Dagur - 01.10.1981, Qupperneq 5
Útgefandi: ÚTGAFUFÉLAG DAGS
Skrifstofur: Hafnarstræti 90, Akureyri
Ritstjórnarsímar: 24166 og 21180
Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167
Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON
Blaðamenn: Askell Þórisson,
Gylfi Kristjánsson
Augl. og afgr.: JÖHANN KARL SIGURÐSSON
Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf.
Framvinda efna-
hagsmála
Frá því að ríkisstjórnin tók við
völdum hefur verðbólgan
minnkað verulega, atvinna hefur
haldist í landinu og þó að
kaupmáttur kauptaxta hafi lækkað
nokkuð, hefur kaupmáttur þeirra
tekna, sem almenningur hefur til
ráðstöðunar eftir að skattar hafa
verið greiddir, haldist svipaður.
Einstaklega vel hefur til tekist í
peningamálum og sparnaður
sjaldan eða aldrei verið meiri.
Þannig hafa meginmarkmið
stjórnarstefnunnar staðist og er
það mikill ávinningur, sem að
sjáifsögðu fer mjög fyrir brjóstið á
stjórnarandstöðunni.
Gengisþróunin hefur hins vegar
komið misjafnlega niður á at-
vinnuvegunum. Þannig hefur hún
komið sjávarútvegsgreinum til
góða, sem selja á Bandaríkja-
markaði, en verið slæm fyrir sam-
keppnisiðnað og útflutningsiðn-
aðinn sem selur afurðir sínar á
Evrópumarkaði. Það er dæmigert
fyrir málfiutning stjórnarandstöð-
unnar varðandi þessi mál, að hún
þakkar Reagan-stjórninni betri af-
komu sjávarútvegsins vegna
hækkana á Bandaríkjamarkaði,
en kennir ríkisstjórninni hins veg-
ar um erfiðleika útfiutningsiðnað-
arins vegna lækkunar á Evrópu-
markaði, sem hvort tveggja má þó
rekja til gengisþróunarinnar.
Á undanförnum áratug hefur
verið stöðug lækkun á gengi
Bandaríkjadollars en hins vegar
hefur gengi Evrópugjaldmiðla
hækkað jafnt og þétt. Þessi geng-
isbreyting, sem orðið hefur á
löngum tíma og íslensk fyrirtæki
hafa aðlagast, hefur á aðeins
hálfu ári gengið snögglega til
baka, og því engin furða þó fyrir-
tækin iendi í erfiðleikum.
Nú eru kjarasamningar fram-
undan og hvernig til tekst í þeim
efnum getur ráðið úrslitum um
framvindu efnahagsmálanna og
stjórnarstefnunnar. Það er viður-
kennt að miklar kauphækkanir
geta og hafa leitt af sér aukna
verðbólgu, án þess að kaupmátt-
araukning hafi fylgt í kjölfarið.
Kauphækkanir á pappírnum og
kjarabætur eru ekki það sama,
eins og alþjóð veit. Þjóðartekjur
setja almennum kauphækkunum
skorður, en hins vegar vilja laun-
þegar fá sinn skerf af aukningu
þjóðartekna. Mesti vandinn snýst
eins og endranær um tekjuskipt-
inguna, innan þeirra marka sem
aðstæður leyfa.
Aðilar vinnumarkaðarins hafa
það nú svo gott sem í hendi sér,
hvort ríkisstjórninni og þjóðkjörn-
um fulltrúum tekst að ná þeim
markmiðum sem sett hafa verið.
SLÁTURTÍÐIN í ALGLEYMINGI
Það hefur senniiega ekki farið
framhjá neinum að haustið er
komið og þar með sláturtíðin.
Áður fyrr tíðkaðist það að reka
lömbin til siáturhúsanna víðs-
vegar um iandið, en í dag eru
aðrar og fijótvirkari aðferðir
notaðar. Lömbunum er nú ek-
ið síðasta spöl í lífi þeirra
á vörubifreiðum. Ætii hann
hefði ekki orðið feginn bónd-
inn úr Flóanum sem rak iömb-
in haust hvert til Reykjavíkur
og ienti ávallt í hinu mesta
basli með að koma þeim upp
Kambana. „Þau ætla aldrei að
læra að rata þetta lömbin og
fara þó þessa leið á hverju
einasta ári“ sagði bóndi ösku-
reiður eitt sinn er illa gekk hjá
honum reksturinn.
