Dagur - 18.02.1982, Blaðsíða 8

Dagur - 18.02.1982, Blaðsíða 8
11 StórfeUd verðlækkun ájógúrti Um það bil 16% lækkun eða 5,80 pr. lítra Loksins komið Jarðarber V2 lítri Jógúrt Jógúrt Jógúrt Loksins V2 lítri Mjólkursamlag # Látiðvita um nýjan dvalarstað Kaupendur Dags eru hvattir til að láta afgreiðslu Dags vita er þeir skipta um heimilis- fang. Björn Mikaelsson, lögregluþjónn: EITURLYF Vandinn var ekki stór í upphafi. Um 1970 varð mönnum ljóst að notkun svonefndr fíkniefna, væri orðin að veruleika hér á landi. Það hlaut að koma að því að svo yrði, þar sem frændur okkar Danir höfðu þá þegar háð mikla baráttu gegn þessum fíkniefnum, neyslu þeirra og dreifingu, með takmörkuðum árangri. Vandinn var að vísu ekki stór í upphafi, þar sem um tiltölulega fáa einstaklinga var um að ræða og útvegun efna þessara var fremur til eigin nota, en dreifingar í hagnaðar- skyni. En með árunum hefur þróun þessara mála verið mjög hröð, inn- flutningur hefur stór aukist og um vel skipulagða hringa og hópa hefur verið um að ræða, sem stundað hafa innflutning og jafnframt dreifingu á þessum efnum og þá í hagnaðar- skyni. En hvaða efni eru þessi svoköll- uðu fíkniefni? Fyrst skulum við skil- greina orðin ávanaefni og ávanaiyf, en það eru hvers konar efni, sem verka þannig á miðtaugakerfið, að menn geta við áframhaldandi töku þeirra vanist á að nota þau svo óhæfi- lega að hei Isu þei rra er stefnt í hættu. Ef um lyf er að ræða, kallast það ávanalyf. Sum ávanaefni og ávanalyf geta við langvarandi töku haft slík áhrif á menn, að sjúkleg fíkn myndast í efnin, þ.e.a.s. að allt líf og starf þeirra snýst að heita má um það eitt að afla sér þeirra efna eða lyfja, sem um er að ræða. Þannig má segja, að fíkn sé eins konar hástig ávanans og því er talað um ávana- og fíkniefni. Efni þessi sem um er að ræða virka yfirleitt öll á miðtaugakerfið, þannig að sky nj un umh verfisins og viðbrögð einstaklingsins sem neytir efnisins, breytist til muna. Þessu samfara er oft sérstök vellíðunarkennd, líkt og sést hjá mönnum, sem drukkið hafa áfengi að vissu marki. Þetta ástand viðkomandi hefur oft verið kallað „víma" eða „rús“ og eru því efni þessi einnig nefnd oft „Vímugjafi“. saman sterkara Smám efni. Algengasti vímugjafinn hér á landi og jafnframt sá eini sem er löglegur auk lyfja, er áfengi. Við tíða neyslu þessara efna, þarf sífellt að auka skammt þann sem neytt er, til að komast í þetta svokall- aða vímuástand. Er það vegna þess að áhrif vímugjafans þverra með áframhaldandi töku. Er þetta nefnt þol eða þolmyndun. Fráhvarfseinkenni nefnast svo þau einkenni eða ástand, sem fram kemur, þegar töku, oftast langvar- andi, vímugjafans er hætt. Þetta ástand er oftast mjög hvimleitt og óþægilegt þeim sem í hlut á og getur einnig stundum orðið lífshættulegt. Það gefur auga leið að menn undir áhrifum einhverra vímugjafa geta valdið sjálfum sér og ekki síður öðrum hættu, auk þess sem neysla efnanna skaðar líkamann og eykur hættu á sjúkdómum. í fyrstu voru efni þessi hin svoköll- uðu kannabisefni, þ.e. marijúana og hass allsráðandi, síðar fór að bera á innflutningi sterkari og jafnframt miklu hættulegri efna. Hass er 5-8 sinnum sterkara en marijúana. Er það vegna þess að það inniheldur meira af harpix. Efni þessi koma frá hampjurtinni Cann- abis sativa, sem er tvíkynja. Er það kvenjurtin sem gefur af sér gulan límkenndan safa, sem er hið virka efni í öllum hasssamsetningum. Karljurtin gefur hins vegar af sér verðmætar trefjar, sem notaðar eru til tóframleiðslu. Hass er löngu þekkt og var notað sem kvalastillandi lyf 2700 árum fyrir Krists burð. Gríski sagnaritarinn Herodotus, sem var uppi um það bil 400 árum fyrir Krist, segir frá því að þjóðflokkur, sem bjó á ströndum Kaspíhafs og Aralvatns, hafi notað hass og í gamalli sanskrít er talað um það sem pillur gleðinnar. Samkvæmt