Dagur - 05.01.1982, Blaðsíða 2

Dagur - 05.01.1982, Blaðsíða 2
Kveðjuorð Helgi Rafn Traustason kaupfélagsstjóri Fæddur 18. apríl 1937 Dáinn 21. desember 1981 í dag, þriðjudaginn 5. janúar 1982, er til moldar borinn á Sauð- árkróki Helgi Rafn Traustason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga. Hann varð bráð- kvaddur þar í bæ mánudaginn 21. desember 1981, en hann fæddist þann 18. apríl 1937 og var því að- eins 44 ára gamall, þegar hann lést. Foreldrar Helga Rafns voru þau Trausti Jóelsson vélstjóri á Patreksfirði og kona hans Rann- veig Lilja Jónsdóttir. Trausti var fæddur 19. maí 1909, dáinn 6. maí 1951, en Rannveig var fædd 17. janúar 1910 og dó 17. desember 1950. Helgi Rafn missti því for- eldra sína báða með 6 mánaða millibili, þegar hann var aðeins 13-14 ára gamall. Þetta var mikið áfall fyrir viðkvæma sál unglings- ins, sem var í mótun. En skapfesta og viljastyrkur Helga Rafns var þá þegar kominn í ljós, þannig að áfallið braut hann ekki niður, heldur efldi hann til átaka að afla sér menntunar og aukins þroska, þannig að hann mætti sem fyrst verða fær um að standa á eigin fótum, en hann var alla tíð mjög sjálfstæður maður í skoðunum og hugsunum. Það var honum mikil huggun á þessum erfiðu árum, að hann átti hlýtt skjól hjá ætt- ingjum. Hann átti aðalathvarf hjá móðurforeldrum sínum á Patreks lirði, Jóni Indriðasyni og Jón- ínu Guðrúnu Jónsdóttur, og á skólaárum síðar hjá Þorgerði móðursystur sinni og Reyni Hörg- dal á Akureyri og var svo í heimili með Mörtu, móðursystur sinni, í Reykjavík í íbúð þeirri, er foreldr- ar hans höfðu átt og búið í þar. Þótt foreldramissirinn væri hon- um ákaflega sár, veit ég að hann var ættingjum sínum ævarandi þakklátur fyrir þá hlýju og þann skilning, er þeir sýndu honum á þessum viðkvæmu árum. Helgi Rafn stundaði nám í gagnfræðaskólum í Reykjavík, Laugarvatni og Akureyri og lauk gagnfræðaprófi með ágætum frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Að því búnu nam hann í Samvinnu- skólanum í Reykjavík veturinn 1954-1955 og var því í síðasta ár- Það voru hörmuleg tíðindi er fréttist af andláti Helga Rafns Traustasonar, vinar okkar og starfsbróðurs. en liann lést mánu- daginn ?l. desember sl. Engum gat dottið í hug að kall hans væri komið, mannssem varennábesta aldri, aðeins 44 ára, manns sem var búinn að starfa og gera mikið, en átti þó ennþá svo margt eftir ógert. En kalli dauðans verður ekki áfrýjað. Fyrstu kynni mín af Helga Rafni voru í nóvember 1974, en seinni partinn í þeim mánuði eru venjulega mikil fundahöld hjá kaupfélagsstjórum í Reykjavík. Það vakti strax athygli mína hvað Helgi heitinn flutti snjallar og sköruglegar ræður. Hvert einasta orð heyrðist og hver einasti maður hlustaði af athygli. Við Helgi Rafn urðum strax ágætir vinir og félagar og hélst sú vinátta óbreytt síðan. Það kom sér vel fyrir byrjanda í starfi að hlusta á skoðanir og ráðlegingar Helga Rafns, enda voru þær fúslega veittar. Helgi heitinn var afskap- lega góður félagi, alltaf hress og kátur og kom oft með skemmti- 2 - DAGUR - 5. januar 1982 ganginum, sem Jónas Jónsson frá Hriflu, sá mikli samvinnufrömuð- ur og skólamaður, útskrifaði áður en hann lét af störfum og skólinn fluttist að Bifröst í Borgarfirði. Helgi Rafn aflaði sér námseyris með hreingerningum í skólanum að kvöldinu en lauk samt prófi með ágætum vorið 1955 og það þrátt fyrir að hann hóf störf hjá Samvinnutryggingum mánuði áðúr en skólanum lauk. Þar með hófst hans eiginlegi starfsferill hjá samvinnuhreyfingunni, en áður hafði hann starfað nokkur sumur hjá Kaupfélagi Patreksfjarðar og í Fjármáladeild Sambandsins sumarið 1954. Hann starfaði í Sjódeild og síðar Aðalbókhaldi Samvinnutrygginga frá 1955- 1960. Hann varð kaupfélagsstjóri Samvinnufélags Fljótamanna 1960 og gegndi því starfi til 1963, er hann varð fulltrúi kaupfélags- stjóra hjá Kaupfélagi Skagfirð- inga á Sauðárkróki. Því starfi gegndi hann til ársins 1972, er hann tók við starfi kaupfélags- stjóra hjá þessu