Dagur - 22.01.1982, Page 9
BARNAVAGNINN
Heiðdís Norðfjörð
Halló krakkar!
Hér fer barnavagninn af stað,
með börn á aldrinum 4-10 ára
innanborðs. Viliið þið vera
með?
í Barnavagninum mun
verða ýmislegt til fróðleiks og
skemmtunar og víða verður
komið við.
Gaman væri nú, ef þið vild-
uð vera svo góð að senda mér
efni. Sendið stuttar sögur og
ævintýri sem þið hafið sjálf
samið, myndir, sem þið hafið
teiknað, gátur, þrautir, skrýtl-
ur sem þið hafið sjálf fundið
og annað, sem ykkur liggur á
hjarta. En við getum ekki birt
myndirnar í lit svo að þið
skuluð ekki lita þær. Ég vona
að þið verðið dugleg að skrifa
og utan á umslagið skuluð þið
skrifa:
Barnavagninn,
pósthólf 505,
602 Akureyri.
Nú eru blessuð jólin um garð
gengið og svartasta skamm-
deginu fersenn að Ijúka. Dag-
arnir verða lengri og lengri.
Sólin hækkar sífellt á lofti og
við verðum hress ogkát. Þyk-
irykkur ekkigaman að búa til
snjóhús og snjókarla? Hér
kemur saga um skrýtinn
snjókarl. Hann heitir Snoddi.
Myndirnar eru teiknaðar af
ungri stúlku, sem heitir Mar-
grét Jónsdóttir.
Snoddí Snjókarl
Snoddi snjókarl stóð úti í
garði og horfði í kringum
sig. Siggi og Stína höfðu
búið hann til í gær og þau
höfðu vandað sig mjög
mikið.
Enda var Snoddi Ijóm-
andi fallegur snjókarl. Aug-
un voru kolamolar, svartir
og gljáandi. Nefið var
gulrót, sem mamma hafði
gefið þeim og munnurinn
var gerður úr dumbrauðu
eplahýði. Snoddi snjókarl
var glaður af því að það var
mikið frost og engin hætta á
að hann gæti bráðnað. En
þrátt fyrir það leiddist hon-
um svolítið. Hann vildi hafa
líf og fjör í kringum sig, en í
húsunum umhverfis hann
voru áreiðanlega allir
steinsofandi. Það var dregið
fyrir alla glugga og hvergi
sást neinn á ferli. Æ, hvað
ég vildi óska að eitthvað
reglulega spennandi
gerðist, hugsaði Snoddi og
andvarpaði.
En skyndilega heyrðist
bjölluhljómur og glaðvær
hlátrasköll rufu morgun-
kyrrðina. Hvað var nú
þetta ? Kom þá ekki skrítinn
og skemmtilegur vagn brun-
andi eftir snjóbreiðunni.
Hann var troðfullur af
snjókörlum, snjókerlingum
og snjókrökkum. - Viltu
vera með? hrópuðu þau til
Snodda. - Við erum á leið-
inni til snjó-landsins, þar
sem snjórinn bráðnar aldrei
og við getum verið óhult í
þúsund ár.
Snoddi var ekki lengi að
hugsa sig um. Hann hopp-
aði upp í vagninn, sem þaut
samstundis afstað.
Um morgunin, þegar
Siggi og Stína komu út, var
snjókarlinn þeirra fallegi
horfinn. Þau leituðu ogleit-
uðu, en án árangurs. Þau
skildu ekkert í þessu. En
þau létu sér ekkert bregða
og bjuggu bara til annan
snjókarl.
HN
Nú spömm við
í kjölfar jóla- og áramótahátíð-
anna fylgir oft létt pyngja og þá
umþenkingar um frekari
sparnað, þannig að endar nái
saman, helst svo að fólk þurfi
ekki að leggja alltof hart að sér.
Hvar skyldi nú helst skera
niður?
Einn er sá liður í heimilis-
rekstrinum, sem sífellt er að
verða fyrirferðarmeiri með
hverju árinu sem líður, matar-
innkaupin.
Að vera hagsýnn í matarinn-
kaupum og geta búið til hollan
og góðan mat úr fremur litlum
efnum er aðalsmerki hvers ein-
staklings og ómetanlegt í heimil-
ishaldinu.
Matur er misjafnlega dýr, en
verðið segir þó ekki alltaf alla
söguna, heldur verður einnig að
taka tillit til næringargildis. Það
er til dæmis ekki dýrt að borga
kr. 57 fyrir eitt kíló af osti miðað
við að borga ca. 75 fyrir eitt kíló
af sykurhjúpuðu coco-puffs . . .
og þó að mikill bragðmunur sé á
nautakjöti og hrefnukjöti og
verðmuni, er næringargildið
mjög líkt.
