Dagur - 16.02.1982, Qupperneq 5
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167
SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222
RITSTJÓRIOG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON
BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT H.F.
Tveggja ára
stjómarsamstarf
Ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen er tveggja
ára um þessar mundir, en hún tók við völdum
8. febrúar 1980. Til stjórnarsamstarfsins var
stofnað við mjög erfiðar aðstæður, auk þess
sem stjórnin var saman sett á býsna óvenju-
legan hátt.
Landið hafði verið stjórnlítið frá því í sept-
emberlok 1979, eða nokkuð á fimmta mánuð.
Þegar ríkisstjórnin tók við völdum í febrúar var
efnahagslífið afar ótryggt, verðbólga meiri en
nokkru sinni og atvinnufyrirtæki víða að
stöðvast, reyndar þegar stöðvuð sums staðar
á landinu. Slík var aðkoman þegar núverandi
ríkisstjórn tók við völdum.
Þetta kemur meðal annars fram í grein sem
Ingvar Gíslason, menntamálaráðherra, skrif-
aði í Dag í tilefni af tveggja ára starfi ríkis-
stjórnarinnar. Hann segir í grein sinni, að
fyrstu 11 mánuði ríkisstjórnarinnar, fram að
áramótum 1980-1981, hafi farið í að forða
atvinnulífinu frá stöðvun sem yfir vofði. Skil-
yrði fyrir niðurtalningu verðbólgu hafi einfald-
lega ekki verið fyrir hendi og árið 1980 leið án
þess að niðurtalningu væri við komið.
Um áramótin 1980-1981 höfðu loks skapast
möguleikar til að gera skipulega áætlun um
hjöðnun verðbólgu. Meðal þeirra ráða sem
gripið var til, var að hverfa frá gengissigi og
fast gengi var ákveðið til nokkurra mánuða.
Verðbætur á laun voru og skertar nokkuð á
fyrri hluta ársins. Árangurinn varð sá, að verð-
bólga varð miklum mun minni árið 1981 en að
meðaltali árin á undan. Atvinna hélst mikil og
kaupmáttur launa í góðu lagi.
Hins vegar var afkoma fyrirtækja mjög mis-
munandi. Þróun gengismála varð vissum
greinum útflutnings- og samkeppnisiðnaðar
óhagstæð, þannig að kostnaðarhækkanir
innanlands voru örari en markaðsverð gat ris-
ið undir. Gengismálin hafa nú verið tekin til
endurskoðunar og aðstaða iðnaðar bætt með
því og öðrum aðgerðum, þótt enn þurfi meira
til að koma. Horfur í iðnaði ættu að vera betri
nú en á síðari hluta ársins 1981.
Markmið ríkisstjórnarinnar er að halda
áfram stefnunni frá fyrra ári um markvissa
niðurtalningu verðbólgustigsins, þannig að
verðbólga á líðandi ári vaxi ekki meira en 35%
að meðalatali frá upphafi til loka ársins og
verði komin í 30% á síðari hluta ársins.
Ef þetta markmið á að nást verður að
tryggja almenna samstöðu um varanlegar að-
gerðir. Þar má enginn skerast úr leik, hvorki
atvinnurekendur né launþegar, né heldur
ríkisvaldið og aðrir opinberir aðilar.
„Verðum að halda opnu
fyrir mjólkurbílinn“
„Jú, það er rétt. Það er frem-
ur óvanalegt að kvenfólk
standi fyrir búi. Það er erfið-
ara að eiga við þetta sem
kona, þó að ég finni ekki til
þess persónulega, þar sem ég
hef vanist því frá blautu barns-
beini að ganga í öll verk sem
tengjast búskapnum,“ sagði
Ólöf Þórsdóttir, bóndi á
Bakka í Öxnadal, í viðtali við
Dag. Hún var þá að sækja
nýja dráttarvél sem hún hafði
fest kaup á hjá Véladeild
Sambandsins á Akureyri.
Með í för var sonur hennar,
Helgi Þór Helgason.
„Maður kaupir víst ekki svona
tæki nema einu sinni á ævinni,“
sagði Ólöf og sagði vélina vera af
gerðinni Massey Ferguson 575.
