Dagur - 05.02.1982, Page 9
BARNAYAGNINN
Heiðdís Norðfjörð:
Hæ krakkar!
Hvað haldið þið hara, ég fékk bréf frá ketti,
segi og skrifa ketti.
Auðvitað skrifaði hann bréfið ekki sjálfur,
heldur gerði matmóðir hans það fyrir hann.
SNODDI KÖITUR
Svona er bréfiö:
Kæri þáttur.
Ég haföi svo sannarlega gam-
an af því, að heyra söguna um
Snodda snjókarl. Eg heiti
nefnilega líka Snoddi, og það
er svo höfðinglegt að sjá nafn-
ið sitt svona á prenti. Mér
finnst ég hafa öðlast eitthvað,
sem ekki margir af mínu kyni
geta státað af. Ég gat nú alls
ekki lesið þetta sjálfur og
þetta hefði alveg farið
framhjá mínum skörpu aug-
um, ef matmóðir mín (það er
sko' mamma mömmu
minnar), hefði ekki rekið aug-
un í söguna og lesið hana fyrir
mig, já og sýnt mér nafn mitt
svart á hvftu.
Ástæðan fyrir því að ég get
ekki lesið sjálfur, er sú, að ég
er bara heimilisköttur og þó
að ég sé nú að verða 7 ára
gamall, þá sé ég ekki fram á
það að fá að ganga í skóla,
eins og mannanna börn á
sama aldri. En ég er snillingur
í að koma hugsunum og ósk-
um mínum á framfæri, annars
væri þetta bréf jú ekki til.
En svo er annað, í sama blaði,
já meira að segja á sömu síðu,
voru uppskriftir úr fiskaf-
göngum. Matmóðirmínþurfti
endilega að reka augum í það
líka. Hún er nú búin að prófa
eitthvað af þessum uppskrift-
um og ef marka má smjatt og
uml hér á matmálstímum, þá
hefur þetta verið hið mesta
lostæti. Enþaðerekkimergur
málsins, heldur það, að hing-
að til hef ég setið einn að öll-
um fiskafgöngum og vildi
gjarnan halda því áfram.
Ég er ekki að kvarta vegna
þess að ég fái ekki nóg að bíta
og brenna, sei, sei nei.
En þið hefðuð átt að sjá glott
ið á honum fósturbróður mín
um (sem er hundur) þegar
fiskafgangarnir voru nýttir í
annað en mig.
Og nú vildi ég bara kæri
þáttur, biðja þig að koma því
á framfæri fyrir mig, að upp-
skriftir úr kjötafgöngum yrðu
sem fyrst í blaðinu og sjáum
svo til hver glottir.
Snoddi köttur.
Já þetta er nú bréfið frá hon-
um Snodda ketti, og nú getum
við ekki gert annað, en að
vona að hún Margrét Kristins-
dóttir hafi iesið þetta og komi
fljótlega með uppskriftir af
kjötafgöngum, svo Snodda
verði að ósk sinni.
Verið þið svo blessuð og sæl.
Heiðdís.
<0
- I w/
Í71TVIST
*
Arni Jóhannesson:
Fatnaöurinn hef’ur
■nildö að segja
Það hefur talast svo til að ég
riti nú í vetur smápistla um
útivist fyrir Helgar-Dag. Al-
mennt um útiveru, gefa
ábendingar um hvað er at-
hyglisvert að skoða hér nálægt
okkur, lýsa göngu- og öku-
leiðum og geta um heppilegan
búnað til að vera með á ferða-
lögum og við náttúruskoðun.
Það er öllum hollt að iðka úti-
vist eftir getu, og sem betur fer
býður yndisfögur og margbreyti-
leg náttúra rétt í kringum okkur,
ótal möguleikar á hollri útivist
við hæfi hvers og eins. Aðalat-
riðið er að velja sér viðfangsefni,
því víst örvar það fófk til að
stunda útiveru sé hún fólgin í
einhverju sem veitir áhuga. Má
nefna ótal margt: Svo sem að
njóta útsýnis, taka myndir, spila
golf, stunda hestamennsku og
náttúruskoðun af ýmsu tagi.
Bara að tveir eða fleiri taki sig
saman og ákveði að hittast
reglulega og fara út að ganga,
getur orðið til þess að á þessu
verði regla. Maður er manns
gaman og það að vera fleiri, og
hafa ákveðið stað og tíma eykur
líkur á að verði gengið úti. Það
þarf nokkra sjálfsögun til að
gera svona einn og reglulega.
Börn sem venjast útivist ung,
svo sem gönguferðum og náttúrui
skoðun með foreldrum sínum,
kunna að metá slíkt, og trúað
gæti ég því að á slíkum stundum
náist samband milli barna og
foreldra sem við aðrar aðstæður
er erfitt að ná. Nefna má skíða-
ferðir og aðrar göngu-
ferðir allan veturinn og alveg
fram á vor. Ökuferðir og göngu-
ferðir, vor og sumar, tengdar
fugla- og gróðurskoðun. Lita-
dýrð haustsins og jafnvel sjálft
skammdegið hefur stn einkenni
og dásemdir.
