Dagur - 03.12.1981, Blaðsíða 4

Dagur - 03.12.1981, Blaðsíða 4
Útgefandi: UTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifiitofur: Hafnarstræti 90, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 21180 Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaðamenn: Áskell Þórisson, Gylfi Kristjánsson Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Leiðrétta þarf segui- skekkjuna Á sama tíma og byggingaiðnaðar- menn á Akureyri þurfa að horfa upp á samdrátt og jafnvel atvinnuskort á vetri komanda, er gífurleg þensla á byggingamark- aðinum í Reykjavík. Þar ríkir nú slíkt blómaskeið, að menn hafa jafnvel látið svo lítið að segja, að ekkert munaði um að útvega öll- um byggingaiðnaðarmönnum á Akureyri nóg að starfa fyrir sunn- an, því þar vantaði fólk. Meginástæðan fyrir þessum miklu verkefnum í byggingar- iðnaði á höfuðborgarsvæðinu er sú, að mjög mikið er þar af húsum og mannvirkjum í byggingu á vegum opinberra aðila. Nefna má nokkrar byggingar, s.s. Þjóðar- bókhlöðu, Útvarpshús, Seðla- bankabyggingu og höll Fram- kvæmdastofnunar, sem nýlega er reyndar lokið við. Þessi byggingarmál eru eitt dæmi þess á hvern hátt ríkisvaldið verður til þess að auka báknið á höfuðborgarsvæðinu. Eins og Fjórðungssamband Norðlendinga hefur bent rækilega á í kjölfar út- tektar, sem starfsmenn þess unnu, er sífellt stærri hluta þjóð- artekna aflað á landsbyggðinni á sama tíma og hlutfall útgjalda þjóðarinnar fer sívaxandi á höfuð- borgarsvæðinu. Teknanna er afl- að úti á landi en eytt á höfuðborg- arsvæðinu. Stjórnvöld vinna beint og óbeint gegn yfirlýstri byggðastefnu með ýmsum hætti. Að nokkru leyti er um að ræða sjálfkrafa þróun, sem nauðsynlegt er að sporna gegn, ef menn á annað borð vilja að jafn- rétti ríki meðal þegnanna, en ekki misrétti eftir búsetu. Það gerist t.d. nokkuð sjálfkrafa, að þegar stofnaðir eru sjóðir eins og Fram- kvæmdasjóður aldraðra og efnt til sálfræðiþjónustu í skólum, svo eitthvað sé nefnt, eru það nær eíngöngu stærstu byggðarlögin á höfuðborgarsvæðinu sem hafa bolmagn til að leggja fram sinn skerf og þar með að fá þá þjónustu sem upphaflega var ætlað að allir iandsmenn nytu og allir verða að greiða til. Þessa segulskekkju þarf að leiðrétta, ef ekki á að villast af markaðri leið. Ein leið tii þess er að stórauka opinbera þjónustu- starfsemi út um landið, auk þess sem tryggja verður rekstraraf- komu framleiðsluatvínnuveg- anna, sem að lang mestum hluta eru utan höfuðborgarsvæðisins. Einnig þarf að efla og styrkja þann iðnað sem fyrir hendi er, auk þess að leita nýrra leiða í þeim efnum. Vilji menn koma í veg fyrir byggðaröskun þarf að taka til hendinni fyrr en seinna. Aldnir hafa orðið Erlingur Davíðsson skráði Útgefandi: Skjaldborg Nýlega kom út 10. bindið í bókaflokknum „Aldnir hafa orðið“. Þessi flokkur hefur fengið ákaflega góðar viðtökur lesenda víða um land, sem sést e.t.v. best á því að lengi vel voru einstaka bækur uppseldar hjá Skjald- borg. Skrásetjarinn, Erlingur Davíðsson, hef- ur lagt á það áherslu að seiða fram það merkasta úr lífi hvers og eins, sem fram kemur í bókinni og tekst það mæta vel. Það fólk, sem segir frá í þessu bindi, er allt komið á efri ár og man vel fyrri tíð og með starfi sínu hefur Erlingur Davíðsson lagt sitt af mörkum til að varðveita mikinn fróðleik sem eflaust hefði að miklu leyti glatast að öðrum kosti. Eftirtaldir segja frá í 10. bindi: Daníel Kristjánsson, skógarvörður á Hreðavatni, Gísli Eiríksson frá Ámesi í Glerárhverfi, Guðrún Sigurbjarnardóttir, fyrrum húsfreyja á Úlfsbæ, Hanna S. Möller, símamær hjá Sambandinu, Jón Goði Kristjánsson, Akur- eyri, Sigurmon Hjartmannsson, stóðbóndi á Kolkuósi, ölver Karlsson, bóndi og félags- málamaður í Þjórsártúni. Með þessu heiðursfólki hefur alls 70 manns komið fram í bókaflokknum og í kynningu á bókarkápu segir