„Við hófum slátrun 16. sept-
ember og áætlum að slátra rúm-
lega 39 þúsund fjár“ sagði Hörð-
ur Frímannsson, verkstjóri hjá
Sláturhúsi KEA á Akureyri er
Dagsmenn litu þar við á dögun-
um. „Við slátrum um 1500 lömb-
um á dag eftir að við vorum
komnir á fulla ferð, og slátrun
lýkur því væntanlega um 22. okt-
óber.“
„Það er mikið til fólk úr sveit-
unum hér í kring sem starfar við
slátrunina“ sagði Hörður. „Við
leggjum á það áherslu að fá vant
fólk í þetta, en við slátrunina og
allt í kring um þetta starfa senni-
lega á milli 120-130 manns. Hér á
efri hæðinni, þar sem er sjálf
slátrunin og frágangur skrokk-
anna fer fram vinna um 50
manns.“
— Við fengum Hörð til þess að
ganga með okkur um húsið og
komum fyrst í réttina þar sem
1500 lömb bíða þess hverja nótt
að verða aflífuð næsta dag en
réttin er ávallt fyllt á kvöldin.
Þarna inni var talsvert af lömbum
og því lá beinast við að spyrja
Hörð um vænleika þeirra í haust.
„Ég fæ ekki betur séð en að
lömbin séu alveg þokkaleg. Þau
eru ekkert sérstök, en ekkert verri
en almennt gerist" sagði hann.
Næst lá leiðin á þann stað þar
sem lömbin eru aflífuð. Þar
hjálpast tvær til þrjár manneskjur
við að koma lömbunum til þess
sem aflífar þau, en það er gert
með sérstakri loftbyssu. Og úr
„dauðabúrinu" falla lömbin nið-
ur í aðalvinnslusalinn.
Þar inni er svo sannarlega
handagangur í góðu meðallagi. í
salnum starfa um '30 manns, og
þar renna skrokkamir í gegn á
færibandi. Hver maður vinnur
sitt ákveðna starf og út úr þessum
sal koma 4 skrokkar á mínútu,
tilbúnir að fara í kæli og þaðan í
fyrsti.
Niður úr þessum sal ganga
nokkur rör og op og niður um þau
fara hausamir og allur innmatur-
inn.
„Dauðagangan“ er hafín. Lömbin
ganga upp stiga inn f réttina f slátur-
húsinu.
Niðri er slátursalan og sagði
Hörður að þar væri alltaf mest
ösin rétt fyrir helgamar. „Ég veit
ekki hvað þeir taka mörg slátur
sem gera mest af því, en það er
talsvert um það að fólk taki 10
slátur, og sennilega koma sumir
oftar en einu sinni.“ sagði hann.
Kjötsalan er einnig á neðri
hæðinni. Þar getur fólk keypt
ófryst kjöt í heilum skrokkum á
mun hagstæðara verði en ann-
arsstaðar gerist. Þar var Sveinn
Kristjánsson eins og kóngur í ríki
sínu að vigta og merkja kjöt og
sagði hann að salan í ár væri síst
minni en í fyrra, „en hún kemur
dáiítið í gusum," sagði hann. Er
full ástæða til að benda fólki á að
þama er hægt að gera hin hag-
stæðustu innkaup.
f „Dauðabúrinu" eru lömbin afíffuð.
KONURNAR KOMA UM HELGINA
Kvenfélagskonur munu um helg-
ina heimsækja Akureyringa,
kveðja dyra á hverju heimili og
gefa heimilisfólki kost á að leggja
fram fjármuni til að koma upp
hjúkrunardeild fyrir gamalt fólk,
sem engin stofnun í bænum getur
nú annast og heimili eiga í erfið-
leikum með.
Það er áhugafólk, sem vinnur við
elliheimilin, Fjórðungssjúkrahúsið,
Heilsugæslustöð, Félagsmálastofn-
un o. fl. sem ætlar sér að koma upp
hjúkrunardeildinni og treystir í því
efni á frjáls framlög einstaklinga,
stofnana, félaga og fyrirtækja á
Norðurlandi. Framkvæmdanefnd
þessa hóps skipa: Jón Kristinsson,
forstöðumaður, Ásgeir Höskulds-
son, framkvæmdastjóri, Halldór
Halldórsson, læknir, Hulda Bald-
ursdóttir, heimilishjúkrun, Ólafur
H. Oddsson, héraðslæknir og Ólaf-
ur Sigurðsson, yfirlæknir. Formað-
ur nefndarinnar er Jón Kristinsson.
