Dagur - 04.03.1982, Side 1
TRÚLOFUNAR-
HRINGAR
AFGREIDDIR
SAMDÆGURS
GULLSMIDIR
, SIGTRYGGUR
1 AKUREYRI
& PÉTUR
65. árgangur
Akureyri, fímmtudagur 4. mars 1982
25. tölublað
Loks
hillir
undir
banka-
útibú
á
Raufar-
höfn
Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar:
Allar greinar samþykktar með
11 samhljóða atkvæðum
Fjárhagsáætlun Akureyrarbæj-
ar fyrir yfirstandandi ár var
endanlega samþykkt í bæjar-
stjórn á þriðjudag. Hver einasti
liður áætlunarinnar var sam-
þykktur með 11 samhljóða at-
kvæðum og er það í annað
skiptið í sögu Akureyrar sem
slíkt skeður. Áður skapaðist
svo víðtæk samstaða um fjár-
hagsáætlun árið 1979.
Að sögn Sigurðar Óla Brynj-
ólfssonar, bæjarfulltrúa Fram-
sóknarflokksins, voru gerðar
smávegis breytingar á áætluninni
frá frumvarpinu og hækkuðu
niðurstöðutölur um 400 þúsund
krónur. Meðal breytinga má
nefna, að framlag til dvalarheim-
ila aldraðra var hækkað um 100
þúsund og verður því 1,2 milljón-
ir, 300 þúsund krónum er áætlað
að verja til húsakaupa vegna
skipulagsmála, 60 þúsund krón-
um verður varið til fullgera snyrti-
aðstöðu í Kjarnaskógi og 100 þús-
und krónum verður varið til
kaupa á ísgerðarvél fyrir skauta-
svell. Þá var ákveðið að lækka
rekstrarkostnað dagvistarheimila
um 300 þúsund, en ákveðið hefur
verið að loka hverju heimili um
eins mánaðar tíma í sumar, í stað
þess að ráða afleysingarfólk til að
halda þeim opnum.
Eins og áður sagði var algjör
samstaða um endanlega gerð fjár-
hagsáætlunar og litlar breytingar
gerðar á frumvarpinu. Einn af
fulltrúum sjálfstæðismanna í
bæjarstjórn, Sigurður Hannes-
son, kvaddi sér hljóðs á fundinum
í fyrradag og þakkaði bæjarráði
og starfsmönnum bæjarins fyrir
mjög vel gerða áætlun.
Landsbanki íslands hefur sótt
um lóð á Raufarhöfn og hyggst
byggja þar hús fyrir útibú
bankans. í dag rekur L.í. af-
greiðslu á Raufarhöfn, en hún
getur ekki annast öll þau
bankaviðskipti sem fara fram í
útibúi. Þetta hefur oft valdið
verulegum vandræðum á Rauf-
arhöfn, en íbúar þar verða oft
að senda t.d. til Akureyrar eða
Húsavíkur skjöl sem útibú gæti
afgreitt á nokkrum mínútum.
Gunnar Hilmarsson, sveitar-
stjóri á Rauðarhöfn sagði í sam-
tali við Dag að á þessaari stundu
væri ekki vitað hvort bankinn hæfi
byggingu hússins í ár. Gunnar
sagði einnig að heimamenn væru
ánægðir með þá ákvörðun bank-
ans að setja upp útibú á Raufar-
höfn, enda kæmi um leið starfs-
maður sem gæti metið þörfina t.d.
fyrir lánsfé svo dæmi sé tekið.
- Ég get nefnt sem dæmi að það
þurfti að ganga frá veðsetningu
fyrir togarann. Forráðamenn Jök-
uls voru að reyna að komast með
hana inn á Akureyri til að leggja
hana þar inn. Þeir ætluðu að fara
með hana sl. miðvikudag, en þá
var allt ófært. Afgreiðslan á Rauf-
arhöfn getur ekki tekið við henni
en allt sem þarf er stimpill og eitt-
hvað þess háttar smáræði. Þar
með er veðsetningin komin í gegn
og fjármagnið laust. Eins og sjá
má af þessu er það gífurlegt óhag-
ræði að hafa ekki útibú á
staðnum, sagði Gunnar að
lokum.
Sól er farín að hækka á lofti og ef menn eiga leið út í Slipp eða Bót má sjá trillu-
karlana snúast í kringum báta sína. Myndina tók KGA í smábátahöfninni hjá
Slippstöðinni.
Afsláttur fasteignagjalda á Dalvík:
„Hefur mælst
vel fyrir“
„Viö höfum veitt afslátt af fast-
eignagjöldum í nokkur ár og ég
held að mér sé óhætt aö segja
að þetta hafi mælst vel fyrir,“
sagði Kristján Ólafsson, sem
sæti á í bæjarstjórn Dalvíkur.
„Þessi afsláttur er fyrir ellilíf-
eyris- og örorkuþega.“
Eftirfarandi reglur gilda um af-
sláttinn á þessu ári: I fyrsta lagi
niðurfelling að fullu hjá einstak-
lingum með tekjur allt að kr.
