Dagur - 18.08.1981, Síða 6
^AMKOMUR
Fimmtudagur 20. ágúst kl.
20.30. Kveðjusamkoma fyrir
Rannveigu Maríu Nielsdóttur
og Erling Níelsson, sem fara í
foringjaskólann í Osló. Veiting-
ar — fórn verður tekin. Sunnu-
dagurn.k. kl. 16.00 útisamkoma
á torginu (ef veður leyfir) og kl.
20.30 almenn samkoma. Allir
velkomnir. Ath. „Opið hús“
fyrir börn á fimmtudögum kl.
17.00 í Strandgötu 21. Öll börn
velkomin. Hjálpræðishérinn.
Akureyrarkirkja messað kl. 11
f.h. á sunnudag. Messuheim-
sókn séra Bjartmar Kristjánsson
Laugalandi, Kirkjukór Grund-
arkirkju og organisti Gyða
Halldórsdóttir flytja messuna.
Allir velkomnir, Eyfirðingar
Akureyringar og ferðagestir.
P.S.
Lögmannshlíðarkirkja messað
kl. 2 e.h. á sunnudag. Séra Ingi-
mar Ingimarsson prestur á
Sauðanesi predikar. Bílferð frá
Glerárhverfi hálftíma fyrir
messuna. P.S.
Imuuiu
Kaffisala verður í sumarbúðum
KFUM og K að Hólavatni
sunnudaginn 23. ágúst frá kl.
14.30 til 18. Akureyringar,
Eyfirðingar fjölmennið.
'TOALOO 00
Ferðafélag Akureyrar. 22. ágúst,
dags grasatínsluferð. 22.-23.
ágúst, Glerárdalur gönguferð.
29.-30. ágúst, Flateyjardalur
berjatínsla.
Systraselssöfnunin Áður birt kr.
119.045,70. Bergljót Pálsdóttir
kr. 100,00, Jódís Jósefsdóttir kr.
500,00, Jónína og Svanfríður kr.
300,00, Gulda Guðnadóttir kr.
150,00, Einar S. Sigurðsson kr.
150,00, Sigrún og Ævar kr.
500,00, Guðmundur Bergsson
kr. 500,00, Gunnar Sigtryggsson
kr. 130,00, Arndís, Hulda, Jón
Kristj. kr. 500,00, Árskógs-
hreppur, kr. 2.000,00, S.S. kr.
2.000,00, Vistkonur Hlíð kr.
700,00, L.G. kr. 200,00, J. áheit
kr. 100,00, G.S. kr. 1.000,00,
M.J. kr. 500,00, Fatahreinsunin
Hólabraut 11 kr. 1.000,00,
Ljósgjafinn kr. 500,00, Verslun-
in Skemman kr. 1.000,00,
Minningargjöf um Hauk Sig-
urðsson frá Jóhönnu Jónsdóttur
kr. 10.000,00. Samtals komið
140.875,70.
Minningargjöf. Systkinin
Guðrún Símonardóttir Húsavík
og Þorsteinn Símonarson Ak-
ureyri hafa fært Miðgarða-
kirkju í Grímsey gjöf að upp-
hæð kr. 3000. Gjöfin er gefin til
minningar um foreldra þeirra
hjónin Símon Jónsson bg Jór-
unni Magnúsdóttur. Þau hófu
búskap í Svæði á Upsaströnd,
en fluttu til Grímseyjar og
bjuggu í Syðri Grenivík í 24 ár.
Gjöfin barst kirkjunni 9.
ágúst s.l., en þann dag hefði
Jórunn Magnúsdóttir orðið 100
ára gömul. Minningin lifir um
þessi sæmdarhjón. Símon Jóns-
son lézt 14. júní 1963 og Jórunn
Magnúsdóttir 29. des. 1969.
Hvíla þau bæði í kirkjugarðin-
um hér á Akureyri. Ég vil f.h.
kirkjunnar þakka þessa ágætu
gjöf, — og blessuð sé hlý og
fögur minningin. Pétur
Sigurgeirsson.
