Dagur - 27.10.1981, Blaðsíða 8

Dagur - 27.10.1981, Blaðsíða 8
OAGUR Akureyri, þriðjudagur 27. október 1981 BÍLAVÍR - RAFGEYMAKAPLAR LEIDSLUSKÓR - KAPALSKÓR Fjölmargir gestir voru viðstaddir er Brauðgerðin var formlega tekin i notkun i nýja húsnæðinu sl. laugardag. Ljósm. H.Sv. Brauðgerð KEA í nýja húsnæðinu: Starfsemin hófst formlega á laugardag Brauðgerð KEA hóf formlega starfsemi í gamia mjólkursam- lagshúsinu við Kaupvangsstræti á laugardag. Fjöidi manns var saman kominn við þetta tæki- færi og á borðum voru sýnishorn af þeim 150-160 brauð- og kökugerðum, sem framleiddar eru í brauðgerðinni. Brauðgerðin er á efstu hæð gamla mjólkursamlagshússins, sem jafnframt er jarðhæð til norðurs. Niðurrif og hreinsun hófst í júlí í fyrra og þá hófst jafnframt bygging 120 ferm. viðbyggingar, sem nýtt skyldi sem efnisgeymsla og efnis- móttaka. Jafnframt var ákveðið að þrjár aðalmjöltegundirnar skyldu geymdar í þar tií gerðum álgeym- um, til sparnaðar á húsrými. Sam, tals er flatarmál hinnar nýju brauðgerðar um 850 ferm. Véla- kostur og stór hluti innréttinga er að mestu nýtt. Allar teikningar að breytingum og nýbyggingu voru gerðar á teiknistofu Sambandsins. Aðal- verktaki var Norðurverk h.f. Múr- verk annaðist Gunnar Óskarsson, pípulagnir Karl og Þórður, máln- ingu Stefán Jónsson, raflagnir Ljósgjafinn h.f., hita og loftræsti- kerfi Blikk og Stál h.f., uppsetningu kæli- og frystitækja svo og alla járn- og vélsmíðavinnu annaðist Vél- smiðjan Oddi h.f. Byggingarstjóri var Gísli Magnússon, bygginga- meistari hjá KEA. Starfsfólk Brauðgerðar KEA er nú 23 að tölu og brauðgerðarstjóri er Páll Stefánsson. Húsvíkingar ætla að kaupa snjótroðara SLÁTRUN LOKIÐ Á DALVlK Dalvík 26. október Slátrun er nú lokið á Dalvík og hefur slátrunin gengið mjög vel, þrátt fyrir erfitt tíðarfar, að sögn Kristins Guðlaugssonar, slátur- hússstjóra. Alls var slátrað 14.309 dilkum, þar af var 1.712 af full- orðnu. Þetta eru aðeins fleiri dilkar en í fyrra. Þyngsti dilkurinn vóg 28.8 kg„ eigandi Stefanía Kristins- dóttir, frá Hrafnsstöðum, Dalvík. Bestu meðalvigtina hafði Konráð Gottliebsson, Ólafsfirði, 20.5 kg. af 50 dilkum. Rétt er að geta þess að hér að ofan er miðað við blautvigt. A.G. HAFA FRAMLEITT 50 ÞÚSUND FISKIKASSA Fiskkassaframleiðslan, sem hófst í Plasteinangrun hf. á Akureyri í mars í fyrravetur, hefur gengið mjög vel. Búið er að framleiða um 50.000 kassa, og eru menn bjart- sýnir á framhaldið. Fiskkassarnir frá Plasteinangrun eru líka á lægra verði en innfluttir kassar og stand- ast vel samkeppnina við þá. Þá eru í afhugun ýmsar hugmyndir um að nýta tækjabúnaðinn, sem fenginn var til verksmiðjunnr vegna fisk- kassaframleiðslunnar, til fram- leíðslu á fleiri sviðum, bæði til aukinnar framleiðslu á trollkúlum og e.t.v. einnig til að framleiða flöskukassa og fleiri vörur. Bæjarráð Húsavíkur hefur ákveðið að heimila kaup á snjó- troðara. Mun Skíðaráð Völs- ungs beita sér fyrir almennri fjársöfnun í bænum til kaup- anna, en áætlað verð á troðar- anum er allt að krónur 600 þús- und. Bæjarsjóður ábyrgist þær skuldbindingar sem til þurfa að koma vegna kaupanna. Eigendur veitingastaðarins Pizza- húsið í Reykjavík hafa hug á að koma á fót veitingastað á Akureyri. Þeir höfðu m.a. hug á húsinu nr. 23 við Strandgötu þar sem áður var verslunin Kleopatra, en það hús var síðar selt öðrum aðila. Elías Snorrason, eigandi Pizzahússins, Þá hefur Bæjarstjórn Húsavíkur ákveðið að láta framkvæma könn- un á að koma upp nýju skíðasvæði í nágrenni Húsavíkur, t.d. í Krubbs- fjalli eða Gyðuhnjúk. Könnunin á að taka til athugana á snjóalögum, staðsetningu lyftna, göngubrauta og stökkbrauta, vega- og bílastæða, möguleika á að fá rafmagn á svæðið, möguleika á rekstri skíðaskóla o.fl. sagði í viðtali við Dag að hann hefði ekki í hyggju að gefast upp við svo búið, en hann sagði jafn- framt að það virtist vera erfitt að fá húsnæði undir veitingastað á