upplýsingum „deyfi- lyfjanefndar“, sem starfar á vegum Sameinuðu þjóðanna, er misnotkun hass dreifðari frá landfræðilegu sjón- armiði, en nokkuð annað hættulegt eiturlyf. Það er dreift víða í Norður og Suður Ameríku, Afríku, Suðaust- ur-Asíu og Miðausturlöndum og er þekkt undir mörgum nöfnum eins og „bhang“, „ganja“, „dagga“,„macon- ha“, „djarnba" og fleiri mætti nefna. Hass má neyta á ýmsan hátt, en áhrif þess koma fyrst í ljós, þegar jurtin er reykt. Andleg ánauð fylgir hass- neyslu. Hassneytandinn verður ekki líkamlega háður lyfinu og hann fær ekki fráhvarfseinkenni, þégar hann hættir neyslunni. Þá myndast ekki þol gagnvart hassi, en á hinn bóginn getur einstaklingurinn orðið andlega háður lyfinu. Ekki er talið að neysla hass hafi alvarleg eyðileggjandi áhrif á líkamlega heilsu manna, en andleg ánauð sem rekja má beint til lyfsins, getur orðið svo mikil, að hún leiði til alvarlegrar andlegrar deyfðar, van- rækslu, og neysla lyfsins að staðaldri getur útilokað alla jákvæða starfs- semi neytandans. Auk þess getur neysla lyfsins leitt tii tímabundinnar og jafnvel varanlegrar geðveiki eða hvatvíslegra framkvæmda, sem svar við snöggum ótta, sem einstaklingn- um og jafnvel þjóðfélaginu, getur stafað hætta af. Þar sem neysla hass auðveldar neytandanum samneyti við aðra hópa, sem nota hættulegri lyf, og þar sem hann fær ekki fráhvarfsein- kenni, er mikil hætta á að hassneyt- andinn verði háður öðrum ennþá hættulegri lyfjum, eins og til dæmis heróíni. Hass er breytilegt í útliti, en er venjulega þekkt sem þurrar jurta- leifar, í útliti eitthvað í líkingu við þurrt gras eða tóbak. Það getur verið í útliti eins og trefjar eða eins og duft. Nýir símar Auglýsingar og afgreiðsla: 24222 Ritstjórn: 24166 & 24167 Dagur, Strandgötu 31, Akureyri. Hassharpix er hins vegar dökkbrúnt efni, oft glerhart, í litlum stykkjum eða plötum. Er það oftast pakkað inn í álpappír. Ýmsar aðferðir við að smygla. Hassneytandi er varla þekkjanleg- ur, nema hann sé undir verulegum áhrifum. í fyrstu verkar lyfið örvandi á neytandann, hann verður ör, talar hátt og á það til að reka upp háar hlátursrokur. Sfðar á seinni stigum vímunnar getur neytandinn venju- lega útvíkkað Ijósop, augun verða rauðsprengd og getur þetta ástand varað í margar klukkustundir eftir neyslu. Hins vegar er lyktin af hassi auð- þekkjanleg. Hún er mjög römm, svipuð og af brenndu tógi. Er lykt þessi t.d. auðþekkt af fötum og andardrætti. Remman í reyknum hefur mjög slæm áhrif á slímhimnur hálsins og er því hassneytandinn sífellt að drekka eitthvað með, helst eitthvað sætt. Einnig er hann yfirleitt sísvangur. Hass hér á landi kemur yfirleitt frá Kaupmannahöfn. Þar sem sala og dreifing efnisins er nær allsstaðar bönnuð, þarf að flytja efnið eftir huldum leiðum. Ýmsar aðferðir virðast vera notaðar til að fela efnið, allt frá því að fela það í klæðum eða jafnvel að fela það inn- vortis. Einnig berst alltaf eitthvað í póstpökkum með millilandaskipun- um. Það er varla til sá staður eða hlutur, sem ekki hefur verið notaður til að fela hass. Bækur hafa verið hol- aðar að innan, efninu hefur verið Bjöm Mikaelson. sökkt í málningadósir, troðið í skó- sóla, límd innan á læri viðkomandi, gleypt í plastumbúðum og svona mætti lengi upp telja. hass með auka- Drýgja efnum. Það efni, sem hér er á markaði, hefur oft verið drýgt með allskyns aukaefnum, til að auka magn þess og þá jafnframt söluverðmæti. Mörg þessi aukaefni eru mjög skaðleg heilsu manna og eru í sumum tilvik- um það mikil að hassið er í minni- hluta. Má því segja að um svikna vöru sé að ræða, en það er mjög al- gengt að hassneytendur drýgji vöruna og neyti hluta hennar sjálfir, blandi síðan í aukaefnum og selji efnið og þá oft með hagnaði, til að fjármagna síðan önnur kaup. Töluvert hefur borið á hassolíu hér á landi í umferð, hin seinni ár. Olían er mjög sterkt og áhrifamikið efni, lítið fer fyrir henni og því telja margir auðveldara að koma henni inn í landið. I þeim fíkniefnamálum sem upp hafa komist, er mjög algengt að flutt hafi verið til landsins í hverri ferð, 150-250 gr. af hassi, allflestar þessar ferðir hafa verið flugleiðis frá Kaup- mannahöfn. Hins vegar hafa stærstu sendingarnar komið sjóleiðis frá Hollandi, þ.e. frá Amsterdam og Rotterdam. Miklir fjármunir eru í húfi, hjá þessum eiturlyfjasmyglurum, þar sem verð á einu grammi af hassi hér heima kostar um 150 kr., eða 15.000.