Dagur - 27.10.1981, Blaðsíða 5

Dagur - 27.10.1981, Blaðsíða 5
DAGUR Útgofandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifíitofur: Hafnarstræti 90, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 21180 Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaðamenn: Áskell Þórisson, Gylfi Kristjánsson Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SfGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Búseta og sauðfjárrækt Nýlega birtist athyglisverð grein í tímaritinu Frey, þar sem fjallað er um erfiðleikana sem nú blasa við í sauðfjárrækt og hugsanlega bú- seturöskun sem af gæti hlotist. Bent er á að 10% útflutningsbætur dugi nú ekki til og hafi reyndar ekki gert í þrjú ár. Því þurfi annað og meira að koma tii. Síðan segir í greininni: „í heilum sveitum hafa menn sauðfjárrækt að aðalatvinnu og sé nú fótunum kippt undan þessari atvinnugrein verður ekki aðeins mörgum byggðum hætt, heldur líka atvinnu fjölmargra í þéttbýlinu sem starfa við úrvinnslu úr sauð- fjárafurðum. Hvað gerist ef dregið verður úr stuðningi við sauðfjár- ræktina? Byggð mun grisjast. Hér þurfa allir hlutaðeigandi að athuga sinn gang. Spurningin er hver er að gera hvað ffyrir hvern, bændur og annað strjálbýlisfólk, sem leggja á sig að halda í byggð þeim hluta landsins sem byggi- legur má teljast, eða samfélagið, sem nýtur góðs af þolgæði þessa fólks. Ef kæmi til mikillar búsetu- röskunar, en slíkt er vel hugsan- legt, yrði gífurlega dýrt bæði fyrir einstaklingana og þjóðfélagið að finna mönnum húsnæði og at- vinnu á nýjum stað. Ekki má held- ur gleyma hinum mannlega þætti og þeim andlegu þjáningum, sem slíkt umrót og rótarslit hefði í för með sér fyrir fjölda fólks. Án alls efa verður hagkvæmara fyrir þjóðfélagið að styðja þær byggðir sem mest er hætt með því að efla þar nýjar atvinnugreinar. Má þar nefna loðdýrarækt, fiski- rækt og iðnað. Þetta getur tekið nokkurn tíma og á meðan verður að leggja kapp á að leita hag- kvæmra kjötmarkaða. Athugandi er hvort erlend markaðskönnun- arfyrirtæki geta ekki verið okkur innan handar við það.“ „Við getum ekki sætt okkur við að búseta í þessu landi verði eins og á Grænlandi, þ.e. hér verði fá- einar byggðir á stangli, veiði- stöðvar og kaupstaðir, með stór- um eyðiflákum á milli. Þess vegna eigum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til að viðhalda þeirri byggð sem nú er í landinu með nauðsynlegum ráðstöfunum. Víða um land verður búseta ekki tryggð nema sauðfjárrækt verði studd næstu ár, meðan verið er að byggja upp aðrar búgreinar eða atvinnugreinar í sveitum." Frumsýning á „Jómfrú Ragnheiöi ‘ hjá Leikfélagi Akureyrar: ÁHORFENDUR GLEYMDU STUND OG STAÐ Ragnheiður (Guðbjörg Thoroddsen) ræðir við föður sinn, Brvnjólf biskup (Mar- inó Þorsfeinsson). Mynd: K.G.A. Leikfélag Akureyrar: Jómfrú Ragnheiður Leikstjóri: Bríet Héðinsdóttir Leiksviðsstjóri: Þráinn Karlsson Tónlist: Jón Þórarinsson Lýsing: David Walters Leiktjöld og búningar: Sigurjón Jóhannesson. Leikfélag Akureyrar frumsýndi s.l. föstudagskvöld leikritið Jóm- frú Ragnheiður eftir Guðmund Kamban í leikgerð Brétar Héð- insdóttur. f fáum orðum sagt: Leikararnir héldu athygli áhorf- enda allan sýningartímann; á stundum gleymdu áhorfendur stund og