eina stærsta og traustasta kaupfélagi landsins, en því starfi gegndi hann til æviloka. Kaupfélagsstjórastarfinu sinnti hann af elju og dugnaði, þannig að kaupfélagið efldist og styrktist á góðum grunni, sem fyrir var. Undir forystu Helga Rafns byggði kaupfélagið eitt myndarlegasta legar athugasemdir. Einnig minn- ist ég þeirra hjóna, Helga Rafns og hans ágætu eftirlifandi eigin- konu, Ingu Valdísar Tómasdótt- ur, með hlýum huga úr þeim ár- legu ferðum sem við kaupfélags- stjórar förum í á sumrin ásamt eiginkonum okkar. Þessar ferðir eru venjulega farnar aðra helgi í ágúst og einkum á þá staði sem sjaldnar eru heimsóttir. Ferðir þessar hafa góðar minningar að geyma og þær vil ég varðveita sem lengst. Eg veit að það er erfitt fyrir eig- inkonu og fimm ungmenni að missa ástkæran eiginmann og föður. Það er þyngra en nokur tár fá lýst, en ég veit einnig að ég tala fyrir munn okkar kaupfélags- stjóra þegar ég bið guð að styrkja þau og styðja í sorgum sínum og óska þeim allrar blessunar í fram- tíðinni. Einnig bið ég guð að blessa minningu Helga Rafns starfsbróðurs okkar, við minn- umst hans með viðringu og söknuði. Ólafur Friðriksson sláturhús landsins, miklar endur- bætur voru framkvæmdar í mjólk- urstöð félagsins, nýtt verzlunar- hús var byggt að Ketilási í Fljótum eftir sameiningu Samvinnufélags Fljótamanna við Kaupfélag Skag- firðinga, útgerð og fiskvinnsla var efld, verzlunaraðstaða í Varma- hlíð endurbætt og hafin bygging stórhýsis á Sauðárkróki fyrir nýj- ar aðalstöðvar og aðalverzlanir kaupfélagsins. Fjölmargt fleira mætti nefna, sem ekki verður rak- ið hér, en auk hins umsvifamikla starfs kaupfélagsstjóra gegndi Helgi Rafn fjölmörgum trúnaðar- störfum öðrum, sem hann var kallaður til að sinna. Hann var um árabil varamaður í stjórn Samb. ísl.' samvinnufélaga og allt til dauðadags. Hann var formaður rafveitustjórnar á Sauðárkróki 1966/78, hann var stjórnarmaður í Fiskiðju Sauðárkróks um árabil og formaður stjórnarinnar hin síðari ár, einnig formaður stjórn- ar Steypustöðvar Sauðárkróks og hann var um árabil stjórnarmaður í Landflutningum hf., stjórnar- formaður þeirra í upphafi og aftur frá vori 1981 til dauðadags og var reyndar einn helzti frumkvöðull að stofnun þeirra. Hann átti sæti í Mjólkursamlagsráði og Slátur- hússráði Kaupfélags Skagfirðinga frá stofnun þessara ráða til ævi- loka. Fulltrúi í Framleiðsluráði landbúnaðarins var hann fyrir hönd mjólkursamlaganna á 2. verðlagssvæði 1973/77. Einnig varamaður í stjórn Osta- og smjörsölunnar um árabil og til dauðadags sem fulltrúi Sam- bandsins. Hann var form. sókn- arnefndar Sauðárkrókskirkju frá 1972 til æviloka og sýndi því hlutverki mikla ræktarsemi og áhuga, enda mjög trúaður maður, sem sýndi kristinni kirkju mikla virðingu. Sem forseti Lionsklúbbs Sauðárkróks hafði hann reyndar áður en hann tók við sóknarnefnd arformennskunni staðið fyrir rallögn og lýsingu kirkjugarðsins á Sauðárkróki, sem er til mikillar prýði, og sýndi þar strax hug sinn til kirkjunnar. Margt fleira væri hægt að rekja af áhugamálum og viðfangsefnum Helga Rafns, en þetta verður látið nægja sem aðal- drættir í mynd gífurlegrar strafs- ævi, sem nú er lokið svo skyndi- lega og löngu fyrir aldur fram. í öllum þessum störfum lagði Helgi Rafn gjörva hönd á plóginn við- komandi verkefnum til mikils framdráttar, enda var hann starf- hæfur í bezta lagi, ötull, einlægur og samvizkusamur. Mikið skarð er fyrir skildi við fráfall hans. Það var mikið gæfuspor í lífi Helga Rafns Traustasonar þegar hann þann 12. október 1957 gekk að eiga eftirlifandi eiginkonu sína, Ingu Valdísi Tómasdóttur, dóttur hjónanna Tómasar Sig- valdasonar, loftskeytamanns í Reykjavík, og konu hans Magneu D. Sigurðardóttur, en við þau hjón bast Helgi Rafn miklum og sterkum vináttuböndum, auk tengdanna. Þau Helgi Rafn og Inga Valdís urðu strax mjög samhent, enda að mörgu leytu ákaflega lík í sinni traustu skapgerð, smekkvísi og hjarta- hlýju. Þau bjuggu sér notalegt heimili í Reykjavík