Dagur - 25.11.1981, Síða 1

Dagur - 25.11.1981, Síða 1
BAGTUE 64. árgangur Akureyri, fimmtudagur 25. nóvember 1981 90. töiublað TRULOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR 1 AKUREYRI Erkifjendur í eina sæng „Ofan gefur snjó á snjó — snjóum vefur flóa tó — tóa grefur þegar gefur snjó á snjó, veitir ekki af að moka af bflnum sfnum. móa mjó — mjóan hefur skó á kló“ Svo kvað Bólu-Hjálmar, og (Mynd: KGA.) Flugtak til suðurs á Siglufirði: Ber að takmarka eins og kostur er „Erkifjendurnir“ í hinum ís- ienska blaðaheimi, Vísir og Dagblaðið, hafa nú gengið í eina sæng og sameinast. í dag kom á göturnar fyrsta blaðið undir hinu nýja heiti, og ber nú eina síðdegisblaðið á íslandi nafnið „Dagbiaðið og Vísir.“ Oft hefur verið haft á orði að þessi sameining stæði fyrir dyrum, en forráðamenn Vísis og Dag- blaðsins hafa jafnan harðneitað að nokkuð slíkt væri á döfinni. „Ég vil ekkert segja um þetta mál á þessari stundu sagði Ellert B. Schram ritstjóri, er Dagur ræddi við hann í morgun. „Jónas mun útskýra þetta út á við og ég segi ekkert meira um þetta núna“ bætti Ellert við, en hann og Jónas Kristjánsson sem hefur ritstýrt Dagblaðinu frá upphafi og var áð- ur ritstjóri Vísis munu verða rit- stjórar hins nýja blaðs. Haukur Helgason, ritstjómar- fulltrúi Dagblaðsins, verður rit- stjórnarfulltrúi og Sæmundur Guðvinsson, fréttastjóri Vísis, gegnir þeirri stöðu á nýja blaðinu. Þá hefur heyrst að Ómar Valdi- marsson fréttastjóri Dagblaðsins verði aðstoðarfréttastjóri. Óhætt er að segja að þessi tíðindi koma eins og þruma úr heiðskíru lofti, þrátt fyrir að orðrómur um þessa sameiningu hafi lengi verið til staðar. Fór þetta svo leynt að yfirmenn á blöðunum höfðu ekki hugmynd um þetta fyrr en seint í gærkvöldi, en þá var þetta sam- þykkt í stjórnum fyrirtækjanna. Strax í morgun hófst „niður- skurður“ á starfsliði, og er okkur kunnugt um að a.m.k. þrír Vísis- menn yfirgáfu þá blaðið, en þeir munu þó halda launum í þrjá mánuði. Einn bláðamaður sem við ræddum við sagði að menn væru að átta sig á hlutunum, en hann taldi það nokkuð víst að þessi ákvörðun yrði til þess að einhverjir starfs- menn myndu leggja fram upp- sagnarbréf strax í dag. Þessi sami starfsmaður tjáði Degi að verkfall bókagerðarmanna á dögunum hafi verið það sem varð endanlega til þess að af sameining- unni varð, en ljóst er þó, að ákvörðun um þetta hefur ekki verið tekin á einni nóttu. Blaðið verður prentað í prentsmiðju Morgun- blaðsins. „Á vegum Flugfélags Norður- iands fór fram flugprófun í Siglufirði, þannig að gert var ráð fyrir hreyfilbilun í flugtaki til suðurs á framangreindum flugvélategundum (Twin Otter og Chief Tain). Vindur var hæg- ur og gert var ráð fyrir all nokkri hleðslu. Niðurstaðan varð sú, að hvorugri tegundinni tókst að komast út úr firðinum við þessar aðstæður. öryggisnefnd FÍA mælist til þess að flugtök til suðurs verði takmörkuð svo sem kostur er á þessum flugvélum, þar til nauðsynlegar úrbætur verða gerðar á flugvellinum svo sem lenging hans til norðurs svo eitthvað sé nefnt.