Dagur - 27.10.1981, Blaðsíða 1

Dagur - 27.10.1981, Blaðsíða 1
-x- TRULOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR I SIGTRYGGUR & PÉTUR 1 AKUREYRI MGUR ........... 'i i iiphi 11 aiWimfi'Tntn 64. árgangur Akureyri, þriðjudagur 27. október 1981 83. töiublað Jóhannes Hjálmarsson hefur ástæðu til þess að sýna sigurtáknið fræga, „V“ eftir heimsmeistaratignina um helgina. Ljósm. GK. Jóhannes varð heims- meistari Akureyringar eignuðust um helgina heimsmeistara í íþrótt- um, en þá sigraði Jóhannes Hjálmarsson aiia keppinauta sína á heimsmeistaramótinu i kraftiyftingum öldunga sem fram fór í Chicago í Bandaríkj- unum. Jóhannes keppti þar í flokki 50-55 ára og gerði kappinn sér lítið fyrir og vann auðveldan yfirburða- sigur í 100 kg. flokki., Jóhannes lyfti 200 kg. í hné- beygju, 130 kg. í bekkpressu og í réttstöðulyftu reis hann upp með 267,5 kg. Samtals gerir þetta 597,5 kg og var Jóhannes með 37,5 kg. meira en næsti maður. Það er ekki á hverjum degi sem Islendingar eignast heimsmeistara í íþróttum. Jóhannes, sem er tiltölu- lega nýbyrjaður að fást við lyfting- ar hefur því unnið meiriháttar af- rek sem mun verða í minnum haft. Hann hefur sífellt verið að bæta árangur sinn, en því miður er okkur ekki kunnugt um hvað hann státar af mörgum heimsmetum í kraft- lyftingum eftir þennan sigur í Chicago. Til hamingju Jóhannes Hjálmarsson. Tveir umsækjendur eru nú komnir um prestaköllin tvö á Akureyri. Jón A. Baldvinsson á Staðarfelli hefur sótt um Akur- eyrarprestakall og Pálmi Matt- híasson Hvammstanga hefur sótt um Glerárprestakall. Ekki er vitað með vissu um fleiri umsækjendur, en tveir aðrir hafa verið nefndir sem væntanlegir um- sækjendur og það eru Þórhallur Höskuldsson á Möðruvöllum um Akureyri og Gylfi Jónsson á Hornafirði um Glerárhverfi. „Líst vel á að við fáum sömu kjör og stóriðjan“ segir Hjörtur Eiríksson framkvæmdastjóri Iðnaðardeildar Sambandsins „Mér líst ljómandi vei á það að okkur verði skapaður sami grundvöiiur og að við fáum sömu kjör og orkufreki iðnað- urinn. Ég tek undir það með Stefáni Valgeirssyni, að við fá- um t.d. alla okkar orku á svip- uðu verði og stóriðjufyrirtækin svoköliuðu. En það þarf svo sannarlega miklu meira en lækkun orkuverðs til að endar nái saman hjá okkur“, sagði Hjörtur Eiríksson, fram- kvæmdastjóri iðnaðardeildar Sambandsins um þær hugmyndir Stefáns Valgeirssonar, alþingis- manns, að íslenskur útflutnings- og samkeppnisiðnaður fái sam- bærileg kjör og stóriðjufyrir- tækin í landinu. „Eitt af því sem verið hefur á okkar óskalista er að fá ýmsum gjöldum aflétt og það er óskaplega þýðingarmikið og skilar sér strax í lækkuðum rekstrarkostnaði. Mér er ekki alveg ljóst hvað af gjöldum leggst á stóriðjureksturinn né held- ur hversu mikið hann þarf að Frá „Busavfgslunni“ i Menntaskólanum á Akureyri sl. föstudag. greiða í fjármagnskostnað, en þessi atriði skipta geysimiklu máli varð- andi rekstrarafkomuna. Þó hef ég grun um að þar sé um verulegan aðstöðumun að ræða, t.d. varðandi niðurfellingu aðflutningsgjalda. Sem dæmi get ég nefnt, að fjár- magnskostnaðurinn er nú 20% af heildarveltu ullar- og skinnadeild- ar, orkukostnaðurinn er um 5%, launaskatturinn 3,5% af heildar- launakostnaði og aðstöðugjald um 1,6% af veltu. Við teljum að auka megi veru- lega framleiðsluna og atvinnu- framboðið í skinnaiðnaðinum með meiri fullvinnslu, en fyrst verður að koma rekstrargrundvellinum í lag og það er því miður ekki hægt að ganga fram hjá því. að gengis- skráningin er orðin kolr: ng. Við erum þó ekki að biðja um gengis- fellingu heldur lækkaðar álögur. Samkeppnisiðnaðurinn