Dagur - 22.01.1982, Blaðsíða 12

Dagur - 22.01.1982, Blaðsíða 12
Laus borð á föstudags- og sunnudagskvöld, en fullbókað á laugardagskvöld. Akureyri, föstudagur 22. janúar ERUM farin að afgreiða þorramat í trogum og í kössum. Ur iiiliiiim sömhxm Fráárinu 1956 Árið 1956 var tímamótaár í sögu Dags. Haukur Snorrason lét af starfi rit- stjóra og Erlingur Davíðs- son tók við. í fyrsta tölu- blaðinu voru ýmsar fréttir og eftirfarndi mátti m.a. lesa á forsíðunni: Allt landið þyrfti 14 sjónvarpsstöðvar Til þess að sjónvarp geti sést um allar byggðir landsins, þyrfti að reisa 14 stöðvar um ailt landið og er áætlaður kostnaður við þetta 30 milljónir króna. Þetta kom fram í viðtali við Gunnlaug Briem, verk- fræðing útvarpsins. Danslagakeppni á Sauðárkróki Kvenfélag Sauðárkróks efndi til skemmtunar um hátíðarnar. Þar var nokkur nýbreytni viðhöfð, en kon- urnar efndu til danslaga- keppni og voru þrenn pen- ingaverðlaun í boði. 1. verðlaun hlaut Eyþór Stef- ánsson, 2. verðlaun Agnar Sveinsson og 3. verðlaun Haukur Gíslason. Stórhugur í stafni Héraðshæli Austur-Hún- vetninga tók til starfa á Blönduósi um áramótin. Kostnaðaráætlun er 5,4 milljónir króna. Þegar hafa sýsla og sveitafélög greitt 409 þúsund krónur. Frá einstaklingum og einstök- um félögum hefur stofnun- in fengið 600 þúsund krón- ur og hið opinbera hefur lagt fram 1,6 milljónir króna. Mismunurinn er lausaskuldir og lán. Héraðshælið er merkur áfangi í heilbrigðismálum Húnvetninga og hafa marg- ir lagt hönd að verki og stórhugur verið í stafni. PállV. Kolka héraðslæknir og kona hans Björg, hafa ósleitilega unnið að fram- gangi málsins frá fyrstu tíð og hafa verið drifijöðrin i öllum framkvæmdum. Jón ísberg hefur séð um reikn- ishald. Almennar veittu verðlaun Eins og fyrri fréttir greina, hóf Gagnfræðaskóli Akur- eyrar kennslu í umferðar- reglum og umferðarmenn- ingu, þegar fimleika- kennsla var lögð niður í skólanum vegna mænu- yeikinnar í vetur. Gísli Ólafsson lögregluþjónn og vaktstjóri í lögregluliði Ak- ureyrarkaupstaðar, annað- ist kennsluna ásamt fim- leikakennurum skólans Þórhöllu Þorsteinsdóttur og Haraldi Sigurðssyni. Veitt voru verðlaun í febrúar, en þau voru papp- írshnífar úr stáli með áletr- un tryggingafélagsins. Þeir, sem fengu 1. ágætis- einkunn við próflausnir námskeiðsins voru þessir nemendur: Gísli Bragi Hjartarson, Hallfríður Magnusdóttir og Otto Tul- inius, öll úr bóknámsdeild 4. bekkjar. Úr landsprófs- deild 3. bekkjar hlutu María Jóhannsdóttir og Halldóra Ágústsdóttir verðlaun. Nýja sundlaugin á Akureyri Smíði nýju sundlaugarinn- ar á Akureyri er nú lokið og verður hún opnuð á laugar- daginn (7. júlí), segir í Degi þann 4. júlí, og miðviku- daginn 11. júlí segir í fyrir- sögn: Opnun nýju sund- laugarinnar markar tíma- mót í sundmálum bæjarins. Dansar fyrir Akureyringa Á forsíðu Dags miðviku- daginn 26. september segir að ungfrú Maureen Jem- met muni koma fram á tveim fyrstu dansleikjum haustsins að Hótel KEA. Við hlið fréttarinnar er mynd af ungfrúnni á bikiní og virðist hún vera hin lögulegasta hnáta. Besti dómari landsins Hann var ekki slorlegur dómurinn sem Albert Guðmundsson felldi yfir Rafni Hjaltalín eftir að Ák- ureyringar kepptu við Hafnfirðinga. Að sjálf- sögðu sigruðu Akureyring- ar. Rafn Hjaltalín dæmdi og var Albert spurður um hans þátt. „Þið eigið besta dómara landsins,“ segir Albert ákveðið. „Rafn Hjaitaiín ætti að koma suður og lofa fólkinu að sjá hvernig á að dæma knatt- spvmu og dómararnir hefðu líka gott af að sjá hann dæma.