Dagur - 22.10.1981, Síða 4

Dagur - 22.10.1981, Síða 4
DMjtUII Útgefandi: ÚTGAFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Hafnarstræti 90, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 21180 Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167 . Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaðamenn: Áskell Þórisson, Gylfi Kristjánsson Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Húsbyggjendur og kjaramálin Launþegasamtökin eru nú í óða önn að undirbúa kröfur sínar vegna vænt- aniegra kjarasamninga. Þannig hefur Verkamannasambandið lagt fram sínar kröfur og samninganefnd ASf einnig. Þar er gert ráð fyrir 13% grunnkaupshækkun á næstu tveimur árum, þ.e. á samningstímanum, árs- fjórðungslegum verðbótum, svo og því að næturvinnugreiðslur komi í stað eftirvinnugreiðslna í áföngum á næstu þremur árum og dagvinnutekj- ur hækki að sama skapi. Vinnuveit- endur meta þetta til 30-40% kaup- hækkana á samningstímabilinu. Hvort svo sem þetta mat vinnuveit- endasambandsins er rétt eða ekki er alveg Ijóst, að hér er á ferðinni kröfu- gerð sem er langt umfram þá getu sem þjóðfélagið og atvinnureksturinn í landinu ræður við í dag. Erfið rekstrarstaða atvinnuveganna og 1-2% hækkun þjóðartekna setur öll- um kauphækkunum skorður, nema menn kjósi aukna verðbólgu sem hefur í för með sér aukið launamis- rétti og rýrnandi kaupmátt. Því er gjarnan haldið fram, að for- kólfar launþegasamtakanna móti kröfugerð sína á hverjum tíma eftir því hverjir sitja í ríkisstjórn. Út af fyrir sig væri það ekkert óeðlilegt þó laun- þegar miðuðu sína afstöðu við það, hvernig unnið er að málum í þjóðfé- laginu, því verkalýðsbarátta er póli- tísk, hvað sem hver segir. Því miður virðast forystumenn launþega ekki ætla að taka nægilegt tillit til að- stæðna í þjóðfélaginu og þeirra verka, sem ríkisstjórnin hefur unnið að og náð árangri í. Einnig er viðbúið að vinnuveitendasamtökin verði harðsnúin, þannig að allt eins má búast við hörðum vinnudeilum. Lausn verður ekki fundin á bágum launa- kjörum þeirra sem minnst bera úr býtum með því móti. Til þess að koma til móts við þá sem búa við erfiðustu kjörin þarf að nota önnur meðul en falskar kaup- hækkanir. Þeir sem erfiðast eiga eru þeir sem standa í því að koma sér upp þaki yfir höfuðið og eru auk þess á lágum launum. Þetta fólk nýtur allt annarra kjara en þeir sem stóðu í húsbyggingum fyrir örfáum árum, þegar lán voru almennt ekki verð- tryggð. Þjóðfélagið þarf að koma til móts við þetta fólk með öllum tiltæk- um ráðum. Þá gæti einnig farið svo að sjálfkrafa leystist úr þeim atvinnuerf- iðleikum sem við er að etja t.d. á Ak- ureyri, en ótryggt atvinnuástand á Akureyri stafar fyrst og fremst af því, að verulega hefur dregið úr bygg- ingaframkvæmdum. Skýringin er að hluta til sú, að fólk getur nú verðtryggt fé sitt með öðrum hætti en að auka steinsteypueign sína, en aðalskýr- ingin er sú að fólk getur ekki lengur staðið undir fjármagnskostnaðinum sem er samfara byggingafram- kvæmdum. Fyrsta frumsýning Leikfélags Akureyrar á leikárinu: „Jómfrú Ragnheiður‘ ‘ Fyrsta frumsýning L.A. á þessu leikári er sögulegur sjónleikur „Jómfrú Ragn- heiður“ eftir Guðmund Kamb- an í leikgerð Bríétar Héðins- dóttur leikara og leikstjóra, sem frumsýndur verður annað kvöld. Það eru rúm 40 ár síðan Jón Norðfjörð leikstýrði „Skálholti“ Kambans á Akureyri. Hann lék einnig Brynjólf biskup í þeirri sýningu en Ragnheiður Brynj- ólfsdóttir var leikin af frú Regínu Þórðardóttur leikara. Leikgerð Bríétar sækir efni sitt í leikgerðir og skáldverk Kamb- ans, rekur sögu Ragnheiðar eins og Kamban segir frá henni í skáldverki sínu, Skálholti. Þar segir hann m.a.: „Hún yfirgaf þennan heim mánudaginn 23. marz 1663, þegar hún hafði lifað hér 21 ár, 6 mánuði og 15 daga. Allir þeir. sem nú og síðar krupu við dánar- beð hennar, skildu, að hún hafði verið mannvæn, flestum stúlkum framar, en syndug eins og við vorum öll. Engum datt í hug, að hún væri fágætt eintak hins lítt göfuga mannlega kyns. Ef til vill dó hún í öllu tilliti of ung, ef til vill var henni unnað af guðun- um.