Sendum innilegar þakkir og kveðjur til allra sem
glöddu okkur með heimsóknum, skeytum og gjöf-
um á guUbrúðkaupsdegi okkar þann 8. ágúst s.l.
Guð blessi ykkur öll.
SIGRÍÐUR HELGADÓTTIR og
SVAVAR PÉTURSSON,
frá Laugabökkum, Skagafirði.
.t:
Þakka innilega auðsýnda samúð vegna andláts og jarðarfarar
systur minnar
SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR
frá Hóli.
Sérstakar þakkir vil ég færa læknum og hjúkrunarliði Kristnes-
hælis, sem önnuðust hana síðustu árin.
Kristján Jónsson
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför konu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og
langömmu
VILHELMÍNU JÓNSDÓTTUR,
frá Ási.
Lárus Þorsteinsson,
Sigurlaug Lárusdóttir, Jón Stefánsson,
Guðrún Lárusdóttir, Jón Pétursson,
Vilhjálmur Agnarsson, Margrét Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför
RAGNHEIÐAR KRISTÍNAR KRISTJÁNSDÓTTUR,
Norðurbyggð 23, Akureyri.
Sigríður Matthíasdóttir, Haraldur M. Sigurðsson,
Guðmundur Matthíasson, Ásta Hannesdóttir,
Þórunn Matthíasdóttir, Pétur Valdimarsson,
barnabörn, barnabarnabörn og systur.
MINNING
Sigurður Finnbogason
Hæli, Hrísey
F. 21.09. 1916.
Hver á nú að vera á bryggjunni og
taka á móti mér þegar ég fer út í
Hrísey næst? Það er fyrsta spurn-
ingin sem vaknar hjá lítilli afa-
stelpu, Klöru Eiríku, þegar fréttin
um andlát Sigurðar „Sigga afa“
berst.
Og það eiga eftir að koma ýmsar
spurningar og athugasemdir eins
og tamt er hjá börnum, s.s.: Nú get
ég aldrei séð hann afa minn, af-
hverju gátu þeir ekki læknað hann?
hvar á amma að fá peninga fyrir
mat? (svona mætti lengi telja). Það
verður erfitt að fylla þetta stóra
skarð sem verður við fráfall Sigga
afa sem alltaf var svo góður, hress
og kátur.
Alltaf var jafn gott og gaman að
koma í heimsókn til þín afi minn,
við þá tilhugsun rifjast upp margar
skemmtilegar sögur, sem verður
gott að eiga í endurminningunni.
Og eins og móðirin huggaði barnið
D. 14. 06. 1981.
forðum, „við verðum að eignast
mynd af honum til að hafa hjá
okkur, og þökkum fyrir að nú lítur
honum vel, laus við alla verki.“
Við í Holtabrún 5 viljum þakka
Sigga afa allt og biðjum góðan guð
að vera með Ebbu ömmu. R.S.
Bæjar-
keppni
Funa um
helgina
Hin árlega bæjarkeppni Hesta-
mannafélagsins Funa fer fram á
mótssvæðinu á Melgerðismelum
laugardaginn 22. ágúst og hefst
hún kl. 14.
Þessi keppni er orðin fastur liður
í starfi Funa og er þátttaka nokkuð
almenn bæði af hálfu ábúenda
jarða og frá einstökum stofnunum.
Reglan er sú að hestur keppir fyrir
hvert býli.
Þarna koma fram föngulegir
gæðingar og traustir gangnahestar,
sem nú þarf að æfa fyrir göngurnar.
En mest er um vert, segir í frétta-
tilkynningu frá Funa, að vera með.
Á eftir bæjarkeppninni fer fram
unglingakeppni á hestum. Þeir sem
eru með keppnishesta eiga að mæta
við veitingaskálann á Melgerðis-
melum kl. 13 á keppnisdaginn.
Hef ur verið
með
umboðið
í 15ár
Nýlega var skýrt frá því í Degi
að ferðaskrifstofan Útsýn
hyggði á opnun söluskrifstofu á
Akureyri, og mátti allt eins
skilja það á umræddri frétt að
fyrirtækið hafi fram til þessa
ekki rekið slíka skrifstofu á Ak-
ureyri.
