Dagur - 03.12.1981, Blaðsíða 1

Dagur - 03.12.1981, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR. HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI ■■■■■■■■■ 64. árgangur ■■■■■■■■■■■■■■■ Blönduvirkjun: Geta allir fellt sig við eignarnámsleiðina? Þurfa bæði virkjun og verksmiðju „Atvinnuástand hér er í svipuðu fari og oft áður á sama tíma. Byggingavinna er ekki mikii um þessar mundir, en það eru líkur á að farið verði í einhver verk um áramótin. Þar á meðal er nýr leikskóli á vegum bæjarins og innrétting á húsnæði sem er í eigu fjölbrautarskólans. Togar- arnir og frystihusin eiga í veru- legum erfiðleikum og um daginn sigldu togarnir meira að sumra mati en góðu hófu gegndi. En húsin áttu í erfiðleikum með að greiða fyrir fiskinn,“ sagði Jón Karlsson formaður Verka- mannafélagsins Fram á Sauðár- króki, „en í dag er rekstrar- grundvöllur iðnaðar í bænum og sjávarútvegs mjög veikur.“ Jón sagði að íbúar á Sauðárkróki væri flestir, ef ekki allir, sammála um nauðsyn þess að reisa bæri steinullarverksmiðju á Sauðár- króki, svo atvinnuástand yrði bærilegt næstu árin. Jón sagði að menn væru mjög óhressir með þann drátt sem átt hefur sér stað í sambandi við ákvarðanatöku í málefnum stein- ullarverksmiðjunnar. Það kom fram hjá Jóni að menn teldu að ráðherra orkumála, Hjörleifur Guttormsson, hefði í hyggju að láta líklega með Blöndu og steinullar- verksmiðjuna, „en draga svo annað til baka á síðustu stundu. Segja að annað sé nóg fyrir norðlendinga. Tilfellið er að við þurfum hvort tveggja ef vel á að fara.“ Dræm sala á notuðum bflum „Sala á bílum er dauf um þessar mundir. Ég held að ástandið sé heldur verra en á sama tíma und- anfarin ár,“ sagði Gunnar Har- aldsson, bílasali á Akureyri. Hann bætti því við, að t.d. ef eldri bílar seldust þá væri algengt að kaup- endur fengju mikið lánað til langs tíma. „Þetta er erfitt núna,“ sagði Gunnar, „þú mátt segja það, vin- Snemma á næsta ári verður 15 lóðum úthlutað sunnan Suður- byggðar. Samkvæmt upplýsing- um blaðsins er áhugi manna á lóðum þessum mjög mikill og Ijóst að umsóknir verða mun fleiri en lóðirnar. Jón Geir Ágústsson, bygginga- fulltrúi Akureyrarbæjar, sagði Á fundi samninganefndar rík- isins og fulltrúa heimamanna um Blönduvirkjun f fyrradag var ákveðið, að stefnt skyldi að því að ákveðið svar kæmi frá heimamönnum eigi síðar en 16. desember n.k. Þá kom fram, að stefnt er að því að halda sveitarfundi f þeim hreppum sem ekki hafa enn tekið endanlega afstöðu. Upplýsingar um virkj- unina og samningsdrögin verða send á hvern bæ í hreppunum að hér yrði eingöngu um að ræða einbýlishúsalóðir. Undanfarin ár hafa verið til fjöl- margar lóðir á Akureyri og bygg- ingarnefnd hefur ekki átt í ýkja miklum vandræðum að úthluta þeim. Þegar kemur að úthlutun umræddra lóða, getur farið svo að það þurfi að velja á milli nokkurra manna sem sækja um einu og sömu lóðina. Jón sagði að bygginganefnd sex, sem hagsmuna eiga að gæta. Mest óvissa er varðandi afstöðu manna í Bólstaðarhlíðarhreppi, en þar hefur meirihluta hrepps- nefndar verið mótfallinn virkjunarleið 1. Meirihluti hrepps- nefndar Svínavatnshrepps er tilbú- inn til að ræða samninga um þá virkjunartilhögun. Samningamenn Lýtingsstaðahrepps og Seylu- hrepps munu vera jákvæðir, en þeir eru