Dagur - 18.02.1982, Blaðsíða 5

Dagur - 18.02.1982, Blaðsíða 5
Teitur Jónsson formaður Tannlæknafélags Norðurlands: Skólatannlækningar Á baksíðu Dags 11. febrúar 1982 er fjallað lítillega um skólatann- lækningar, en þar sem nokkurs misskilnings gætir í klausunni ósk- ar TFN að Dagur miðli þessum upplýsingum til viðbótar. Samkvæmt lögum um almanna- tryggingar frá 1974 til 1978 endur- greiða sjúkrasamlög að fullu kostnað við almennar tannlækn- ingar 6-15 ára barna, en 75% af kostnaði við gullvinnu og tann- réttingar sama aldurshóps. í sömu lögum er ákvæði þess efnis, að þar sem því verði við komið skuli þessi þjónusta veitt á heilsugæslu- stöð eða hjá skólatannlækni. TFN er sammála tilgangi þess- ara laga og hefur því beitt sér fyrir skipulagningu á þjónustu við um- ræddan aldurshóp á Akureyri. Héraðslæknir, skólahjúkrunar- fræðingar, forstjóri sjúkrasam- lagsins og aðrir málsaðilar hafa sýnt þessu stuðning og nú er svo komið að ætlunin er að skoða ár- lega og sinna tannviðgerðum allra 6-15 ára barna á Akureyri og ná- grenni. Reynslan verður hinsveg- ar að sýna hvort þetta kemst að fullu í verk í vetur eða síðar. Að skoðun lokinni á barnið kost á nauðsynlegum aðgerðum hjá skólatannlækninum, en getur einnig farið til síns fyrri tannlækn- is. Hann fær þá skoðunarkortið í hendur og tekur ekki gjald fyrir nýja skoðun. Þetta fyrirkomulag virðist ef til vill umhent í byrjun, en miðað við reynslu t.d. Reyk- víkinga má búast við að smám saman þiggi flestir áframhaldandi þjónustu hjá skólatanniækninum. Skiptingu tannlæknastofanna milli skólanna var hagað þannig að fjarlægðir yrðu sem minnstar og að Glerárskólanum undan- skildum má segja að það dæmi gangi sæmilega upp. TFN álítur þetta fyrirkomulag æskilegast eins og er, og að það tryggi best að öll börn njóti þeirr- ar þjónustu sem þeim er ætluð. Að sjálfsögðu er þó um tilboð en ekki kvöð að ræða, á sama hátt og Teitur Jónsson. t.d. læknisskoðun í skólunum. Til þess að heildarsýn fáist er þó nauðsynlegt að þeir sem fá boð um að heimsækja skólatannlækn- inn láti hann vita ef meðferð er nýlokið annarsstaðar, en mæti að öðrum kosti. í grein Dags eru einnig dylgjur um óvönduð vinnubrögð. Slíkar sögur skemmta ef til vill sumum lesendum, en valda því miður tor- tryggni sem getur tafið fyrir fram- kvæmd skólatannlækninganna. Kerfisbundið eftirlit og viðgerðir hjá skólabörnum stuðla örugg- lega að bættri tannheilsu og forða einstaklingnum ogsveitarféiaginu frá kostnaðarsömum aðgerðum síðar. Næst þegar tíðindamaður S&S „fréttir" eða „heyrir“ um vafasöm vinnubrögð tannlækna, ætti hann að leita álits dómbærra aðila, t.d. sáttanefndar Tannlæknafélags Islands, sem fjallar um ágrein- ingsefni tannlækna og sjúklinga. Einnig má benda á að samkvæmt samningi TFÍ við Tryggingastofn- un ríkisins er eftirlit með vinnu við tryggða sjúklinga í höndum tryggingatannlæknis, starfsmanns TR. Áríðandi er að hann starfi af árvekni, þar sem í húfi eru pen- ingar skattgreiðenda, tennur sjúklinga og heiður tannlækna. Þessir krakkar á myndinni, sem heita Inga Lilja Ólafsdóttir, Hrefna Friðriksdóttir, Guðný Friðriksdóttir og Heiða Björk Reynisdótir og eiga heima á Brekkunni, héldu á dögunum tombólu. Ágóðinn var kr. 400 og báðu þau Dag um að koma þeim peningum til Ellihcimilisins Hlíð á Akureyri. Sýnum 1982 árgerðirnar af Ford Taunus, Escort, Fiesta og Transit. Einnig sýnum við hinn nýja Suzuki Fox jeppa. Laugardaginn 20. febrúarkl. 14-18 og sunnudaginn 21. febrúar kl. 10-18. 18. lébrúaF 1882 - DAGUft-5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.