Dagur - 23.02.1982, Qupperneq 9
Haraldur Ólafsson
með 5 íslandsmet
Síðastliðinn laugardag var
Unglingameistaramót Islands
í lyftingum haldið í Laugar-
dalshöllinni. Meðal þátttak-
enda voru fjórir Akureyring-
ar.
í 75 kg flokki, hlaut Haraldur
Ólafsson gullverðlaun. Hann
snaraði 122,5 kg og jafnhattaði
160 kg eða 282,5 kg í samanlögð-
um árangri. Allt eru þetta ný ís-
landsmet. Haraldur setti alls 5
íslandsmet á mótinu. I sama
flokki keppti Eyþór Hauksson
og hreppti silfurverðlaun. Hann
lyfti 60 kg í snörum og 85 kg í
jafnhöttun eða 145 kg alls. Ey-
þór er mjög efnilegur lyftinga-
maður og tók þarna þátt í sínu
fyrsta móti.
Garðar Gíslason keppti í 90
kg flokki og féll úr eftir að hafa
mistekist að snara byrjunar-
þyngdinni, 135 kg. Var það ein-
stök óheppni, því Garðar var í
mjög góðri æfingu og hefði án
efa hlotið gullverðlaun í sínum
flokki. Gylfi Gíslason keppti í
100 kg flokki og hlaut þar gull-
verðlaun. Snaraði hann 130 kg
og jafnhattaði 172,5 kg sem
hvort tveggja eru ný íslandsmet.
Gylfi Gíslason.
Aftur sigur hjá
UMSE í blakinu
Á laugardaginn léku í fyrstu
déild í blaki UMSE og Víking-
ar. Fyrr í vetur höfðu Eyfirð-
ingar tapað fyrir Víkingum,
en sú var ekki raunin á í þess-
um leik. UMSE náði nú sínum
besta Ieik á kcppnistímabilinu
og þá var ekki að sökum að
spyrja, þeir unnu örugglega
með þremur hrinum gegn
engri.
í fyrstu hrinunni komust Vík-
ingar í tvö stig gegn engu, en
Eyfirðingar jöfnuðu og komust
yfir og sigu smám saman framúr
og sigruðu með 15 stigum gegn
7.
í annarri hrinunni byrjuðu
Eyfirðingar mjög illa og komst
Víkingur í 7 gegn 2. Þá fór þjálf-
ari Eyfirðinga, Halldór Jónsson,
fram á leikhlé og las vel yfir sín-
um mönnum, sem þá komust í
gang og náðu að jafna 8 gen 8.
Síðan voru tölur jafnar eins og
11-11,14-14 og þá var leikurinn
orðinn mjög spennandi.
Til þess að hrinu ljúki, þarf að
muna tveimur stigum, en það
tók Eyfirðinga langan tíma að
gera tvö næstu tig, því Víkingar
voru staðráðnir í að gefa ekkert
eftir. Fyrir rest tókt Eyfirðing-
um að knýja fram sigur, 16-14.
í síðustu hrinunni tókst
UMSE vel upp og þá áttu Vík-
ingar aldrei svar við stórleik
þeirra, og sigruðu þeir með
sömu stigatölu og í fyrstu hrin-
unni, 15 gegn 7. Eins og áður
segir, var þetta tvímælalaust
besti leikur UMSE á þessu
keppnistímabili og nú virðist lið-
ið vera að smella saman. Bestur
þeirra og jafnframt besti maður
vallarins, var Aðalsteinn Bern-
harðsson, en hann átti stórleik
að þessu sinni. Vonandi hefur
Eyfirðingum tekist að komast úr
fallhættunni í deildinni, með
þessum sigri, en ánægjulegt
yrði, ef annað lið héðan af
Norðurlandi kæmist í fyrstu
deild, en UMF Bjarmi úr
Fnjóskadal á þar mjög mikla
möguleika.
Aðalsteinn Bernharðsson.
MANCHESTER UNITED
TIL AKUREYRAR
Allar horfur eru á því að
Akureyringar eigi þess kost
næsta sumar, að sjá Man-
chester United leika hér á
Akureyrarvelli. Samningar
standa nú yfir, milli knatt-
spyrnudeildar Vals og KA
um að þeir leiki hér einn leik
við KA, en United kemur til
íslands á vegum Vals. Ef af
þessu verður, yrði leikið
miðvikudaginn 4. ágúst, og
yrði það mikill hvalreki fyrir
hina fjölmörgu knatt-
spyrnuáhugamenn hér í bæ.
Manchester United er eitt
þekktasta og virtasta félag
Bretlands og hafa margir
kappar gert garðinn frægan
í þeirra hópi. Þetta er einnig
tvímælalaust vinsælasta fé-
lagið hjá hinum stóra hópi
áhugamanna um breska
knattspyrnu. Til þess að
þetta verði hægt, þurfa 3 til
4 þús. áhorfendur að koma
á leikinn, en í fyrra þegar
Manchester City lék hér,
voru áhorfendur tæplega 3
þúsund.
Gunnar Blöndal
þjálfar HSÞ-b
KA-stelpur
unnu sinn
fyrsta leik
Gunnar Blöndal sem um margra
ára skeið hefur leikið í fyrstu og
annarrar deildar liði KA í knatt-
spyrnu, hefur nú ráðið sig sem
þjálfara hjá Mývetningum eða
HSÞ b eins og það lið er kallað.
Þá mun Gunnar einnig leika
með liðinu í þriðju deildinni.
Það er sjónarsviptir að missa
Gunnar úr KA-liðinu en hann
hefur ávallt verið sókndjarfur og
er ekki þekktur af því að gefast
upp þótt á móti blási. Íþróttasíð-
an óskar Gunnari velfarnaðar
með hinu nýja liði sínu.
Um helgina léku KA-stúlkur
tvo leiki í annarri deild í blaki
og báða við Iið Breiðabliks. í
fyrri leiknum náðu KA-stelp-
urnar að vinna sinn fyrsta leik
en þær sigruðu með þremur
hrinum gegn einni.
Þær byrjuðu að æfa í haust
undir stjórn þeirra Hinriks Þór-
hallssonar og Gunnars Straum-
land og er nú orðinn allt annar
bragur á leik þeirra en var fyrst í
vetur. X síðari leiknum snerist
dæmið við og Breiðabliksstúlk-
urnar unnu með þremur hrinum
gegn einni. Ein túlka úr K/i-lið-
inu, Gyða Steinsdóttir, hefur
verið valin í landslið kvenna í
blaki, og er það ánægjulegt fyrir
hina ungu blakdeild að fá stúlku
í landsliðið strax á fyrsta starfs-
ári deildarinnar.
^feþníar 1982 ^ 9