Dagur - 23.02.1982, Page 7

Dagur - 23.02.1982, Page 7
Guðmundur Ðjarnason alþingis- maður. lega tilbreyting í því ef nú á þeim þingtíma sem eftir er til vors, kapp- kostuðu ríkisstjórn og þingmenn bæði í stjórn og stjórnarandstöðu að leggja aðeins fram frumvörp og til- lögur sem miðuðu að sparnaði og að- haldi í rekstri ríkisins. Ég held að slíkt hlé á ýmisskonar „vinsældartil- lögum“ sem stundum er óþarflega mikið af, yrði ekki til verulegra óþæginda fyrir þá sem þó ættu að njóta góðs af. Ég vil leggja áherslu á að leita ber allra leiða til sparnaðar og aðhalds í opinberum rekstri en ég þykist þess fullviss af reynslu minni við fjárlaga- gerð fyrir þrjú ár að slíkt er vanda- samt»verk og ekki auðvelt, verður varla gert að neinu verulegu marki nema menn séu tilbúnir að minnka kröfurnar og tilbúnir að sætta sig við minni þjónustu hins opinbera á ýmsum sviðum. Eru menn tilbúnir til að draga úr þjónustu á sjúkrahúsum, tilbúnir til að draga úr framlögum ríkissjóðs til Húsnæðismálastofnun- ar ríkisins og verkamannabústaða kerfisins, tilbúnir til að draga úr möguleikum unglinga til náms? Ég held varla. Má leggja niður héraðs- skóla og hússtjórnarskóla, Bifreiða- eftirlit ríkisins og Skipaútgerð ríkis- ins svo eitthvað sé nefnt? Öllum þessum spurningum og mörgum öðrum svipðs eðlis verða menn að velta fyrir sér og vera til- búnir að svara um leið og gerð er krafa um sparnað og samdrátt og lækkun skatta. Einkaneyslan hefur vaxið Þrátt fyrir allt tal um gífurlega skattbyrði og skattpíningu núver- andi ríkisstjórnar er staðreyndin samt sem áður sú, samkv. opinber- um skýrslum, að einkaneyslan hefur farið stöðugt vaxandi á undanförn- um árum sem hlutfall af vergri þjóð- arframleiðslu. Og ef við ætlum að halda áfram þeirri öflugu byggðastefnu sem ríkt hefur allan seinasta áratug, áratug Framsóknarflokksins, og lyft hefur grettistaki víða um land, þá er ekki enn svigrúm til að draga verulega úr tekjum ríkisins. Þrátt fyrir stóraukin rekstrarútgjöld og aukna þjónustu hins opinbera hefur tekist að halda í horfinu hvað ýmsa fjárfestingarliði varðar samanber meðfylgjandi töflur. Hugleiðingar um fjárlög 1982 Sama upphæð til grunnskólabygginga og fæðingahjálpar Til samanburðar má geta þess að framlög til byggingar sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva (annarra en rfkis- spítala) nema kr. 63.300 þús. eða lít- ið hærri upphæð. Þá mætti einnig nefna nýlegan útgjaldalið, fæðingar- orlof, en til þess verkefnis er í ár áætlað að verja kr. 65.200 þús. Til bygginga grunnskóla er hinsvegar áætlað að verja kr. 65.619 þús. eða nánast sömu upphæð. Ég vil taka skýrt fram að þessi samanburður er ekki gerður til að leggja áherslu á eitt atriði fremur öðru eða að leggja mismunandi mat á mikilvægi þeirra þátta sem hér eru sérstaklega tilgreindir. Þeir eru hins- vegar valdir vegna þess að hér er um álíka háar upphæðir að ræða, annarsvegar til opinberra fram- kvæmda og hinsvegar aðrir útgjalda- liðir, tiltölulega nýir af nálinni. Er því um gott dæmi að ræða hvað varð- ar þá þróun sem á sér stað í ríkis- rekstrinum og mikið er umrædd og oftlega hart dæmd, einkum af stjórn- arandstöðunni. Eða hver hefur ekki heyrt setningar eins og „gífurlegar skattahækkanir", „stórauknar lán- tökur“, „aukin eyðsluútgjöld", „til- finnanlegur niðurskurður fjárfram- laga til framkvæmda". Meira en 51% til heilbrigðis-, trygginga- og menntamála Heildar niðurstöður fjárlaga 1982 eru kr. 7.967.266 þús. og er það hækkun um 44,5% frá fjárlöjgum 1981. Helstu tekjuliðirnireru: Skatt- ar af seldri vöru og þjónustu, kr. 3.969 millj. (þar af söluskattur kr. 2.802,5 millj.), gjöld af innflutningi kr. 