Dagur - 18.08.1981, Side 8
Dalvík
HAFIN
BYGGING
VERKA-
MANNA-
BÚSTAÐA
Nýlega hófust á Dalvík bygging
verkamannabústaða. Er hér um
að ræða byggingu raðhúss sem í
verða 6 íbúðir og er áætlað að
þær verði tiibúnar til afhending-
ar í ágúst á næsta ári.
Þá hefur verið unnið að bygg-
ingu skólahúsnæðis við grunnskól-
ann, og bætast tvær nýjar kennslu-
stofur við í haust.
Nú er unnið við byggingu 72
metra langs viðlegukants í höfn-
inni. Við þennan kant eru 60 metr-
ar með dýpi fyrir togara. Stefnt er
að því að taka þennan viðlegukant í
notkun í haust þannig að togarar
geti landað þar þótt hann verði ekki
fullbúinn.
Nýlokið er á Dalvík malbikun
nokkurra gatna. Keypt voru um
1200 tonn af malbiki frá Akureyri,
en það magn nægði á 700-800
fermetra. Þá hefur verið unnið við
undirbyggingu fleiri gatna fyrir
malbikun.
Laugar:
MIKIÐ
UM
FERÐA-
MENN
Laugum 10. ágúst.
Geysilegur straumur ferða-
manna hefur verið að Laugum í
sumar. Hefur hótelið verið
meira og minna fullt af ferða-
mönnum.
Heyskapur hófst fremur seint, og
sumir bændur eiga enn talsvert
eftir að slá og hirða. Spretta var
seint á ferðinni en tók vel við sér í
júlí og heyfengur verður sæmilegur
nema þar sem tún voru mjög illa
kalin.
Tveir nýir skólastjórar taka við
störfum að Laugum í haust, Hauk-
ur Ágústsson tekur við stjórn Hér-
aðsskólans af Sigurði Kristjánssyni
og Jón Jónasson úr Hafnarfirði
tekur við skólastjórn barnaskólans
af Jóhanni Ólafssyni sem fer í árs-
leyfi. H.V.
Tommi leitar að
húsnæði á Akureyri.
Munu loðdýrabændur selja undir
einu frægasta vörumerki heims?
Á föstudagskvöldið verður aðal-
fundur Sambands íslenskra loð-
dýraræktenda haldinn á Akureyri
á Varðborg. Á fundinum verður
m.a. fjallað um hugsanlega aðild
SIL að samvinnufyrirtæki Norr-
ænu loðdýrasambandanna, en i þvi
eru Danir, Norðmenn, Svíar og
Finnar. Ef SIL yrði þátttakandi i
þessu fyrirtæki myndu félagar
innan SIL fá sin skinn flokkuð
með skinnum danskra framleið-
enda, sem eru þekktir fyrir mjög
vandaða vöru. Skandinaviska fyr-
irtækið selur bestu skinnin undir
vörumerkinu SAGA FURS, sem
er heimsþekkt gæðavara.
Fyrir skömmu voru staddir hér
á landi fulltrúar danska loðdýra-
ræktunarsambandsins og áttu
fulltrúar íslenskra loðdýrarækt-
enda fund með þeim. Þar var m.a.
rætt um möguleika á sölu ís-
lenskra skinna á aðaluppboðinu í
Glostrup. Danirnir voru fremur
jákvæðir í garð íslendinganna og
ef fundurinn á föstudagskvöldið
ákveður að æskja inngöngu í fyr-
irtækið, eða að gera við það um-
boðssamning, verður annar við-
ræðufundur í september. „Upp-
^boðið í Glostrup er stærsta sinnar
tegundar í heiminum. Þar er
seldur um helmingur af öllum
minnkaskinnum og 75% af þeim
refaskinnum sem framleidd eru í
heiminum í dag,“ sagði Haukur
Halldórsson, formaður SIL í
samtali við DAG. „Fram til þessa
hafa íslendingar ekki selt í
Glostrup. íslensk skinn hafa verið
seld hjá Hudson Bay í London og
lítillega í Oslo og hjá einkafyrir-
tæki í Kaupmannahöfn.“
Skinn, sem seld eru undir navíu. Þau hafa náð bestu verð-
vörumerkinu SAGA FURS eru um, sem hafa verið greidd á upp-
eingöngu framleidd í Skandi- Framhald á bls. 6.
Mynd þessi var tekin þegar Danirnir ræddu við fulltrúa (slensku loðdýrabænd-
anna. F. v. Helge Olsen, framkvæmdastjóri, Reynir Barkdal, varafdrm. SIL,
Andres Kirkegaard form. Sambands danskra loðdýrabænda, Haukur Halldórs-
son, form. SIL og Peter Krag, Markaðsfulltrúi. Mynd: KGA.
Snorri bóndi virðir fyrir sér hluta gæsahópsins f túninu að Skipalóni.
„VILLIKARL
GIFTUR HVÍTRI“
„Ég byrjaði með tvær gæsir,
önnur var villt en hina keypti ég
og þetta var byrjunin,“ sagði
Snorri Pétursson, bóndi á
Skipalóni Glæsibæjarhreppi, er
við heimsóttum hann í þeim til-
gangi að fá að líta á gæsirnar
sem hann elur upp í túninu hjá
sér.