- kr. gamlar, þannig að 250 gr. skammtur kostar um 2,8 milljón gamalla kr. eða 280 þúsund kr. í dag er reynt að vinna mjög kerf- isbundið við að ljóstra upp smygli á eiturlyfjum, en það er mjög tíma- frekt og erfitt starf. Sem dæmi má nefna að í september síðastliðnum vaknaði grunur um fíkniefnamis- ferli. Eftir margra vikna og víðtæka undirbúningsvinnu, urðu fyrstu handtökur og yfirheyrslur í byrjun október s.l. Á næstu liðlega 40 dög- um þar á eftir, urðu til um 220 lög- regluskýrslur um mál þetta, síðan urðu endurrit sakadómsbókar fíkni- efnadómstólsins nærri 200 vélritaðar síður. Niðurstöður urðu þær að lið- lega 120 aðilar, megi vænta refsingar vegna fíkniefnabrota, sem þarna upplýstust, og þar af 17 aðilar vegna beinna afskipta eða hlutdeildar að sjálfum innflutningi fíkniefna. Sölu- verðmæti þeirra fíkniefna er þarna var um að ræða, var á bilinu 150-160 millj. g.kr. Ópíum á sér langa sögu. Lögreglumenn sem vinna að þessum málum reyna að vera mjög vakandi, því hver lítil ábending eða uppljóstrun, getur leitt til að kemst upp um mikil fíkniefnamál. Mikið er gert að því að skoða póst, sem berst til landsins, með sérþjálfuðum hundi, einnig er farið reglulega með hann til Keflavíkur til skoðunar á farangri. Finnist efni sem ekki þekkist, eru til tæki til að ganga úr skugga um hvert efnið sé. Fleiri fíkniefni eru til en hér hefur verið minnst á. Benda má á sterk verkjadeyfandi lyf, t.d. morfín og heróín, róandi lyf, t.d. afbrygði af barbítúrsýru, einkum þau sem hafa skamma verkun, svo sem mebúmal, örvandi lyf, t.d. kókaín og amfeta- mín og lyf sem valda ofskynjun eða skynvillum, t.d. L.S.D. og er hassið undir þeim flokki og að síðustu leysi- efni, en það eru ýmis lífræn efni sem eru í uppgufun ýmisskonar líma, bensíns, málningaþynnis, kveikjara- gass og nokkurra blettavatna. Opíum hefur verið þekkt sem kvalastillandi lyf, síðan löngu fyrir Krists burð. Var lyf þetta mikið not- að í hernaði hér áður fyrr. Talað er um að hin fagra dóttir Zeusar, Helena, hafi látið kvalastillandi lyf, sem talið er að hafi verið ópíum, í vín hinna sáru hermanna, sem fékk þá til að gleyma. Talið er, að hin andlegu áhrif ópíums hafi verið þekkt meðal hinna fornu Súmera, vegna þess að táknmyndir þeirra fyrir ópíum- valmúann, merkja gleðijurtin og sá eiginleiki ópíums að framkalla and- lega og líkamlega ánauð, var þekktur meðal hinna fornu grísku lækna. Óptum hefur verið notað sem kvalastillandi lyf, eins og áður kemur fram, einnig gegn hósta og niður- gangi, sem svefnlyf, til meðhöndlun- ar á móðursýki og þannig eitt fyrsta lyfið sem notað var gegn geðtruflun- um. Orðið ópíum er leitt af gríska orð- inu opion, sem merkir plöntusafi eða mjólkursafi. Það er unnið með því að skera í hýðisaldin ópíumsvalmúans. Ópíumsvalmúinn er ræktaður lög- lega í aðeins fjórum löndum, en þau eru Indland, fran, Tyrkland og Júg- óslavía. Samkvæmt alþjóðasam- þykkt frá árinu 1950, hafa öll önnur lönd samþykkt að framleiða ekki ópíum, en þessi samþykkt miðar að sjálfsögðu að því að takmarka fram- leiðsluna við það magn, sem þarf til vísinda- og lyfjanota, um 1/2 millj. kg. Þrátt fyrir það eru framleidd um 2 millj. kg. þannig að talsvert er '8 -DAGUR-tS; fébrUár 1982

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.