stað og undirritaður er ekki frá því að stöku tár hafi hrunið af hvörmum salargesta. í ágætri grein í leikskrá segir Jakob Benediktsson m.a.: „Guðmundur Kamban hafði bú- ið sig vel undir að semja Skálholt; hann kynnti sér heimildir um sögu Brynjólfs biskups eftir föng- um, las ógrynni af bréfum og gögnum, tíndi saman allt sem hann gat hendur á fest um málefni þeirra Daða og Ragnheiðar... . heimildir um Daða og Ragnheiði eru ekki fjölskrúðugri en svo að skáldið hafði frjálsar hendur að yrkja í eyðurnar um flest nema grófustu megindrætti. Ragnheið- ur var látin sverja skírlífi sitt, og réttum fjörutíu vikum síðar ól hún Daða barn. Sór hún rangan eið eða ekki? Sá grunur var miklu hættulegri en barneignin. Kamb- an reis gegn arfsögninni — grun- semdinni um meinsæri — sem fyrst kemur fram hjá Jóni Hall- dórssyni, og sýndi að hún verður ekki sönnuð; hann ætlaði sér að hreinsa Ragnheiði af grun um rangan eið og hefja ástir hennar og Daða í hærra veldi. Skýring Kambans verður ekki hrakin með sögulegum rökum; í skáldverkinu er hún dramatísk og sjálfri sér samkvæm, burðarásinn í leikrit- inu og fyrri helmingi skáldsög- unnar.“ Leikgerðin er á þann hátt að áhorfandinn fær mikla samúð með þeim skötuhjúum og um leið ákafa andstyggð á Brynjólfi, sem leikinn var af Marinó Þorsteins- syni. Marinó féll vel í hlutverkið og sýndi það enn einu sinni að hann er einn besti leikari síðari ára hjá L.A. En það er annar leikari sem á mikið lof skilið fyrir framistöðu yfirleitt. Og það er rétt að fara nokkrum orðum um leiktjöld og búninga Sigurjóns Jóhannssonar. Hluti búninga var fenginn að láni frá Þjóðleikhúsinu og hluti af leikmunum kom einnig þaðan. Eflaust hefur fólk á I7. öld gengið í svipuðum fatnaði, en tæplega hafa fengist reimaðir skór með nælonbotnum hjá kaupmönnum, eins og eiðsvottarnir gengu í. Það ber að hugsa jafnt um smæstu atriðin og þau stærstu. Öðru vísi næst ekki sá heildarsvipur sem er nauðsynlegur. Það var ánægjulegt að sitja í Samkomuhúsinu á föstudags- kvöldið og var að heyra á áhorf- endum um leið og þeir gengu út að leikendum hefði tekist óvenjuvel upp. Ef önnur verkefni L.A. í vetur verða áþekk hvað varðar vandaðan leik og leik- stjórn er óhætt að fullyrða að fé- lagið er á réttri leið. á.þ. sína. Guðbjörg Thoroddsen túlk- aði Ragnheiði Brynjólfsdóttur af ótrúlegum næmleik og miklu innsæi. Leikfélagi Akureyrar var mikill fengur að fá hana norður til starfa og ætti að halda henni eins lengi og nokkur er kostur. Frammistaða annarra leikara var yfirleitt á einn veg: Þeir léku.vel, en að niínu mati hefði Hákon Leifsson, í hlutverki Daða, mátt vera ögn meira afgerandi. Hér er á ferðinni ungur maður, sem ekki hefur hlotið leiklistarmenntun, en hann á eflaust eftir að ná sér á strik í seinni sýningum. Bríeti Héðinsdóttur hefur tekist að móta vel þann efnivið sem hún fékk í hendur. Leikurinn gekk hnökralaust eins og vænta mátti. Bríet mun vera kröfuharður leik- stjóri, en sú harka er ekki meiri en svo að leikararnir leystu hlutverk sín af mikilli ánægju sem er for- senda þess að leikrit heppnist < o xc ■o c >. s „Gáfur, lærdómur, völd, allt var Brynjólfi betur gefið en tungu, — ósveigjanlegur og sannfærður um sjálfs sín rétt- öðrum, og allt kom það