“ Helzti munurinn frá hinum leikgerðunum er, að hlutur sumra persónanna er aukinn, annarra minnkaður. Þungamiðja þessarr- ar er Ragnheiður Brynjólfsdóttir og hennar saga. Fyrst og fremst saga ungrar konu, sem er að berjast sjálf fyrir að mega ráða eigin lífi, saga um baráttu hennar gegn karlaveldi, foreldra- og kirkjuveldi. Saga ofurhuga, sem gerir uppreisn, sem dæmd er til að mistakast. Þetta er og hin klassíska harmsaga foreldris, hér föður, sem í fullvissu þess, er að- eins að gera barni sínu það sem því er fyrir beztu. Eiga slíkar — Guðbjörg útskrifaðist úr Leiklistarskóla ríkisins s.l. vor eftir fjögurra ára nám þar. Við spurðum hana nánar um tildrög þess að hún lagði leiklistina fyrir sig- „Ég byrjaði í SÁL þegar ég var í Menntaskólanum í Reykjavík, en þetta var kvöldskóli. Það fór hins vegar ekki nógu vel saman að vera bæði í menntaskóla og kvöldskóla þannig að ég hætti fijótlega í SÁL. Þegar ég lauk svo námi úr menntaskóla voru engir nemendur teknir inn í Leiklistar- skóla ríkisins það ár, svo ég fór að kenna einn vetur vestur á Helli- sandi og tók síðan inntökupróf í Leiklistarskólann um vorið.“ — Á meðan Guðbjörg var í Menntaskólanum lék hún m.a. í Útilegumönnunum, lék þar hlut- verk Haraldar undir stjórn Baldvins Halldórssonar. En við spurðum hana hvernig skóli Leiklistarskóli ríkisins væri. „Þetta er erfiður skóli, langur vinnudagur og gerðar miklar kröfur til nemenda. Þetta er góður skóli, en þó finnur maður að þetta er ungur skóli í þróun.“ í fyrravetur sótti Guðbjörg um fasta stöðu hjá Leikfélagi Akur- eyrar og var fastráðinn leikari frá I. september. Síðan var tekin ákvörðun um verkefni hjá leikfé- laginu í vetur, og útkoman varð sú að „Jómfrú Ragnheiður" yrði fyrsta verkefni vetrarins og að Guðbjörg yrði þar í hinu erfiða hlutverki Ragnheiðar. „Mér finnst mjög spennandi að fást við þetta hlutverk, gaman að fá að spreyta mig á þessu. Ragn- heiður er kona í sjálfstæðisbar- áttu sem er ekki langt frá því sem er að gerast í samtímanum. Hún er mjög hugrökk kona sem gam- an er að fást við. Ég skil hana mjög vel og hún hefur alla rnína samúð. Auðvitað er þetta erfitt en ég reyni að leggja mig alla fram.“ „Það er mjög góður andi í Leikfélagi Akureyrar, og leikhús- ið alveg sérstaklega skemmtilegt, gamalt og vinalegt hús.“ — Nú er frumsýning skammt undan. Ert þú orðin taugaóstyrk? ,,Nei, ekki ennþá, en auðvitað verð ég það þegar nær drégur frumsýningunni. En það er ekkert um annað að ræða en að taka þá á honum stóra sínum. Vera kjörkuð eins og hún Ragnheiður." Námskeið hjá L.A. Leikfélag Akureyrar hleypir innan skamms af stokkunum námskeiði í leiklist fyrir 12-16 ára og fyrir 16 ára og eldri. Reiknað er með að þessi nám- skeið hefjist um næstu mán- aðamót. Innritun og upplýs- ingar eru í símum 24073 og 25073 kl. 10-16 daglega. Guðbjörg Thoroddsen I hlutverki Ragnheiðar Brynjólfsdóttur. harmsögur sér enn stað á öld atómsins? Jómfrú Ragnheiði leikur Guð- björg Thoroddsen, sem útskrif- aðist frá Leiklistarskóla íslands á þessu ári, Brynjólf Sveinsson, biskup, leikur Marinó Þorsteins- son og Daða Halldórsson Hákon Leifsson, en þetta er frumraun hans á leiksviði. Sem fyrr segir verður leikritið „Jómfrú Ragnheiður“ frumsýnt hjá L.A. annað kvöld kl. 20.30. önnur sýning verður á sunnudag kl. 20.30, þriðja sýning fimmt- udag 29. okt. kl. 20.30 og fjórða sýning föstudaginn 30. okt. kl. 20.30. