Dagur - 22.01.1982, Blaðsíða 3

Dagur - 22.01.1982, Blaðsíða 3
„Þá gátum við skálað aftur með bestu samvisku Nýja árið steig yfir þröskuldinn hjá okkur á Kringsjárbæjum með litlum fyrirgangi. Áramót- in voru álíka og við þekktum að heiman: Forsætisráðherran jarmaði í sjónvarpinu og bað láglaunafólk að heimta ekki hærra kaup, heldur spenna beltin og bíða eftir brotlending- unni. Um miðnættið hvfldu menn sig á umræðum um vopnakapphlaupið og skutu eldflaugum útí buskann. Morg- uninn eftir var heilsan svona upp og niður og útvarpið til- kynnti afnám verðstöðvunar. Allt hækkaði sem hugsast gat. Æ, hvað þetta var allt saman kunnuglegt. Þið vitið auðvitað að við höf- um engann forseta hér, heldur kóng. Ólafur kóngur heilsaði upp á okkur á sjónvarpsskerm- inum á gamlárskvöld og bað okkur öll vel að lifa á nýja ár- inu. Góðlegur karl og vinsæll meðal þegna sinna. Það verður þó að segjast eins og er að hann er skelfllega óáheyrilegur ræðumaður, og hefur víst verið það alla tíð, er mér sagt. Ég spurði norskan útvarpsfrétta- mann einu sinni hvers vegna svo sárasjaldan væri útvarpað beint frá athöfnum þar sem kóngur talar, til dæmis þegar hann setur Stórþingið á haust- in. Fréttamaðurinn sagði skýr- inguna bara vera þá að þeir út- varpsmenn vildu hlífa þegnun- um við að hlýða á mismæli kóngsins síns. Hvað um það, það var ansi gaman að heyra og sjá kónginn á skerminum á gamlárskvöld. Ég tók lika eftir því að hann minntist ekki einu orði á menninguna einsog okk- ar eigin Vigdís gerir stundum þegar hún tekur til máls á opin- berum vettvangi. Það þótti mér ágæt tilbreyting. Skálað í tvígang fyrir nýju ári Svo var allt í einu komið nýtt ár og tími til kominn að lofa sjáífum sér því að vera góður strákur eins lengi og gengið gæti. Við á Kring- sjárbæjum skáluðum eins og vera bar á slaginu klukkan 24 að norskum tíma og stilltum síðan sjónvarpið á Svíþjóð til að sjá Gústa kóng ávarpa sína þegna. Aldrei hafa Jarðbrúarbræður ver- ið jafn konungshollir um áramót sem nú. Ekki spillti fyrir að ABBA flokkurinn (samanber Jón Múli) sendi okkur eitt lag eða svo eftir að kóngur hafði lokið sér af. ABBA er nefnilega uppáhalds- hljómsveitin mín þó ég fari alltaf fremur hljóðlega með skoðanir mínaríþeimefnum. Þegar hér var komið sögu, var klukkan eitt að staðartíma - miðnætti að ykkar tíma heima á klakanum. Þá gátum við skálað aftur með bestu sam- visku. Við höfðum það fram yfir bæði ykkur heima og Norðmenn hérna að geta haldið upp á tvenn áramót. Öll hjólin frusu föst Desembermánuður var óskap- lega kaldur hér í landi. Víða mældist meira frost að meðaitali í desember en dæmi eru um í eina Nýkomið Hudson sokkabuxur í öllum stærðum öld. Janúaf heilsaði ekki síður kuldalega. Dag eftir dag mældist frostið hér í Osló 17-25 stig. Sem betur fer eru hér oftast vindstillur svo það er ekki svo bölvað að vera úti í gaddinum ef ullarfatnaður er ekki sparaður. Verra var það við suðurströndina þar sem rakur vindur bættist við, reft eins og að í Reykjavík er miklu kaidara í 10 stiga frosti en á Akureyri við sama hitastig. Inn til landsins í Noregi austanverðum fóru kvika- silfursúlurnar á hitamælunum lengst niður. Mest mældist frostið í Guðbrandsdalnum og í Tynset í Hedmarkfylki 52 stig. Um miðjan dag mældist jafnvel frostið þar um slóðir 40-50 stig.Elstu menn muna ekki annan eins fimbulvet- ur. Auðvitað reyndu menn að halda sig innan dyra sem mest, enda erfitt að klæða af sér 40 stiga frost