Nýir ávextir og nýtt grænmeti
gefa okkur mun meira af snefil-
efnum heldur en niðursoðin - og
þannig mætti lengi telja.
Listin að nýta afganga og gera
þá lystuga með smá fyrirhöfn
drýgir mikið. Það er til að
mynda mun ljúffengara að
borða afganga af steiktu lamb-
akjöti í einhverskonar ofbakstri,
heldur en að brytja kjötið út í
sósuna og sjóða í potti. Ekki eru
allir hrifnir af plokkfiski til
lengdar, en soðnar fiskhleifar
geta orðið herramannsmatur,
bakaðar og bættar, t.d. með
rifnum ostendum eða smurost-
safgöngum.
Brauðafganga má nýta með
því að þurrka þá og hakka síðan í
rasp. Tilbúnir matarréttir eru
alltaf dýrari en heimatilbúnir,
því að auðvitað kostar vinnan
sitt, en langur vinnudagur þeirra
sem standa að heimilisrekstrin-
um réttlæir þó oft kaup þeirra.
Nóg að sinni um sparnaðinn
og lítum á nokkrar uppskriftir.
Fínt salat úr
fískafgöngum
500g soðnar kartöflur, skornarí
bita
250-400 g kaldur, soðinn eða
steiktur fiskur
1 laukur, smátt saxaður
V.'2 paprika, skorin í ræmur
1 epli í bátum
e.t.v. tómatar
Sósa:
2 msk. majones
1 ds. sýrður rjómi
1 dl súrmjólk
1 tsk. sinnep
'A tsk. karry
Setjið sósuna í fallega skál. Setj-
ið skálina á fat og raðið matar-
tegundunum, hverri fyrir sig,
snyrtilega í kring. Borðið gróft
brauð með.
smátt með vökvanum. Látið
sjóða í 3 mín. Látið aðeins kóina
og hrærið eggjarauðunum, einni
í einu, út í. Setjið fiskinn saman
við. Setjið í smurt, eldfast mót,
stráið svolítilli brauðmylsnu yfir
og bakið við 170° í u.þ.b. 1 klst.
Berið strax fram. Gott er að hafa
smjör eða einhverskonar krydd-
smjör með, en er þó ekki nauð-
synlegt.
Fiskbakstur úr
afgöngum
ekki bættur með eggjum
Notið sömu uppskrift og á
undan, en sleppið eggjunum.
Setjið e.t.v. rifinn ost yfir, eða
svolítinn smurost eða rjómaost
saman við jafninginn.
Hvítkálsbakstur
ódýr, en hollur matur
með grófu brauði
1 kghvítkál
4 dl mjólk og kálsoð
50ghveiti
40 g smjörlíki
2 egg, salt og pipar
rasp og e. t. v. rifinn ostur
Sjóðið gróft saxað hvítkálið í
mjög litlu vatni í 10 mín. Bakið
upp jafninginn úr smjörlíki,
hveiti og soði, kryddið. Hrærið
rauðunum út í, síðan kálinu og
síðast stífþeyttum hvítunum.
Setjið í eldfast mót, stráið raspi
og osti yfir og bakið í 3/4—1 klst. í
170°C heitum ofni.
Afgangaréttur úr
sunnudagssteikinni
bættur með eggjum
Hráar kartöflur, flysjaðar og
skornar í litla teninga
Laukur í þunnum sneiðum eftir
smekk
Kjötafgangar skornir í teninga
Smjörlíki, salt og ný-malaður
pipar
Látið allt malla góða stund í
djúpri pönnu. Kryddið og setjið
á fat. Gerið smá holur hér og þar
í matinn og setjið hráar eggja-
rauður þar í.
Hafi sósa verið með steikinni, er
gott að brytja kjötið út í hana
og e.t.v. grænmetisafganga,
krydda vel, setja síðan í eldfast
mót, sprauta góðri kartöflu-
stöppu í kring og baka við 200°C
í u.þ.b. 30 mínútur.
Fiskbakstur úr
afgöngum
bættur með eggjum
250-500 g kaldur, soðinn,
hreinsaður fiskur
75 g smjörlíki
8 sléttfullar msk. hveiti
3 V2 dl mjólk, e.t.v. fisksoð að
hluta sé það til
3-4 egg
Salt, pipar og ögn afmúskati
Bræðið smjörlíkið, hrærið hveiti
saman við og þynnið smátt og
MATARGERÐ
Margrét Kristinsdóttir
22. janúar 1982 - DAGUR - 9