Dagur - 22.01.1982, Page 5
Mér er
orðið
mikið mál
- Rætt við
Lýð Sigurðsson
trésmið
semer
að hefja nám
í myndlist
í Reykjavík
Eins og áður hefur komið fram
í Degi, hyggst trésmiðurinn
Lýður Sigurðsson leggja land
undir fót og hefja nám í mynd-
list í Reykjavík. Hann hefur á
undanförnum árum talsvert
fengist við myndgerð og vakið
töluverða athygli. Lýður er 29
ára gamall, fæddur á bænum
Glerá í Kræklingahlíð ofan Ak-
ureyrar.
„Ég er búinn að vinna við smíð-
ar í ein tíu ár og nú er hugmyndin
að reyna að hætta því alveg og
snúa sér eingöngu að myndlistar-
námi og myndlist. Það verður svo
bara að koma í ljós hvernig þetta
þróast," sagði Lýður í spjalli við
Dag.
„Þetta er búið að búa með mér í
mörg ár og hefur svona smám
saman ágerst. Þetta var svo komið
á það stig, að ekki var hægt að
bíða með þetta lengur. Það má
eiginlega líkja þessu við það að
vera alveg að gera á sig, en kom-
ast ekki á klósettið. Það kannast
Myndir H. Sv.
Þessa mynd kallar Lýður Amarflug menn.
sjálfsagt allir við slíka tilfinn-
ingu,“ segir Lýður og hlær við, ef
hlátur skyldi kalla, því maðurinn
er svolítið inn í sig - eins konar
einfari, enda segir hann að honum
líki best að vera og vinna einn.
„Já, mér er virkilega orðið mál.
Hugmyndirnar hafa hrúgast upp
og enginn tími hefur verið til að
gera neitt,“ segir Lýður ennfrem-
ur.
Hann er spurður þeirrar sígildu
spurningar, hvenær hann hafi
byrjað að fást við myndlist.
„Ég byrjaði að fást við~þetta
sem barn, eins og allir segja nú
víst. Hins vegar fór ég ekki að
vinna við olíumálverkin fyrr en í
kringum 1970, þ.e. í þeim dúrsem
ég mála núna.“
Hvernig skilgreinir hann mynd-
ir sínar?
Þróun landbúnaðarins, heitir þessi mynd, með Óla Jó í forgrunninum
Aerotík eða Lofttík, heitir hún þessi
„Það má kannski flokka þetta
með einhverjum hætti undir
„súrrealisma“. Ég hef hrifist mjög
af Dali og Magretti og fleiri
slíkum.“
Lýður er þekktur fyrir mikla
nostursemi í myndum sínum og
gerð hverrar myndar tekur a.m.k.
hundrað klukkustundir. Við
spyrjun hann álits á þessu.
„Ég reyni að gera mitt besta í
hverri mynd. Mér finnst meira
virði að gera eina góða en tíu
vondar. Ég teikna myndina mjög
nákvæmlega áður en ég hefst
handa við að mála. Síðan má
segja að ég máli hana nánast eins
og eftir númerum, þ.e.a.s. ég tek
fyrir afmarkaða hluta myndarinn-
ar í senn.
- Nú ert þú að flytjast suður til
Reykjavíkur. Ertu ekkert hrædd-
ur um að ánetjast - verða stranda-
glópur þar syðra?
„Það er kannski allt í lagi þó að
ég ánetjist Reykjavík. Akureyr-
ingar skilja hvort eð er ekkert í því
sem ég er að gera. Ég mála nefni-
lega ekki snúrustauramyndir.
Annars fer Akureyringum mikið
fram. Þeirerut.d. aðeins farnir að
skilja hvað grafík er.“
Það kom einnig fram í spjallinu
við Lýð, að hann hefur eignast
eins konar umboðsmann í
Reykjavík, sem hann segir hafa
hjálpað sér mikið og haft milli-
göngu um að selja fyrir hann
myndir. Þetta er Hrafn nokkur
Gunnlaugsson, sem virðist ætla
að feta í fótspor föður síns hvað
varðar áhuga á myndlist og hverju
einu sem henni viðkemur.
„Það má eiginlega segja, að það
vegi mjög þungt í þeirri ákvörðun
minni að fara suður til að læra og
mála, hversu mikinn velvilja og
áhuga gestir að sunnan hafa sýnt
því sem ég er að gera. Áhugi
sunnlenskra myndlistarmanna og
áhugamanna um myndlist hefur
eiginlega nánast orðið til þess að
ég slæ nú til - ásamt því að sjálf-
sögðu hvað mér er mikið mál,“
sagði Lýður Sigurðsson að lokum.
22. janúar 1982 - DAGUR - 5