1.412 millj. og tekjuskattur sem er áætlaður kr. 1.137 millj. (þar af tekjuskattur einstaklinga kr. 938,5 millj.). Stærstu útgjaldaliðir til ein- stakra málaflokka eru: Heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneytið kr. 2.895.276 þús. og Menntamála- ráðuneytið kr. 1.179.097 þús. Sam- tals eru þessir tveir stóru málaflokk- ar því með meira en helming eða 51,1% af öllum útgjöldum fjárlag- anna. Á undanförnum árum hafa þessir málaflokkar stækkað stórum skref- um enda hafa kröfur almennings um stöðugt aukna þjónustu af hálfu hins opinbera alltaf aukist, og virðist lítið lát á. Til tryggingamála einna sér er varið kr. 2.226 millj. Það hlýtur að vera sómi hverrar þjóðar að hafa öflugL og traust almannatrygginga- kerfi sem er þess megnugt að létta undir með sjúkum, öryrkjum og þroskaheftum, öldruðum og öðrum þeim sem minna mega sín í þjóðfél- aginu og má sjálfsagt benda á ýmsa þætti sem enn betur þyrfti að hlúa að. Hefur „Ár fatlaðra", sem nú er nýliðið ekki hvað síst vakið til um- hugsunar um það og „Ár aldraðra" sem nú er gengið í garð mun áreiðan- lega verka ýmsar spurningar og benda á atriði þar sem samfélaginu ber að hlúa betur að þeim sem lokið hafa sínum starfsferli og undirbyggt það þjóðfélag sem við byggjum á. Sem dæmi um nokkra nýlega út- gjaldaliði til þessara mála mætti nefna: Framkvæmdasjóður öryrkja og þroskaheftra, kr. 28.140 þús., framkvæmd laga um aðstoð við þroskahefta kr. 7.147 þús. og Fram- kvæmdasjóður aldraðra kr. 24.500 þús., en samtals nema þessir liðir kr.59.787 þús. Hlé á „vinsældatillögum“ Stjórnarandstaðan talar mikið um útþennslu ríkisbáknsins og eyðslu- semi ríkisstofnana. Vissulega er sparnaður og aðhald í rekstri dyggðir sem hið opinbera á að tileinka sér ekki síður en aðrir, en meginástæðan fyrir útþennslunni á sér stað í marg- víslegri nýrri lagasetningu og sam- þykkt þingsályktunartillagna, bæði frá ríkisstjórn og einstökum þing- mönnum og lítið bólar á sparnaðar- tillögum eða hver man eftir tillögum sem fela í sér samdrátt í heilbrigðis- og tryggingakerfinu eða á sviði menntamála? Hver vill láta leggja niður heilsugæslustöð í sínu byggðar- lagi eða loka skóla? Það yrði sannar- Fjárlög ríkisins svo og lánsfjáráætlun eru hverju sinni fyrir margra hluta sakir áhugaverð gögn. Ekkert ræður meiru í efnahagsmálum þjóðarinnar en sú stefna sem þar er mörkuð hverju sinni. Uppbygging og niður- stöður fjárlaga og lánsfjáráætlunar eru samtvinnuð. Þar ræðst hversu mikið skal varið til samneyslunnar svokölluðu, hvað miklu fjármagni skal varið í rekstur hins opinbera og ýmissa stofnana þess, hvað miklu fjármagni skal varið til fram- kvæmda, hver skattbyrðin skuli vera á einstaklinga og fyrirtæki, svo og stefnan í peningamálum hvað varðar innlendan sparnað og nýtingu hans í opinbera þágu, erlendar lántökur og greiðslubyrði þjóðarbúsins svo eitt- hvað sé nefnt. Þar sem ég á sæti í fjárveitinga- nefnd Alþingis sem hefur fjárlaga frumvarpið til meðferðar á haust- þingi langar mig til að setja á blað örfáar línur um fjárlagagerðina, ef það mætti verða einhverjum til gagns eða gamans. Lánsfjáráætlun læt ég liggja milli hluta a.m.k. í bili enda umfjöllun í þinginu ekki lokið þegar þetta er skrifað. aaiamo T A F L A II. Iþróttamannvirki. Fjárv. á verðl. hvers árs,nýkr. Fært til verðl. 1974 Hlutfall 1974=100 1974 211 211 100 1975 539 362 172 1976 677 354 168 1977 1.300 521 247 1978 2.476 667 316 1979 3.226 593 281 1980 4.976 589 279 1981 7.000 538 255 1982 10.180 588 279 Menntaskólar og fjölbrautaskólar. Bygg. visit. Fjárv. á verðl. hvers árs,nýkr. Fært til verðl. 