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á leiklist, alveg frá því ég man eftir mér, og reyndar lék ég í fyrsta skipti þegar ég var 8 ára. Þá settum við krakkarnir í hverfinu upp Kardimommubæinn, skipuðum í öll hlutverk og æfðum í kjall- aranum lieima. Ég man að mig langaði mjög mikið að leika hlutverk Kamillu, en vinkona mín sem var eldri fékk það hiutverk og ég hafnaði í hlut- verki hjálparmanns Tobíasar.“ —• Sú sem þetta mælir er Guðbjörg Thoroddsen, en annað kvöld stígur hún sín fyrstu skref á leiksviði sem atvinnuleikari. Hún verður ekki í hlutverki hjálpar- manns eða neinir öðru smáhlut- verki að þessu sinni, því hún fær það erfiða viðfangsefni að leika Ragnheiði Brynjólfsdóttur biskupsdóttir í „Jónifrú Ragn- heiður“ eftir Guðmund Kamban í leikgerð Bríetar Héðinsdóttur sem Leikfélag Akureyrar frum- sýnir þá. < o ji E' V) *o Guðbjörg Toroddsen og Marinó Þorsteinsson í hlutverkum Ragnheiðar og Brynjólfs biskups í „Jómfrú Ragnheiður“. „Verð að vera kjörkuð eins og Ragnheiður‘1 Karlakór Akureyrar flytur í nýtt húsnæði Karlakór Akureyrar hefur flutt í nýtt húsnæði að Óseyri 6b og var húsið formlega tekið ínotkun 10. október. Karlakór Akureyrar var stofn- aður 1930, en haustið árið áður höfðu fyrstu æfingar kórsins haf- ist. Kórinn var til húsa að Strandgötu 7 allt fram til ársins 1961 að hann festi kaup á hluta hússins Laxagata 5 og þar vár kór- inn til húsa fram til þess að flutt var í nýja húsnæðið á dögunum. Húsnæðið að Laxagötu 5 var orð- ið allt of lítið fyrir starfssemi kórsins sem átti húsið ásamt Lúðrasveit Akureyrar, og um síðustu áramót keypti kórinn síð- an efri hæðina í húsinu Óseyri 6b. Nýja húsnæðið er um 160 fer- metrar og þar af er sjálfur salur- inn um 100 fcrmetrar. Eftir að samningar um kaup á húsnæðinu höfðu verið undirritaðir tóku kórfélagar til óspilltra málanna við að breyta húsnæðinu fyrir starfsemi sína, og hafa kórfélag- arnir unnið yfir 700 klukkustund- ir í sjálfboðavinnu við það verk. Á síðasta starfsári voru kórfé- lagar 44 talsins, Styrktarfélagar eru um 400 talsins en einnig er starfandi kvenfélagið Harpan sem er félagsskapur eiginkvenna kórfélaganna. Það hclsta sem er á döfinni hjá Karlakór Akurcyrar cr að halda Lúsíuhátíð í desemberog hina ár- legu vortónleika næsta vor. Þá er þegar hafinn undirbúningur að Noregsferð kórsins 1983, cn kórnum hefur verið boðið til mikils söngmóts í Álasundi scm ervinabær Akureyrar. Söngstjóri Karlakórs Akureyr- ar er Guðmundur Jóhannsson, en þrátt fyrir mikla leit að undir- leikara hefur ekki tekist að ráða neinn til þess starfs í vetur og kom fram í máli stjórnarmanna kórs- ins að þeir hafa talsverðar áhyggjur af því að það mál muni ekki leysast. Stjórn Karlakórs Akureyrar i nýja húsnæðinu. Frá vinstri eru: Jóhannes Jóhannesson, Freysteinn Bjarnason, Magnús Kristinsson formaður, Bryngeir Kristinsson. Á myndina vantar Magnús Steinarsson. Ljósm.: g.k. w.. Umsjón: Ólafur Ásgeirsson Kristján Arngrímsson íþróttir á Akureyri um helgina: Handbolti og körfubolti Handknattleiksmenn og körfuknattleiksmenn verða á ferðinni á Akureyri um helg- ina. Keppt verður í 3. deild í handknattleik í íþróttaskemm- unni, og í 2. deild í körfu- knattleik í íþróttahúsi Glerár- skóla. Auk þess heldur 1. deildarlið KA suður og leikur einn ieik í Reykjavík. 