Eins og þeir fjölmörgu vita, sem
hafa haft viðskipti við Aðalstein
Jósepsson í versluninni Bókval —
en hann er umboðsmaður Útsýnar
á Akureyri — þá hefur Aðalsteinn
séð um umboð fyrir Útsýn á Akur-
eyri í ein 15 ár og gerir enn. Breyt-
ingar eru fyrirhugaðar á fyrir-
komulagi umboðsins á Akureyri,
og mun það skýrast á næstu dögum
hverjar þær verða.
- Loðdýra-
bændur...
Framhald af bls. I.
boðum. Umrætt fyrirtæki hefur
söluskrifstofur í öllum helstu
borgum heims og \% af sölu er
varið til auglýsinga á SAGA
FURS.
Haukur situr í nefnd, á vegum
landbúnaðarráðuneytisins, en
hún hefur það verkefni að end-
-urskoða lög og reglur um loð-
dýrarækt og vinna að stefnu-
mörkun í þeim efnum. Nefndin
rýmkaði talsvert fyrri reglur sem
gerir mun fleiri bændum en ella
að hefja loðdýrarækt sem bú
grein. Ljóst er að tugir bænda munu
hefja loðdýrarækt á næstu árum,
en nú eru í landinu um 5000 blá-
refir og 25 til 27 þúsund minkar.
Verð á skinnum’ blárefa hefur
hækkað um helming síðan í des-
ember, en verð á minkaskinnum
er stöðugra.
Danirnir töldu að ísland ætti
mikla möguleika á að ná langt í
ræktun loðdýra og höfðu þá m.a. i
huga hve auðvelt er að nálgast
gott fóður. Einnig virðist lofts-
lagið eiga vel við dýrin — a.m.k.
hefur frjósemi blárefsins verið
mjög góð. „Það má e.t.v. segja að
hann sé kominn til sinna heim-
kynna“, sagði Haukur og gat þess
að lokum að með aukinni loð-
dýrarækt yrðu íslenskir loðdýra-
bændur að styrkja samtök sín
mikið á næstunni.
Akureyrardeiid KEA
Sláturfjárloforð
Þeir Akureyringar sem ætla að fá slátrað sauðfé í
sláturhúsi KEA í haust eru beðnir að tilkynna um
tölu þess til mín fyrir 23. þessa mánaðar í síma
22522 eða 21727.
F.h. stjórnar Akureyrardeildar KEA,
ÞóroddurJóhannsson.
SAMBANO ÍSIENZKRA SAMVINNUFÉLAGA
lónaðardeild - Akureyri
Húsnæðisskipti
Hafnarfjörður — Akureyri
Viljum taka á leigu raðhús eða rúmgóða 4ra -5
herbergja íbúð fyrir nýjan starfsmann strax. í boði
er fyrirframgreiósla og ábyrgð tekin á góðri um-
gengni.
Eða skipti fyrir nýja 5 herbergja íbúð meó bílskúr í
norðurbænum í Hafnarfirði.
Nánari upplýsingar gefur Jón Arnþórsson í síma
21900.
Iðnaðardeild Sambandsins Akureyri.
Glerárgata 28 • Pósthólf 606 Simi (96)21900
Kartöflugeymslur
Þeir sem eiga kartöflur í geymslum bæjarins eru
beðnir aó tæma hólf sín fyrir 28. ágúst. Þeir aðilar
sem hafa hólf og ætla að halda þeim eru beðnir aó
greiða af þeim á bæjarskrifstofunum á milli 31.
ágúst til 4. september '81 eftir þann tíma verða
ógreidd hólf leigð öðrum.
Nýjar umsóknir um hólf verða teknar niður í síma
25600 alla virka daga milli kl. 10 og 12 f.h.
Byrjað verður að taka á móti nýjum kartöflum 21.
september.
Garðyrkjustjóri
6 - DAGUR - 18. ágúst 1981