Dagur - 27.08.1981, Síða 8

Dagur - 27.08.1981, Síða 8
HAMARS- STÍGUR ORÐINN AÐAL- BRAUT - Merki vantar - í Stjórnartíðindum, sem komu út fyrir nokkru, er auglýsing frá bæjarfógetanum á Akureyri um umferð í bænum. í 3ju grein segir að Hamarsstígur skuli njóta aðalbrautarréttar gagn- vart Byggðavegi og Ásvegi. Þetta fyrirkomulag mun hafa tekið gildi um síðustu mánaða- mót, en í gærmorgun var ekki enn búið að setja upp umferðar- merki á umrædd gatnamót. Það hafa því verið varla aðrir en les- endur stjórnartíðinda sem hafa vitað um þessa breytingu. Elías I. Elíasson, bæjarfógeti, sagði að merkin hefði átt að vera komin upp fyrir löngu og ætlaði hann að gera ráðstafanir til þess að verkið yrði framkvæmt nú þegar. Ekki hefur blaðið haft spurnir af alvarlegum árekstri á gatnamótun- um en eflaust hefði það vafist fyrir lögfróðum mönnum að dæma hann, því tæplega er hægt að ætlast til þess af fólki að það viti um að- albraut sé hún ekki merkt. „EKKI I ALFARALEIГ FYRSTU KARTÖFLURNAR í VERSLUN Á AKUREYRI - SPRETTA 2-3 VIKUM SEINNA EN l' MEÐALÁRI Nýjar kartöflur komu í verslun- ina Akur s.l. þriðjudag, en ekki er gert ráð fyrir að almennt komi nýjar kartöflur í verslanir á Akureyri fyrr en viku til 10 daga af september. Akureyring- ar munu ekki fá nýtt kjöt í verslanir fyrr en um miðjan næsta^mánuð. Eiður Eiðsson, hjá Kaupfélagi Svalabarðseyrar, sagði að fyrstu kartöflurnar á þessu ári hefðu kom- ið frá Grenivík. Þær voru pakkaðar hjá KS og sendar til sumra við- skiptavina kaupfélagsins. Eiður sagði að þetta hefðu verið um 2 tonn. Það kom fram hjá Karli Gunn- laugssyni, kaupfélagsstjóra hjá KS, að tæplega væri að vænta nýrra kartaflna í einhverjum mæli fyrren um miðjan september. Hjá KS ertil töluvert af uppskeru s.l. árs ogsagði Karl að hér væri um góða vöru að ræða sem þyrfti að selja áður en nýju kartöflurnar kæmu á markað. Kristinn Sigmundsson, Arnar- hóli, sagði að það borgaði sig vart að fara að taka upp á næstunni enda væru kartöflurnar smáar. Grös uxu hægt eftir að búið var að setja niður og frost í s.l. viku tefurfyrir þroska. Kristinn sagði að kartöfluupp- skeran væri u.þ.b. 2 til 3 vikum seinna á ferðinni en í meðalári. Karl og Þórarinn Halldórsson, sláturhússtjóri KEA, sögðu að nýtt kjöt kæmi ekki á markaðinn fyrren um miðjan næsta ntánuð. Þórarinn sagði að enn væri til töluvert af kjöti síðan i fyrra. - En eigendur Steinhólaskála vona að betri vegur upp á hálendið auki viðskiptin Að undanförnu hefur mátt sjá afar litla flugvél á flugi yfir Akureyri. Þessi litla vél ber einkennisstafina TF-KEA, og er eigandi hennar Húnn Snædal flugumferðarstjóri. En hann er ekki einungis eigandi vélarinnar, heldur hefur hann cinnig að langmestu leyti smíðað vélina sjálfur. Flugvélin tekur einn mann í sæti og er hún knúin Volkswagenmótor. Ljósmynd KGA. sagði Helga þegar við ræddum um skálann hennar og eiginmannsins, Kristjáns Óskarssonar. „En við vonum að þetta glæðist þegar fólksbílar komast upp úr Eyja- fjarðardalnum upp á hálendið. Nú er verið að vinna fremra við að malbera veginn og eftir það er sagt að vegurinn verði ágætur fyrir fólksbíla.“ — Álitu margir það óðs manns æði að opna veitingastað á þessunt slóðum fyrir 6 árum síðan? „Já, það töldu margir,“ og Helga hlær „en maður lifir ekki af þessu eingöngu.“ Þau hjón hafa í hyggju að auka enn þjónustuna við ferða- menn. Næsta sumar er gert ráð fyrir að fólk geti tjaldað hjá Steinhólaskála og þá verði búið að koma upp hreinlætistækjum. „Ég er ekki með mat, en býð upp á kaffi, samlokur og pylsur. Ég reikna ekki með að leggja út í mat- arsölu í bráð, en það er aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér.“ Að lokum sagði Helga að við- skipti hefðu verið fjörug seinni partinn í sumar, en fyrri hlutann var kalt og fáir á ferð. Fyrir framan Steinhólaskála. F.v. Kristján Óskarsson, Ólöf B. Garðarsdóttir innan- búðardama og Helga Hermannsdóttir. Á niyndina vantar Kristjönu, dóttur þeirra hjóna, en hún annast skálann með þeim. „Það eru ein 6 ár síðan við byrjuðum á þessu. Þá voru hér 4 borð, en nú getum við tekið á móti 60 manns í einu,“ sagði Helga Hermannsdóttir í Stein- hólaskála, sem fram til þessa hefur verið einn afskekktasti veitingastaður landsins, en Steinhólaskóli er innarlega í Eyjafirði. „Hér hafa menn haldið fundi, en gestir okkar eru aðailega Akureyringar á sunnu- dagsferðum. Aðra daga en sunnudaga er þetta mjög rólegt — alltof rólegt.