1974 Hlutfall: 1974=100 58.5 1974 1.020 1.020 100 87.0 1975 1.281 861 84 112.0 1976 935 488 48 146.0 1977 1.487 595 58 217.0 1978 6.057 1.632 160 318.0 1979 7.980 1.466 144 494.0 1980 10.260 1.215 119 760.0 1981 17.010 1.308 128 1011.0 1982 32.719 1.890 185 6 - DAGUR - 23. febrúar 1982 T A F L A III. Sjúkrahús, læknisbústaðir , heilsuqæslustöóvar Fjárv. á verðl. Verðlag Visitala hvers árs, nýkr. 1974 1974=100 1974 2.950 2.950 100 1975 6.078 4.083 138 1976 7.448 3.890 132 1977 9.583 3.839 130 1978 13.000 3.504 119 1979 18.450 3.389 115 1980 30.800 3.647 124 1981 50.000 3.845 130 1982 63.300 3.657 124 Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Tafla I sýnir að fjárveitingar til menntaskóla og fjölbrautaskóla hafa nær tvöfaldast á því tímabili sem sýnt er. Munar þar mest um hina öru þróun sem orðið hefur á fjölbrauta- skólastiginu. Tafla II sýnir fjárveit- ingar íþróttasjóðs til íþróttamann- virkja. Vegna stóraukinna fram- kvæmda á þessu sviði vex vandi sjóðsins stöðugt þó fjármagn til hans hafi nær þrefaldast. Tafla III sýnir síðan fjárveitingar til bygginga sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva, annarra en ríkisspítala (Lands- spítala). Þrátt fyrir hvað hér er um dýrar byggingar að ræða hefur tekist að halda í horfinu og vel það. En þessar byggingar eru ekki aðeins dýrar í byggingu heldur einnig í rekstri og kalla mjög á aukin ríkisút- gjöld. Talið er að árlegur rekstrar- kostnaður nemi um þriðjungi bygg- ingarkostnaðar sem jafngildir því að slík stofnun sé byggð þriðja hvert ár um alla framtíð. í ár og undanfarin ár hefur stærsta fjárveitingin í þessum flokki farið til nýbyggingar Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri og hefði þó þurft að gera enn betur ef fylgja hefði átt óskum heimamanna og þeim áætlunum sem í upphafi voru gerðar. En nú sér þó loks fyrir þann áfanga að tekinn verði í notkun nokkur hluti nýbyggingarinnar. Ráðgert er að sjúkrarúmum F.S.A. fjölgi við það um 44. Samkvæmt áætlun Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytisins þýðir það 80 nýjar stöður við sjúkrahúsið og hækkun á rekstrarkostnaði um kr. 18.550 þús. á ári miðað við áætlað verðlag 1982. Er það meira en tvöf- öld sú upphæð sem ríkið veitir til byggingarinnar í ár, en það er kr. 9.100 þús. Aldrei eins mikið til vegagerðar Eins.og fram kom í upphafi er stærstur hluti ríkisteknanna skattar á innflutning svo og vöru og þjónustu eða67,5%. Munarþarmest um tolla og söluskatt. Hluti af þessum tekjum eru kallaðar „markaðar tekjur", þ.e. renna til ákveðinna verkefna. Má þar t.d. nefna markaðar tekjur til vegagerðar en það eru bensíngjald, gúmmígjald og bifreiðaskattur. Sá hluti sem ekki er sérstaklega mark- aður rennur hinsvegar beint í ríkis- sjóð og er síðan varið til hinna ýmsu samfélagslegu þarfa. Þar sem vegagerð er mjög áhuga- verður málaflokkur sem landsmenn allir hafa bæði mikinn áhuga á og beinan haga af úrbótum og framför- um á því sviði er mjög oft talað um þær tekjur sem ríkið hefur af um- ferðinni, og reynt að sannfæra menn um að rétt sé að skila þeim tekjum öllum aftur í formi framlaga til vega- T A F L A IV. V e q a q e r ð. Fjárv. á verðl. hvers árs nýkr. Verólag 1974 Visitala 1974-100 1974 12.675 12.675 100 1975 19.096 12.829 101 1976 16.145 8.433 67 1977 24.300 9.735 77 1978 38.340 10.333 82 1979 55.529 10.199 81 1980 93.200 11.035 87 1981 166.170 12.778 101 1982 260.730 15.067 119 T A F L A V. F 1 u q m á 1. Fjárv. á hvers árs verðl. , nýkr. Verðlag 1974 Visitala 1974=100 1974 1.720 1.720 100 1975 2.020 1.357 79 1976 2.520 1.316 77 1977 3.760 1.506 88 1978 6.000 1.617 94 1979 8.000 1.469 85 1980 14.500 1.717 100 1981 22.850 1.757 102 1982 33.100 1.913 111 gerðar. Vissulega