íslenski stendur hins vegar ekki lengur undir því að hægt sé að flytja alla hluti miklu ódýrar inn heldur en hægt er að framleiða þá á hér heima“, sagði Hjörtur Eiríksson að Iokum. EKKERT UNNK> FYRIR ÁRAMÓT „Peningarnir sem nota átti tii framkvæmda við byggingu íþróttahússins á þessu ári eru búnir, og það er ekki hægt að nota sömu peninga tvisvar“ sagði Helgi Bergs, bæjarstjóri á Akureyri er Dagur ræddi við hann um framkvæmdir við íþróttahúsið á Akureyri. Sögusagnir hafa verið í gangi um að setja ætti framkvæmdir við hús- ið í gang næstu daga af krafti, m.a. vegna hins slæma ástands sem framundan er í atvinnumálum tré- smiða. Helgi Bergs sagði að nú væri gælt við þá hugmvnd að Ijúka byggingu hússins í áföngum, og það yrði fullbúið árið 1983. Þá væri verið eða ætti að fara að huga að kostn- aðaráætlun með tilliti til þess að næsta haust yrði hægt að taka húsið í notkun fyrir kennslu og mótahald en það gæti kostað 8 til 9 milljónir króna. „Það er ljóst" sagði Helgi, „að það verða engar framkvæmdir við húsið fyrr en eftir áramót, en þá verður vonandi hægt að setja kraft í þær“. ENGAR RÆKJUVEIÐAR LEYFÐAR IVETUR í vetur verða engar rækjuveiðar leyfðar í öxarfirði og telja fiskifræðingar mögulegt að þetta ástand vari í einhver ár. fbúar á Kópaskeri hafa haft mikia atvinnu af rækjuvinnslu undanfarin ár og á tímabili voru gerðir út fimm bátar frá Kópa- skeri. Nú er svo komið að heimamenn eiga engan bát, þann síðasta er Sæblik h.f. að selja, og fenginn var 65 tonna bátur frá Hólmavík til að leggja upp á Kópaskeri í vetur. Kristján Ármannsson, fram- kvæmdastjóri Sæbliks, sagði að hugmyndin væri að breyta hluta af húsakynnum fyrirtækisins svo hægt væri að verka fisk fyrir fryst- ingu. Fjármagn vantar til þess verks, en það mál mun skýrast þegar líður á vikuna. Megnið af aflanum verður verkað í skreið og salt. Einnig verður hráefni sótt til Húsavíkur og Raufarhafnar. Kristján gerði ráð fyrir að 20 til 30 manns hefðu atvinnu hjá Sæbliki í vetur. Önnur holan að Botni gefur af sér um 10 sek./lítra: NOTENDUR VERDA AÐ FARA SPARLEGA MEÐ HEITA VATNIÐ Svo virðist vera sem önnur hol- an, sem boruð er að Botni í Hrafnagilshreppi fyrir Hitaveitu Akureyrar, ætli að gefa af sér um 10 sek/ltr af 90° heitu vatni og að holan sé ekki með sama vatnskerfi og sú sem var boruð áður að Botni og gefur af sér 30 sek/ltr. Um helgina var lokið við tengingu á safnæð frá Botni til Laugalands. Vatn úr Botnshol- unni verður ekki tengt inn á kerfið strax, en áður en af því getur orðið þarf að hita upp pípuna og kanna hana gaum- gæfilega. Vilhelm Steindórsson hitaveitu- stjóri sagði að menn skyldu ekki vera um of bjartsýnir þegar nýja holan ætti í hlut því rannsóknum væri síður en svo lokið á henni. Borinn er kominn niður á tæplega 1800 m dýpi og verður borun hætt hvað úr hverju því borinn kemst ekki mikið lengra niður. Hitaveitustjóri var inntur eftir því hvort notendur Hitaveitu Akureyrar þyrftu að kvíða vatns- leysi í vetur. Hann sagði að tæplega væri ástæða til að ætla það, en ljóst væri að mun minna fengist af heitu vatni á núverandi borsvæði hita- veitunnar en áætlað var í upphafi. „Við munum ekki hafa neitt urn- frammagn af vatni á næstu árum og verðum að fara sparlega með vatn- ið. Einnig verður að leggja í meiri kostnað og meiri vinnu við að ná vatninu en áætlað var“, sagði hita- veitustjóri. „En við verðum að nota heita vatnið fyrst og fremst til upp- hitunar húsa okkar og þá held ég að þetta ætti allt að fara vel“. AUGLÝSINGAR OG ÁSKRIFT: 24167 - RITSTJÓRN: 24166 OG 21180

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.