Dagur - 16.02.1982, Blaðsíða 7

Dagur - 16.02.1982, Blaðsíða 7
Prófkjör hjá krötum Um síðustu helgina í febrúar verður opið prófkjör hjá Alþýðuflokknum á Akureyri. Kosningarétt hafa allir 18 ára og eldri sem ekki eru félagar í öðrum flokkum. Eftirtaldir gefa kost á sér: Alfreð Ó. Alfreðsson, Birgir Marinósson, Freyr Ófeigsson, Ing- ólfur Arnason, Snælaugur Stefáns- son, Jórunn Sæmundsdóttir og Tryggvi Gunnarsson. Utankjör- staðaatkvæðagreiðsla hefst 22. fe- brúar og verður í Strandgötu 9. Bókhalds- þjónusta fyrir bændur Um þessar mundir er verið að hleypa af stokkunum nokkuð nýstárlegri tilraun á vegum Búreiknistofnunar, Kaupfélags Eyfírðinga og Búnaðarsam- bands Eyjafjarðar. Hér er um að ræða bókhaldsþjónustu fyrir bændur á svæði B.S.E. Fyrir valinu urðu tveir hreppar, Svarfaðardals-, Árskógshreppur og Dalvík. í næstu viku munu bændur á þessum stöðum fá fyrstu gögnin send heim, en með þau að vopni mun verða auðveldara fyrir bændur að útfylla skattskýrsluna auk þess sem betra yfirlit fæst yfir rekstur búsins. Fessi gögn eru unnin í tölvu KEA og Halldór Jó- hannesson starfsmaður útibús KEA á Dalvík, mun fylgja þess- um gögnum eftir og sjá til þess að þau komi bændum að sem mest- um notum. Ef þessi bókhaldsþjónusta reynist vel er fyrirhugað að hefja hana víðar um land, þar sem með aukinni tölvunotkun kaupfélag- anna hafa möguleikar á ýmiskon- ar bókhaldsþjónustu aukist stór- lega. A ihMbíjur Amreyrar í kvöld þriðjudagskvöld verður haldinn á Hótel KEA kvöld- verðarfundur um bæjarmál á vegum Framsóknarfélags Ak- ureyrar. Umræðuefnið að þessu sinni eru hafnarmál á Ak- ureyri. Stefán Reykjalín formaður Hafnarstjórnar hefur framsögu og mun hann síðan svara fyrir- spurnum fundarmanna. Fundur- inn hefst kl. 19,30 og er hann öll- um opinn. Sérstaklega eru þó nýir félagar Framsóknarfélags Akur- .eyrar hvattir til að mæta og kynna sér þennan þátt bæjarmála. Á boðstólum verður léttur kvöld- verður á mjög vægu verði. Afli neta- báta frá Dalvík Að sögn Ingva Antonssonar hafnarvarðar á Dalvík, hófu netabátar veiðar þann 20. jan- úar. Þegar rætt var við Ingva sl. fimmtudag, kom í Ijós að Biiki EA var var aflahæstur netabáta með tæplega 16 tonn. Sæljón EA, sem er á línu, var búinn að fá 19,6 tonn í 5 róðrum. Heild- arafli neta- og línubáta frá 20. janúar er rösk 77 tonn. ÞMK Bændur athugið Höfum til sölu eftirtaldar vélar á gömlu verði: Fella stjörnumúgavél, Vicon, 5 hjóla lyftutengd múgavél, Z.T.R. sláttuþyrla, Ávinnsluherfi, 3 og 4,2 m. Nýjung: Sjálfkeyrandi heyskerar. Ný þjónusta. Tökum að okkur sölu á notuðum landbúnaðarvélum. Dragi sf., Fjölnisgötu 2A, sími 96-22466. ENDURSKOÐUNARFYRIRTÆKI Þorsteinn Kjartansson löggiltur endurskoð- andi og Endurskoðun hf., hafa stofnað með sér endurskoðunarfélag á Akureyri undir nafn- inu ENDURSKOÐUN, AKUREYRI, hf. Félagið veitir hvers konar þjónustu og ráðgjöf á sviði: - ENDURSKOÐUNAR - REIKNINGSSKILA - BÓKHALDS - SKATTAMÁLA ásamt - REKSTRARRÁÐGJÖF - ÁÆTLANAGERÐ Folaldakjöt nýtt, saltað og reykt. Skrifstofa félagsins er að Glerárgötu 34, Akureyri sími (96)22221. endurskoöun anureijn ? LÖGGILTIR ENDURSKOÐENDUR Guðni S. Gústafsson ÓlafurNilsson Halldór H. Sigurðsson Sveinn Jónsson Helgi V. Jónsson, hrl. Þorsteinn Kjartansson Kaupfélag Svalbarðseyrar, Svalbarðsem verður með opið hús í tilefni 100 ára afmælis samvinnuhreyfmgarinnar, laugardaginn 20 febrúar 1982, kl. 14.00-17.00. Skoðunarferðir og kynning á framleiðsluvömm fyrirtækisins (ath.: Kartöfluverksmiðjan verður í gangi kl. 14.00-17.00). Veitingar verða veittar í mötuneyti félagsins. Er vonast til að allir velunnarar félagsins, ungir sem aldnir sjái sér fært að mæta. Kaupfélag Svalbarðseyrar, Svalbarðseyri. Afmæliskaffi og -tilboð í tilefni 100 ára afmælis samvinnuhreyf ingarinnar á íslandi, býður KEA félagsmönnum sínum og öðrum viðskiptavinum upp á kaffiveitingar í öllum matvöruverslunum félagsins og í Vöruhúsi KEA FÖSTUDAGINN 19. FEBRÚAR NK. KL. 3-6 E.H. Afmælistilboð: 20% afsláttur verður sama dag í öllum kjörbúðum á reyktu svínafleski, bjúgum og London-lamb framparti frá Kjötiðnaðarstöð KEA. Kaupfélag Eyfirðinga. 16. febrúar 1982 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.