Dagur - 03.12.1981, Blaðsíða 6

Dagur - 03.12.1981, Blaðsíða 6
Við kjósum okkurprest KUNNAN FYRIR ÆSKULÝÐSSTARF Séra Gylfi Jónsson HLÍÐARBRAUT I SUNNUHLlÐ & Stuðningsfólk séra Gylfa Jónssonar hefur aðsetur að Sunnuhlið 1. Sími 2-45-68. Næstkomandi sunnudag, 6. desember, kjósum við, íbúar Glerárhverfis, okkur prest. Tveir ungir og hæfir menn eru í framboði. Við stuðningsmenn séra Gylfa Jóns.spnar viljum vekja athygli ykkar á umfangsmiklu starfi hans að æskulýðsmálum. Hann starfaði á slnum tíma af miklum krafti í Æskulýðsfélagi Akureyrarkirkju og hann gat sér gott orð sem sumarbúðastjóri við Vestmannsvatn í Aðaldal. Á Hornafirði hefur séra Gylfi komið upp öflugu æskulýðsstarfi, jafnt fyrir unglinga sem börn. Glerárhverfi er að stærstum hluta byggt ungu fólki og hinn mikli fjöldi barna og unglinga í hverfinu krefst þess að hinn nýi prestur einbeiti sér að æskulýðsstarfi. Einmitt vegna þess teljum við að séra Gylfi Jónsson sé rétti maðurinn, hann býr yfir þeirri reynslu sem nauðsynleg er í slíku starfi og hún mun koma honum, okkur og börnum okkar, að miklu haldi. Séra Gylfi Jónsson vill gera messuformið aðgengilegra og auka þátttöku safnaðarins í messunni. Þess vegna hefur hann beitt sér fyrir léttari sálmasöng. Messan á að vera í takt við aðstæður þess fólks sem þær sækir, þannig að boðskapur kirkjunnar nái betur til okkar. Þess vegna kjósum við séra Gylfa Jónsson. Kosningin fer fram sunnudaginn 6. desember. Kosið verður í Glerárskóla. Kjörstaður verður op- inn frá ki. 10-21 e.h. Stuðningsmenn séra Gylfa hafa aðsetur að Sunnuhlíð 1, sími 24568. Þeir sem þess óska geta hringt f þann síma ef þeir þarfnast aksturs á kjörstað. Á kjördag verður kosn- ingakaffi að Sunnuhlfð 1. Stuðningsmenn. GLERAUGNAt? ÁNORDURLANDI a USTA Afgreiðum reseptin samdægurs. Vorum að taka upp umgjarðir í miklu úrvalí. fagmenn á stadnum opið á laugardögum gœraugnaþjonustan: 'SKIPAGÖTU7-BOX11-601-AKUREVRI-SÍ(VII:24646 KARl DAVIDSSON Kvenfélagið Hlíf heldur jóla- fund sinn í Amaróhúsinu þriðjudaginn 8. des. 1981 kl. 20.30. Fjölmennið á fundinn og takið nýja félaga með. Stjórnin. Jólafundur N.L.F.A. verður haldin í kaffistofu Amaró mánudaginn 7. des. kl. 20.30. Veislukaffi. Skemmtiatriði. Félagar og styrktarfélagar mætið vel og takið með ykkur gesti. Stjómin. I.O.O.F. 2—162124814-9 = III I.O.G.T. Stúkumar: Akurliljan, Brynja og ísafold. Sameiginleg- ir jólafundir mánudaginn 8. des. kl. 8.30 að Hótel Varðborg. Fjölmennið. Æðstutemplarar. Köku- og munabasar verður í Laxagötu 5, laugardaginn 5. des. kl. 3. Félagskonur, tekið á móti kökum og munum sama dag kl. 12-2. Kvennadeild Slysavarnarfélagsins Akureyri. Fréttir frá undirbúningshópi um kvennaframboð. Dagana 14.