að Erlingur Davíðsson sé nú að vinna að gerð 11. bókarinnar í þessum flokki. Hér er ekki rúm til að fjalla um hvern og einn sem segir frá í 10. bindi, enda af mörgu að taka. Yfirleitt eru frásagnimar heilsteyptar og renna liðugt, og vist er að þeir sem þekkja eitthvað til sögumanna og nánasta umhverfis þeirra munu hafa mest gaman af. Það hefur löngum loðað við Islendinga að vilja skyggnast í fortíðina og í þessum bóka- flokki Erlings gefst mönnum gott tækifæri til þess. Sú staðreynd að hann velur sögumenn ekki endilega úr „efstu þrepum“ þjóðfélags- ins gerir bækumar enn betri en ella. „Al- múgafólk," eins og það er kallað, hefur frá mörgu að segja, þó ekki sé um að ræða at- burði sem skiptu sköpum í veraldarsögunni. Það er alltaf ánægjulegt að lesa frásagnir hressra manna og í þeim hópi er Sigurmon Hartmannsson og þeir sem kannast við Gísla Eiríksson ættu hiklaust að lesa frásögn hans, en í henni ræðir hann m.a. um hinn fræga flutning á olíugeymum frá Siglufirði til Ak- ureyrar. Frásögn Guðrúnar Sigurbjarnar- dóttur er líka athyglisverð og ekki mé gleyma Jóni Goða. Bók Erlings er góð lesning. á.þ. Spellvirki ný skáldsaga eftlr Jón Dan Út er komin hjá Almenna bóka- félaginu ný skáldsaga eftir Jón Dan. Nefnist hún Spellvirki og segir frá unglingi sem lendir í vandræðum. Bókin er kynnt þannig: „Ný skáldsaga eftir Jón Dan. raunsönn, spennandi, um eitt af brýnustu vandamálum samtímans. Unglingur við erfiðar aðstæður og misrétti beittur lendir í hræði- legum vanda þegar hann missir stjórn á sjálfum sér á örlagastund — og fremur spellvirki. Hvað er til ráða? Er nóg að læra af mistökunum? Svarið er neitandi. Sá sem þegar er stimplaður í augum fjölmiðlanna og fólksins á erfiðara en aðrir með að sanna sakleysi sitt ef eitthvað illt hendir, jafnvel þótt hann hafi hverfi nærri komið. Og þó er ef til vill erfiðast að losna við sitt innra víti — hræðsl- una við það að vera það sem aðrir halda að maður sé. Þetta er vandi Ragnars Torfa- sonar, aðalpersónu bókarinnar. Er einhver lausn á honum?“ Spellvirki er 157 bls. að stærð. Stefán Valgeirsson á kjördæmisþingi: HEIMAMENN VERÐA AÐ HAFA FRUMKVÆÐKÐ IATVINNUMÁLUNUM Stefán Valgeirsson, alþingismaður, minnti í upphafi ræðu sinnar á kjör- dæmisþingi framsóknarmanna á stjórnarsáttmála rfldsstjórnarinnar og lagði þunga áherslu á það, að í fyrsta lagi væri stefnt að því að halda uppi fullri atvinnu og í öðru lagi kæmi svo niðurtalning verðbólgunnar. Spáð var 80% en niður- staðan er 40% Stefán sagði að það hefði ekki átt að koma neinum á óvart, að þessi sigling, ef svo mætti að orði komast, yrði ekki auðveld. Ef báðum markmiðum yrði náð myndi hrikta einhvers staðar í öðru hvoru. Hann sagði að þrátt fyrir spá um 80% verðbólgu á þessu ári hefði stjórnarflokkunum tekist að ná verðbólgunni niðúr í 40%. Atvinnu- vegirnir væru ekki það beysnir, að þeir þyldu meiri kostnað og verðbólguþróunin kæmi verst niður á þeim launþegum sem lægst hefðu launin. „Menn eru undrandi yfir þvi, hvernig á því geti staðið að rekstrargrundvöllur at- vinnulífsins hefur versnað eins og raun ber vitni. En á því er einföld skýring. Kostnaðarhækkanir hér innanlands hafa orðið um 35%, það sem af er árinu, en erlendur gjaldeyrir hefur hækkað um 17-18%, þegar með er talin síðasta verð- felling krónunnar. Verðbreytingar hafa ekki orðið miklar á útflutningsafurðum okkar, miðað við erlenda gjaldmiðla, en þó heldur neikvætt þegar á heildina er litið.“ Almenn laun eru of lág Stefán sagði að á þessu sæist að atvinnu- reksturinn hefði enga möguleika til að bera neinar kostnaðarhækkanir og marg- ar greinar væru þannig í stakk búnar, að rekstur þeirra eftir síðustu gengisfellingu væri rekinn öfugu meginn við strikið. „Á hinn bóginn eru almenn laun í landinu of lág miðað við kaupmátt þeirra, og áhyggjuefni hvemig hægt er úr að bæta, því kaupmátturinn verður ekki bættur með grunnkaupshækkunum að óbreyttu verði á erlendum mörkuðum, nema hægt sé að lækka innlendan kostnað að ein- hverju marki.