Dagur - 15.01.1982, Blaðsíða 4

Dagur - 15.01.1982, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167 SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 RITSTJÓRIOG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÓRNSSON BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT H.F. Landsbyggða- blöðin njótaekki jafnréttis Dagur hefur verið í örum vexti að undan- förnu og nú um áramótin urðu þau þáttaskil í útgáfu blaðsins, að hún var aukin úr tveim- ur blöðum á viku í þrjú á viku. Jafnframt hef- ur blaðsíðum verið fjölgað , þannig að það lætur nærri að um sé að ræða 100% aukn- ingu á útgáfunni. Nokkur undanfarin ár hefur Dagur haft sérstöðu meðal landsmálablaðanna með tvöfalda útgáfutíðni, miðað við þau sem næst hafa komið. Tekist hefur að leggja nokkurt fé til fjárfestingar í húsnæði og full- kominni prentvél. Þessi grundvöllur hefur gert þetta stóra skref, sem tekið var um ára- mótin, mögulegt. Þá flutti Dagur í nýtt hús- næði og er nú að öllu leyti unninn í eigin prentsmiðju af fyrsta flokks fagmönnum, sem þar hafa verið ráðnir til starfa. Nú er svo komið, að Dagur er orðinn stærri en minnsta dagblaðið í Reykjavík. Fyrst í stað mun blaðið koma út í 32 síðum að jafn- aði á viku, meðan minnsta dagblaðið í Reykjavík er um eða yfir 20 síður á viku. Þó að sum dagblaðanna hafi nú hafnað ríkisstyrk er ekki minnsti vafi á því, að hann hefur hjálpað þeim til að verða það sem þau eru í dag. Ríkisstyrks, í likingu við það sem dagblöðin hafa fengið, hefur ekkert lands- málablaðanna notið. Styrkurinn til Dags í fyrra nægði ekki til að gefa út eitt tölublað. Ríkið kaupir nokkur hundruð eintök af hverju dagblaðanna handa stofnunum sín- um og fyrirtækjum, og greiðir fyrir hvort sem blöðin eru tekin eða ekki. Ekkert landsmála- blaðanna nýtur neins í líkingu við þetta. Dagur er gefinn á stofnanir eins og t.d. sjúkrahús og elliheimili. Dagblöðin í Reykja- vík fá allar auglýsingar frá hinu opinbera, stofnunum þess og fyrirtækjum, burtséð frá auglýsingagildi þeirra og útbreiðslu. Lands- byggðablöðin fá þessar auglýsingar ekki, en sem dæmi um mikilvægi þeirra fyrir blöðin má nefna, að þær halda útgáfu eins dagblað- anna í Reykjavík uppi. Þannig hefur þetta verið um árabil. Landsbyggðablöðin hafa í nær engu notið beins eða óbeins stuðnings þjóðfélagsins, eins og dagblöðin hafa gert. Vöxtur og viðgangur Dags stafar af því, að lesendur hans og auglýsendur hafa fundið þörfina fyrir blaðið. Viðhorf þeirra er annað en skrifstofustjóra ríkisskattstjóra, sem svaraði því til á dögunum að það væri yfir- lýst stefna þess fyrirtækis, að fara ekki með auglýsingar út fyrir Reykjavík. Þörfin fyrir öflug landsbyggðablöð er fyrir hendi í öllum landshlutum. Fjölmiðlar eru meðal horn- steina lýðræðisins. Lýðræðið er engin einka- eign höfuðborgarbúa. Það er orðið tímabært að landsbyggðafólk krefjist réttar síns í þessum efnum sem mörgum öðrum. Sjónvarpsþáttur ársins var án efa þáttur Óntars Ragnarssonar um tiisla á hann var ■ þáttasyrpunni Stiklur. Meðfylgjandi teikning er gerð eftii minni). Ragnar Lár: Biskupskjörið kannski? Það var spennandi kosning og sannarlega mjótt á munum. Var það ekki aðeins eitt atkvæði, sem skildi að þá séra Pétur og séra Ólaf? Ekki er annað að heyra á landslýðnum, en hann sé sáttur við séra Pétur í biskupsembætt- inu, enda mál manna, að í honum hafi þjóðin eignast sannan guðsmann. Bílbelti - fallhlífar Á síðastliðnu ári voru sett lög um notkun bílbelta. Vægast sagt hlaut þessi lagasetning misjafnar undirtektir. Mörgum þykir það helvíti hart, að vera skyldaðir til að spenna beltin. Pað er svona álíka og að skylda orrustuflug- menn til að nota fallhlífar! í eina sæng Sameining Dagblaðsins og Vís- is kom öllum á óvart, ekki síst þeim Jónasi og Ellert. Gárung- arnir töluðu um að þeir væru nú komnir í eina sæng. Nú er eftir að vita hvernig Ellert líkar til fóta hjá rauðvínspressuritstjóranum. Sagt er að Svarthöfði helli úr koppnum. Myntbreytíngin Ekki minnast á hana, ógrátandi. Med blokkog blýant Það hefur orðið að samkomulagi milli yfirritaðs og Dags, að sá fyrr- nefndi setti saman pistil fyrir þann síðarnefnda eða öllu heldur les- endur hans. Svo er fyrir að þakka, að yfirrit- aður hefur frjálsar hendur um efnisval og mega lesendur því ekki búast við of miklu. Hann mun reyna að rissa upp teikningar með pistlunum, en lesendum skal sagt það í trúnaði, að stundum snýst þetta við, þ.e.a.s. teikning- arnar verða til á undan lesmálinu. Sunnanblöðin hafa, (sem fýrr), gert mikið af því um þessi áramót, að spyrja fólk á förnum vegi, hvað því finnist minnisstæðast frá síð- astliðnu ári. Hvað kemur þér til hugar, lesandi góður, ef þú ert spurður slíkrar spurningar? allar sveitir landsins innan fimm ára. Hætt er við að hún Gróa okk- ar allra á Leiti sé lítt hrifin af þess- ari lagasetningu. Enn galar gaukur Landsfundur Sjálfstæðisflokks- ins var haldinn á sl. hausti. Geir minnst á erlenda merkisviðburði. í stað þess birtum við vísuna sem alþingismaðurinn kvað á dögun- um: Á útlönd verður ekkiminnst, enda mikill vandi. Erlendis mér alltaf finnst „eilífur stormbe!jandi“. Gróa á Leití Einnig voru sett lög um að sjálf- virkur sími skuli vera kominn í Fjaðrimar reitast af fuglinum. var endurkjörinn formaður, eins og alþjóð veit og flestir höfðu bú- ist við, meira að segja Geir sjálfur. En óneitanlega hafa fjaðr- irnar reist af fuglinum, þó enn gali gaukur. Svo ótal margt er ótalið af minnisverðum atburðum. T.d. ferðalög forsetans, ferðalag Valla rostungs, ferðalög Svavars og Steingríms, Biöndungar, Mann- taflið á Torginu, reiðhjólabylting- in og vídeóæðið, svo eitthvað sé nefnt. En hér verður látið staðar numið, þó ekkert hafi verið 4 - DAGUR 15. janúar 1982

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.