ekki hreppsnefndarmenn, þannig að einhver óvissa kann að hefði ekki rætt það hvernig staðið yrði að úthlutun á þessum lóðum og tók það fram að störf nefndar- innar á þessu sviði hefðu heppnast vel á undanförnum árum. Hugsanlegt er að beita einhvers- konar punktakerfi við úthlutun lóðanna 15, en það kerfi er þó alls ekki gallalaust. Þegar lóðum við Norðurbyggð var úthlutað á sínum vera um afstöðu í þeim hreppum. Torfalækjarhreppur og Blöndu- ósshreppur munu samþykkir virkj- unarleið 1. Menn hafa mjög velt fyrir sér þeim möguleika, að krefjast eign- arnáms, þó svo að þeirrar lausnar sé ekki getið í ákvörðun ríkis- stjórnarinnar. Vafalítið mun verða mikill þrýstingur frá þeim sem vilja Blönduvirkjun strax, að sú leið verði farin, ef einn eða jafnvel tveir hreppar reynast vera á móti. Þá hefur það flogið fyrir, að þeir sem séu andvígir því að taka þátt í að tíma var dregið um nöfn umsækj- enda, væru þeir nokkrir um hverja lóð, og þóttust þá starfsmenn byggingafulltrúa sjá að sami aðil- inn ætti 11 umsóknir um eina lóð- ina. Greinilegt var að hann hafði fengið vini og vandamenn til að sækja um lóðina. Það má því ljóst vera að „útdráttarfyrirkomulagið“ er ekki heldur gallalaust. samþykkja virkjunarleið 1, með tilheyrandi landsspjöllum, geti vel fellt sig við eignarnámsleiðina. Búist er við að boðað verði til funda í hreppunum í næstu viku og verður niðurstaða þeirra beðið með mikilli eftirvæntingu, því mjög mikið er í húfi. Virkjunarfram- kvæmdir geta haft veruleg áhrif á atvinnuuppbyggingu í Norðlend- ingafjórðungi öllum og menn eru þegar farnir að velta því fyrir sér, hvaða atvinnustarfsemi gæti komið í kjölfar virkjunarframkvæmdanna sjálfra. Leggst UMFS í dvala? — Enginn fæst til að gegna stjórnarstörfum Leggst Ungmennafélag Svarf- dæla í dvala? Margt bendir til þess, því núverandi stjórnar- meðlimir telja sig ekki hafa tíma til að sinna félaginu eins og þyrfti og vilja því losna úr stjórninni. Sá er hængur á, að ekki hefur tekist að finna neinn sem vill koma í staðinn. I mörg ár var starfsemi UMFS nær engin og fyrir rösku ári tóku nokkrir Dalvíkingar sig til og endurreistu félagið. Þessir sömu vilja nú koma starfseminni á aðrar herðar. Magnús Guðmundsson, for- maður UMFS, sagði að eitthvað væri bogið við staðinn ef ekki væri hægt að starfrækja ungmennafélag á borð við UMFS. „Þess er þó að gæta," sagði Magnús „að hér á Dalvík er fjöldinn allur af félögum og menn hafa ekki tíma til að vera í nema einu félagi." Aðalfundur UMFS verður skömmu eftir ára- mót og sagði Magnús að ákveðið væri að félagið héldi áfram þangað til að minnsta kosti. Það má segja að handbolti verði það eina sem UMFS komi nálægt næstu vikurnar á meðan er leitað leiða til að lífga félagið við — auk þess að leita að fólki sem vill gegr.a trúnaðarstörfum fyrir það. Þess má geta að þegar núverandi stjórn tók við skuldaði félagið talsvert af peningum. UMFS tók að sér sorp- hirðu fyrir Dalvíkurbæ til að hreinsa skuldahalann og sagði Magnús að það hefði tekist. ur. Horft i áttina til miðbæjarins. Mynd:á.þ. LÓÐUM SUNNAN SUDURBYGGD- AR UTHLUTAÐ EFTIR ÁRAMÓTIN Gífurlegur áhugi en aðeins 15 lóðum verður úthlutað AUGLÝSINGAR OG ÁSKRIFT: 24167 - RITSTJÓRN: 24166 OG 21180

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.