“ Sjónvarpið ætti að athuga sinn g Sumir lofa það en aðrir lasta. Ekki verður farið út I þá sálma hér, en myndsegulbönd, eða videó, er hins vegar staðreynd og þeim fjölgar sífellt sem kaupa sér myndsegulbandstæki og leigja sér siðan spólur. Á Akureyri eru a.m.k. þrjú fyrir- tæki sem sjá bæjarbúum fyrir spólum og tækjum ef þeir eiga þau ekki. Eitt þessara fyrir- tækja er Videó-leigan og annar eiganda hennar er Björn Krist- jánsson. Björn sagði að barnaefni væri meðal vinsælasta efnisins sem fyrirtæki hans lánaði út til al- mennings, en bætti því við að erfitt væri að fá efni fyrir börn frá framleiðendum efnisins. „Við höfum gert ítrekaðar tilraunir, en þeir virðast frekar vilja framleiða hryllings- og kúrekamyndir. En að sjálfsögðu höfum við einnig myndir sem allir fjölskyldumeð- limirnir geta horft á og slíkar myndir eru mjög vinsælar." Því næst var Björn spurður um hvort mikið væri um að myndir frá Videó-leigunni væru bannaðar börnum og sagði Björn að það væri til i dæminu og sagði: „En á sama tíma og deilt er á videóleig- urnar, að þar sé aðeins að fá hryll- ings- og klámmyndir, sýnir sjón- varpið myndir sem geta flokkast undir hvort tveggja. Ég held til dæmis að forráðamenn sjónvarps- ins ættu að athuga myndina sem sýnd var síðast liðið laugardags- kvöld (ló.janúar). Það var svo sannarlega klámmynd og ekkert annað.“ „Hvaðan færð þú þínar spólur?“ „Fyrst og fremst í gegnum heildsala í Reykjavík. Auk þess kaupum við myndir af fyrirtækj- um í Englandi og í Bandaríkjun- um. Upphaflega vorum við með myndir sem höfðu ekki tilskilin leyfi, það er best að viðurkenna það, en þær myndir eru nú horfn- ar af okkar skrám og í staðinn komnar myndir, þar sem greitt er fyrirhöfundarréttinn. Þærmyndir eru dýrari í innkaupi, en við vild- um ekki standa í neinu stríði." „Regnboginn hefur mikið kom- ið við sögu í sambandi við videó- spólur. Verður þitt fyrirtæki með myndir þaðan?“ „Nei, verslunin Cesar hefur fengið umboð fyrir myndir frá Björn var að lokum spurður um framtíðina í myndsegulböndum. Hann sagði að nú væri kominri „videódiskur" á markaðinn. Þessi diskur minnir einna helst á venju- lega hljómplötu og er mun ódýr- ari en videóspólur eins og þær sem Regnboganum og við verðum ekki með neinar myndir þaðan.“ Það kostar 35 krónur að leiga eina spólu, sem á er efni er endist í 45 mínútur, og spóluna máttu hafa fyrir þetta verð í einn sólar- hring. Hægt er að velja um allt milli himins og jarðar, en Björn sagði að lítil hætta væri á að fólk ánetjaðist vídeóinu, yrði að “vídeóótum,, eins og sumir kalla þá, sem mega vart standa á fætur frá sjónvarpinu. notaðar eru í dag. Björn sagði að það væri ekki að efa að diskurinn ryddi spólunum úr vegi. Það er ekki hægt að taka upp á diskinn, frekar en hljómplötuna í skápn- um þínum, en myndgæði eru meiri og platan er fyrirferðar- minni. Það verður einhver bið á að diskurinn verði alls ráðandi hér á landi og fram til þess tíma munu menn notast við spólurnar. Snyrtivöru- og skartgripaúrvalið er hja okkur

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.