fyrir ekki“, segir i leikskrá. „I iæti, óbifandi og miskunnarlaus i vissu sinni um að hann leikritinu er hann mótvægi Ragnheiðar og Helgu f Bræðra- cinn sé færastur um að sjá sér og sinum forráð“. UNDIR FJÖGUR AUGU Dagur á bókamarkaði Erlingur Davíðsson: Undir fjögur augu Útgefandi: Skjaldborg Káputeikning og myndir: Bernharð Steingrímsson Prentun: Prentsmiðja Björns Jónssonar, Akureyri. Þetta er ein af fjórum bókum sem Skjaldborg gefur út fyrir jólin eftir Erling Davíðsson, fyrrver- andi ritstjóra á Akureyri. í bók- inni eru ellefu smásögur, „sem bæði eru ástarsögur og dulrænar ævintýrasögur," eins og segir á kápu bókarinnar. „Bókin er óður til ástarinnar og fegurðarinnar, alls þess sem lifir og hrærist um- hverfis okkur og oft er lítill gaumur gefinn“ segir þar enn fremur. Fyrsta sagan nefnist „Þau gengu til prestsins“ og segir hún frá fermingarbörnum í afskekktri sveit fyrir einhverjum árum eða áratugum. Unglingarnir eru að fá „hvolpavitið" og lýsir sagan sam- skiptum þeirra og viðkvæmni þessa aldursskeiðs, þegar ástin kemur til sögunnar. Miðað við að sagan virðist gerast fyrir all löngu síðan eru viðhorf þeirra nútíma- leg og frjálslynd. Eins og í sögun- um öllum er mikið um náttúru- lýsingar. Önnur sagan heitir „Maí- blómið“. Þetta er líklega besta sagan í bókinni, eins konar dæmisaga um ástina og eigin- girnina. Á einum stað segir: „Maíblómið hafði látið súg næt- urinnar bera sig út um opinn glugga á herbergi drengsins og inn um opinn glugga eins ná- grannans. Nágranninn tók blóminu tveim höndum. Hann naut ilms þess en fór um það hrjúfum höndum því honum þótti ekki vænt um það.... Þegar drengur- inn fékk að þessu fregnir varð hann enn hryggari en áður og einnig reiður. Maíblómið hafði svikið hann.“ { sögunni „Lftil stund með landnemum“ gefur höfundur imyndunaraflinu lausan tauminn og tekur tali stóran skoskan ána- maðk í garðinum sínum. Ræða þeir síðan heima og geima og þar á meðal ástarlíf þeirra ánamaðk- anna. „Gestkoma við ána“ er saga um veiðiferð í Laxá, útlendan kventúrhest, jafnvel kínverskan, sem reynist svo vera einhver dul- arvera. í „Ævintýrið á Hoitinu“ er sagt frá samskiptum manns og ERUNOJRDAVmsON UndirfJi3ðuv auðu n I>om! bók »f óóitr III Móhniiét oy /•»uró»"nn»r. »Wi þoti *' Htir 03 hiMflit umhvorlit oxkur dýrs, í þessu tilviki lítillar stúlku og rjúpu. „Hamingjudagar“ lýsa upplifun stangveiðimannsins í fagurri náttúru innan um fjöl- skrúðugt dýralíf. „Dvergurinn og köngulóin“ segir frá ferð upp með Glerá og þeim verum sem höfundur hittir þar og ekki er á allra færi að koma auga á, hvað þá að eiga orðaskipti við. „Undir húsvegg“ er smellin saga um kjaftatík og kærastann hennar. „Hann og hún“ eru orðræður um ástina og segir þar m.a. á ein- um stað: „Hinn mikli leyndar- dómur, hið mikla og ómótstæði- lega aðdráttarafl er aðeins það, að láta karlmann njóta sín í návist sinni. Það reyni ég að gera ef hann býður af sér góðan þokka.