Til þess að losa kvenfélagskonur
við ræðuhöld á tröppunum og
fækka spurningum, er nauðsynlegt
að benda á eftirfarandi staðreynd-
ir:
Á síðasta ári var gerð á því
könnun hjá héraðslæknisembætt-
inu á Akureyri hve mörg sjúkrarúm
vantar fyrir langlegusjúklinga, svo
sem gamalt fólk, á því svæði, sem
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
þjónar.
Niðurstaðan varð sú, að það
vantar 50 sjúkrarúm og er þessi
vöntun mjög tilfinnanleg, þrátt
fyrir yfir 30 sjúkrarúm á Kristnes-
hæli og 17 í Fjórðungssjúkrahús-
inu.
Elliheimilin, Hlíð og Skjaldar-
vík, eru ætluð rólfæru fólki en þau
eru ekki búin til þess, hvorki að
mannafla eða tækjum, að annast
sjúklinga. Þar eru þó margir lang-
legusjúklingar vegna þess að þeir fá
ekki annars staðar inni. Þetta
skapar vaxandi og óviðunandi að-
stöðu og telja þeir sem best eiga að
vita, að hér sé um neyðarástand að
ræða.
Áhugamannafólkið, sem fyrr var
nefnt, fann strax hentugt húsnæði
til að koma upp hjúkrunardeild
fyrir á þriðja tug sjúklinga, sem
bæta myndi úr sárustu þörf, en það
ér Systrasel, er stendur á lóð
Fjórðungssjúkrahússins og virðist
hafa lokið hlutverki sínu að mestu
eða öllu.
Nokkrar breytingar þarf að gera
á húsnæðinu, en síðan að kaupa í
það viðeigandi búnað, sem er mjög
dýr. Samtals er áætlaður kostnaður
um tvær milljónir króna. Hér er
því um allstórt verkefni að ræða og
mikils fjár þarf að afla. Fjársöfn-
unin á Ákureyri nú um helgina er
einn liðurinn í undirbúningsstarf-
inu og ekki veigalítill.
Sjúkrahúsbyggingin nýja, átti að
leysa vanda langlegusjúklinganna.
Hún er í smíðum, er fjórum til
fimm sinnum stærri en gamla
Fjórðungssjúkrahúsið, á að rúma
200 sjúklinga auk þeirra 130, sem
Fjórðungssjúkrahúsið rúmar og
staðurinn átti að rúma alla þá
gömlu menn, karla og konur, sem
þörf væri á. En þessi mikla fram-
kvæmd, sem er hvorki meira né
minna en aðal varasjúkrahús
landsins, fullkomið og deildarskipt,
er orðin rúmlega einum áratug á
eftir áætlun og það er þess vegna,
sem nú verður að horfast í augu við
mikinn vanda gamla fólksins. En
heilbrigðisyfirvöld taka að sér
rekstur hinnar nýju hjúkrunar-
deildar í Systraseli, þegar hús og
búnaður leyfir.
Segja má, að það sé mikil bjart-
Umsjón: Ólafur Ásgeirsson
Kristján Arngrímsson
„BERJUMSTI
HVERJUM LEIK“
— segir Magnús Guðmundsson þjálfari
Dalvfkinga í handknattleik
Dalvfkingar leika nú enn á ný í
þriðju deild í handbolta, en þeir
hafa ’yfirleitt verið þar með
undanfarin ár, að árinu í fyrra
undanskyldu. Þjálfari þeirra er
Magnús Guðmundsson sem í
fyrra lék með KA til sigurs í
annarri deild, og hann mun
einnig leika með liðinu.
f stuttu spjalli við íþróttasíðuna
sagði Magnús að þeir hefðu fyrir
skömmu hafið æfingar, og æfðu
þrisvar í viku. Gallinn væri hins
vegar sá að margir leikmanna
liðsins væru sjómenn, eða á ann-
an hátt tengdir þeim atvinnuvegi
og þá vildu rekast á hagsmunir
þeirra og íþróttarinnar.
Þeir geta æft-í íþróttahúsinu á
Dalvík en fá ekki að leika þar, þar
er salurinn er allt of stuttur, og
þess vegna verður íþróttaskemm-
an á Akureyri þeirra heimavöllur.
Magnús sagði að þeir hefðu
fengið til liðs við sig einn Vest-
manneying Gest Matthíasson og
einnig væri væntanlegur Vignir
Hallgrímsson, Dalvíkingur sem í
fyrra hefði verið út.í Noregi og
þar leikið með norsku liði. Gest-
ur var markhæstur i þriðju deild-
inni í hitteðfyrra þegar hann lék
þar með Dalvíkingum.
