Dagur - 16.02.1982, Blaðsíða 1

Dagur - 16.02.1982, Blaðsíða 1
GULLSMIÐIR . SIGTRYGGUR & PÉTUR ' AKUREYRI TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS 65. árgangur Akureyri, þriðjudagur 16. febrúar 1982 18. tölublað 1 M jé Æ Ólafiir Friðriksson. Olafur Friðriks- son ráðinn kaupfélags- ■ ■ / ■ / stjori a Sauðár- króki Á stjórnarfundi í Kaupfélagi Skagfirðinga sl. föstudag, var einróma samþykkt að ráða Olaf Friðriksson núverandi kaupfélagsstjóra á Kópaskeri, sem kaupfélagsstjóra Kaupfé- lags Skagfirðinga. Að sögn Guttorms Óskarssonar frétta- ritara Dags, ríkir mjög almenn ánægja með ráðningu Ólafs. Ólafur Friðriksson sagði í sam- tali við Dag að vissulega væri það erfitt að fara frá Kópaskeri, en hann hefði langað til að takast á við stærri verkefni og einnig hefðu menn lagt hart að honum að sækja um starfið á Sauðárkróki. „Pó svo margar greinar hjá Kaupfélagi Skagfirðinga séu eins eða svipað- ar því sem gerist hjá okkur á Kópaskeri er K.S. stærra í sniðum og með ýmsilegan rekstur sem ekki er til hér. Ég hlakka til að takast á við ný verkefni,“ sagði Ólafur. Ólafur Friðriksson er fæddur og uppalinn á Kópaskeri. Hann útskrifaðist frá Samvinnuskólan- um að Bifröst vorið 1974 og starf- aði sem kaupfélagsstjóri hjá Kaupfélagi Langnesinga á Þórs- höfn í tæp tvö ár, en þá var hann ráðinn sem kaupfélagsstjóri til Kópaskers, þar sem hann hefur verið síðan. Ekki er afráðið hvenær Ólafur tekur til starfa á Sauðárkróki. Aðeins um 50% félaga tóku þátt í stjórnarkjörinu: Jón Helgason áfram formaður Einingar — A-listinn hlaut rösklega 60% atkvæða Stjórnarkjörinu í Einingu lauk með sigri A-Iistans, sem hlaut 61% greiddra atkvæða. Jón Helgason verður því áfram formaður Einingar. B-listinn, sem borinn var fram af Jóni Þorsteinssyni og fleirum hlaut 36% greiddra atkvæða. AIIs tóku um 1.700 manns þatt í kosningunni, sem er um 50% félagsmanna í Einingu. Þetta er mun slakari kjörsókn en var í t.d.kosningunum 1974 og 1975, en þessi ár tóku um 63% félags- manna þátt í kosningunni. „Ég þakka sigurinn því að nægi- lega margt fólk var tilbúið til að standa að óbreyttu stjórnar- fyrirkomulagi. Fólk er ekki tilbú- ið til byltingakenndra aðgerða í þessu þjóðfélagi," sagði Jón Helgason í samtali við blaðið. „Sá hópur sem stóð að B-listanum var undir skipulagðri stjórn nokkuð lengi, en það var ljóst að þegar Guðmundur Sæmundsson tók sér frí frá vinnu í sumar var hann að undirbúa jarðveginn. Ég tel að hlutur A-listans hefði e.t.v. orðið meiri ef við hefðum lagt þá vinnu af mörkum sem hinn hópurinn hefur örugglega eert. En ég er mjög ánægður með þessa útkomu og sérstaklega vegna þess að það var vegið mjög harkalega að okkur. Guðmundur komst inní alla fjölmiðla, en við höfðum ekki tíma til að standa í slíku þvargi. Ég met þessi úrslit þannig að við eigum að stjórna á svipaðan hátt og við höfum gert, en auðvit- að verður maður alltaf að laga sig að breyttum aðstæðum," sagði Jón Helgason að lokum. Á Akureyri voru atkvæði grekld í Alþýðuhúsinu, en þar var þessi mynd tekin Mynd: KGA. Samningar takast milli KEA og KVA A fundi stjórnar K.E.A. sem haldinn var fyrir skömmu var staðfestur endanlega samning- ur sem gerður var við stjórn Kaupfélags Verkamanna, en samkvæmt honum keypti K.E.A eignir K.V. og tók að sér greiðslu skulda félagsins. Forsaga þessa máls er sú að um mitt sl. sumar kom fram beiðni frá forsvarsmönnum K.V. um sam- einingu K.V. við K.E.A. Félögin skipuðu viðræðunefndir um málið og í upphafi miðuðu viðræðurnar að því að fram færi félagsleg