Dagur - 05.01.1982, Side 3
SIMI
25566
Við óskum viðskiptavin-
um okkar gieðilegs
nýjárs og þökkum við-
skiptin á gamla árinu.
Á söluskrá:
Hamragerði:
120 fm, 5 herb. einbýlishús á
einni hæð. 57 fm bílskúr.
Skipti á 3-4 herb. raðhúsi
koma til greina.
Smárahlíð:
Rúml. 50 fm, 2 herb. íbúð, til-
búin undir tréverk. Afhendist
1. febrúar.
Hrísalundur:
Mjög góð 2ja herb. íbúð í
fjölbýlishúsi, ca. 55 fm.
Skipti á góðri 3ja herb. íbúð
koma til greina.
Norðurgata:
Gamalt einbýlishús, jaarfn-
ast viðgerðar. Hæð, ris og
kjallari.
Móasíða:
Ca. 105 fm, 4ra herb.
raðhús, afhendist fokhelt.
Skipti á góðri 3ja herb. íbúð
á Brekkunni koma til greina.
Skarðshlíð:
4ra herb., ca. 100 fm íbúð í
fjölbýlishúsi. Laus í febrúar.
Helgamagrastræti:
Efri hæð í tvíbýlishúsi, rúml.
100 fm. Þarfnast viðgerðar.
Lundargata:
Einbýlishús, uppgert í góðu
standi.
Okkur vantar allar stærðir
og gerðir eigna á skrá.
Hafið samband.
FASIEIGNA& (J
SKIPASALA 33Z
NORÐURLANDS fl
Sími25566.
Benedikt Ólafsson hdl.,
Sölustjóri Pétur Jósefsson.
Er við á skrifstofunni alla virka
daga kl. 16.30-18.30.
Kvöld- og helgarsími 24485.
Siglufjörður:
Slippur til sölu
Vilja að Völsungur
annist 17. júní
Bæjarstjórn Húsavíkur sam-
þykkti fyrir skömmu að fara þess
á leit við íþróttafélagið Völsung
að það sjái um undirbúning og
framkvæmd þjóðhátíðarhaldanna
17. júní í sumar.
Sýning á grafík
er framlengd
Sýning á grafíkverkum í Klett-
agerði 6 er framlengd til 10. janú-
ar. Opið frá klukkan 16 til 22 dag-
lega. Frá opnun sýningarinnar
hafa nokkrar nýjar myndir bæst
við. Alis sýna 6 listamenn: Björg
Þorsteinsdóttir, Edda Jónsdóttir,
Jón Reykdal, Ragnheiður Jóns-
dóttir, Valgerður Bergsdóttir og
Þórður Hall.
Kjörstjórn
Húsavíkur
Á fundi í bæjarstjórn Húsavík-
ur, sem haldinn var fyrir skömmu,
voru eftirtaldir menn kjörnir í
kjörstjórn Húsavíkur fyrir árið
1982: Eysteinn Sigurjónsson,
Haukur Logason og Aðalgeir Sig-
urgeirsson sem aðalmenn, en var-
amenn þeir Ragnar Helgason,
Hreiðar Karlsson og Þórhallur
Björnsson.
Fyrirhugað er að auglýsa
dráttarbrautina á Siglufirði til
sölu. Dráttarbrautin er í eigu
Siglufjarðarbæjar, sem hefur
leigt hana. Hafnarnefnd Siglu-
fjarðar hefur samþykkt að um
leið verði hugsanlegum kaup-
anda seldar fasteignir norðan
brautarinnar, en það er nauð-
synlegt svo eðlileg stækkun geti
átt sér stað.
Sveinn Björnsson, sem sæti á í
hafnarnefnd, sagði að Siglufjarð-
arbær hefði um árabil greitt alit
viðhald vegna dráttarbrautarinn-
ar og að leigutekjur hefðu engan
veginn nægt til að greiða viðhald-
ið. Hann taldi að ef nokkrir ein-
staklingar eða fyrirtæki samein-
uðust um reksturinn, og fengju
aukið landrými norðan brautar-
innar, væri líklegt að dráttar-
brautin færi að gefa eitthvað af
sér.
Dráttarbrautin á Siglufirði get-
ur tekið allt að 150 tonna stálskip
upp í sleðann og nokkra minni
báta er hægt að geyma úti á görð-
unum. Sveinn sagði að það væri
nokkur hugur í mönnum að kaupa
dráttarbrautina og sagðist hann
leggja áherslu á að verði hennar
yrði haldið niðri, svo væntanlegir
kaupendur eigi auðveldara með
að fjárfesta í dráttarbrautinni.
Nýir símar
Auglýsingar og afgreiðsla: 24222
Ritstjórn: 24166 & 24167
Dagur, Strandgötu 31, Akureyri.
I
I
I
I
■
I
I
I
I
I
I
■
I
I
I
I
I
I
I
I
I
P.ALLAS
Líkamsræktarstöð
á Akureyri
7. janúar opnum við líkamsræktarstöð
að Glerárgötu 26.
Nú er rétti tímiim að taka fram trimmgallann og mæta á staðinn, vOji
þú grennast og styrkja líkama þinn alhliða. Það er nánast allt hægt í
tækjunum hjá okkur í Pallas. Leiðbeinandi er ávallt til staðar, reiðu-
búinn að aðstoða þig og semja fyrir þig æfingaskrá sem er sérsmíðuð
eftir þínum óskum.
Sérstakt
kynningarverð
í janúar.
Opnunartímar:
Mánudagur
Þriðjudagur
Miðvikudagur
Fimmtudagur
Föstudagur
Laugardagur
Sunnudagur
KONUR KARLAR
kl. 8-12 ld. 12-22
kl. 8-22
kl. 8-22
kl. 8-22
kl. 8-12 ld. 12-22
kl. 9-12 ld. 12- 7
kl. 10-17
Mánaðargjald kr. 400.- í öll tæki + sól og sauna
Komutími á æfingar er frjáls, hægt verður að fá mánaðarkort og 10 skipti í
sauna og sól, og einnig eitt og eitt skipti.
ATH: Sérstakur kynningardagur verður
þann 9. janúar frá kl. 13.00-16.00,
og er öllum frjálst að koma
og kynna sér aðstæður.
Verið velkomin í
Glerárgötu 26, sími 25013,
gengið inn frá Hvannavöllum.
Allar upplýsingar eru veittar í símum 22316 og 24707.
5. janúar 1982 - DAGUR - 3