svo þolanlegt sé! Bílar neit- uðu að fara í gang hvernig sem að þeim var farið. Rafmagnsforhit- arar dugðu heldur ekkert til. Eina leiðin var að hafa þá inni í upphit- uðum bílskúr. Eitt Oslóardag- blaðanna sendi fréttamann og ljósmyndara upp í Hedmark að afla frétta af frosnu fólki. Osló- búar vissu ekki að þegar einu sinni hitamæiinum fari upp fyrir núllið á einstaka stöðum næstu daga. í dag brugðum við Guðrún okkur á skíði og gengum um nágrennið í vetrarveðri sem var þannig að ekki er hægt að hugsa sér betra. Átta stiga frost, blankalogn og sólarglampar út við sjóndeildar- hringinn. Himininn heiður og trén hrímuð. Ég sem hélt að svona væri ekki til nema á jólakortum. Við bara gengum og gengum og nutum dagsins. Ekki var útsýninu þó fyrir að fara. Ekki einu sinni hægt að sj á skóginn fyrir trjánum. Þegar Norðmaður, sem býr á sama gangi og við, fór að dásama veðurlagið við mig, svaraði ég spekingslega að þetta myndi nú ekki endast lengi. „Hann“ yrði brostinn á um miðja vikuna. Ég lærði nefnilega heima í Dalnum, að alltaf væri betra aðtaka óvenju miklu blíðviðri með mátulegri tortryggni. Hlustað var eftir brimhljóði við Böggvistaða sand og kíkt eftir hvort kindur leituðu heim að húsi eða hrafnar settust á hlöðumæninn. Að því búnu var birtur úrskurður veður- spámanna á Jarðbrú; ekki alltaf bólginn af bjartsýni. Því varð ógjarnan trúað að „Hann“ héngi í blíðunni lengi úr þessu. Kringsjá, 10. janúar 1982. Atli Rúnar. var búið að koma bíl í gang í Hedmark, þá mátti ekki drepa á honum fyrr en að notkun lok- inni.Þeir komu að sjoppu og ætl- uðu að spyrja til vegar. Á meðan drápu þeir á bílnum og stoppuðu í nokkrar mínútur. Ómöglegt reyndist að koma bílnum í gang aftur þegar átti að halda af stað, og hjólin voru auk þess frosin föst. Eina ráðið var að draga bíl- hveljuna inn á næsta verkstæði og þýða hana upp! Frostið er Norðmönnum dýr- keypt. Til dæmis er kyndingar- kostnaður margfaldur á við það sem gerist þegar Vetur kóngur hagar sér eins og hann á að gera. Olía brennur og brennur, koks selst sem aldrei fyrr og viðarbútar í arininn eru illfáanlegir. Aðeins eitt var jákvætt við kuldann, fækkun glæpa! Glæpamönnum er jafn kalt við kuldann og heiðar- legu fólki. Þess vegna fækkaði innbrotum og öðrum afbrotum. Góöviörinu tekið með tortryggni Nú um helgina, þegar þetta er skrifað, hefur sem betur fer dreg- ið verulega úr frostinu um allt land. Veðurfræðingar spá því jafnvel að kvikasilfurssúlan á þúert á beinni línu til ReykjaviKur einu sinni í viku Með aukinni strandferðaþjónustu býður Eimskip þér beint samband við Reykjavík, Akureyri og ísafjörð einu sinni í viku. Hálfsmánaðarlega er einnig siglt á Siglufjörð og Húsavík og þannig baldið uppi tíðum og öruggum strandferðum. Við flytjum fyrir þig jafnt stóra vöru sem smáa i gámum eða frystigámum sé þess óskað. Eimskip annast að sjálfsögðu flutning alla leið á áfangastað ef það þykir henta, bæði hérlendis og erlendis. Reykjavík Aðalskrifstofa Pósthússtræti 2 Sími 27100 - telex 2022 Innanhússlmar 230 og 289 fsafjörður Tryggvi Tryggvason Aóalstræti 24 Sími 94-3126 Húsavík Kaupfélag Mngeyinga Simi 96-41444 Akureyri Eimskip v/Strandgötu Simi 96-24131 - telex 2279 Siglufjörður Þormóður Eyjólfsson hf. Slmi 96-71129 Alla mánudaga frá Reykjavík Á Akureyrí alla miðvikudaga Alla leió meó EIMSKIP SIMI 27100 NOREGSPOSTUR Atli Rúnar Halldórsson 22. janúar 1982 - DAGUR - 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.