í upphafi, síð- an Haganesvík og svo á Sauðár- króki, en heimili þeirra þar er eitt hið myndarlegasta og notaleg- asta, sem maður heimsækir. Börn þeirra hjóna eru Trausti Jóel, fæddur 21. október 1958, Rann- veig Lilja, fædd 6. marz 1960, Tómas Dagur, fæddur 26. októ- ber 1961, Guðrún Fanney, fædd Hinsta kveðja til Helga Rafns Traustasonar frá Félagi kaupfélagsstjóra 28. nóvember 1963 og Hjördís Anna, fædd 8. ágúst 1966. Börnin eru eins og foreldrarnir, hlý og traust og dugleg í hverju viðfangs- efni. Unnusta Trausta er Ásta Búadóttir og unnusti Rannveigar Lilju er Þorsteinn Hauksson. Ég og kona mín og börn okkar höfum átt því láni að fagna að kynnast mjög vel þessari góðu fjölskyldu á Sauðárkróki og Helgi Rafn hefur verið náinn samherji minn, félagi og vinur um langt árabil. Mér og fjölskyldu minni er fráfall hans mikið harmsefni. Ég veit að hann er einnig sárt tregaður af félögum í stétt kaupfélagsstjóra og af vin- um og félögum í samvinnuhreyf- ingunni allri, ekki sízt í Kaupfél- agi Skagfirðinga. En svo sár sem tregi okkar allra er, er hann þó hjóm eitt miðað við þá þungu sorg, sem knúið hefur miskunn- arlaust dyra að Smáragrund 2 á Sauðárkróki og lagt farg sitt á hug og hjarta Ingu Valdísar og barn- anna og fjölskyldunnar allrar. Mér er kunnugt um æðruleysi þeirra og viljastyrk og ég vil vona, að trúin á Guð og minningin um góðan dreng og einstæðan heimil- isföður megi verða þeim huggun í miklum harmi, sem tíminn von- andi fær sefað eftir því sem stund- ir líða. Ég sendi þeim dýpstu sam- úðarkveðjur mínar og fjölskyldu minnar. Að lokum vil ég senda Helga Rafni kveðjur og þakkir Kaupfé- lags Eyfirðinga. Elann var góður granni og náinn samstarfsmaður. Einnig sendi ég honum kveðjur og þakkir stjórnar Sambands ísl. samvinnufélaga og samvinnu- hreyfingarinnar í landinu allrar. Hann var mikill samvinnumaður og öflugur liðsmaður í forystu- sveit. Guð blessi minningu hans. Valur Arnþórsson «t Móðirmín, BJÖRG SIGURJÓNSDÓTTIR Gránufélagsgötu 22, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 27. desember. Útförin fer fram fimmtudaginn 7. janúar frá Akureyrarkirkju kl. 13.30. Blóm vinsamlega afþökkuð. Marteinn Sigurólason og vandamenn. Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför, HANNESAR STEFÁNSSONAR frá Þórðarstöðum. Hólmfríður Stefánsdóttir, Jónatan Stefánsson, Guðsteinn Þengilson,, Rannveig Þormóðsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÁSGEIRS GUÐJÓNSSONAR, Munkaþverárstræti 42, Akureyri, Guð blessi ykkur öll. Hulda Kristinsdóttir, Björg Ásgeirsdóttir, Jóhann Hauksson, Kristinn Asgeirsson, Þórunn Ingólfsdóttir, Harpa Kristinsdóttir. OTTO ERDLAND riddari af hinni íslensku fálkaorðu, lést hinn 25. desember. sl., 74 ára að aldri. Hann var mikill íslandsvinur. Samkvæmt óskum hins látna eru blóm og kransar afbeðnir en þeim, sem vildu minnast hans, skal bent á Slysavarnarfélag ís- lands eða hliðstæða vestur-þýska stofnun. Otto Erhard, Loogeplatz 4, Import Export, Hamburg 20. Ástkær eiginmaður minn, okkar elskaði og umhyggjusami faðir, tengdafaðir og afi, riddari af hinni íslensku fálkaorðu, OTTO ERDLAND lést hinn 25. desember sl., 74 ára að aldri. Lát hans bar að alltof skyndilega fyrir okkur sem eftir lifum, en hann lætur eftir sig hugljúfar minningar. Við munum ávallt minnast hans með ástúð, virðingu og þakklæti. Samkvæmt ósk hins látna eru blóm og kransar afbeðnir, en þeim, sem vildu minnast hans, skal bent á Slysavarnarfélag islands, eða hliðstæða vestur-þýska stofnun. Sigrid Erdland, fædd Jacobsen, Dr. Gudrun Wahl, fædd Erdland, Heinz Wahl, Solveig og Kurt Waser-Erdland og Solveig yngri. Hegereiterweg 17, Hamburg 61. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Helgamagratræti 10, Akureyri, skúr- bygging, lóðaréttindalaus, þinglesin eign Jóns Steins Elíassonar, fer fram eftir kröfu innheimtumanns ríkis- sjóðs á eigninni sjálfri föstudaginn 8. janúar 1982 kl. 14.00. Bæjarfógetinn á Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.