Dagur - 15.01.1982, Blaðsíða 3

Dagur - 15.01.1982, Blaðsíða 3
Nýi troðarinn. Mynd Rögnvaldur. Nýr snjótroðarí tíl Dalvíkur Dalvík, 13. janúar. Um síðustu helgi kom lang- þráður snjótroðarí til Dalvíkur. Þorsteinn Skaptason, for- maður Skíðafélags Dalvíkur, sagði að troðarinn væri ítalskur Leitarstöð Krabbameinsfélags Akureyrar hefur starfað frá ár- inu 1968. Á þeim tíma sem Uð- inn er og til loka síðasta árs, hafa verið framkvæmdar 10.524 skoðanir. Á síðasta ári komu 930 konur til skoðunar. Hér á landi hefur verið unnið gífurlegt brautryðjandastarf með hópskoðunum kvenna með tilliti til að finna breytingar á leghálsi og breytingar í brjóstum, sem gætu síðan vaxið og orðið að krabbameini. Hefurverið hægtað koma í veg fyrir þjáningu og sjúk- dóma með fyrirbyggjandi aðgerð- um. og kaupverð er um 500 þúsund. Allt fram að þessu hefur Skíða- félag Dalvíkur lagt fram það fjár- magn sem þurft hefur, en Dalvík- urbær hefur ábyrgst erlent lán. En ára aldri og ekki hafa komið til skoðunar, svo og þær konur sem ekki hafa komið í skoðun eftir 1976. Verður þessum konum sent bréf frá Leitarstöðinni, þar sem þær eru hvattar til að notfæra sér þessa hópskoðun. Vonast er til að konur taki þessu boði vel og mæti í skoðun. Þær konur sem fá send bréf verða að öllu jöfnu látnar ganga fyrir og er æskilegt að þær panti tíma sem fyrst eftir að bréfið hefur borist þeim í hendur. gert er ráð fyrir að fjármögnun verði að lokum þannig að Dalvík- urbær leggi fram 40%, íþrótta- sjóður 40% og Skíðafélagið 20%. Troðarinn er svipaður að stærð og nýrri troðarinn í Hlíðarfjalli. Með komu troðarans gjörbreytist öll aðstaða til skíðaiðkunar í Böggvisstaðafjalli. Þar eru fyrir tvær lyftur og þar er einnig rúm- lega fokheldur skáli við efri lyftu. í þessum skála verður ýmiskonar starfsemi í framtíðinni, t.d. verð- ur tímatökutækjum komið fyrir í honum svo og veitingasölu. Skíð- afélagið fjárfesti í nýjum tímatök- utækjum á síðasta ári. Nýi troðarinn mun einnig verða notaður í neyðartilfellum, enda var það atriði haft ofarlega í huga, þegar ráðist var í kaup á honum. I vetur verður opið í Böggvis- staðafjalli um helgar og a.m.k. síðdegis og á kvöldin á þriðjudög- um og fimmtudögum, svo framar- lega sem snjór er í hlíðunum. Nú ættu Dalvíkingar og nágrannar að draga fram skíðin og notfæra sér þá aðstöðu sem komin er í Böggvisstaðafjalli. AG Leitað að krabbameini Veitingasala Árshátíðir - Þorrablót Einkasamkvæmi Köld borð - Heitur veislumatur Þorramatur - Smurt brauð - Snittur Coctailsnittur Getum lónað diska og hnífapör. Útvegum þjónustufólk simi 22600 Júníus heima 24599 # Látiðvita um nýjan dvalarstað Kaupendur Dags eru hvattir til að láta afgreiðslu Dags vita er þeir skipta um heimilis- fang. Utsala - Utsala Mánudaginn 18. janúar hefst útsala á peysum, buxum, úlpum, blússum og margt fleira. Verslunin Ásbyrgi. Höfum ávallt fyrirliggjandi unnid gluggaefni á kr. 37,00 lengdarmeterinn meö söluskatti. FJALAR hf. Húsavík 41346. AKUREYRARBÆR Gjalddagar fasteignagjalda á Akureyri 1982. Bæjarstjórn Akureyrar hefir ákveðiö að fasteigna- gjöld til Bæjarsjóðs Akureyrar á árinu 1982 skuli gjaldfalla með fimm jöfnum greiðslum á gjald- dögum 15. janúar, 15. febrúar, 15. mars, 15. apríl og 15. mai. Gjaldseðlar munu verða bornir út til gjaldenda næstu daga. Athygli er vakin á að séu fasteignagjöldin eigi greidd innan mánaðarfrágjalddagareiknastáþau dráttarvextir frá gjalddaga að telja, 4,5% fyrir hvern mánuð eða brot úr mánuði. Bæjarskrifstofan er opin frá kl. 10-15 daglega frá mánudegi til föstudags. Akureyri, 14. janúar 1982. Bæjarritari. Nú hefur Krabbameinsfélag Akureyrar áformað að kalla til skoðunar konur sem náð hafa 25 Bjóðum fullkomna vlðgerðarþjónustu á sjón- varpstækjum, útvarpstækjum, steríomögnur- um, plötuspllurum, segulbandstækjum, bíl- tækjum, talstöðvum, flsklleitartækjum og sigl- Ingartækjum. fsetning ó bfltækjum. HUÓIMIÍBR Slmi (96) 23626 'w' Clef*r0ötu 32 • Akureyri AFGREIÐSLA OG AUGLÝSINGASÍMI 24222. I STRANDGÖTU 31 NYTT SÍMANÚMER: STRANDGÖTU 31 P.O.BOX 58 - 602 AKUREYRI RITSTJÓRI OG BLAÐAM. S. 24166 OG 24167. 15. janúar 1982 - DAGUR - 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.