„Þetta er nú með stærri vélum til
heimilisnota, með drifi á öllum
hjólum og moksturstækjum sem
fylgja. Það kemur sér vel að hafa
þessa vél, því við erum að fara í
byggingaframkvæmdir og hún á
eftir að nýtast vel til þeirra
hluta.“
Bakki er nyrsti byggði bærinn
í Öxnadal. Jörðin stendur vest-
anvert í dalnum og áður voru
þrír bæir í byggð nær heiðinni,
sem allir eru nú farnir í eyði.
„Þetta voru litlar jarðir og sam-
göngur voru slæmar,“ segir Ólöf
er hún er spurð um ástæðurnar
fyrir því að bæirnir fóru í eyði.
„Afkoman hefur verið ágæt hjá
okkur. Þetta er stór jörð, en
erfið, því hún er bæði grýtt og
brött. Ég er með blandað bú, 30
kýr og 100 fjár. Ég er búin að
standa í þessu síðan 1976, er ég
tók við búskapnum af pabba, en
ég hef unnið við búskap alla ævi.
Samgöngurnar til okkar eru
nú ekki allt of góðar, enda erfitt
um vik að brúa framan við
bæinn. Það eru hins vegar brýr
við alla bæina í Öxnadal nema
Bakka, þannig að það eru 2 km
niður á þjóðveginn frá bænum.
það veitir ekki af góðum verk-
færum til að komast leiðar
sinnar. Við eigum snjóblásaratil
að setja aftan á dráttarvélina.
Við verðum að halda opnu fyrir
mjólkurbílinn.
Það hefur ekki verið verulega
snjóþungt hjá okkur í vetur né
undanfarna vetur og þegar við
notum blásarann myndast ekki
ruðningar. Á bæjarstæðinu
sjálfu geta á hinn bóginn mynd-
ast gífurlegir skaflar, svo miklii
að húsin fara nánast í kaf og
vegurinn hverfur. Við notum
yfirleitt litla jarðýtu til að
hreinsa af hlaðinu. Skaflarnir
myndast í skjóli af Bakkakirkju,
sem stendur við bæinn,“ segir
Ólöf bóndi, en Bakkakirkja er
elsta timburkirkja landsins.
Fólkið á Bakka annast um hana,
en þar er messað 5-7 sinnum á
ári. Sóknin tilheyrir Möðru-
vallaprestakalli.
Þó Bakki sé nokkuð einangr-
aður og fólk þar verði sjálft að
ryðja sér braut á vetrum, vilji
og jafnvel nokkrar í hverri viku
yfir sumartímann.
það komast í bæinn, eru ferðir
ekki strjálli en það, að tvær ferð-
ir eru að jafnaði farnar til Akur-
eyrar mánaðarlega að vetrarlagi
Ólöf Þórsdóttir, bóndi
Ólöf ásamt syni sínum Helga Þór við nýja Fergusoninn.
Björgvin
Y Júníusson
F. 24.1. 1919- D. 8. 2.1982
Kveðjuorð
t
Kjartan
Ólafsson
Það var mikil lífsreynsla að
kynnast Björgvini Júníussyni.
Við unnum saman í gamla daga
hjá Leikfélagi Akureyrar, báðir
ungir, hann næstum eilífur.
Hann bjó til margvísleg leik-
hljóð, sérstaklega man ég „Bæ-
inn okkar" en þar gerði hann
mörg galdraverk á segulband við
lélegar aðstæður, en maðurinn
göldróttur.
Árin fóru fyrir hornið og vin-
áttan dafnaði og Björgvin ann-
aðist fjölmargar hljóðritanir
fyrir mig, ráðlagði margt, þaut
með mig um bæinn og sveit að
láta mig kynnast merkilegu
fólki, sem hann taldi að ætti að
geymast á segulbandi.
Svo komu kvöldin á Ægis-
götunni og við sátum heima f
stofu hjá honum og Foldu, dauf
Ijós á lömpum og segulbandið
snerist á tækinu hans, gamlar
minningar í röddum og tónum
létu tímann nema staðar
snöggvast. Bjartsýni hans, of-
boðslega skemmtileg viðhorf
hans til lífsins, fleyttu mér yfir
dökka steina í lífsfljótinu og
hann stóð ævinlega á bakkanum
að rétta mér höndina er mikið lá
við að ná landi um stund og blása
mæðinni.
Svoleiðis maður verður eilífur
og í mínum huga kom ekki til
mála að Björgvin gæti dáið.