Snorri byrjaði með tvær gæsir
eins og hann sagði hér að framan,
en nú eru þær á milli 40 og 50 tals-
ins. Hann sagði að villtar gæsir
hefðu blandast hópnunraf og til og
hefðu engin vandamál komið upp
vegna þess. „Ég hef hérna til dæmis
villikarl sem hefur verið giftur
hvítri í langan tíma og hef engin
afskipti þurft að hafa af þeim bú-
skap“ sagði Snorri.
Snorri sagði að það væri gaman
að fást við þennan búskap, en
áleitni „skotóðra veiðimanna" eins
og hann orðaði það væri þó ávallt
óþolandi. „Þéir hafa jafnvel verið
svo djarfir að skjóta á gæsirnar hér í
túninu hjá mér og ég vil frábiðja
mér slíkar heimsóknir“ sagði hann.
Snorri sagði að það væri ákveð-
inn hópur manna sem keypti gæsir
hjá sér til matar. „Þeir sem einu
sinni hafa fengið jólagæs vilja hana
alltaf eftir það“ sagði Snorri
Pétursson.
Opnar Tommi
á Akureyri?
Ég hef mjög mikinn áhuga á því
að opna „hamborgarastað“ á
Akureyri, og er núna að leita
mér að húsnæði“ sagði Tommi í
„Tommaborgurum“ er við hitt-
um hann hér í bænum um helg-
ina.
Tommi hefur svo sannarlega
slegið í gegn með hamborgarana
sína I Reykjavík síðan hann opnaði
þar fyrst. Hann sagði í samtali við
DAG að hann teldi að framleiðsla
sín ætti fullt erindi til Akureyringa,
en hann hefði þó ekki áhuga á því
að opna sinn stað í miðbænum í
samkeppni við Bautann og Súlna-
berg. „Ég er með ákveðið húsnæði í
huga sem hentar alveg fyrir mig og
opna þar áður en langt um líður ef
ég fæ það húsnæði" ságði Tommi.
Byggt við f isk-
vinnslustöð KEA
Vinna er hafin af fullum krafti við
viðbyggingu fiskvinnslustöðvar
KEA. Þar er um að ræða stækkun á
frystihúsi og er viðbyggingin vestan
við húsið. Nýja húsið er á 2 hæðum
og er hvor hæð 400 fermetrar. Á
neðri hæð verður fiskmóttaka og
hráefniskælir. Á þeirri efri verður
starfsmannaaðstaða og skrifstofur.
Verktaki er Björk í Hrísey. Reiknað
er með að húsinu verði skilað full-
frágengnu að utan og sömuleiðis
með frágenginni neðri hæð þann
22. desember. - Fréttaritari.
§ Eyrin víða Ijót
„Ferðin hófst við Stefni, þar
er enn drasl á planinu, f hjarta
bæjarins, jafnvel skúrnefna.
Eyrln er víða Ijót, skúrar mis-
munandi afdankaðir hanga
víða uppl og rusl er of áber-
andi t.d. neðan við díselstöð-
ina og á yfirráðasvæði
Skipaafgreiðslu ríkisins.
Sunnan við Útgerðarfélagið
er komið port, er það vel,
vonandi rísa mörg slík.
Draslið sunnan við Útgerðar-
félagið stingur óþægilega í
stúf við velhirta lóðina norð-
ar. Enn stækkar brotajárns-
haugurinn norðan Slipp-
stöðvarinnar og flæðir nú
víðar en áður, segir í bókun
Náttúruverndarnefndar, en
nefndarmenn fóru í skoðun-
arferð um bæjarlandið fyrir
skömmu. Smátt og stórt hef-
ur í hyggju að gefa nefndar-
mönnum orðið í dag og það
sem fer hér á eftlr er tekið
beint upp úr bókuninni.
0 Vírdræsur
frá hernáms-
árunum
Farvegur Glerár, — perlu Ak-
ureyrar — er varðaður drasli.
Vírdræsur allt frá hernámsár-
unum líggja upp í gllinu en
neðar ægir öllu saman, sér-
lega virðist ástandið slæmt
norðan við ósinn. Eftir-
stöðvar brunans í vor eru enn
óþarflega áberandi. Umhverfi
verkstæðanna þarna, eins og
víðar, er nöturlegt varla sést
þakið svæði eða gengið frá
lóð og ruslið haugast upp.
Athafnasvæði Krossanes-
bræðslunnar er í örum breyt-
ingum, vonandi takast þær
vel þannig að öllum skiljist
að umhverfi slíkra vinnu-
staða getur orðið snyrtilegt.
Forsvarsmenn sementstank-
ans mættu taka sér nágrann-
ann norðan við til fyrfrmynd-
ar. Á hæstu klöppunum upp
af Krossanesi — sennilega
svo allir geti vel séð — er
ruslahaugur í örri stækkun,
byrjunarfrágangur virðist
gjörsamlega mislukkaður,
héðan gæti í hvassri norðan-
átt borist bárujárnsplötur yfir
bæinn.
# Tilfyrir-
myndar
Malar- og steypustöðin er nú
að mestu ruslfrí og byrjað er
að keyra mold í bakkann við
ána, þetta er til fyrirmyndar.
Möl og sandur þyrfti að fjar-
lægja tiltölulega lítið járna-
drasl til að gera árbakkann
frían. Að lokum mætti minn-
ast á jarðvegshauga sem eru
víða um bæinn, þeir gleðja
hvorkl áuga ferðamanna né
heimamanna, úr þeim þarf að
slétta strax og í að sá. Megi
Akureyri aftur verða fegursti
bær landsins.
Ákveðið var að halda ann-
an fund sem fyrst og ræða
þessi mál frekar.