
undir getu og virtust þjakaðir af
taugaspennu. En þrátt fyrir þessi
úrslit má liðið vel við una, það
hefur staðið sig mun betur en
nokkur þorði að vona í vor.
Beztur leikmanna KA var bak-
vörðurinn Eyjólfur Ágústsson,
sendingar hans sköpuðu oft mikla
hættu og hann reyndi ávallt að
byggja upp samleik. Ásbjörn
Björnsson og Gunnar Gíslason
áttu góða spretti í leiknum. en
Elmar Geirsson var allt of lítið
notaður, fékk varla boltann í fyrri
hálfleik en hraði hans skapar
ávallt usla í vörn andstæðinganna
og Víkingarnir óttuðust hann
greinilega. Sigur Víkings var
verðskuldaður. þeir voru einfald-
lega betra liðið. Framherjar
þeirra Heimir og Lárus eru mjög
fljótir og ákveðnir leikmenn sem
sköpuðu vörn KA oft mikil
vandræði og varnarleikur Víkir.gs
var einnig sterkur. Það má mikið
vera ef liðið hreppir ekki Islands-
meistaratitilinn í ár.
„RIDDARAR
(VÍGAHUG
„Riddarar hringborðsins". hópur
manna sem drekkur saman kaffi
daglega á Súlnabergi fór létt með
að vinna sigur gegn „Grjóna-
punguni" úr Reykjavík um helg-
ina. er hóparnir reyndu með sér í
golfi að Jaðarsvelli. en „Grjóna-
pungarnir" eru hópur manna sem
drekka saman kaffi á veitinga-
húsinu Torfan í Reykjavik.
„Riddararnir" höfðu skorað á
hina til keppni. og urðu Ivktir
hennar að norðanmenn léku á
390 högguni en sunnanmenn á
418 höggum. „Grjónapungar"
hafa hug á að koma fram hefnd-
um og hafa skorað á „Riddarana"
að mæta til keppni að ári liðnu.
Urslitakeppni
yngri flokka
Um helgina léku 4. og 5. flokkur
til úrslita í íslandsmótinu í knatt-
spyrnu. í 4. flokki sem fram fór í
Vestmannaeyjum léku Þórsarar.
þeir töpuðu fyrir Fram 4-0 og
Keflavík 3-1, en gerðu jafntefli
við Víking l-l og léku síðan til
úrslita urn 5.-6. sætið gegn Þrótti
Neskaupsstað, þeim leik lauk
með jafntefli 0-0. Liðið varð því
5.-6. sæti af 8 þátttökuliðum.
Lið K.A. lék til úrslita í 5. fl. í
Kópavogi. Liðið tapaði fyrir f.K.
3-2. K.R. 5-1 og fvrir Val 6-2.
Síðan lék liðið gegn Sindra um
7.-8. sætið og gerði jafntefli í þeim
leik 2.-2.
FRJÁLSAR
Á Reykjavikurleikunum i frjáls-
um íþróttum seni fram fóru i sið-
ustu viku. sigraði hin öfluga
hlaupakona Sigríður Kjartans-
dóttir úr K.A. í 400 m hlaupi.
Óskum við henni til hamingju
með sigurinn.
Enn þrengir
að Þór
AÐ DUGA
EÐA DREPAST
4 - DAGUR - 18. ágúst 1981
18. ágúst 1981 • DAGUR - 5