Líf hans var ekki allt leikur,
reynslan bjó honum andlits-
drætti sem urðu blíðir er á leið.
Og það stóð til að við ynnum
saman náið á vegum Ríkis-
útvarpsins sem átti hug hans,
töluvert af hjarta hans, og ég var
fullur af gleði við þá tilhugsun að
hafa hann mér við hlið.
Hugsa sér þær kvöldstundir
sem ég átti í vændum, að láta
segulbandið snúast og muna
okkur gleðistundir sem fóru
fyrir hornið og koma ekki aftur,
gerðu okkur undrun og fögnuð,
eyddu sársauka.
Björgvin var eilífur, annað
var af og frá.
Nú er Akureyri fátækari en
fyrr.
Ég vona að Björgvin hafi tek-
ið með sér hlátur og gleði þegar
hann skrapp fyrir hornið að taka
þátt í eilífðinni og gera hana ögn
skemmtilegri. Hann skildi eftir
ógleymanlega sjálfsmynd.
Verst að segulbandið hans
snýst ekki meir.
Jónas Jónasson.
Björgvin Júníusson.
Þegar KA-félagar báru Kjartan
Ólafsson fyrrverandi formann
sinn og heiðursfélaga úr kirkju,
heilsaði heiðblár norðurhiminn
og sólroðinn Kaldbakur.
Þetta hefði Kjartani einhvern-
tíma þótt góð mótttökuskilyrði,
sem trúnaðarmaður fjölda út-
varpsstöðva um allan heim.
Á sjötugsafmæli hans sendi
stjórn KA honum þetta skeyti:
„KA þakkar órofa tryggð í leik og
starfi frá fyrstu tíð“. Þessi kveðja
á einnig við nú, þegar KA-félagar
kveðja Kjartan að leiðarlokum.
Hann kom víða við, og þegar flett
er blöðum sögunnar af íþróttalífi
á Akureyri er ljóst, að íþróttir
voru hans yndi og eftirlæti. Kjart-
an var afreksmaður í frjálsum
íþróttum og á 17. júní-mótinu
1928 sigraði hann í mörgum grein-
um, en hann var líka í fyrsta knatt-
spyrnuliði KA sem fór til Reykja-
víkur til keppni á íslandsmóti ári
síðar. Hann sagði skemmtilega
frá þeirri ferð, en þá var siglt með
s.s. íslandi suður, einu af skipum
„Sameinaða“, en til baka var farið
með litlum opnum vélbáti til
Borgarness, þaðan var ekið í
kassabíl norður yfir heiðar í Ból-
staðarhlíð. Síðan var gengið yfir
Vatnsskarð til Víðimýrar, þar
sem beðið var þar til að annar
kassabíll fékkst til að flytja göngu-
lúna ferðalanga á leiðarenda. Nú
fljúga menn sömu erinda að
morgni og koma heim að kvöldi.
Frumherjar í íþróttum hér,
mega því muna tímana tvenna,
enda báru menn þá á sjálfum sér,
ef framkvæmda þurfti í þágu
hugðarefna. Þetta rifjaðist upp
þegar Kjartan kom eitt síðsumar-
kvöldið upp á grasvöllinn á KA-
svæðinu í fyrra. Þar sagði hann
stórum hópi sjálfboðaliða frá öðr-
um Grettistökum félagsins frá
fyrri tíð. Þessi eiginleiki að blanda
geði með yngri kynslóðinni og
tengja söguna nútíðinni var fáum
gefinn í eins ríkum mæli og Kjart-
ani. Enda er ég þess fullviss að
tryggð hans við KA í 53 ár var
ekki síst vegna þess, að hann sá
uppeldisgildi íþróttanna í réttu
ljósi frá fyrstu tíð og að gott
íþróttafélag er einnig vegleg
kennslustofnun. Það er ekki á
neinn hallað þótt lögð sé áhersla á
það gífurlega uppeldis- og þroska-
hlutverk sem öflugt íþróttastarf
gegnir í bæjarfélaginu. Þegar
íþróttafélög hafa starfað um ára-
tuga skeið, fer ekki hjá því að
rekja má árangurinn á þessu sviði
hjá samborgurunum á öllum
aldri. Margur afinn og amman
endurlifa liðna tíð í efnilegum
barnabörnum og barnabarna-
börnum, sem enn eru að elta
Kjartan Ólafsson.
boltann, synda eða fara á skíðum,
svo nokkuð sé nefnt.
