Dagur - 22.10.1981, Síða 1
TRÚLOFUNAR.
HRINGAR
AFGREIDDIR
SAMDÆGURS
GULLSMIDIR
, SIGTRYGGUR & PÉTUR
1 AKUREYRl
64. árgangur
Akureyri, fimmtudagur 22. október 1981
82. tölublað
TÆP 90% ÖKUMANNA
NOTA EKKI BILBELTI
Kjarni er afgirtur svo það ætti
ekki að vefjast fyrir mönnum að
ekki er ætlast til að þeir klofist yfir
girðinguna með haglabyssu. Hall-
grímur sagði að veiðimenn ættu að
hafa það í huga að Kjarni er úti-
vistarsvæði Akureyringa og skot-
hríð í því eða í nágrenni við það
getur valdið óbætanlegum slysum.
Hallgrímur sagði að starfsmenn
skógræktarinnar myndu halda við
troðnum skíðagöngubrautum í
Kjarna í vetur. Aðalbrautin er
upplýst. „Hestamenn mega frá
áramótum og fram til vors ríða á
akbrautum innan svæðisins, en þeir
eru vinsamlega áminntir að ríða
ekki í skíðabrautunum. Á því bar
mikið í fyrra og ef slíkt kemur fyrir í
vetur, verður það tekið til endur-
skoðunar hvort hægt sé að leyfa
hestamönnum að vera á svæðinu“.
í vetur verður reynt að halda
opinni leið upp í Kjarna frá Eyja-
fjarðarbraut, en ekki ruddur vegur
sem liggur á svæðið hjá Hömrum.
Hafnarmannvirkin á miðhæjarsvæði Akureyrar setja óneitan-
lega svip sinn á bæinn, og það er alltaf eitthvað um að vera í
miðbænum. Nú er unnið að heildarskipulagningu hafnarmála á
Akureyri og fyrsta hluta þeirrar skipulagsvinnu er nú að verða
lokið. Það er yfirlýst stefna bæjaryfirvalda að höfn vcrði áfram
á ntiðbæjarsvæðinu og er það vel. Mynd: á.þ.
Verður ekkert úr söl-
unni á „Flakkaranum“?
Skipulagsnefnd hefur samþykkt
að fela skipulagsstjóra að láta
gera tillögur að skipulagi ein-
býlishúsalóða á svæði sunnan
Suðurbyggðar að væntanlegri
götu norðan verkmenntaskóla.
Stefnt er að því að úthluta þess-
um lóðum eigi síðar en í janúar á
næsta ári. Samkvæmt upplýs-
ingum Dags munu ntargir hafa
áhuga á að fá lóð á þessum
slóðum.
Nefndin samþykkti einnig að
fela skipulagsdeild að hefja undir-
búning að deiliskipulagi í Gilja-
hverfi, sem er vestan Hlíðarbrautar
og sunnan Síðuhverfis. Kanna á
möguleika á að stækka hverfið,
m.a. upp fyrir 80 m. hæðarlínu, svo
það nái eðlilegri stærð sem skóla-
og þjónustuhverfi. Óskað hefur
verið eftir því við skipulagsdeild að
tillögur að deiliskipulagi við Háu-
hlíð verði lagðar fyrir nefndina hið
fyrsta, þannig að úthluta megi lóð-
um þar eigi síðar en í janúar á
næsta ári.
Skipulagsnefnd hefur einnig
ítrekað fyrri samþykkt sína frá 1.
desember 1978. um að raflina sem
hindrar úthlutun nokkurra lóða í
norðvestur horni Síðuhverfis. verði
fjarlægð hið fyrsta þannig að út-
hluta megi lóðum á næsta árj.
Skíðamenn
fagna vetri
„Skíðamaður talaði við mig sl.
sunnudag og hann sagði mér að
menn hefðu skotið á rjúpu í
Kjarna. Þetta athæfi er ólöglegt,
svæðið er friðlýst og innan
bæjarmarka“, sagði Hallgrímur
Indriðason, framkvæmdastjóri
Skógræktarfélags Eyfirðinga.
„Þetta eru fyrstu skotmennirnir
sem ég heyri getið um í vetur, en
í fyrra var ekki óalgengt að við
fréttum af veiðimönnum í
Kjarna. Enn hefur ekki tekist að
ná neinum þeirra“.
Samkvæmd skyndikönnun sem
Dagur gerði á bílbeltanotkun
yfir háannatímann í umferðinni
í miðbæ Akureyrar nota aðeins
tæp 12% ökumanna á Akureyri
bílbelti. Sem kunnugt er var bíl-
beltanotkun lögleidd hér á landi
frá og með 1. október.