“ „Nei, við erum ekki í alfaraleið," (qj T /j\T irp rr H) oí 11 m tóa.i Uij u • Skjaldborg hleypur undir bagga Vegna bilunar i tölvubúnaði P.O.B. er hluti þess efnis, sem birtist i blaðinu f dag, settur í prentsmiðjunni Skjaldborg. • Varnarliðið á æfingu Það vakti athygli bæjarbúa á Akureyri s.l. mánudag að Phantom þota frá varnarliðlnu var á æfingaflugi í Eyjafirði, og sjálfsagt víðar á Norðurlandi. Kom vélin inn Eyjafjörð snemma morguns með drun- um miklum og flaug mjög lágt yfir Akureyrarflugvöll. Hún kom svo til baka skömmu síðar og síðdegis þennan sama dag kom hún aftur í lágflugi inn fjörðinn. Sjálfsagt hafa margir velt erindinu fyrir sér, en að sögn mun hér einungis hafa verið um æfingaflug að ræða, hvað svo sem það er sem flug- menn vélanna hafa verið að æfa sig í. • Að fara í röð Sunnanblöðin gerðu sér tals- verðan mat úr því sum hver þegar Dagur skýrði frá því að hér í bæ væri margt fólk sem ekki kynni að notfæra sér sölu- lúgur i matvöruverslunum á kvöldin. Var þetta aldeilis eitt- hvað fyrlr suma blaðamenn syðra, sem gerðu sér mat úr þessu og höfðu gaman að. Við getum alveg unnt þeim það að brosa að þessu, en gætum bent á ýmislegt sem norðan- menn kunna betur en þeir syðra. Eitt er það að fara i bið- röð. Við sölulúgurnar á Akur- eyri bíða viðskiptavinir í röð- um, en slíkt fyrirbæri þekkist varla fyrir sunnan. Þar gildir að vera nógu duglegur að stjaka sér áfram á kostnað náungans. „Biðraðamenning" sunnan- manna er aldeilis sérstakt fyrir- brigði sem þyrfti rannsóknar við. Og það er ekki bara i Hafn- arfirði sem ástandið í þessum málum er slæmt sunnan heiða .... gMargir kallaðir Menn eru þegar farnir að ræða hugsanlegan arftaka séra Pét- urs Slgurgelrssonar I stöðu sóknarprests á Akureyrl. Það þarf ekki að efa að marglr prestar renna hýru auga tll brauðsins, sem talið er með þeim betri á landinu. Smátt og stórt heyrðl það á götu I gær að Bolll Gústavsson, Laufási, myndi sækja um svo og Pétur Þórarinsson, Hálsl. Elnnig hafa nöfn þelrra Hjálmars Jónsson- ar Sauðárkrókl, Pálma Matt- hfassonar Hvammstanga, Þór- halls Höskuldssonar Möðru- vöilum og Jóns A. Baldvins- sonarStaðarfelliheyrst nefnd. Vafalaust verða flelrl nefndlr áður en IJóst er hverjir munu I raunlnnl gefa kost á sér. Aldrei jafn margir ferðamenn Ég hef engar tölur í höndunum, en svo mikið er víst, að fjöldi erlendra ferðamanna í sumar hefur aldrei verið jafn mikill síðan ég hóf afskipti af þessum málum“ sagði Gísli Jónsson, framkvæmdastjóri Ferðaskrif- stofu Akureyrar í samtali við Dag. „Sömu sögu er að heyra frá öðrum ferðamannastöðum“. Gísli sagði að Bretar og Skandi- navar hefðu t.d. aldrei verið jafn fjölmennir og í sumar og hann sagði jafnframt að svo virtist vera sem „pokafólki“ væri að fjölga. Á vegum Ferðaskrifstofu Akureyrar komu 9 skemmtiferðaskip í sumar. Gera má ráð fyrir að með þeim hafi komið u.þ.b. 2500 ferðamenn. Flestir þeirra erlendu ferða- manna sem Ferðaskrifstofa Akur- eyrar hafði afskipti af fóru til Mý- vatnssveitar, en einnig skipulagði ferðaskrifstofan ferðir fyrir þá um Akureyri. Fyrsta loðnan til Þórshafnar Á þriðjudag kom Vífill GK 54 með 450 tonn af loðnu til Þórs- hafnar. Þetta var fyrsta loðnan sem barst til Þórshafnar á ver- tíðinni. Eins og áður hefur verið greint frá í Degi er gerð melta úr loðnunni sem berst til Þórshafnar. Hjá öllum öðrum verksmiðjum, nema einni fyrir sunnan, er búið til mjöl. Melt- an er notuð til skepnufóðurs og þykir góð til þess. Bændur hér á landi hafa ekki komist upp á lag með að nota meltuna, en sam- kvæmt heimildum Dags á Þórshöfn verða gerðar tilraunir í haust fyrir austan með hana.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.