Akureyri. Ætlunin er að selja ein- göngu ítalskar pizzur í fyrirhuguð- um veitingastað. VILJA OPNA PIZZA-STAÐ Verkmenntaskóli á Akureyri: Tíðarfar tefur framkvæmdir „Við hófum framkvæmdir við grunn Verkmenntaskólans á dögunum, strax og hlánaði, en það er óhætt að segja að það hefðum við gert fyrir tveimur vikum ef tíðarfar hefði verið þannig, að það hefði verið mögulegt“ sagði Hörður Tulin- ius, einn af eigendum bygginga- fyrirtækisins Híbýli h.f. á Akur- eyri í samtali við Dag. Hörður tjáði Degi að Híbýli ætti að skila 1. áfanga hússins til af- hendingar 1. júní n.k. þá tilbúnu undir tréverk. 1. áfangi byggingar- innar er 1. hæð og kjallari að hluta. Ekki vildi Hörður neitt segja varðandi það hvort tíðarfarið að undanförnu yrði til þess að af- hending verksins myndi dragast frá því sem áætlað hefur verið, en því væri ekki að neita að veðurfar að undanförnu hefði orðið til þess að tefja byrjunarframkvæmdir. Hvammstangi: RÆKJUVEIÐAR HAFA ALDREI GENGIÐ EINS VEL Hvammstanga 26. október. Rækjubátarnir mokveiða um þessar mundir og að sögn sjó- manna hefur veiðin aldrei verið jafn mikil. Tveir bátar eru gerðir út á línu frá Hvammstanga og hafa aflað nokkuð vel. Alls eru fimm bátar gerðir út á rækju frá Hvammstanga. Afla tveggja bátanna er ekið til Blöndu- óss. Skagstrendingar eru byrjaðir rækjuveiðar og Hólmvíkingar um það bil að byrja. Rækjan sem veið- ist er bæði stór og falleg. P.M. a. % Klámmyndir og barnaefni Fyrir skömmu átti barn í ónefndum bæ afmæli. Móðir barnsins fór í eina af mynd- segulbandsleigum bæjarins og fékk spólu með barnaefni og þegar gestir í afmælinu höfðu fengið sér gos og gott settust þeir fyrir framan sjón- varpið, myndsegulbandstækið var sett í gang og barnaefni birtist á skjánum. Börnin voru himinlifandi, skríktu og hlóu enda var heilmlkið að gerast á skermlnum. Móðirin var stödd frammi í eldhúsi þegar hún heyrði að allt datt í dúnalogn inni í stofu. Ekki taldi hún að það boðaði neitt gott og hrað- aði sér inn, horfði fyrst á börnin en síðan á skermlnn og sjá: þar höfðu alldellis átt sér stað um- skipti. f staðlnn fyrir hugijúfar barnamyndir var komið harð- asta klám. Að sjálfsögðu var slökkti á tækinu og miður sín fór móðirin með spóluna til sinna heimahaga. f Ijós kom að barnaefnið hafði verið tekið yfir klámmynd, sem var mun lengri en barnaefnið, og því fór sem fór. % Textavantar Þelr sem búa svo vel að hafa yfir að ráða myndsegulbandi verða að gera sér að góðu myndfr án íslensks texta. Mið- að við hina ótrúlegu útbreiðslu myndbanda virðist almenning- ur gera sér ótextaðar myndir að góðu. E.t.v. er hér komin lelð fyrir íslenska sjónvarpið: CJ- hætta að texta myndir og nota það fé sem sparast í eitthvað annað. % Stuttvaríþví Dagur hafði fregnir af pilti sem var ráðinn sem messagutt um borð í eitt af varðskipum landsmanna. Strákur var eitt sinn að bera á borð og kallaði á stýrimann, úr gati eldhússins, að hérna væri diskurinn hans kominn, hvort hann vildi ekki sækja hann. Stýrimaðurinn skipaði stráksa að koma með diskinn á borðið, sem hann og gerði, en spurði um leið: „Á ég ekki að mata þig líka“? Þetta var meira en yflrmaðurinn þoldi og var strákur settur í land næst þegar skipið kom til hafnar. % Lítil notkun Lögreglan á Akureyri gerði í gær könnun á því hversu margir notuðu bílbelti á Akur- eyri. Var þetta gert að beiðni Umferðarráðs. Könnunin var gerð að lokinni mestu umferð- inni í hádeginu kl. 13.30-14.10 og voru bílar stöðvaðir á gatnamótum Kaupvangsstræt- is og Skipagötu. Niðurstaðan var sú, að í 171 bíl notuðu 42 ökumenn bílbelti og í 4 bílum voru bæði ökumaður og far- þegi í framsæti með bílbelti. í þessari könnun kom því í Ijós, að 26,9% ökumanna notuðu bílbelti. ’f könnun sem Dagur gerði á mesta annatímanum í umferðinni, á hádegi s.l. þriðjudag, kom í Ijós að aðeíns 12% þeirra sem þar voru taldir notuðu bílbelti.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.