“ Eftir að hafa rætt um fulla verðtrygg- ingu inn- og útlána sagði Stefán: „Reynslan er ólygnust og nú er talið að ekki verði hjá því komist að létta fjár- magnskostnaðinn af framleiðslunni, t.d. að vextir af rekstrarlánum og afurðarlán- um verði að fara ofan við 30%, annars er voðinn vís. Það hefur sýnt sig að út- flutningsatvinnuvegimir og samkeppnis- iðnaðurinn einnig standa ekki á þeim fjármagnskostnaði, sem á þeim hvílir. Og við fleiru var varað, þegar þessi breyting var ákveðin, sem hefur skapað meira óréttlæti en dæmi eru um í okkar þjóð- félagi.“ Og Stefán minnti á misræmið milli þeirra sem hefðu byggt á allra síð- ustu árum og væru í mörgum tilfellum í erfiðri aðstöðu vegna lánakjara, og milli Stefán Valgeirsson alþingismaður. hinna sem byggt hefðu upp áður en þessi erfiðu lánakjör komu til. Um málefni þeirra fyrrnefndu sagði Stefán orðrétt: „Það verður að stórhækka íbúðarlánin til þeirra, sem eru að byggja eða kaupa í fyrsta skipti, og það verður að lengja lánstímann frá því sem nú er.“ Helmamenn verða að vera vel vakandl Þá ræddi Stefán um stjórnarsáttmála rík- isstjórnarinnar og sagði að þar mætti finna fyrirheit um að þau byggðarlög, sem lak- ast standa í atvinnulegu tilliti, sitji fyrir um fyrirgreiðslu til atvinnuuppbyggingar. „En heimaaðilar verða að hafa allar for- ustu um slík málefni, gera stjórnvöldum aðvart ef atvinna dregst saman og illa horfir í því efni..Ef það er t.d. skoð- un manna hér við Eyjafjörð, og aðrir geta ekki hrakið það, að ótryggara atvinnu- ástand sé hér en annarsstaðar í landinu, þá ættum við að eiga rétt um fram alla aðra að mínum dómi, að hér sé fyrst hafist handa með einhverja uppbyggingu. Að aðrir staðir séu ekki teknir á undan okkur. En enginn þarf að halda að slfkt komi af sjálfu sér. Heimaaðilar verða að hafa alla forustu í slíkum málum, vera vel vakandi, standa á þeim rétti, sem kann að vera fyrir hendi.“ Eftir að hafa lýst yfir þeirri skoðun sinni að ullar- og skinnaiðnaðurinn fái sömu rekstrarskilyrði og orkufrekur iðnaður, sagði Stefán að það væri sín trú, að ef slíkt gerðist myndi hann þróast og að 10 árum liðnum ætti helmingi fleira fólk að geta starfað við ullar- og skinnaiðnað en er í dag. Jafnrétti kynjanna Stefán ræddi um orkufrekan iðnað, sem hann sagði vera neyðarkost, að minnsta kosti sumar greinar hans, „sem þó verði ekki ef til vill ekki komist hjá að grípa til, ef við getum ekki með öðrum hætti haldið uppi fullri atvinnu í landinu. En þá er ekki sama hvar hann er staðsettur.“ Stefán minnti á að olíubirgðir jarðarbúa væru að ganga til þurrðar og sagði í því sambandi að nú bæri landsmönnum að snúa sér að því að finna heppilega lausn á að fram- leiða sem allra mest af því brennsluefni, sem þeir þyrftu til eigin nota. „Sú grein orkufreks iðnaðar á að sitja fyrir öðrum greinum hans að mínum dómi, enda er vandséð að við getum tryggt á annan hátt betur velferð og framtíð þjóðarinnar." Að lokum kom Stefán inn á jafnréttis- mál og sagði í því sambandi: „Mikil um- ræða fer nú fram í landinu um jafnrétti kynjanna. Sú umræða snýst þó að minnstu leyti um það sem mestu máli skiptir til að ná raunverulegu jafnrétti. Að minum dómi er það atvinnumálastefnan, hvemig sé hægt að tryggja jafnt konum sem körl- um svipað atvinnuval og launakjör. Væri nú ekki rétt, að velta þessum atriðum fyrir sér og taka fullt tillit til beggja kynja, þegar atvinnumálastefnan er mótuð. Við getum afskrifað allt raunverulegt jafnrétti í náinni framtíð, ef við byggjum ekki at- vinnulífið þannig upp, að bæði kynin hafi svipað atvinnuval og launakjör.“ 4 - DAGUR - 3. desember 1981

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.