Þannig hafa íþróttafélögin tek-
ið höndum saman við heimilin um
mikilvægt uppeldishlutverk og
víða hjálpað til að brúa kynslóða-
bilið svo að betur verður ekki á
kosið.
Kjartan sýndi ræktarsemi sína
til félagsins með margvíslegum
hætti. Mér er sérstaklega minnis-
stætt tvennt frá sl. ári í því sam-
bandi. Fyrra skiptið var, þegar
nokkrir KA-félagar héldu mér af-
mælisveislu, fimmtugum, en þar
var Kjartan hrókur alls fagnaðar
og klykkti út með frumortu gam-
ankvæði, sem vakti mikla kátínu.
Seinna skiptið var þegar afráðið
var að fara til Húsavíkur og hylla
Helga Schiöth sjötugan, félaga
Kjartans í stétt formanna KA og
heiðursfélaga. Einnig hér var
Kjartan fremstur í flokki þennan
ógleymanlega dag. Hann bar allt-
af með sér birtuna hvar sem hann
fór, og þess er ljúft að minnast. Á
honum sannaðist eftirminnilega,
að það eru ekki árin í lífinu, sem
skipta meginmáli, heldur lífið í ár-
unum.
Kjartan lagði gjörva hönd á
margt um dagana og átti mörg
önnur hugðarefni en íþróttir, en
um það fjalla aðrir mér kunngri.
Að leiðarlokum vil ég minna á
þessar hendingar úr KA-hvatn-
ingu Guðmundar Frímann:
„Heill sé þeim sem æsku alla
aldrei sína köllun sveik.
Heill sé þeim sem vaskast vörðu
vígi sín í hverjum leik. “
Þetta gæti hafa verið ort um
lífshlaup Kjartans sérstaklega,
svo vel á það við um þennan bjart-
sýna drengskaparmann.
KA kveður vin og velunnara
með virðingu og þakklæti og KA-
félagar senda vandamönnum
innilegar samúðarkveðjur.
Jón Arnþórsson.
Larsen ráðinn
Danski handknattleiksþjálf-
arinn sem kom til að kanna
aðstæður hjá KA, fór héðan
fyrir helgina með undirritað-
an samning við handknatt-
leiksdeild KA fyrir næsta
keppnistímabil upp á vasann.
Hann þjálfar nú, og hefur gert
undanfarin ár, Rybe sem keppir
í annarri deild og er sagt þar á
toppnum. Hann mun þjálfa
meistara- og annan flokk, svo og
einn til eftir því sem stjórnin vill.
Þá mun hann hafa yfirumsjón
með þjálfun hinna flokkanna,
og einnig mun hann annast allar
markmannsæfingar sjálfur, en
hann hefur leikið sem mark-
vörður.
Að sögn Jóhanns Inga Gunn-
arssonar sem hafði milligöngu
um ráðningu hans, er hann
3. deildin í handknattleik:
Allt nú galopið
— Þór sigraði Skallagrím 38-6
Larsen á fundi með leikmönnum KA. Lengst til hægrí er Jóhann Ingi
Gunnarsson fyrrum landliðsþjálfari.
mikið menntaður í sínu fagi, um kæmi einn leikmaður úr
virtur þjálfari í Danmörku. Þá Rybe-liðinu sem áhuga hefur á
var einnig talað um að með hon- að koma og breyta til.
Þórsarar léku tvo leiki í þriðju
deild í handbolta um helgina. Á
föstudagskvöldið léku þeir við
Skallagrím í Borgarnesi og sigr-
uðu svo sannarlega með yfir-
burðum 38 mörk gegn 6.
Óvenjuleg markatala í 3. deild í
handbolta. Á sunnudaginn léku
þeir svo við Gróttu á Seltjarn-
arnesi en þessi leikur var einn af
úrslitaleikjum deildarinnar.
Þrátt fyrir að Þórsarar hefðu yfir
í hálfleik, og lengi fram eftir í
leiknum töpuðu þeir með 25
mörkum gegn 23. Nú er staðan í
deildinni orðin mjög tvísýn, en
Tvöfalt
hjá UMSE
Eyfirðingar gerðu góða leiki í
blaki um helgina þegar þeir
kepptu við UMF Laugdæla í
fyrstu deild.