-15. nóv. hélt undirbúnings- hópur um kvennaframboð ráð- stefnu á Hrafnagili. Þar voru lagðar fram niðurstöður starfs- hópa sem unnið hafa að undir- búningi stefnuskrár. Niðurstöð- umar voru ræddar og síðan hefur verið unnið við að sam- ræma þær og gera drög að stefnuskrá. Laugardaginn 5. des. er boðað til opins fundar í Alþýðuhúsinu þar sem stefnu- skráin verður lesin og rædd í hópum. Á fundinum verður einnig rætt um hvort, og þá hvernig, prófkjör á að fara fram. Kristniboðshúsið Zion sunnu- daginn 6. des. er sunnudags- skóli kl. 11 öll böm velkomin. Samkoma kl. 20.30. Stína Gísladóttir talar. Allir vel- komnir. Fundur í Kristniboðs- félagi kvenna laugardaginn 5. des. kl. 3. Allar konur vel- komnar. Lögmannshlíðarsókn. Séra Pálmi Matthíasson umsækjandi um Glerárprestakall messar í Glerárskóla i kvöld fimmtu- daginn 3. des. kl. 20.30. Sókn- amefnd. Byggingahappdrætti NLFI. 1981. Dregið var hjá Borgar- fógeta 5. nóv. Vinningsnúmer voru. Nr. 1. 23280 Bíll kr. 90.000,00. Nr. 2. 30189 mynd- segulband kr. 11.500,00. Nr. 3. 12952 húsbúnaður kr. 8.500,00. Nr. 4. 9114 Garðgróðurrhús kr. 6.000,00. Nr. 5. 1468 dvöl á Hælinu í Hveragerði kr. 5.000,00. Nr. 6. 29536 skíðaút- búnaður kr. 2.000,00. Nr. 7. 26410 reiðhjól kr. 2.00000,0 0.. . Upplýsingar á skrifstofu NLFI. Laugavegi 20b sími 16371. Á Akureyri í síma 24330. Hinn 8. nóvember voru gefin saman í hjónaband í Akureyr- arkirkju Lára Björk Kristins- dóttir skrifstofustúlka og Karl Sævar Bragason ketil- og plötu- smíðanemi. Heimili þeirra verður að Byggðavegi 145 Ak- ureyri. iti Minningarathöfn um FRÚ HALLDÓRU BJARNADÓTTUR fer fram í Baöstofu Héraöshælisins á Blönduósi, föstudaginn 4. desember n.k. kl. 1 e.h. Útförin veröur gerö frá Akureyrarkirkju laugardaginn 5. desember kl. 13.30. Samkvæmt ósk hinnar látnu eru blóm og kransar afþakkað, en þeim sem vildu minnast hennar, er bent á aö láta Halldórustofu í Heimilisiönaöarsafninu á Blönduósi njóta þess. Gjöfum er veitt móttaka í Héraöshælinu á Blönduósi og í Prentverki Odds Björnssonar á Akureyri. Vlnir og vandamenn. Knattspyrnufélagi Akureyrar, œttingjum og vinum fjcer og nœr sem minntust 70 ára afmœlis mínsþann 21. nóv. sendi ég innilegar þakkir og bið þeim allrar blessunar. HELGI SCHIÖTH, Húsavík. Atvinnu- tækifæri Til sölu er fataverksmiöja í Reykjavík. Framleiðsla og sala eingöngu fyrir innanlandsmarkaö. Ágæt viöskiptasambönd og góö sala. Tilvaliö fyrir sam- taka aðila, sem vilja skapa sér framtíöarstarf. Greiöslukjör íboöi. Upplýsingar gefnar á afgreiðslu blaðsins. SÍÐASTI DANSLEIKUR- INN FYRIR JÓL LAUGARDAGINN 8. DESEMBER Astró tríó ásamt Ingu Eydal leikur fyrir dansi. Nokkrir féiagar úr Harmonikkuklúbbi Akureyrar koma íheimsókn. Mætum öll. HÓTEL KEA - Sími 22200 Kmmiimr Næsta mynd sem Nýja bíó sýnir er myndin ROCKY II, með stórleik- aranum Sylvester Stallone í aðal- hlutverki og er hann jafnframt leikstjóri. Myndin er bönnuð innan tólf ára. Borgarbíó sýnir nú á hverju kvöldi kl. 9 hina heimsfrægu gamanmynd „Smokey and the Bandit Ride Again,“ en mynd þessi er talin ein- hver besta gamanmynd sem fram- leidd hefur verið og hefur hvar- vetna slegið aðsóknarmet. I aðal- hlutverkunum eru þcir Burt Reyn- olds og Jackie Gleason 6 - DAGUR - 3, de*ember 1981

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.