“ Sagan „Næturgestir“ kemur á óvart, því hún er eins konar framhald sögunnar um ferming- arbörnin tvö. Langur tími er lið- inn og bjartsýni æskunnar hefur vikið fyrir köldum raunveruleika. Ástin er bjargvættur. Síðasta saga bókarinnar „Hún kom til að kveðja“ segir frá fuglum, einkum einkum, sem þrátt fyrir fötlun og kannske einmitt þess vegna, lærir að bjarga sér og hann höfðar sterkar til höfundarins en aðrir vængjaðir vinir hans. Raunar má segja að í bókinni „Undir fjögur augu“ séu fremur lýsingar á raunverulegum og ímynduðum upplifunum höf- undar en smásögur. Höfundur er nær alltaf nærri. Þetta er vafa- laust forvitnileg bók fyrir marga. H.Sv. NAUMT TAP FYRIR ÞRÓTTI KA lék sinn þriðja leik í fyrstu deild í handbolta á laugardag- inn og nú við Þrótt í Laugar- dalshöllinni. Jafnræði var með liðunum framan af leiknum og eftir 10 mín. leik var staðan jöfn. Þá kom slæmur leikkafli hjá KA og þegar flautað var til loka hálfleiksins varstaðan 15gegn 10 fyrir Þrótt. KA strákarnir komust tvíefldir til leiks í síðari hálfleik og smám saman tókst þeim að saxa á for- skot Þróttar og þegar ein mín. var eftir að leiknum var staðan orðin 23 gegn 22 fyrir Þrótt. KA hélst á boltanum síðustu mínútuna en þeir náðu ekki að jafna, og Þrótt- ur sigraði því með einu marki. Leikur þessi var nokkuð vel leik- inn af KA hálfu, sérstaklega síð- ari hálfleikurinn, en hann unnu KA menn með fjórum mörkum. Þróttarar fengu nokkur víta- köst í leiknum en KA ekkert, og er þetta því annar leikurinn af þremur í deildinni sem ekkert vítakast fæst. Sennilega þurfa þeir að vera harðari á línunni. Flest mörk KA gerðu Þeir Þor- leifur Sigurður og Friðjón 5 hvor, Guðmundur G. 3, og Erlingur og Jóhann 2 hvor. Vegna keppnis- ferðar landsliðsins o.fl. verður nú þriggja vikna hlé á leikjum deild- arinnar og geta KA menn notað það til að skoða veikieika sinn og bæta, en þeir hafa nú þegar tapað tveimur leikjum mjög naumlega, og það gegn sterkustu liðunum. Körfuknatfleikur Yfirburða- sigur hjá Þórsurum Fyrsti leikur annarrar deildar liðs Þórs í körfubolta á þessu keppnistímabili var í íþrótta- húsinu í Glerárhverfi á laugar- daginn. Andstæðingarnir að þessu sinni voru leikmenn Tindastóls frá Sauðárkróki. íþróttahúsið í Glerárhverfi er heimavöllur Tindastóls þar er ekki finnst keppnisfær völlur í Skagafirðin- um, en það er mjög bagalegt fyrir þá, þar er þeir verða þá að æfa á allt of litlum velli. Leikmenn Þórs voru yfir- burðamenn í þessum leik en þeir skoruðu 73 stig á móti 46 hjá Tindastóli. Það var Valdimar Júlíusson sem skoraði fyrstu stigin í leikn- um, er hann komst inn í sendingu hjá Tindastóli og brunaði upp og skoraði. Þórsarar náðu fljótlega yfir- höndinni í leiknum og þegar fyrri hálfleikur var um það bil hálfn- aður höfðu þeir náð 10 stiga for- ustu, og þegar flautað var til leiksloka var munurinn einnig 10 stig, 35 gegn 25. I síðari hálfleik jókst munur- inn enn meir og jafnframt batn- aði leikur Þórsara og þá var nán- ast um einstefnu að ræða. í byrjunarliði Þórs eru nú komnir ungir og efnilegir strákar, sem undanfarin ár hafa vermt varamannabekkina, og lítið sem ekkert fengið að spreyta sig. Þessir strákar sýndu það í þessum leik að þeir geta spilað körfu- bolta, og í heild virtist liðið ágætt. Eiríkur og Jón Héðinsson eru sterkir í fráköstunum, en það var galli á leik Tindastóls að þeir reyndu allt og mikið að skjóta úr vonlausum færum og hittu þá ekki, og þá voru Eiríkur og Jón fljótir að hremma boltann. Betra hefði verið að halda boltanum lengur og reyna að leika