Dagur - 18.02.1982, Blaðsíða 4

Dagur - 18.02.1982, Blaðsíða 4
snbJi’ Útlán Amtsbókasafnsins 1981: Hátt á annað hundrað þúsund bindi Amtsbókasafnið á Akureyri. Á síðasta ári lánaði Amtsbóka- safnið á Akureyri út rösklega 141.600 bindi, sem var 4.150 binda aukning frá árinu áður. Meðalútlán á dag voru rösklega 514 bindi. Samtals námu lán á bókakössum til skipa og stofn- ana 3.450 bindum. Bókakostur Vertu vtóbúinn Hvað framtíðin ber í skauti sér er okkur hulið. Eitt er þó víst, fyrirhyggja er nauðsynleg. Ef þú hefur varasjóð til ráðstöfunar, þá átt þú auðveldara með að greiða óvænt útgjöld. Leggirþú ákveðna upphæð mánaðar- lega inn á sparilánareikning í Landsbankanum, öðlast þú rétt á spariláni, sem nemur allt að tvöfaldri sparnaðarupphæð þinni. Lántakan er einföld og fljótleg. Engin fasteignaveð.Engir ábyrgðarmenn. Aðeins gagnkvæmt traust. Sparilánabæklingurinn bíður þín í næstu afgreiðslu Landsbankans. Síiarifjarsöínun tengd réttí tíl lántí •1 i rij Sparnaöur þinn eftir Mánaöarleg innborgun hámarksupphæð Sparnaöur i lok timabils Landsbankinn lánar þér Ráðstöfunarfé þitt * Mánaöarleg endurgreiösla Þú endurgreiöir Landsbankanum 6 mánuöi 2.500,00 15.000,00 15.000,00 31.262,50 2.776,60 6 mánuöum 12 mánuöi 2.500,00 30.000,00 30.000,00 65.075.00 3.028,90 12 mánuöum 18 mánuöi 2.500,00 45.000,00 67.500,00 124.536,75 3.719,60 27 mánuðum 24 mánuöi 2.500,00 60.000,00 120.000,00 201.328,50 4 822,60 48 mánuðum * í tölum þessum er reiknaö meö 34 % vöxtum af innlögðu fé, 37 % vöxtum af lánuðu fé, svo og kostnaöi vegna lántöku. Tölur þessar geta breytzt miöaö við hvenær sþarnaöur hefst. Vaxtakjör sþarnaöar og láns eru háö vaxtaákvörðun Seölabanka Islands á hverjum tíma. LANDSBANKENN Spaiilán - tiygging í framtíð heimlánadeildar Amtsbóka- safnsins var í árslok 198131.770 bindi og hafði aukist um 1.160 bindi á árinu. í ársskýslu safnsins fyrir 1981 segir m.a.: „Það hefur lengi verið mikið áhugamál Amtsbókasafns- ins að koma á fót heimsendingar- þjónustu fyrir aldrað fólk og fatlað, sem ekki hefur möguleika á að sækja safnið og enga aðstoð hefur við útvegun bóka, svipaða og „Bókin heim“ hjá Borgrbóka- safni Reykjavíkur. Mál þetta var kannað fyrir nokkrum árum, en það leiddi í ljós að þessi þjónusta var ekki framkvæmanleg, nema til kæmi einhver sjálfboðavinna. Nú hefur tekist samvinna milli Amtsbókasafnsins og Soroptim- istaklúbbs Akureyrar, um að fé- lagskonur taki að sér þessa þjón- ustu. Þetta hefur ekki verið í gangi nema um tveggja mánaða tíma og er því enn á tiíraunastigi, en hefur gefið það góða raun að væntanlega verður framhald á. Bækurnar - bæði prentað mál og hljóðbækur - eru bornar út einu sinni í viku - á laugardögum. Nú njóta um 10 manns þessarar þjón- ustu.“ Sauðárkrókur: Kaupfél- agið yfir- tekur plastverk- Kf. Skagfirðinga gerði nýlega samning við Braga Þ. Sigurðsson á Sauðárkróki um að félagið keypti plastverksmiðju hans, bæði húsnæði, vélar og tæki. Yfir- tók félagið verksmiðjuna og hóf rekstur hennar frá og með síðustu áramótum. Þessi plastverksmiðja hefur starfað lengi og framleitt allar gerðir af einangrunarplasti. Hún er eina verksmiðjan sinnar tegundar á Norðurlandi vestra og hefur selt framleiðslu sína að mestu á svæðinu frá Siglufirði og vestur í Hrútafjörð. Skoðunar- könnun á Húsavík Skoðunarkönnun Framsóknar- félags Húsavíkur um röðun á framboðslista Framsóknar- flokksins í næstu bæjarstjóm- arkosningum hefur verið frest- að um viku og fer hún fram helgina 6.-7. mars nk. í stað 27.-28. febrúar, eins og áður hefur komið fram. Væntanlegir frambjóðendur gefi sig fram við flokksskrifstof- una „Garðar“, sem verður opin kl. 20.30-22 dagana 22.-26. febrúar. Þar munu reglur um þátt- töku og framboð liggja frammi. Nánari upplýsingar gefa Tryggvi Finnsson, Hreiðar Karlsson og Finnur Kristjánsson. - 4 -r pAQUp -1 a. febrúar, 1982

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.