Könnunin fór fram í hádeginu
þriðjudaginn 20. október, nánar
tiltekið á tímabilinu frá kl. 12.45 til
kl. 13.05, eða í tuttugu mínútur.
Talið var í bílum sem óku upp og
niður Kaupvangsgilið, auk nokk-
urra sem komu úr Hafnarstræti.
Samtals var talið í 293 bílum á
þessum tuttugu mínútum og
reyndust ökumenn aðeins þrjátíu
og eins þeirra nota bílbelti. 262
ökumenn voru ekki með belti. Ekki
voru taldir vöruflutningabílar né
þeir fólksbílar sem augljóslega
voru ekki útbúnir með bílbelti sök-
um aldurs. Flestir voru ökumenn
einir í bílum sínum. Könnuðir sáu
aðeins einn bíl þar sem bæði öku-
maður og farþegi í framsæti voru
með spennt beltin og í einum var
farþeginn með spennt belti en ekki
ökumaðurinn.
Þó að þessi skyndikönnun gefi
ekki nákvæma mynd af bílbelta-
notkun Akureyringa þegará heild-
ina er litið, þar sem t.d. má búast
við því að notkunin sé meiri þegar
fólk er ekki að flýta sér eins mikið
og í hádeginu. gefur hún góða vís-
bendingu um það, að langstærstur
hluti ökumanna á Akureyri hundsi
nýju lögin um notkun bíibelta. í
þessari tilgreindu talningu notuðu
11,8 af hundraði ökumanna beltin,
en 88,2 af hundraði gerðu það ekki.
RJÚPNA-
VEIÐI-
MENN
SKJÓTA
I KJARNA-
SKÓGI
Akureyri:
Ný
bygginga-
svæði
Ágúst Einarsson, L.I.Ú.: „. . . teljum það óeðlilegt að skipið fái loðnukvóta“
Skyndikönnun á bílbelfanotkun á Akureyri
Enn mun vera óvíst hvort
útgerðarfyrirtækið Njörður í
Sandgerði kaupir „FIakkarann“
svokallaða af Slippstöðinni á
Akureyri, eins og skýrt hefur
verið frá í fréttum að til stæði.
„Það er ekki búið að ryðja öllum
hindrunum úr vegi svo úr þessu geti
orðið“ sagði Gunnar Ragnars for-
stjóri Slippstöðvarinnar í samtali
við DAG. „Segja má að helming
hindrananna hafi verið rutt úr veg-
inum og ég er bjartsýnn, ég er það
alltaf. Skipið er nú tilbúið til af-
hendingar frá okkur, en auðvitað er
ekkert öruggt fyrr en við sjáum á
eftir skipinu út fjörðinn".
Hjá Fiskveiðasjóði fengust þær
upplýsingar að þar hefði verið
fjallað um málin, og tekin jákvæð
afstaða til kaupa Njarðar á skipinu.
Hinsvegar sagði Ágúst Einarsson
hjá Landssambandi íslenskra út-
vegsmanna að mikil andstaða væri
gegn því hjá útvegsmönnum að
skipið fengi leyfi til loðnuveiða.
„Við teljum það óeðlilegt að skipið
fái loðnukvóta, það er einungis til
þess að skerða enn frekar en orðið
er aflamagn þeirra skipa sem þegar
stunda loðnuveiðarnar“ sagði
Ágúst.
Þrátt fyrir ítrekarðar tilraunir
tókst ekki að ná sambandi við
Hafliða Þórsson forstjóra Njarðar I
Sandgerði til þess að fá hann til
þess að tjá sig um málið.
Samkvæmt þeim upplýsingum
sem DAGUR hefur aflað sér.
bendir ýmislegt til þess að ekkert
verði úr þessum kaupum þótt auð-
vitað sé engu hægt að slá föstu um
það á þessu stigi. Einn viðmælandi
blaðsins benti t.d. á, að söluverðið
væri allt of hátt, auk þess sem það
væri frumskilyrði að útgerðin fengi
leyfi til loðnuveiða, ef rekstur
skipsins ætti að geta bor'ið sig.
Skíðaráð Akureyrar hvetur alla
sem áhuga hafa á að taka þátt í
„vetrarfagnaði“ n.k. laugardag.
Fyrir 16 ára og yngri verður
„húllumhæ" við Strýtu kl. 13.30 og
kl. 16 flyst gleðskapurinn niður í
Skíðahótelið.
Þeir eldri ætla að fagna saman í
Sjálfstæðishúsinu um kvöldið, og
eru allir velkomnir.
Skíðabrekkurnar í Hlíðarfjalli
verða opnar fyrir almenning um
helgina.