upp á að finna betri færi. Þá vantar til- finnanlega hávaxna leikmenn undir körfuna. Þegar flautað var til leiksloka var staðan eins og áður segir 73 gegn 46. Erlingur var stigahæstur Þórsara með 16 stig, Eiríkur 14, Björn Sveinsson 12, Valdemar 8, Þórarinn 6, Einar 5, Karl 4, Jóhánn 4, Bjarni og Jón 2 hver. Allir leikmenn Þórs í þessum leik skoruðu stig. Hjá Tindastóli voru stigahæstir Alfreð Guðmundsson með 19 stig, Björn Björgvinsson 6 og Óskar og Gústav 6 hvor. Dómarar voru Hörður Tuliníus og Rafn Ben. Það var markmaður Þórs í knatt- spyrnu Eiríkur Eiríksson sem kosinn var af KRA knattspyrnu- maður Akureyrar 1981. Eiríkur hlaut 21 stig af 25 mögulegum í þessari kosningu. Næstur honum kom Jóhann Jakobsson úr KA með 19 stig og síðan markmaður KA Aðalsteinn Jóhannsson með 15 stig. Eiríkur var yfirburðamaður í sínu liði s.l. keppnistímabil og er því vel að þessari nafnbót kom- inn. Eiríkur hlaut í verðlaun glæsi- lega styttu sem er farandgripur gefin af Gullsmiðum Sigtryggs og Pétri. Baldvin Heiðarsson úr 3. fl. Þórs var markakóngur Akureyrar fyrir 1981 og hlaut að laununi veglegan farandhikar gefinn af Bilaleigu Akureyrar. KA - með fleiri sigra Marinó Víborg formaður Knattspyrnuráðs Akureyrar skýrði frá því í hófi á vegum ráðsins sem haldið var í Borg- arbíó á laugardaginn, að á vegum KRA hefðu á þessu sumri verið leiknir 47 knatt- spyrnuleikir, og í þeim hefði verið skoruð 116 mörk. KA sigraði í 17 leikum og gerði 59 mörk, en Þór í 13 og gerði 57 mörk. Jafntefli var í 17 leikj- um. Þór varð Akureyrarnieistari í 3., 4. og 6. flokki, en KA í 5., 2. og kvennaflokki. Þá sigruðu strákar úr Þór í bikarkeppni 6. flokks, en þar var keppt um sérstakan bikar gefinn af Ferðaskrifstofu Akur- eyrar. ENN ÓSIGUR DALVÍKINGA ÞÓRSSIGUR I SLÓKUM LEIK Ekkert virðist getað stöðvað Þór í því að vinna þriðju deildina í handbolta karla, en á föstudags- kvöldið sigruðu þeir Keflvíkinga og hafa nú aðeins tapað einu stigi í fimm leikjum. Leikurinn á föstudagskvöldið bauð hins vegar ekki upp á mikla skemmtan fyrir áhorfendur, en Þór sigraði örugglega með 26 mörkum gegn 22, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 11 gegn 10 Þór í vil. Rúnar var markahæstur hjá Þór með 8 mörk, Sigtryggur gerði 7, Árni Stef. 4 og Guðjón 3. Þrátt fyrir að Dalvíkingar séu komnir í nýja og glæsilega keppnisbúninga, og að leikur þeirra á laugardaginn við Keflvíkinga hafi verið betri en fyrri leikir þeirra, urðu þeir að sætt sig við tap 31 mark gegn 23, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 13-12 Keflvíking- um í vil. í fyrri hálfleik voru Dalvíking- ar betri aðilinn og léku oft á tíð- um ágætlega saman, enda voru þeir yfir alveg fram á síðustu mín. hálfleiksins. Þeir sprungu hins vegar á limminu í síðari hálfleik og Kefl- vikingar náðu þá yfirburða stöðu. Dalvíkingar hafa fengið til liðs við sig Jón Emil Ágústsson en hann hefur í haust æft með KA, og er hann liðinu mikill styrkur. Þá setur það strik í reikninginn fyrir þá að þjálfarinn, Magnús Guðmundsson, hefur ekki getað leikið með síðustu leiki vegna meiðsla en vonandi fer hann að koma inn á og stjórna sínum mönnum þar. 4 - DAGUR - 27. október 1981 -DAGUR- 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.