“ Þannig hljóðar hluti bréfs, sem öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna skrifaði og sendi m.a. til flugmanna á Twin Otter og Chief Tain, til flug- öryggisþjónustunnar, flugráðs, FN og Arnarflugs. Ingimundur Einarsson, bæjar- stjóri á Siglufirði, sagði að innan skamms yrði tekin um það ákvörð- un af hálfu bæjaryfirvalda á Siglu- firði hvernig staðið yrði að leng- ingu vallarins. Fljótt varð ljóst að nauðsynlegt væri að flytja Skútaá sem rennur norðan vallarins, ef ætti að takast að lengja hana um 5 til 600 metra, sem talið er að nægi. Fyrir nokkru barst Siglufjarðarbæ bréf frá 45 manns þar sem farið var fram á að áður en ráðist yrði í framkvæmdir yðri málið kannað betur með tilliti til náttúruað- stæðna. Ingimundur sagði að bæjaryfir- völd hefðu haft samband við flug- málayfirvöld til að fá að vita hvort það væri tæknilega mögulegt að brúa ána á þann hátt að leggja brautina yfir hana, hvort það hefði afleiðingar í sambandi við flug- öryggi og hve mikið dýrara það væri að brúa ána með flugbrautinni í stað þess að leggja hana í stokk meðfram brautrnni til norðurs. Niðurstaða á að liggja fyrir næstu daga, en Ingimundur gerði ráð fyrir að seinni leiðin yrði farin. Hann sagði að vonandi yrðu fram- kvæmdir við lenginguna hafnar næsta vor og lokið sama ár. Leyfa ekki lögn jarðstrengja Bæjarráð og bæjarstjórn hafa hafnað umsókn Félags sjón- varpsnotenda í Lundarhverfi, þar sem óskað var heimildar til að fara með jarðstreng um land bæjarins á nokkrum stöðum í hverfinu vegna fyrirhugaðrar samtengingar á loftnetskerfi fyrir útvarp og sjónvarp. Á bæjarstjórnarfundi s.l. þriðju- dag var samþykkt tillaga þess efnis, að kjósa fimm manna nefnd, sem á að gera tillögu til bæjarstjórnar um á hvern hátt skuli af hálfu bæjarins hálfu staðið að lögn og rekstri fjar- skiptastrengja í bænum í framtíð- inni. Bæjarráði var falið að gera tillögu um skipan nefndarinnar. Jón Kristjánsson fiskifræðingur: Hægt að fá 100 tonn ár- lega af f iski úr Mývatni Nú veiðast þar 5—10 tonn í byrjun júní fóru starfsmenn Veiðimálastofnunarinnar til Mývatns og athuguðu m.a. smáfisk í vatninu. í Ijós kom að hann vó að meðaltali 100 til 120 grömm. í ágúst var sami árgangur athugaður aftur og þá var ekki hægt að tala lengur um nein seiði því fiskurinn vó 350 til 500 grömm. „Fiskurinn í Mývatni tvöfaldar þyngd sína á hverju ári og það er tvimæla- laust hagur veiðibænda að fiskurinn stækki frá því sem nú er. Mývatn ætti að geta gefið af sér a.m.k. 100 tonn af sil- ungi á ári, en nú fást fimm til tíu tonn,“ sagði Jón Kristjánsson, fiskifræðingur og starfsmaður Veiðimála- stofnunarinnar við Dag. Jón sagði að erfitt væri að segja til um hve hratt væri hægt að auka veiði í vatninu, en gat þess að veiðikvóti væri eflaust ein leiða að því marki. Ástæðan fyrir hinum mikla vexti silungs er gíf- urlegur fjöldi krabbadýra sem lifir í Mývatni. „Með kvótakerfi eykst afli á sóknareiningu og út- gerðarkostnaður verður minni. Einnig leiðir það af sér stærri fisk. Áður var smáfiskurinn hirtur, en nú er honum hent og gefið líf. Ég vona að í framtíðinni fari veiði- menn að nota net með stærri möskvum því þá fá þeir stærri fisk og um leið aukast tekjurnar svo og gæði fisksins.“ Smáfiskarannsóknirnar í júní leiddu í ljós að mikið var af smá- fiski í vatninu, sem er mikil breyting frá fyrri árum. Fiskurinn hélt sig aðallega i skurðum sem hafa myndast við dælingu kisil- gúrs úr vatninu. Jón sagði að i miklu sólfari mætti ætla að vatnið í skurðunum væri töluvert kald- ara og því leitaði silungurinn þangað. Mývatn aö vetrarlagi. AUGLÝSINGAR OG ÁSKRIFT: 24167 - RITSTJÓRN: 24166 OG 21180

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.