í fyrstu deild er leikin fjórföld
umnferð, og höfðu þessi lið leik-
ið saman einu sinni áður í vetur
og þá sigruðu Laugdælir. Eyfirð-
ingar voru því án stiga fyrir leik-
ina um helgina. Það er skemmst
frá því að segja að UMSE sigraði
örugglega í báðum leikjum og
unnu allar hrinurnar.
Á laugardaginn áttu þeir í
nokkru basli með sigurinn og í
öllum hrinunum náðu Laugdælir
góðri forustu til að byrja með,
en alltaf náðu Eyfirðingar að
jafna og komast síðan yfir á
lokatölunum.
Fyrsta hrinan vannst með 15
gegn 12, önnur á 15 gegn 11 og
sú þriðja á 15 gegn 13. A sunnu-
daginn small allt betur saman
hjá norðanmönnum og sigruðu
þeir með yfirburðum í öllum
hrinunum. Eftir þessa leiki eru
bæði þessi lið neðst og jöfn að
stigum í deildinni með 4 stig
hvort, og eiga eftir að leika einu
sinni saman. Þar verður því
sennilega um úrslitaleik að
ræða, þ.e.a.s. hvort liðið tollir í
deildinni eða hvort fellur í aðra
deild. Vonandi er nú allt smollið
saman hjá UMSE og að þeir
tryggi sér áframhaldandi setu í
deildinni.
Öruggt hjá S.A.
Á laugardag fór fram á Akur-
eyri Islandsmót í íshokkí 16
ára og yngri. Tvö lið mættu til
leiks.lið Skautafélags Reykja-
víkur og Skautafélags Akur-
eyrar.
Keppt var um veglegan far-
andgrip sem gefin var af Sveini
Kristdórssyni sem áður lék ís-
hokkí hér á Akureyri, en flutti
síðan til Reykjavíkur og æfir nú
og keppir með Skautafélaginu
þar.
Strákarnir frá Akureyri sýndu
mikla yfirburði í þessari keppni
og sigruðu örugglega með 13
mörkum gegn 3
Á sunnudaginn fór síðan fram
hraðkeppni og í henni kepptu
drengir yngri en 16 ára og voru
tvö lið frá hverju skautafélagi.
Úrslit í þeirri keppni urðu
þessi:
A-lið SA - A-lið SR 3-0
B-lið SA - B-lið SR 2-1
A-lið SA - B-lið SR 9-0
B-lið SA - A-lið SR 1-2
Það var því A-lið Skautafélags
Akureyrar sem sigraði í þessu
hraðmóti.
Eftir tvær vikur fer fram í
Reykjavík íslandsmót fullorð-
inna í íshokkí, en þar munu
sennilega bara keppa lið fra SA
og SR.
fjögur lið eiga möguleika á að
komast í aðra deild, en þau eru
þessi:
Þór 13 10 1 2 355-267 21
Ármann 13 10 1 2 337-229 21
Grótta 13 10 1 2 403-287 21
Keflavík 10 7 0 3 247-184 14
Ungmennafélagið Bjarmi í
Fnjóskadal tekur þátt í íslands-
mótinu í blaki, annarri deild.
Strákarnir æfa í íþróttahúsinu á
Stórutjarnaskóla, en þar er sæmi-
lega góð æfingaaðstaða. Þeir hafa
staðið sig mjög vel í vetur og eru
nú efstir í annarri deild, en rétt á
hæla þeirra er B-lið Þróttar og
UMF Samhyggð.
Þingeyingarnir léku tvo leiki
um helgina við lið Þróttar frá
Neskaupstað og sigruðu í þeim
báðum með þremur hrinum gegn
engri. Vonandi tekst þeim vel upp
í lokin, þannig að þeir tryggi sér
sæti í fyrstu deild.
Körfubolti
í kvöld
Leikur Þórs og Tindastóls frá
Sauðárkróki sem fram átti að
fara í 2. deiidinni í körfubolta
um helgina var frestað.
Tindastólsmenn komust ekki til
Akureyrar vegna ófærðar, en
leikurinn hefur verið settur á í
kvöld. Hann hefst í Skemmunni
kl. 19.45.
4 - DAGUR -16. febrúar 1982
16. febrúar 1982 - DAGUR - 5