Dagur - 03.12.1981, Blaðsíða 5

Dagur - 03.12.1981, Blaðsíða 5
 ; 'vS M - mmk Þau fara til Noregs Þessir 11 krakkar voru valdir i úrvalslið Skíðasambands ís- lands, og fara 8 þeirra til Noregs, þann 11. des. Þar verða þau í 10 daga i æfinga- búðum. (Þau þrjú sem ekki fara, eiga þess ekki kost sök- um náms eða annarra á- stæðna). Skíðaráð Akureyrar er nú að fara af stað með happadrætti og munu félagar selja miða á næst- unni. Vinningar eru glæsilegar skíðavörur. Ágóðinn rennur m.a. til styrktar noregsförunum og eru Akureyringar hvattir til að taka vel á móti sölumönnum. Þannig styðjum við við bakið á þessu unga skiðafólki og stuðlum að uppgangi skíðaíþróttarinnar á Ákureyri. Ljósm. KGA. Kemur Mark til Þórs Þórsarar hafa nú sett sig í samband við Bandaríkja- manninn Mark Christensen, og ef samningar takast þá mun Mark leika með Þór eftir ára- mótin. Enn er þó of snemmt að full- yrða nokkuð um það hvort Mark kemur hingað aftur, en verði ekki af því eru Þórsarar með annan snjallan bandarískan leikmann í huga. Annað kvöld: amum Þór mætir Isfirðingum Þórsarar mæta ísfirðingum f 2. deild íslandsmótsins f körfu- knattleik annað kvöld — föstudag — f fþróttaskemm- unni á Akureyri, og hefst við- ureign liðanna kl. 20. Búast má við nokkuð tvísýnni viðureign, enda er talið að það liðið af þessum tveimur sem kemur betur út og sigrar muni leika til úrslita um sæti í 1. deild í vor. Þór hefur aðeins leikið einn leik í Islandsmótinu það sem af er, og liðið vann þá öruggan sigur á Tindastól frá Sauðárkróki. Reikna verður með að ísfirðing- amir séu með sterkara lið. Þeirra lið hefur leikið saman í mörg ár og innan um eru þar sterkir leik- menn. Meistarflokkur og 2. flokkur Þórs f körfuknattleik taka þátt í Bikarkeppni Körfuknatt- leikssambandsins, og hefur þegar verið dregið um það hverjir verða andstæðingar liðanna í 1. umferð. Meistaraflokkurinn á að leika gegn 2. deildarliði Vestmanna- eyja og fer leikurinn fram í Eyj- um. Mikill uppgangur er í körfu- knattleik í Eyjum, og með liðinu leikur bandarískur leikmaður. Þessi leikur verður sennilega strax eftir áramótin. 2. flokkur Þórs á að leika gegn Val. Þórsarar hafa á að skipa harðskeyttu liði í 2. flokk, og þeir ættu að geta staðið í Valsmönn- unum og ekki er óraunhæft að ætla má að gera sér vonir um sig- ur ef vel tekst til. Þórsarar skora gegn UMFN um síöustu helgi. Ljósmynd: K.G.A. Dregið í bik- Frá Strætis- vögnum Akureyrar: 1. desember hófst akstur SVA klukkan 06.55. Vagn nr. 1: Ráðhústorg kl. 06.55. Innbær, Kaup- vangsstræti kl. 07.05, Hrafnagilsstræti, Álfabyggð, Skógarlundur, Þingvallastræti kl. 07.15, Þórunnar- stræti, Tryggvabraut kl. 07.20, Hjalteyrargata, Strandgata, Ráðhústorg. Vagn nr. 2: Ráðhústorg kl. 07.05. Glerárgata, Hörgárbraut kl. 07.10, Hlíðarbraut, Austursíða, Bugðusíða, Teigarsíða, Smárahlíð, Skarðshlíð kl. 07.15, Höfðahlíð, Hörgárbraut, Tryggvabraut kl. 07.20, Hjaltaeyrargata, Strandgata, Ráðhústorg. Síðustu ferðir strætisvagnanna frá Ráðhús- torgi eru sem hór segir: Vagn nr. 1: Klukkan 19.05 er ekið eftir Strandgötu, Hjalteyrargötu, Tryggvabraut, Brekkur, Innbæ. Vagn nr. 2: Klukkan 19.05 er ekið eftir Strandgötu, Hjalteyrargötu, Tryggvabraut, Glerárhverfi. Forstöðumaður Pres ri, StuQ, deg, vel áá Skrifi Sím nn Kos óskíi Akun Mae JsL rg, t>,i i 'tí im ’sti c fur ye. ðuH Óddeyrarskóla frá kl. 10 til 21. Þeir sem jfjf/if akjsfri) á kjörstað hringi ísíma 23595. e y •/! un nc <>// tskosning 81 s/n|e|i/ sr. Jóns verða f Alþýðuhúsinu á kjör- vjefqa kaffiveitingar eftir kl. 15. — Gerið svo a 5 Ráðhústorgi 1 verður einnig opin. ur 25300. ar I /< i, kjósum presta okkar af myndarskap. irstað næstkomandi sunnudag. xséraJón studningsmenn 3. desember 1981 - DAGUR - 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.