sam- eining á grundvelli laga um sam- vinnufélög. Slík sameining er hins vegar seinvirk vegna ákvæða lag- anna og í ljós kom að flestir fé- lagsmanna í K.V. eru einnig fé- lagsmenn í K.E.A. Til að greiða fyrir skjótum framgangi málsins var því horfið að því ráði að K.E. A. keypti eign- ir K.V. og tæki að sér greiðslu skulda þess. Eignir þær, sem K.E.A. kaupir af K.V. eru í aðalatriðum hús- eignirnar Strandgata 9 og hluti K.V. í Strandgötu 7. Ennfremur allar innréttingar og áhöld K.V., svo og vörubirgðir, sendiferða- bifreið og útistandandi skuldir. K.V. hafði hætt verslunarstarf- semi sinni um það leyti er það tók upp samninga við K.E.A. og var lokun sölubúða félagsins algjör- lega óháð samningum við K.E. A. Ekki hefur enn verið ákveðið á hvern hátt K.E.A. mun nýta hús- eignir þær og lóðir sem keyptar voru af K.V. Erþað til athugunar í sambandi við mótun á framtíðar- stefnu félagsins í skipulagi smá- söluverslunar á Akureyri. Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Akureyrar: Reynt að halda eftir fé til framkvæmda Fjárhagsáætlun Akureyrar- bæjar verður lögð fram í bæjar- stjórn til fyrri umræðu í dag. Að sögn Sigurðar Óla Brynj- ólfssonar, bæjarfulltrúa, endurspeglar þessi áætlun þá verðbólguþróun sem átt hefur sér stað hér á landi undanfarin misseri. Tekjur eru nú áætlaðar 153.7 milljónir króna og er það hækkun um 50.2% frá fyrra ári. Rekstr- argjöldunum er tvískipt: í fyrsta lagi hrein rekstrargjöld, sem nú eru áætluð 105.8 milljónir króna, en það er59.6% hækkun og í öðru lagi gjaldfærður stofnkostnaður sem er áætlaður 25.6 milljónir króna og er hækkun um 42.8%. Meðalhækkun á þessum rekstrar- liðum er 50.2%. Hækkunarpró- senta er misjöfn á einstökum lið- um rekstursins. Fjármagnskostn- aður vex um 144%, en langmesta krónuhækkunin er á liðnum Fé- lagsmál, sem nú er áætlaður 28.7 milljónir króna og hækkar um 87,2%. Inn á þessum lið eru fram- lög bæjarins til tryggingasjóða, Byggingarsjóðs verkamanna og fleiri sjóða, samtals að upphæð 15.5 milljónir króna, sem er 95.1% hækkun. Þá vaxa rekstrar- gjöld fræðslumála, heilbrigðis- mála og til fegrunar og skrúð- garða um 51 %, en aðrir gjaldalið- ir minna. Mismunur tekna og rekstrar- gjalda er samkvæmt áætluninni 22.3 milljónir króna, sem er 14.5% af tekjum ársins, á móti 17.7% á síðastliðnu ári. Gert er ráð fyrir lántökum að upphæð nær 18 milljónum króna þar af um 5.8 milljón krónur vegna gengismun- ar og verðbótá á lán sem bærinn hefur tekið. Afborganir eldri lána eru áætlaðar 11.2 milljónir króna. Gert er ráð fyrir skerðingu veltufjár bæjarsjóðs um 2 milljón- ir króna, vegna góðrar innheimtu og stöðu um síðustu áramót. Samkvæmt áætluninni verður varið 27 milljónum króna til ný- bygginga, en þá er meðtalið fram- lag ríkisins til skólabygginga, íþróttamannvirkja og dagvistar að upphæð 6.9 milljónir króna. Til vélakaupa er áætlað að verja 6 milljónum króna. „Það gekk bæði vel og illa að koma áætluninni saman, en reynt var að halda eftir fé til fram- kværnda," sagði Sigurður Óli. „Staðan í fjármálum sveitarfélaga er yfirleitt erfið og rekstrarútgjöld og umsvif vilja vaxa bæði meðvit- að og stundum ómeðvitað, en ekki síst vegna ýmissa laga og reglugerða, sem löggjafinn setur, og kostar sveitarsjóði mikið fé, án þess að niður séu felld verkefni eða að tekjupóstar komi í staðinn. Þessi þróun hefur staðið undan- farna áratugi. Aðeins einu sinni varð veruleg lagfæring sveitarfé- lögunum í vil, en það var fyrir ein- um áratug eða svo.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.