1. deild í handknattleik Leikmenn KA eiga erfiðan útleik fyrir höndum, en þeir mæta bik- armeisturum Þróttar í Laugar- dalshöll á laugardaginn. Þetta er þriðji leikur KA í deildinni, en liðið hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum með litlurn mun. Mikill hugur er í leikmönnum KA fyrir leikinn gegn Þrótti og sagði viðmælandi íþróttasíðunn- ar úr þeirra röðum að þeir ætluðu sér að sigra 'Þróttarana. Það er vitað mál að það verður erfitt, en vonandi standa KA strákarnir fyrirsínu. Bílahappdrætti KA: Bíllinn kom á óseldan miða Þann I5. október sl. var dregið í bílahappdrætti K.A., en vinning- urinn var Suzuki bifreið árgerð 1981. Var dregið hjá bæjarfóget- anum á Akureyri, og kom upp númerið 3219. Reyndist það vera óseldur miði. Kom billinn því i hlut knattspyrnudeildar K.A., og verður hann notaður næstu árin fyrir þjálfara, eða annan starfs- mann deildarinnar. Bifreiðin kostar í dag um 73.000,00, en vegna sérstakrar lipurðar um- boðsaðilanna, sem eru Sveinn Egilsson h/f, í Reykjavík. og Bílasalan h/f, á Akureyri, fenguni við bílinn allmikið ódýrari, og má segja, aðsala á miðum hafi dugað fyrir bílnum, og þar sem enginn kostnaður varð við happadrættið. eigum við bílinn nú skuldlausan. Færum við öllum fyrirtækjum og einstaklingum, sem studdu okkur með kaupum á miðum, eða á annan hátt. okkar bestu þakkir og erum þess fullvissir að flestir þeirra, sem keyptu miða, finnst bíllinn vera vel kominn í okkar höndum, enda höfðu flestir látið þá skoðun í Ijós, að þeir mundu gefa okkur bílinn, kæmi vinning- urinn á þeirra miða. I happdrættisnefnd knatt- spyrnudeildar K.A. Árni Björnsson. Sigurður Sigurðsson. Stefán Gunnlaugsson. 3. deild í handknattleik Á föstudagskvöld fá Þórsarar lið Keflavíkur í heimsókn í íþrótta- skemmuna, og hefst leikurinn sem er fyrsti leikur liðanna í handknattleik kl. 20. Keflvíkingarnir töpuðu með eins marks mun fyrir Ármanni á dögunum þannig að búast má við að þeir veiti Þórsurum harða keppni í Skemmunni. Á laugardag leika svo Keflvík- ingarnir gegn Dalvíkingum í Skemmunni. en Skemman er heimavöllur Dalvíkinganna. Magnús Guðmundsson þjálfari Dalvikinga hefur ekki getað leik- ið með liðinu að undanförnu vegna meiðsla. en vonandi verður hann orðinn góður og til í slaginn. Staðreyndin er nefnilega sú að án hans er Dalvíkurliðið slakt. 2. deild í körf uknattleik Fyrsti leikur Þórs í körfuknattleik á keppnistímabilinu verður i íþróttahúsi Glerárskóla kl. 15 á laugardag, og mætir liðið þá Tindastól frá Sauðárkróki, en Tindastóll leikur heimaleiki sína í vetur í Glerárskólahúsinu. Þórsliðið mætir til keppnis- tímabilsins með mikið breytt lið frá síðasta keppnistímabili. Segja má að aðeíns þeir Jón Héðinsson og Eiríkur Sigurðsson státi af einhverri leikreynslu. aðrir leik- menn liðsins eru ungir efnilegir strákar. Verður fróðlegt að sjá hvernig þeim vegnar gegn leik- mönnum Tindastóls, en búast má við hörkukeppni. Skíðagöngu- mót í Kjarna Ef færi og aðstæður leyfa verður haldið skíðagöngumót í Kjarna í nóveniber. Mótið verður opið og því öllum heimil þátttaka. Um það leyti er eitt ár liðið siðan göngubrautin var tekin í notkun. Skíðagöngumenn á vegum S.R.A. æfa i Kjarna þrisvar í viku. Stórefnilegur knattspyrnumaður Einn af efnilegri ungum knatt- spyrnumönnum hér á Akur- eyri, er Halldór Áskelsson (Egilssonar), en hann er leik- maður með Þór. Hann hefur verið afburðamaður í yngri flokkum undanfarin ár, og er nú orðin 16 ára. Hann lék í sumar nokkra leiki með meistaraflokki Þórs, en er annars leikmaður annars flokks. Halldór lék fyrst í sumar með Drengjalandsliði íslands en hann þótti frábær leikmaður og var síðan valinn í unglingalandsliðið, en flestir sem þar leika eru eldri en hann. Hann lék um daginn leikinn með unglingalandsliðinu á móti Belgum, og mun nú næstu daga- fara með landsliðinu til Belgíu og leika þar annan leik. Halldór er mikill sóknarmaður og haft var eftir Reynolds nýráðnum þjálfara Þórs fyrir næsta ár. en hann sá Halldór á æfingum um helgina, að þarna væri mikið efni á ferð. Iþróttasíðan óskar honum til hamingju með landsliðssætin og óskar honum velfarnaðar i knattspyrnunni. 4 - DAGUR - 22. október 1981 22. október 1981 - DAGUR - 5

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.