Veðrið er það sem fólk setur
oft fyrir sig og sé eitthvað að því
er ekkert farið, bara setið inni.
Auðvitað er best að vera úti í
góðu veðri, en við nútímafólk,
eigum eða getum átt nóg af hent-
ugum fatnaði, sem gerir það að
verkum að við vitum lítið af hríð
eða rigningu þegar komið cr af
stað út. Séu leiðir sem farnar
eru, og það sem aðhafst er rétt
valið, getur breytilegt veður ver-
ið krydd á útiveruna. Sé verið úti
í misjöfnu veðri hefur fatnaður-
inn mikið að segja. Fólk þarf að
vera þannig kætt að því líði vel.
Sá sem gengur eftir gangstéttum
í bænum getur notað annan fóta-
búnað en hinn sem vill bregða
sér á stígana í Kjarna eða fara
hring upp á Breiðumýri niður
hjá fjárréttinni og þaðan suður
undir borgirnar og niður hjá
Vökuvöllum á Þórunnarstrætið
hjá kirkjugarðinum.
Á göngu er best að vera í létt-
um fötum og áríðandi að skór
séu hlýir og rúmi fæturna í góð-
um ullarsokkum. Ullarpeysur
og ullarhúfa innanundir „anor-
akk" með hettu er ágætur bún-
aður. Sé verulega kalt er bara að
bæta við annarri peysu og þá er
lambhúshettan, sem nær vel
niður á hálsinn alveg ofan á
peysuna góður höfuðbúnaður.
Buxur eru góðar úr þéttofnu
ullarefni og nærbuxur úr ull.
Hnébuxur og háir sokkar er lip-
ur búnaður. Léttir gönguskór
með hæfilega stífa sóla gróf-
mynstraða, reimaðir upp á
ökklann, eða alveg upp á kálf-
ann eru góðir. Tcnging á skóm
og buxum er mikilvæg. Háir
skór og sokkar eða lcgghlífar
varna því að t.d. snjór fari ofan í
skóna eða að gjósi upp undir
buxnaskálmarnar og að þær
verði blautar. Vaðstígvél eru við
viss skilyrði góður fótabúnaður,
en mikið oftar eru gönguskór
betri. Ullarvettlinga og vind-
þéttar „lúffur" eða skinnvett-
linga er gott að hafa á höndun-
um. Eldra fólk ætti að hafa með
sér staf, það er góður vani og
veitir öryggi og er til hjálpar yfir
t.d. hálkubletti. Ég hef ekkert á
móti úlpum, stökkum né öðrum
fatnaði yfirleitt, aðalatriðið er
að hann sé hlýr og þægilegur og
þvingi ekki hreyfingar. Allur
þessi létti og lipri fatnaður úr
gerviefnum sem er á boðstólum,
er svo sem góður og blessaður,
en hefur sínar takmarkanir,
mikið af honum er of þéttur svo
maður svitnar og gufan þéttist
innan á fatnaðinum, og svo er
skrjáfið leiðinlegt. Sjálfsagt er
að hafa svona föt með til að
verja sig roki eða regni stutta
stund. Það fer lítið fyrir þeim og
þau eru svo létt, en verða hin-
svegar að teljast ófullnægjandi
sem hlífðarföt í lengri ferðum.
Áttavita og flautu er sjálfsagt
að hafa með sér. Alveg sérstak-
lega ætti að venja börn við að
hafa áttavita og forvitn-
ast með þeim um áttir og kenna
þeim að tileinka sér notkun
hans. Þetta getur komið sér vel
seinna meir og þá við verri skil-
yrði. Fyrir þann sem er einn á
gangi er flautan sjálfsögð sem
hluti af búnaðinum. Sásem dett-
ur og brotnar eða snýr sig illa
getur blásið í flautu svo heyrist
langt og án mikils erfiðis. Að
hrópa er bæði erfitt og heyrist
stutt. Sólgleraugu og vasahníf og
svoleiðis smávegis ber öllum að
hafa með. Endurskinsmerki ætti
ekki að þurfa að nefna, svo sjálf-
sagt er að hafa þau á yfirleitt öll-
um útifatnaði.
Sá búnaðúr sem talinn er upp
hér að framan, er miðaður við
að vera notaöur í stuttum ferð-
um í bæjarlandinu, en hentar
ekkert síður á gönguskíðum
nema hvað skóna varðar. Síðar
ef rætt veröur um lengri göngu-
ferðir verður búnaði sem í þær
hentar, lyst sérstaklega.
Arni Jóhannesson.
9lvfebrúar 1982- DAGgR-9
‘iiJlöS, M— ?*UÍJv-. 3 - V