Dagur


Dagur - 23.02.1982, Qupperneq 3

Dagur - 23.02.1982, Qupperneq 3
„Kattar- sláttur á Akureyri árið 1930“ Öskudagurinn er á morgun, en eins og allir vita, er löng hefð fyrir því á Akureyri að slá köttinn úr tunnunni. Gísli Magnússon byggingameistari á Akureyri, tók að sjálfsögðu þátt í „kattarslætti“ með fé- lögum sínum þegar hann var ungur drengur. Meðfylgjandi mynd og eftirfarandi upplýs- ingar eru frá Gísla Magnús- syni komnar, en myndin var tekin 1930 fyrir framan versl- unina Esju að Strandgötu 1, þar sem Landsbankinn er nú til húsa. Gísli var 13 ára ga- mall þegar myndin var tekin. „Athöfnin sjálf fór fram á sterklegum snúrustaur á lóðinni Brekkugötu 19, sem er við norð- austurhorn núverandi Bók- hlöðu. Ekki er vitað með vissu hverjir urðu þarna tunnu- og kattarkóngar. Vínberjatunna með styrktum efri botni, en botnlaus að neðan var notuð. Köttur mun aldrei hafa verið notaður í tunnurnar, en oft hrafn. Loforð var fyrir hrafni frá helstu söguhetjunni í „Norðan við stríð“ sem síðar varð, en hann var góð skytta. Þetta var að sjálfsögðu Jóhannes heitinn Halldórsson. Hrafn fékkst þó enginn í þetta skipti, því auðvit- að vissu þeir að öskudagur var að nálgast og forðuð usér úr lög- sagnarumdæminu. En drengir á þessum aldrei eru ekkert fyrir það að gefast upp, enda áttu þeir marga góða að, sem vildu hjálpa. Sá sem þarna leysti vandann var enginn annar en sjálfur kjötbúðarstjórinn'Hall- dór Ásgeirsson. Hann hafði ný- Nöfn þátttakanda í „kattarslættinum“ 1930 talið frá vinstri: Þór Ingimarsson pípulagningamaður í Reykja- vík, Sigurður Áskeisson frá Bandagerði í Glerárþorpi, látinn, Vaitýr Pétursson listmálari í Reykjavík, Frímann Frímannsson Strandgötu 13, flutti til Reykjavíkur, Þorsteinn Austmar Hvannavöllum 2 Akureyrí, Hjalti Eymann, flutti til Reykjavíkur, Sigmundur Bjömsson Löngumýri 20, nýlátinn, Valdimar Halldórs- son bflstjóri, Vallholti, Glerárhverfi, Óskar Ósberg rennismiður Strandgötu 11 Akureyri, Arnaldur J. Þór garðyrkjubóndi í Mosfellssveit, Geir Amesen efnaverkfræðingur í Reykjavík, Páll Línberg Eiðsvallagötu 6 Akureyri, Bergþór Njáll Halldórsson, látinn, Guttormur Berg fréttaritari útvarpsins, Strandgötu 27 Akur- eyri, Sigurður Ólason læknir, Munkaþverárstræti 31 Akureyri, Arthúr Benediktsson Hafnarstræti 7 Akureyri, Gísli Magnússon byggingameistarí, Goðabyggð 8 Akureyri og Ásgeir Halldórsson verslunar- maður, Háalundi 3 Akureyrí. Ekki er kunnugt um hver tók myndina. verið fengið forláta hana til sölu- honum í verð fyrir sig, ef mögu- um, strax að athöfn lokinni. meðferðar. Ein af heldri frúm legt væri. Haninn fékkst lánaður Ekki er vitað annað en það hafi bæjarins hafði sent Halldóri með því skilyrði að honum yrði tekist. hanann og beðið hann að koma skilað jafn góðum og óskemmd- Kaupmannafélag Akureyrar: Mótmælir sérskatti á versl- unar- og skrifstofuhúsnæði Aðalfundur Kaupmannafélags Akureyrar, haldinn 13. febrúar 1982, lýsir yfir undrun og van- þóknun á þeim vinnubrögðum stjórnvalda, að enn skuli vera lagður sérskattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði. stjórnvöld að nú þegar verði af- numið það úrelta álagningarkerfi, sem er að tröllríða allri verslun í landinu. Bendir fundurinn á þá staðreynd, að smásöluverslunin verður ekki rekin á eðlilegan og raunhæfan hátt, meðan hún fáer ekki að selja vöruna á því verði, sem þarf til að standa undir reksturskostnaði. J>að virðist sem stjórnvöld geri sér ekki grein fyrir því, að það sé ekki talið viturlegt að blóðmjóka kúna, þá gefur hún enga afurð. Telur fundurinn að mælirinn sé þegar orðinn fullur hvað varðar álögur á smásöluverslunina og forðast beri að leggja meiri byrðar á þessa þýðingarmiklu atvinnu- grein. Sé haldið áfram á þessari óheillavæniegu braut, verður ekki annað séð, en verslun dragist saman og uppsagnir starfsfólks verði óhjákvæmilegar. Er það þó ekki á bætandi því ástandi sem fyrir er í landinu. Einnig skorar fundurinn á Herinn fluttur í Hvannavelli í dag flutti hjálpræðisherinn starf- hjálparflokkurinn, fundir yngstu semi sína endanlega í Hvanna- hermannana og opið hús. Akur- velli. Það voru foringjar hersins eyrarbær keypti Strandgötu 21 af sem fluttu í nýja íbúð, sem er i Hjálpræðishernum og fær húsið húsi hersins við Hvannavelli. Um afhent l.mars n.k. leið flutti „heimilissambandið," GLEl A NORDURLANDI Afgreiðum reseptin samdægurs. fagmenn a staonum opió á laugardögum GLERAUGNAÞJONUSTANSiW,,. SKIPAGÖTU7-BOX11-601-AKUREYRI-SÍIV11.24646 Skákmenn Bandaríski stórmeistarinn Lev Alburt, sá sem sigraði á Reykjavíkurmótinu, teflir fjöltefli miðvikudagskvöld 24. febrúar kl. 20, í Gagnfræðaskólanum. Skákfélag Akureyrar. Aðalfundur foreldrafélags barna með sérþarfir verður haldinn að Þingvallastræti 14, sunnu- daginn 28. febr. kl. 14. Stjórnin. Nýkomnar NLF-vörur Maga- og þarmafe nýrna- og blöðrufe hósta- og bronkítisfe lifrar- og gallfe blóðhreinsife hægðafe svefn- og taugafe auk fjölda annarra tegunda 23; febrúar i 982 - ÖAGUR - 3

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.