væri mjög gott ef það væri hægt en því er nú einu sinni svo farið að bensín er að hluta til skattstofn fyrir ríkið eins og nánast allar aðrar innfluttar vörur og má öll- um vera Ijóst að ef svo væri ekki þá þyrftu þessar tekjur að koma annars- staðar frá miðað við óbreytt ríkisút- gjöld. Því má og bæta hér við að sjaldan eða aldrei hefur jafn miklu fjármagni verið varið til vegagerðar og áætlað er að gera nú í ár. Er þar um að ræða kr. 593,3 millj. sem er 53% aukning frá fyrra ári. Sá áróður sem rekinn er í sam- bandi við framlög til vegafram- kvæmda og tekjur ríkisins af bensíni er því vart réttmætur. Mætti ekki eins segja að allar skatttekjur af vörum til byggingaframkvæmda ættu að renna til Húsnæðisstofnunnar, af flugrekstri til flugvallagerðar og af fiskveiðum og siglingum til hafnar- gerðar. Staðreyndin er sú að við notum vörur og þjónustu, hvort sem það er bensín eða annað, sem skatt- stofn fyrir meginhlutann af ríkistekj- um sem við síðan verjum til hinna ýmsu verkefna og framkvæmda eftir því sem skynsamlegt er talið og mög- uleikar eru á hverju sinni. Fer ekki hjá að menn greini á um þá niður- röðun og verður sjálfsagt lengst af svo. Að lokum læt ég fylgja hér með lista yfir þær fjárveitingar sem ætlað er að veita til Akureyrar samkvæmt fjárlögum 1982. Þess ber þó að geta að samkvæmt nýboðuðum efnahags- aðgerðum ríkisstjórnarinnar er áætlaður nokkur niðurskurður á fjárlögum. Er hér um að ræða u.þ.b. 120 millj. kr. sem ætlað er að komi bæði niður á rekstri og framkvæmd- um. Má því búast við einhverjum breytingum á listanum í samræmi við það. Reykjavík 28.01.82 Guðmundur Bjarnason. Akureyri Skólar: * Menntaskólinn á Akureyri kr. 400.000 Verkmenntaskólinn kr. 3.300.000 Iðnskólinn kr. 100.000 Grunnskólar: Glerárskóli I. & II. áf kr. 50.000 Glerárskóli III. áf kr. 911.000 Glerárskóli IV. áf kr. 200.000 Lundarskóli II. áf kr. 119.000 Oddeyrarskóli - stækkun kr. 22.000 íþróttahúsið kr. 1.100.000 Undirbúningsframkvæmdir: Lundarskóli III. áf. kr. 5.000 Sundlaug kr. 5.000 Síðuskóli kr. 5.000 Oddeyrarskóli kr. 5.000 Fræðsluskrifst. Akureyn kr. 100.000 Kr. 6.322.000 Dagvistarheimili: Síðusel, dagh./leiksk kr. 935.000 Leiksk. v/Þórunnarstr kr. 100.000 Undirbúningsframkv kr. 30.000 Undirbúningsframkv. c/o Ffladelfíusöfn kr. 30.000 Kr. 1.095.000 íþróttasjóður: Skíðastökkbraut kr. 1.000 K.A. malarvöllur kr. 4.752 Lýsing á skíðasvæði kr. 200.000 Áhaldahús í Hlíðarfjalli kr. 48.809 Golfvöllur kr. 120.000 Golfskáli kr. 25.000 K.A. vallargirðing kr. 23.000 Þór, grasvöllur kr. 160.000 Skíðalyfta v/Hjallabraut kr. 500 Skautasvæði kr. 17.500 Skíðastökkbraut kr. 500 K.A. grasvöllur kr. 100.000 Troðari (2) kr. 80.000 Hlaupabraut kr. 30.000 íþróttahús kr. 150.000 Skíðageymslur kr. 2.000 Áhaldageymsla v/íþr.vöU kr. 3.000 Kr. 966.061 Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri kr. 9.100.000 - Auk þess er heimild til ríkisábyrgðar á láni er Akureyrarbær kann að taka til kaupa á tækjum og búnaði. Styrkur til heilsugæslustöðvar í leiguhúsnæði kr. 50.000 Hafnarmannvirki kr. 2.300.000 Framkvæmdir í flugmálum: Öryggissvæði . kr. 600.000 Flugstöð . kr. 200.000 Blindlendingarkerfi . kr. 1.200.000 Ljósabúnaður . kr. 330.000 Kr. 2.330.000 Póstur og sími: Húsbygging . kr. 1.200.000 Ýmis framiög: Leikfélag Akureyrar . kr. 700.000 Tónlistardagar . kr. 25.000 Matthíasarsafn . kr. 4.000 Náttúrugripasafn . kr. 27.000 Nonnahús . kr. 4.000 Efnarannsóknast. Norðurl . kr. 20.000 Myndlistarskólinn á Akureyri mun auk þessa fá styrk frá menntamálaráöuneyti kr. 780.000 Samtals . Kr. 24.143.061 y 23. febrúar 1982 - DAGUR - 7

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.