Magnús sagði að það væri á
hreinu að þeir tækju þátt í hverj-
um leik til þess að sigra, og ef það
tækist þá myndu þeir vinna
deildina. Þetta hugarfar þarf að
vera hjá leikmönnum þegar þeir
ganga til hvers leiks, því annað
væri ekki íþróttinni sæmandi.
Fyrsti leikur Dalvíkinga verður
á laugardaginn kemur og þá leika
þeir við Gróttu í íþrótta-
skemmunni á Akureyri, en þang-
að til hafa þeir aðeins leikið æf-
ingarleiki við Þór og KA.
Íþróttasíðan óskar Dalvíkingum
velfamaðar í deildinni.
„Þetta verður erfitt
hjá okkur í vetur“
- segir Arnar Guðlaugsson þjálfari Þórs
„Við erum búnir að vera að æfa i
um mánuð, en það er þó varla
nóg,“ sagði Arnar Guðlaugsson
þjálfari 3. deildarliðs Þórs i hand-
knattleik, er blaðamaður íþrótta-
síðunnar átti við hann stutt spjall.
„Það lið sem kemur til með að
leika í vetur, er að miklu leyti al-
veg nýtt lið — mikið af Ungum
mönnum sem eru að koma upp.
Nú, svo erum við með nokkra
gamla jaxla í kjölfestuna.“
Arnar sagði þetta verða erfitt í
vetur. „Það er alltaf erfiðara að
vinna þriðju deildina en að hanga
í annarri. Til þess þurfa liðin að
vera sterk allan tímann. Ég er alls
ekki viss um að við vinnum
deildina — þótt það sé auðvitað
alltaf stefnan. Það er miklu betra
að vera tvo vetur í þriðju deild og
byggja upp gott lið, heldur en að
vera kannski að fara upp núna
með einhverjum harmkvælum og
eiga svo í stöðugu basli í annarri
deild “
Júdómenn
að byr ja
Nú eru júdóæfingar byrjaðar
að nýju eftir sumarfrí. Æft er í
íþróttahúsi Glerárskólans á
miðvikudögum kl. 7-8 og
sunnudögum kl. 5-6.30.
Þjálfari verður hollendingur-
inn Cees Van De Ven. Verður
þetta í fyrsta skiptið sem akur-
eyrskir júdómenn hafa þjálfara
heilan vetur og vonar því Júdóráð
Akureyrar að sem flestir noti sér
tækifærið og láti verða af því að
byrja að æfa þessa skemmtilegu
íþrótt. Fréttatilkynning.
Jón Hjaltason rcynir „Harai Goshi'
sýni af áhugamannafólki, að ætla
að safna svo miklu fé að nægi til að
útbúa hjúkrunardeildina. Þetta er
stórt og þýðingarmikið verkefni, en
á það ber að líta, að fólkið sem fyrir
söfnun og framkvæmdum stendur,
er öðru fólki kunnugia hvar skór-
inn kreppir alvarlegast í málefnum
hinna öldnu. Það hefur lengi horft
á hina knýjandi nauðsyn að hefjast
handa um úrbætur, og þess er ósk-
andi að bjartsýni þess og dugnaður
mæti bæði skilningi og þeim
stuðningi, sem eftir er leitað og um
munar. Hér á Akureyri eru fimm
konur, hjúkrunarkona og sjúkra-
liðar í hálfu starfi á vegum Heilsu-
gæslustöðvarinnar, við hjúkrun
gamals fólks í heimahúsum m.a.
Hjá stöðinni eru 50-60 gamlir á
skrá, þar af fólk, sem daglega þarf
að sinna vegna sjúkleika.
Af öllu þessu má ljóst vera, að
alvara er á ferðum og verkefnið svo
brýnt, að hvorki verður staðar
numið né aftur snúið. Þegar heilir
gangar á elliheimilunum eru fullir
af rúmliggjandi gamalmennum og
hvergi finnst staður fyrir þá, er ekki
lengur sæmilegt að snúa sér undan
vandanum og láta sem ekkert sé.
Hefur mér orðið þetta enn ljósara
en áður, eftir viðtöl við fram-
kvæmdastjóra Fjórðungssjúkra-
hússins og elliheimilanna,
ennfremur við hjúkrunarkonur.
Um leið og ég þakka upplýsingar
þess fólks, hvet ég bæjarbúa til að
taka vel á móti kvenfélagskonun-
um um helgina, er þær koma til að
safna fé fyrir nýja hjúkrunardeild
handa gömlu fólki.
Erlingar Daviðsson.
4 - DAGUR -1. október 1981
1. október 1981 - DAGUR - 5