1.750, umfram viðmiðunartekjur
og hjá hjónum kr. 3.500, umfram
viðmiðunartekjur, og í öðru lagi
er um að ræða lækkun um 2/3 hjá
einstaklingum með tekjur allt að
kr. 6.050, umfram viðmiðunar-
tekjur, og í þriðja og síðasta lagi
lækkun um 1/3 hjá einstaklingum
með tekjur allt að kr. 16.850, urn-
fram viðmiðunartekjur og hjá
hjónum kr. 30.225 umfram við-
miðunartekjur. Hámark skuld-
lausrar eignar má vera kr. 640.000
og skilyrði er að viðkomandi búi í
því húsi sem lækkunin tekur til.
Kristján sagði að viðmiðunar-
tekjurnar sem um er rætt væru
miðaðar við lífeyri með fullri
tekjutryggingu, en þær eru kr.
33.545 hjá einstaklingi og kr.
58.500 hjá hjónum.
Blönduvirkjun:
Mikilvægur fundur
Um helgina munu hrepparnir
austan Blöndu, þ.e. Lýtings-
staðahreppur, Seyluhreppur og
Bólstaðarhlíðarhreppur, halda
fund og taka afstöðu til nýjustu
tillagnanna um Blönduvirkjun.
Að vísu hefur Bólstaðarhlíðar-
hreppur hafnað samningsdrög-
unum og því getur allt eins farið
svo, að fulitrúar hans verði ekki
á fundinum, en þessir þrír
hreppar standa að sameignar-
félagi um upprekstrarland á
þeim slóðum sem virkjunin
verður.
Samkvæmt þeim upplýsingum
sem Dagur hefur aflað sér, lögðu
fulltrúar Lýtingsstaða- og Seylu-
hrepps hart að félögum sínum í
Bólstaðarhlíðarhreppi að mæta.
Það er ljóst að þesi fundur er
mikilvægur. Einn viðmælenda
blaðsins sagði að fundurinn væri
„vendipunktur“ í þessu máli.
Listahátíð á Akureyri
5—6 listsýningar auk tónleikahalds
„Það er lítið af þessum málum
að frétta á þessu stigi, en þau
gætu farið að skýrast síðar í
vikunni“ sagði Helgi Bergs
bæjarstjóri á Akureyri er við
spurðum hann hvort ákveðið
væri hvaða atriði Listahátíðar
í Reykjavík yrðu almenningi
til sýnis á Akureyri í sumar.
„ Við erum í sj álfu sér búnir að
taka ákvörðun í málinu, en
vegna anna hafa endanlegar við-
ræður við forráðamenn Lista-
hátíðar ekki farið af stað ennþá.
En ég held að það sé ljóst að
bærinn kemur sterklega inn í
þetta“ sagði Helgi.
Þau atriði sem rætt hefur verið
um að fá norður, eru sýning Fé-
lags íslenskra myndlistarmanna,
tónleika London Simfoniette
sem er að flestra mati þekktasta
og besta hljómsveit heims sem
flytur 20. aldar tónlist, og tón-
leika ítalska þjóðlagaflokksins
Compagnia Nouva Be Cadfnto
Popolare en þessi hópur hefur
verið á listahátíðum víða um
heim og vakið geysilega athygli.
Örn Ingi Gíslason myndlista-
maður á Akureyri tjáði Degi að
skólastjóri, kennarar og nem-
endur Húsmæðraskólans á Ak-
ureyri hafi safnað peningum í
listaverkasjóð, og þessum og
þessum sjóð var ráðstafað þann-
ig að ákveðið var að kaupa stórt
glerverk eftir Leif Breiðfjörð.
Þetta verk er hann nú að vinna,
og á það að koma í byggingu
Húsmæðraskólans fyrir ofan
innganginn. Þetta listaverk
verður afhjúpað á þessum tíma í
júní þegar hver listaviðburður-
inn rekurannan íbænum. „Þáer
ákveðið að Leifur verði með
glersýningu í Amtsbókasafninu,
og Textilfélagið verður með sýn-
ingu í Húsmæðraskólanum“
sagði Örn Ingi.
Örn Ingi tjáði okkur að sýning
FÍM sem verður í íþrótta-
skemmunni yrði mjög óvenjuleg
fyrir Norðlendinga. Þar myndu
5-10 listamenn sýna, og yrði
kappkostað að velja saman
ólíka listamenn sem sýndu
mikinn fjölda stóra listaverka.
„En fyrir utan þetta sem þegar
hefur komið fram, þá á ég von á
því að 2-3 sýningar eigi eftir að
bætast í hópinn þannig að hér í
bænum yrði um að ræða 5-6 sýn-
ingar auk tónleikanna. Það
verður því um meiriháttar lista-
viðburði að ræða hér í bænum í
júní“ sagði Örn Ingi.